Vísir - 28.10.1916, Blaðsíða 3

Vísir - 28.10.1916, Blaðsíða 3
VISIR Til minnis. Baðhúsið^opið kl. 8—8, ld.kv. til 11. Borgarstjðraskrifstofan kl. 10—12 og 1—8. Bsejarfðgetaskrifstofankl. 10— 12ogl—6 Bæjargjaldkeraskrifetofan kl. 10—12 og 1—5. íslandsbanki kl. 10—4. K. F. U. M. Aim. samk sunnud. 8*/« síðd. Landakotsspít. Heimsóknartími kl. 11—1. Landsbankinn kl. 10—3. Landsbðkasafn 12—3 og 6—8. ÚtJán 1—3. Landsejóður, afgr. 10—2 og 5—6. Landssíminn, v.d. 8—10. Helga daga 10—12 og 4—7. Náttúrugripasafn lVa—272. Pðsthúsið 9—7, sunnud. 9—1. Samábyrgðin l^ð. Stjðrnarráðsskrifstofurnar opnar 10—4. Yífilsstaðsbælið: heimsðknir 12—1. Þjððmenjasafnið, sd., þd., fimtd. 12—2. Kosningaúrslitin. k Borgarfjarðarsýslu hlaut Pétur Ottesen á Ytra Hólmi kosnÍDgu með 243 atkv. Bjarni Bjarnason á Geitabergi fekk 155 atkv. og Jón Hannesson í Deild- artungu 109. Mjólkurleysið. Stjórnarráðið hefir nú bjargað mjólkurframleiðendnnum úr „klip- unni“, sem einn þeirra sagði ný- lega að þeir væri komnir í. Verð- lagsnefndin hefir sagt af sér, og annað gat hún ekki gört. Nú verða mjólkurneytendur að taka til sinna ráða og kaupa ekki mjólkina. — Þess gerist ekki þörf heldur, því menn eiga kost á ó- dýrari mjóJk. Niðursoðin mjólk kostar 60—65 aura dósin hér í bænum. Konur, sem reynt hafa, segja að vel megi blanda dósina með 2 lítrum af vatni, t. d. í og út í graut. Þá kostar mjólkurpottarinn ekki 30 aura (Boyal-dósiu 60 aura). Það er því alveg óþarfi að kaupa mjólk á 35 aura líterinn, nema bæjarmönnum sé svo hlýtt til mjólkurframleiðenda, sem í sam- tökunum voru, að þeir vilji sér- staklega hlynna að þeim. Athugið það nú, húsmæðurgóð ar, hvort dósamjólkin blönduð, verður ykkur dýrari en hin. Hún er ekki eins góð út á grauta og blessuð nýmjólkin, sem við höfum vanist frá barnæsku, en eitthvað verðum við að leggja í sölurnar fyrir það, að láta ekki kúga okk- ur og féfletta. J. Mjélkurmálið. Grein birtist í Morgunblaðinu í gær með þessari fyrirsögn. Eg hefi ekkert að athuga við þá grein, tel þar fyrir mitt leyti alveg rétt skýrt frá öllum atriðum málsins. En eg vildi að eins gera fyrir- spurn til blaðsins um það hvaða atriðum að blaðið ekki gat verið samdóma Mjólkurfélagsmanni, og hvaða sakir voru bornar á verð- lagsnefndina, sem ekki voru rétt- mætar. Enn fremur af hvaða ástæðu blaðið vildi síður flytja greinina? Hvers vegna datt blað- inu í hug að neita greininni um rúm? Er ekki blaðið meðfram ætlað til þess að taka sanngjarn- ar og hógværar greinar, hvaða málefni sem þær snúast um, ann- að en stjórnmál? Heflr blaðið ekki auglýst, að það flytti greinar um velferðarmál þjóðarinnar? — Hvers vegna flytur það ekki nein- ar rökstuddar greinar um það, af hverju hámarkið var sett eingöngu á mjólkvrverðið, jafu þýðingar- mikið atriði og þar er um að ræða, þar sem sjúklingar og börn bæjatins exu nú kvaliu með mjólk- urleysinu fyrir vanhygni verðlags- nefndarinnar? Að endingu vil eg spyrja verð- lagsnefndina um það, hversvegna hún leitaði ekki samkomulags við mjólkurframleiðendurna áður en mjólkin sté upp, þegar hún vissi að mjólkin átti að stíga upp eftir vika? Það hefði verið hyggilegra en að setja hámarkið í annað sinn og vita hvað á undan var farið, og gera með því bæinn mjólkur- lausann í heila viku eðahverveit hvað lengi. Rvík 26. okt. 1916. Ó. J. H. Atlis. Yísir telur ummæli Ó. J. H. um verðlagsnefndina algerlega óverð- skuldnð. Nefndin gat ekki gert ráð fyrir því, að félagið gripi þegar til ofbeldisverkanna, er hámarks- verðið var sett, þar sem það hafði rétt til að skj 'ita úrekurði hennar til Stjórnarráðsins. Einnig heflr Yísir ýmis’ogt að athuga við grein Mjólkurfélagsmannsins, sem vikið verður að við tækifæri. -3 -3 j Afmæli á morgun: Arnór Knstjánsson verkam. Björn Sigurðsson bankastj. BTyndís Zoega hf. Halldór Kr. Júlíusson sýslum. Pétur Hansson verelm. Sigurður Gannlaugsson sjöm. Sigurhans Hannesson gullsm. Stefáu J. Loðmfjörð sjóm. Steingrímur Guðmundss. trésm. Þórh. A. Gunnlaugsson símþj. Hjónaefni: Thea Þorsteinsdittir og Jón H. Þórðarson. Björn Gruðmundsson kaupmaður (frá Þórsböfn) er nýkominn til bæjarins á seglskipi frá Kirkwall. Hann var farþegi á vélskipinu „Stellu“ frá Akur- eyri á leið til Norðfjarðar er Bretar tóku það austur af Lauganesi. Stella fór eftir nokkurra daga töf beina leið til Gautaborgar með síldina sem þangað átti að fara og oliuna sem átti að fara til Norðfjarðar. 3 vikur var Björn á leiðinni hingað frá Lenvick. Bæjarfréttir. Dóttir snælandsins, Eftir Jack London. 9i —— Frh. — Eg hafði komið honum und- ir, sett hnéð fyrir brjóst honum og náð fyrir kyerkar honum þeg- ar hinn var búinn að vinna á Borg og Bellu. Og nú veittist hann að mér líka. Hvað átti eg til bragðs að taka, einn á móti tveimur og að þrotum kominn af mæöi, enda komu þeir mér út i horn og þutu svo út. Eg verð að játa að eg var líka illa til reika, en nndir eins og eg var dálítið búinn að jafna mig, lagði eg á stað á eftir þeim, þótt eg væri al- veg vopnlaus. Syo hitti eg La Fiitcho og John, og — já, svo veitstu hvað við bar eftir það. — Að eins, sagði hann og hleypti brúnum, að eins skil eg ekki í hvers vegna Bella ásakaði mig um þetta. Hann leit á hana bænaraugum, en þó hún ssmúðarleg þrýsti hönd hans, eat hún samt sem áður þög- ul og yfirvegaði alt það, sem hún hafði heyrt um þetta mál. Hún hristi höfuðið, hægt og seinlega. Þetta er Ijóta sagan, og það sem um er að gera, er að sannfæra þá um---------- — En hamingjau góða, Frona! Eg er saklaus. Auðvitað hefi eg ekki lifað neinu dýrlingslífi, en hendur mínar eru þó að minsta kosti óflekkaSar af blóði. — Já, en hugsaðu eftir því, Gregory, sagði hún blíðlega, að það er ekki eg, sem á að dæma þig. Því miður er það gullnema- rétturinn, sem á að fella dóminn, og gpurningin sem fyrir liggur er þessi. Hvernig getum við sann- fært þá nm sakleysi þitt. Tvö aðalatriðin eru á móti þér, sem sé orð Bellu á dauðaetuudinni og blóðið á ermiani þinni. — Já, en hugsaðu eftir því að allur koflun var löðrandi i blóði, hrópaði Yincsnt og stökk á fætur. Eg segi þér það, að hann var all- ur löðrandi í blóði. Hvernig gat eg forðast að koma nálægt því, þar sem eg átti lif mitt að verja í áfloguuum? Geturðu ekki trúað orðum mínum? — Svona, svona, Gregory! Sestu nú niður — þú ert alveg frá þér. Yæri það eg sem ætti að dæma þig, þá veistn að þú yrðir dæmdur sýkn. Eu þessir menn — þú veist hvað skrílstjórn er — hvernig eigum við að fá þá til að láta þig lausan? Skilurðu ekki? Þú heflr engin vitni. Orð deyjandi konu eru álitih helgari en orð lifandi karlmanns. Gstur þú fært nokkrar líklegar ástæður fyrir því að húu hafi dáið með ósannindi á vörunum? Hafðihún hokkra ástæðu til þess að hata þig? Hafðir þú gert henni eða manui hennar nokkuð? Hann hristi höfuðið. Vitaskuld er okkur þetta óskilj- anlegt, en gullnemarnir þurfa eng- ar frekari skýringar við. í þeirra augum er þetta fulísannað og okk- ar hlutverk er að sanna það gagn- stæða. Getum við það? Vincont hné örmagna niður á stólinn. Það er víst algerlega úti um mig, stundi hann upp. — Nei, svo langt er ekki komið heldur. Þeir skulu ekki fá því framgengt að hengja þig. Það skal eg vissulega sjá um. — Já, en hvað getur þú gert, spurði hann vandræðalegur. Þeir hafa tekið lögin í sínar hendur og fara með þau eftir vild sinni. — í fyrsta lagi er nú það, að áin er íslaus — og það hefir tölu- verða þýðiugu. Landsstjórinn og héraðsdómarinn oru væntanlegir á hverri sfcundu með lögreglu- mannadeild með sér, og þeir standa áreiðanlega við hér om etund. — Þar að auki getum við máske sjálf eitfchvað aðhafst. Áin er is- laus, og ef í það versta fer þu er flótfci ein leiðin úr þessum vanda, og flótti er það sem þeir síst af öllu búast við. — Nei, nei! Þetta er ómögu- legt! Hvað megnum við tvö á móti svo mörgum? — En svo er pabbi og Conber- tin barón. Fjórar mauneskjur, sem vita hvað þær vilja og halda fast saman, geta gert kraftaverk, kæri Gregory. — Reiddu þig á mig — það rætist fram úr þessu. Hún kysti hann og strauk hend- inni um kollinn á honum, en úhyggjusvipurinn hvarf samt ekki af andliti hans. Löngu áður en dimdi fór Jakob Welse yfrum ána og með honum komu Del, baróninn og Corliss. Meðan Fxona fór burtu til þess að hafa fataskifti í einum kofanum, sem karlmennirnir góðviljuglega höfða látið henhi eftir, bar faðir bennar nmhyggju fyrir mauninum, sem bjargað hafði verið. Bréfin, sem hann hafði haft meðferðis, voru mjög áríðandi, svo áríðandi, að Jakob Welse hafði lesið þau tvisvar og var mjög áhyggjufullur út af innihaldi þeirra.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.