Vísir - 23.10.1916, Blaðsíða 3

Vísir - 23.10.1916, Blaðsíða 3
VISTR að nú vilji BveitameDii alt til vinna að ná sér í staupinu, jafn- vel hvoifa frá vinnu nm háslátt- inn og ferðast heilar dagleiðir ef þeir hafa von nm að fá sér eitt ærlegt tár. Freistingin er mikln meiri en áður. Nú er það ný- næmi, sem vert er að leggja eitt- hvað í sölurnar fyrir og þess vegna miklu meira um það hugsað að vera sér úti um það, af þvi að erfiðleikarnir eru nokkru meiri en áður. Undarlega bregður því líka við, að sveitaménn kanpa nú orðið mikið af brensluspíritus og ýmis- konar hárméðulum og eru mér kunn mörg dæmi þess, en ekki hefí eg heyrt þess getið, að sú vara væri mikið notuð uppi í sveitum áður. Niðurl. « Frá londum vestra. Blaðadeila mikil hefir nú staðið yfir um hríð milli Lögbergs og HeimskrÍDglu um íslenskt þjóð- erni. Eitstjóri Heimskringlu tók fyrst að skrifa gegn viðhaldi þjóðernisins meðal Vestur-íslend- inga og heldur því fram að þeir eigi að verða að Canadamönnum og elska Canada sem sitt rétta föðnrland. Gerir hann lítið úr ís- landi og talar háðuiega um föðar- landsást íslendinga: Hvenær hefir nokknr íslendingur elsk- að svo föðnrland sitt. að hann hafi lagt lífið í sölurnar fyrir það?" spyr hann. Segir hann að ættjarðarast vor sé ekkert annað en glamur. „Vanhygginn er - hver sá, sem ekki elskar heimili sitt, hlúir að því og prýðir það eftir föngum; — ódrengur er hver sá sem ekki elskar sveit sína og sveitunga . . . .; — ennþá meiri ódrengur er hver sá, sem ekki elskar landið sem hann dregur líf sitt af og þjóðina eða mann- félagið, sem hann lifir í; - - en meatur ódrengur er þó maðurinn, þegar hann reynist þessu föður- landi illa þegar það er í nauðum statt og vöða" — segir hann í inngangi að grein einni um föður- landsást, þar sem hann siðar er að færa sönnur fyrir því, að föðurlandsást eigi sér ekki djúp- ar rætur í íslendingum. — En hvernig manninum kemur þá til hugar að vera að reyna að berjá kanadiskri föðurlandsást inn í Vestur-íslendinga — er lítt skilj- anlegt. Áður fyr lofsöng ritstj. Heims- kringlu ísland og alt sem islenskt var, mest allra manna og lætur ritstj. Lögbergs ýmsar tilvitnanir í eldri rit hans og ræður dynja óspart á honum — en þess í í milli ýms kjarnyrði frá eigin brjósti. Sýnilegt er það, að þessi her- ferð ritstj. Heimskringlu gfgn íslenskri föðurlandsást, er hafin í þvi skyni að afia breska ríkinu sem mestrar samúðar og koma því til vegar, að landar vestra leggi sem mest i sölurnar fyrir það og gangi fúslega í ófriðinn. Og sagt er að ýmsum verri brögð- um sé beitt þar I Canada til þess. — En mörgum löndum earnar þó þessi skrif'Heimskringlu meira en alt annað og segja jafnvel sumir að ritstjórinn sé „keyptur". Um afstöðu ritstj. Lögbergs, Sig. Jú!. Jóhannessonar, er það kunnugt, að hann varð að fara frá blaðinu nm hríð vegna þess að hann latti landa þess, að láta sig ófriðinn nokkrn skifta. Gula dýrið. [Framh.] Yvonn sat stöðugt við rúmstokk hans og vonaði að hitasóttin rén- aði. Bleik var hraustbygður og loks hafði lifsþrótturinn yfirhönd- ina. Bleik opnaði augun og horfði nndrandi framundan sér, en hann var svo máttfarinn að þann gat sig ekki hreyft. — Var hann að dreyma? Pyrir skömmu hafði hann verið í smábát úti á regin- hafi, nú lá hann í þægilegu her- bergi og Yvonu sat hjá honum. Yvonn hrópaði upp af gleði þegar hún sá að Bleik var að rakna við. Hún fór út og kallaði á Tinkeré Um það leyti sem þetta gerðist kom nokkuð fyrir sem fékk öll- um nóg að hugsa. Það hafði ver- ið ákveðið að snúa við til Eng- lands úr því svo happalega vildi til að Bleik kom upp í höndur þeim, en það átti samt að fara annan veg en gert hafði verið ráð fyrir. Maðarínn sem vörð hélt í reið- anum kallaði niður að skip sæist stjórnborðsmegin. Voghan skip- stjori var á stjórnarpallinum og athngaði skipið í sjónauka. Þeg- ar hann nefndi nafn skipsins urðn allir órólegir, sem á þiJfarinu voru Skip þetta var ekkert annað en Boca Tigress. Það var auðséð að það hafði séð „Bauða blómið" þv það sigldi beint fyrir það. Nu þurfti að taka eittbvað Bkjótt til bragðs, og vegna þess, hyersu á- statt var fyrir Bleik var ákveðið að halda undan. Voghan skipstjóri simaði niður í véiarúmið og skipaði að setja skipið á fulla ferð og um leið var breytt stefnn þess í vestur. Boca Tigress hafði líka hert ferðina og var auðséð að þeim mundi ekki auðveld undankoman. Ekki Ieið á löngn áður en skot heyrðist frá Boca Tigress og kúla þaut yfir „Bauða blómið" án þess að gera nokkurn skaða. Það var gagnslaust að reyna að gjalda Kín- verjunum í sömu mynt, því þótt „Bauða blómið væri vopnað þá bafði það engar stórar fallbyssur sem gátu dregið 2 enskar mílur. Ferðinni var því* haldið áfram með fullum hreða, þótt skothiíð- in héldi áfram. Þegar skothríðin hafði staðið um stund hitti ein spreDgikúIan reykháfinn og tættist hann sundur eins og pappírsbelgur. Þrírmenn voru þar nálægt og særðust þeir allir. Nú tók skipstjóri það til ráðs að stýra skipimi krókaleið til þess að óhægra væri að hitta þaS. En þetta virtist lítið hamla skyttunni á Boca Tigress að hitta mark sitt, því að sprengikúlurnar hittu nu „Bauða blómið" hvað eftir annað. Það var ölium ljóst, að von- laust var um undankomu. En alt í einu kom grár belgur upp úr Dóttir snælandsins. Effir Jack London. 88 ------- , „ ,. Frh. — Gerði hún það, hvíslaði Frona að Vincent. — Já, hvíslaði Vincent að henni aftur, það gerði hún! En eg'skil ekkert í hvers vegna hún gerði það. Hún hlýtur að hafa verið viti sínu fjær. Kjóði maðurinn í upplitaðafrakk- anum yfirheyrði nú vitnið ná- kvæmlega og hlustaði Frona með athygli á það, en ekki upplýstist neitt með því. — Þér hafið rétt til að spyrja vitnið lika, sagði forsetinn við Vincent. Er nokkuð sem þér viljið spyrja um? Hann hristi höfuðið. — Fyrir alla muni spyrjið þór einhvers, sagði Frona. — Hvað ætli það stoði, svaraði hann, eg er fyrirfram dæmdur sekur. Þeir voru búnir að fella dóminn aður en yfirheyrslan byrj- aði. — Bíðið eitt augnablik, aagði Frona með skipandi röddu, svo vitnið, sem var að ganga burtu, stóð við. Vitið þér sjálfur nokkuð um það hver hefir framið þetta morð ? Norðlendingurinn leit til hennar og skildi auðsjáanlega ekki spurn- inguna. — Þér sáuð ekki hver framdi það? spurði hún aftur. — Ójú. Þessi náungi þarna, sagði hann og benti á Vincent. Hún sagði að hann hefði gert það. Allir brostu að þessari útskýr- ingu mannsins.. — Já! En sáuð þér það ekki? — Eg heyrði einhvem skjóta. — Já! En þér sáuð ekki hver það var, sem skaut. — ónei, en hún sagði — — Þakka yður fyrir! Þetta er nóg! sagði hún vingjarnlega og maðurinn gekk burtu. Sækjandi málsins gætti nu í skjöl sín og kallaði síðan upp: Pierre la Flitche. Grannur og dimmleitur maður, mjúkur og liðugur í hreyfingum gekk nú að borðinu. Hann var laglegur maður og leit alls-öfeim- inn í kringum sig. Eitt augna- blik horfði hann á Fronu, aem hann auðsjáanlega dáðist að. Hún brosti og fekk strax besta traust á honum. Hann brosti til henn- ar aftur. Honum var nú sagt að hann skyldi, í sem fæstum orðum, segja firá því sem hann vissi í þessu máli, sem um var að ræða. Hann hugsaði sig um Iitla stund og mælti síðan: Á sumrin er gott að sofa fyrir opnum dyrum, og það gerði eg í gærkveldi. En eg sef svo laust að eg vakna við hvað lítið sem er. Þess vegna var eitt skot meira en nóg til þess að vekja mig og koma mér til að lita út um dyrnar. Vineent beygði sig niður að Fronu óg hvíslaði: Það var ekki fyrsta skotið. Hún jánkaði, en hafði stöðugt augun ,á Flitche. — Svo heyrði eg tvö skot til, hélt hann áfram, hvert á eftír öðru. Þetta er í kofanum hjá Borg sagði eg við sjálfan mig. Hann er lík- lega orðinn leiður á Bellu og er nú að gera út af við hana. Bella er lagleg stúlka, sem mér líst mikið vel á. Svo hleyp eg. Og svo sé eg Jón koma hlaupandi heimanað frá sér. Hvað gengur á, spyr hann, og eg segi að eg viti það ekki. Og svo kemur eitt- hvað þjótandi í myrkrinu og velti mér og Jóni um. Við höfum hend- ur fyrir okkur og náum í kauð- aDn. Það er þá karlmaður á nær- klæðunum, og hann hrópar: æ, æ, æ! Við höldum honum. Svo stöndum við npp og eg segi: Eomdu með okkur til baka. — Hver var þessi maður. Flitche hálfsneri sér við og leit til Vincents. — Haldið áfram. — Já. Þessi maður vill ekki koma með okkur til baka, en við Jón neyðum hann til þess. — Sagði hann nokkuð? — Eg spyr hann hvað gangi á, en hann stynur og snöktir. — Var nokkuð sérstakt við hann að athuga, svo þið tækjuð eítir? — Ójá. Blóð á höndunum, og án þess að láta hreyfinguna sem varð í salnum þegar hann sagði þetta á sig fá, hélt hann áfram: Við Jón kveiktum svo ljós. Bella stundi þungan og Borg lá í einu horninu. Eg fór að aðgætahann. Hann var hættur að draga and- ann. Svo lítur Bella upp og eg sé á henni að hún þekkir mig. Hver gerði þetta, Bella, spyr eg. Hún lítur við og hvíslar lágt. Hann er danður. Eg veit hún á við Borg og segi já. ___

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.