Vísir - 21.10.1916, Blaðsíða 3

Vísir - 21.10.1916, Blaðsíða 3
VISIK Tilboð 'lá fyrir fundinnm frá frú Bríetn Bjarnhéðinsdóttur, um að rann- saka ýmsar þjóðþrifaráðstafanix bæjarstjórnanna i Kristjaníu ög Stokkhólmi, húsabyggingar, sam- félagseldhús, fæðingarstofnanir o. fl. í væntanlegri utanför sinni, gegn greiðslu beins kostnaðar eða fyrir ákveðna upphæð. Því máli var vísað til fjárhagsnefndar til athugunar. Gula dýrið. [Framb.] Yoghan skipstjóri fór á eftir henni og sagði. „Þetta lagast alt, ungfru. Mér kom ekki til hugar að yður yrði svona mikið um þetta. Enginn maður á skipinu fer í land í Bata- via, allir skulu halda beina leið til Kaitu og ef yður væri nokkur þægð í, myndum við allir leggja okkar síðustu krafta til þess að íyðja þessu eylandi af yflrborði jarðar. Bg veit að —". Skip- stjórinn stansaði í miðri setning- unni, því að einhver heyrðist kalla: „Eitthvað sést fyrir stafni!" Voghan sneri sér þegar við, og bar sjönauka að augum sér. Yvonn beið við hlið hans. „Eg get ekki vel séð hvað þetta er" sagði hann. „Egmundi helst geta til að það væri maður eða dýr, en slíkt getur varlaver- ið." Yvonn tók við sjónaukanum og horfði i hann nokkra stund og sagði svo: „Leysið bátinn strax! Þetta er maður!" Áður en Voghan vissi af hafði hún kastað sér útbyrðis og synti rösklega i áttina til mannsins. Báturinn var leystar skjótlega og hálf tylít röskra sjómanna sett- ust undir árar og reru af öllum kröftum manninum til bjargar. Yvonn varð þeim skjótari og hélt manninum uppi þegar þeir komu. Hann, var síðan dreginn inn í bátinn og Yvonn á eftir. Þegar maðurinn var dreginn inn i bátinn, rak Tinker upp hátt undrunaróp. Honum sýndist ekki betui en að þarna væri kominn Sexton Bleik, eða að minstakosti skugginn hans, sem starði út í bláinn með vitt-opnum óðslegum augum. Yvonn kastaði sér yfir Bleik, þar sem hann lá eins og dauður í bátnum, og brast í grát. 9. kapítnli. Þýski kafbáturinn. Sexton Bleik var ekki dauður, en nálægt skall hurðin hælunum. Þegar hann komst um borð í „Rauða blómið", var hann fyrst settur í gufubað og nuddað- ur allur. Því næst var hann sett- ur í rúm. Yvonn vildi ekki heyra nefnt að nokkur bjúkraði honum nema hún. Hún sat við rúmið hans og hélt í hendina á honum meðan hann í óráðinu endurtók hvað eft- ir annað atbarði hinna undan- gengnu þrautadaga. Hún heyrði hann hvað eftir annað neína sig á nafn. Nú heyrði hún leyndar- málið sem hún hafði þráð, því nú talaði tungan aðeins það sem hug- fólgnaet var. [Frh.] .J^>L.*L.-L.vL..L.vL.>L.^L.vL...L. Bæjarfréttir. 5* E- t> E- Afmæii í dag: Anna Christensen lyfsalafrú. Bengta Andersen verzlst. Bjarni Jðnsson prestur. Björgvin Vigfússon sýslumaður, Guðmundur Helgason trésm. Guðjón Björnssou trésm. Guðrún Zoéga hf. Nýl. 11. Kjartan J. Helgason pr. Hruna. Sigurbjörn Sveinsson kennari Þórunn Böðvarsdóttir. hf. Hafnarf. Veðrið í dag: Vm. loftv. 540 sv. andv. 7,8 Rv. „ 510 s. kul 0,8 ísaf. „ 448 v. favassv. 1,3 Ak. „ 495 ssv.1 kaldi 2,0 Gr. „ 180 logn -r- 2,0 Sf. „ 520 ív. gola 4,7 Þh. „ 544 ssa. st. kaldi 10,1 Messað á morgun í Fríkirkjunni í Hafnarfirði kl. 6 síðd. ar. 01. Ól. (misseraskifti). í Frikirkjunni i ±..eykjavík kl. 12 á hád. sr. Ól. Ól. (missera- skifti) og kl. 5 síðd. próf. Har. Niolsson. í Dðmkirkjunni kl. 12: síra Jðhann Þorkelsson (ferming), kl. 5: sira Bjarni Jónsson. Sýdáin eru á Landakotsspítala Steinunn Ágústa Þorvarðardóttir hér úr bænum og KiaTtan Ólafsson ung- lingsmaður frá Akureyri. Bana- mein hans var Iungnabólga. Saltgeymsluskúr er félagið „Kol og SaJt" farið að byggja á hafharnppfyllingunni. Gullfoss fer héðan að likindum áþriðju- dag, siðdegis. Fimtugsafmæli á Björgvin sýslumaðar Vigfús- son í dag. Mjólkin. Á 36 aura hafa mjólkurfram- leiðendur selt áfalítirinn. Þeir ætla að láta verðlagsnefndina hafa nóg að gera fyrst um sinn. „Svarti listinn" Sagt er að fjögur verslunarhús hér á landi hafi nýlega verið sett- & „svarta listann" hjá Bretam: A. Obenhaupt, Braun, H. Th. A. Thomsen og síldarbræðsluverk- smiðja fyrir norðan. OeíiH saman 6. október Kristján Jónsson. sjóm. og Sylvía Þorláksdóttir, Hvg. 32, og Karl Jónsson sjóm. og Þorbjörg Jónsdóttir bæði frá Akranesi, til heimilis á Njáls- götu 19. Til útlanda fórn nú með íslandi: Guðm. T. Hallgrímsson læknir Forberg land- símastjóra, LeifurBöðvarsson verzl- unarmaður, frá Anna Asmuuds- dóttir, Jón Ólafsson, skipstj. Þórð- ur Sveinsson (póstm.) o. m. fl. Dóttir snælandsins. Effir Jack London. 86 Frh. — Takið ofan hattinn, grenjaði hann. Hinir hlógu og maðurinn hlýddi. Svo byrjaði maðurinn með tré- Bleggjuna aftur: Sverjið þér að alt, sem þér ætlið að segja hér fyrir réttinum, sé sannleikur, all- ur sannleikurinn, og ekkertannað en sannleikur. Svo sannarlega hjálpi yður Guð! Norðlendingurinn játti því. — Biðið eitt augnablik við, herrar mínir! sagði Frona, er nti gekk inn ganginn á milli raðanna, sem strax var Iokað á eftir henni. Vincent stökk á fætur og rétti fram báðar hendurnar í áttina til hennar. FroDa, kallaði hann upp, ð, Frona, eg er saklaus! Þetta kom henni svo á óvart, að hún gat ekki áttað sig strax. Saklaus af hverju? Hann hefði sannarlega getað verið stiltari! Hann hefði getað beðið þangað til ákæran kom fram. Hún vissi ekki til að hann væri kærður fyrir neitt. Og henni fanst eins og einhver ðbeit á honum ryddi sér til rúms í huga hennar. — Vinur fangans, sagði maður- inn með trésleggjuna. Vill ekki einhver ykkar ná í stól handa henni. — Eitt augnablik, sagði hún um leið og hún skjögraði fram að borðinu og lagði hendina á það. — Eg skil ekki — þatta er mér alt svo ókunnugt-------En svo varð henni litið á fæturna á sér, sem voru reifaðir í óhreinum tusk- um, og hun vissi að hún var í rifnu stuttpilsi og að önnur erain var rifin og þar skein í beran handlegginn. Hárið flaksaðist um vangana og leirslettur voru í and- litinu. En þær strauk hán í skyndi burtu með hendinni. — Þetta er nú nóg, sagði mað- urinn með trésleggjuna vinalega. Setjist nú niður. Það stendur al- veg eins á fyrir okkur. Við skilj- um þetta ekki heldur. En þér getið reitt yður á að við erum hér samaukomnir til þess að komast fyrir hið sanna í þessu máli. Setjið yður nú niður. Híin lyfti upp hendinni. ^— Eitt augnablik — — Setjist niður, öskraði hann, það má ekki trnfla réttarhaldið. Hún sneri sér nú að manninum sem sat á stólnum og sagði: Herra forseti! Eg geng út frá því að hér sé settur gullnemaiéttur. Og þar sem eg hefi fullsn rétt til að taka til máls, þegar um málefni þessa héraðs er að ræða, þá krefst eg þess að eg fái áheyrn. • — En þér truflið yfirheyrsluna, fröken, fröken------- — Fröken Welse, bættu nú ýmsar raddir við. — Fröken Welse, hélt hann áfram og varð nu miklu kurteis- ari í öllu viðmóti. Mér þykir mjög leitt að þurfa að minna yður á að þér truflið yfirheyrsluna. Þér ættuð heldnr að setjast niður. — Nei, það' geri eg ekki, svar- aði hún. Eg óska að fá að spyrja einnar spurningar, og ef þér ekki viljið veita mér áheyrn, þá skýt eg beiðni minni undir örskurð fundárins. Hún leit því næst yfir hópinn og allir hröpuðu og heimtuðu að hón fengi að segja það sem hún 6skaði. Forsetinn varð að láta undan og bonti henni að halda áfram. —¦ Herra forseti og samfélagail Eg veit ekki vitund um mál það, sem þér nú hafið með höndum, en eg veit að eg hefi miklu meira áriðandi mál fram áð bera. Hér nndir kofaveggnum liggur maður, sem er að deyja úr hungri. "Við höfum sótt hann yfrum ána. Við hefðum ekki farið að óDáða ykkur ef okkur hefði verið mögulegt að komast heim til min. Þessi mað- ur, sem eg tala um, þarfnast hjálpar — og það svo fljótt sem frekast er unt. — Einhverir ykkar, sem næstir erað dyrunnm, getið farið út og liðsint honum, sagði forsetinn. Og þér, læknir, farið þér út og gætið að hvort þér ekki. getið neitt hlynt að honnm. — Beiddu um frest, hvíslaði ViEcent að Fronu. Frona jánkaði og sagði: Og því næst, herrá forseti, sting eg BPP á þvi að yfirheyrslunni sé frestað þangað til búið er að hlynna að manninum. — Engan frest! Áfram með yfirheyrsluna! kölluðu hú allir fundarmenn í ákafa, svo ekkivar að hugsa til að frestur fengist. — Jæja Gregory, sagði hún brosandi við Vincent, um leið og hún settist á stól við hliðina á honum. Hvað er á ferðum? Hann greip um hönd hennar og þrýsti hana fast. Þú skalt ekki trha þeim, Frona. Þeir ætla sér að — að drepa mig.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.