Vísir - 31.10.1916, Síða 3

Vísir - 31.10.1916, Síða 3
VI8IR nninni hafa verið betur rökstndd- ar en áetæður Verðla.E?snefndar- innar fyrir 32 aura hámarkinu, getur í'ðlk ekki um dæmt, þar sem hvorugt liggur fyrir al- menningi, eigi heldur Verðlags- nefndin sem ekki átti kost á að sjá ástæður ráðherra fyrir breyt- ingunni. Þó virðist almenning- ur hafa fulla ástæðu til að ætla að verðlagsnefndin haíi ekki borið sig rétt að gagnvart mjólkurfram- leiðendum, því maður hlífist við að trúa því, þótt heyrst hafi, að Mjólkurfélag Reykjavikur hafi haft stjórnina að ginningar- fífli, og að öll þessi bréf og umkvartanir, sem sagt er að ráðherra hafl borist um hið í- skyggilega ástand, hafi verið ým- ist frá mjólkurframíeiðendum •jálfum eða að þeirra undirlagi. En slíkar getsakir á æðstn stjórn landsins, að hún hlaupi eftir prívat slúðri manna sem Jiggi í eyrum hennar, fengncm til þess af Mjólkurfélaginu, er vavt trú- andi. Og þar sem hann ekki gefur Verðlagsnefndinni kost á a<5 sjá neitt af þessn, þá heíir maður ástæðu til að ætla að Verðlags- nefndin hafi brotið af sér, og ! þess frekar sem almælt er að I Mjólkurfélagið hafi alls ekki kæxt yfir hámarksverði nefndarinnar. Það virðist mega ætlast til af æðstu stjórn landsins, að hún hafi annað að sýsla, en að hlaupa eftir prívat slúðri, þegar lika þess er gætt að þetta iskyggilega á- stand, sem nm er að ræða, hefir ekki staðið lengur en í 3 — þrjá — daga. Það er að víeu satt að mjólk- urframleiðendur hættu margir að fiytja mjólk til bæjarins þessa daga, en það kom eins mikið til af því að þeir voru mjólknrlausir, og þeim gerði það ekkert til, en það mundi hafa sannast að þeir hefðu farið að koma til bæjarins með mjólk sína eítir hendinni, er hún jókst hjá þeím, enda voru þegar byrjaðir á því, áður en ráðherra gaf þeim þessa 3ja aura uppbót á hverjcm líter, því þeir munu hafa fljótlega fundið það að þá munaði um að missa hinar daglegu peningatekjur sem mjólkin gefur þeim, og þeir lika vitað að 32 aura verðið gaf þeim góðan hagDað, en á hinn bóginn ekki Iáandi þó þeir ekki köstuðu hendiani á móti hinu hærra verði fyrst þeir gátu fengið það. Þetta fordæmi, sem stjórnin hefir gefið hér með framkomu sinni gagnvart Verðlagsnefndinni er að því leyti gott, að næsta Verðlagsnetnd sem valin verður, veit hvers hún hefir að vænta af verjanda sínum, sem hággnr þá hlífa skyldi. B r u t u s. Noregur og Þýskaland. Nýlega var skýrt frá því í simskeyti til Vísis, að Norðmenn hefðu bannað kafbátum ófriðar- þjóðanna að koma inn í norska landhélgi. TiJskipun sú er að þessu lýtur á því ekki aðeins við þýska kafbáta, þó að vitanlegt sé að hún sé fram komin einungis vegna þeirra aðgerða. Tilskipunin er gefin út 13. okt. og mælir svo fyrir, að enginn hernaðarkafbátnr ófriðarþjóða megi hafast við eða ferðast um innan landhelgi Noregs. Ef þeir geri það, meiga þeir búast við að á þá verði ráðist fyrirvaralaust. Bann þetta Dær þó ekki til þess, er kafbátar verða að leita iun i norska landhelgi undan sjáfar- háska eða í annari lífsnauðayn én þá sknlu þeir sigla ofansjáfar og sýna greinilega með merkjum hverrar þjóðar þeir séu og hvert erindi þeir eigi. Þegar þær á- etæður, sem þannig hafa gefið kafbátunum rétt til að leita inn i Jaudhelgina ern brottfallnar, eru 'þeir skyldir að hafa sig þegar 1 burtn. Aðrir kafbátar (en her- kafbátar) mega heldur ekki koma inn í landhelgi nema að degi til og í börtu veðri, ofansjáfar og með þjóðaríánann við hún. — Tilskipunin gekk i gildi 20. okt. Svíar hafa eins og áður hefir verið skýrt frá geíið út sams- konar bann, og hafa Þjóðverjar ekki fjandskapast við þá út af því. En öðri^ máli er að gegna um Norðmenn. Eftir fregnum þeim, sem hingað hafa borist í skeytum eiga þýskir kafbátar að hafa sökt miklu fleiri norskum skipum síðan bann þetta gekk í gildi en áður. — Virðist því ekki um nema tvent að tefla, að ann- aðhvort telji Þjóðverjar Norðmenn sér fjandsamlegri en Svía, eða Svíar láti bannið ekki í reyndinni ná til þýakra kafbáta, eins og bandamenn hafa borið þeim á brýn. Mörg norsk blöð hafa Iengi krafist þess að allur útflutningur yrði bannaður til Þýskalands, vegua kafbátahernaðarins, og þeirri kröfu er enn haldið fram. Telja blöðin það vafasamt að unt sé að framfylgja kafbátasiglinga- banninu, eða að það geti orðið til þess að kafbátahernaðinum verði hætt. Eigi að síður eru þau sam- mála um að þessi ráðstöfuu hafi verið sjálfsögð og fyllilaga rétt- mæt. Mowinkel þingforseti sagði ný- lega í ræðu í Bergen: „Mörg norsk blöð fara hörðum orðum um framferði Þjóðverja. Og það er skiljanlegt. Norðmenn standa allir sem einn maður að baki hinni einbeittu ráðstöfun stjórnarinnar. En það er skamt milii friðar og ófriðar á þessum tímum . . .“. •if -i- 'if . .'lf . -I- . ■'L? -Jr- rif . «J<- Bæjarfréttir. Afmæli í dag: Iingibjörg Magnúsdóttir hf'. Afmæli á morgun: Guðm. Hallsson trésm. Dótlir snælandsins, Effir Jack London. 93 ----- Frh. Þér þurfið ekki annað að að- hafast en að hafa bátinn tilbúinn niður við árbakkann, beint fram- undan dyrunum, Auðvitað getið þér ekki vitað neitt um hvað fram hefir farið fyr en Vincent kemur hlaupandi. Svo út í bátinn með hann og á stað -- til Dawson. En nú ætla eg að bjóða ykkur góða nótt og kveðja ykkur um leið, því máske fæ eg ekki tæki- færi til þess á morgun. — Og haldið yður svo að vinstri árbakkanum þangað til áin beygir við, sagði Jakob Welse. Svo skuluð þér fara beinustu leið til hægri og fylgja straumnum þar sem hanu er harðaatur. Eu farið þér nú strax að hátta og hvíla yður. Það eru sjötíu mílur til Dawson og þér verðið neyddur til að fara það í einum áfanga. XXVII. KAP. Það var hlustað á Jakob Welse með tilhlýðilegri virðingu, þegar hann tók til máls fyrir gnllnema- dómstólnnm og lýsti vanþóknun sinni á því sem gerst hafði. Hann hélt því fram, að þótt slíkt rétt- arfar hefði verið fullkomlega rétt- mætt fyr á tímum, ámeðanengin lög voru gildandi í Iandinu, þá væri öðru máli að gegua nú, því nú væru lög til þar sem giltu, og það réttlát lög. Stjórnin hefði sýnt að hún kynni tökin á þessu og þvflíku. Að síðustu komhann með þá uppástungu, að þeir skyldu geyma fangann þangað tilhéraðs- dómarinn kæmi og fresta yfir- heyrslunni þangað til, en sú til- laga var feld í einu hljóði. — Sérðu nú ekki, sagði Vin- cent við Fronn, að öll Von er úti. — Nei, víst ekki, sagði hún, og sbýrði honum sfcuttlega frá ráða- gerðinni kvöldið áður am íiótt- ann. Hann hlustaði á hana, en var jafn voulauB eftir sem áður. Það er heimska að reyna þetta, s&gði hann þegar hún haiði Iokið máli sinu. — Og ef ekkerfc er aðhafst, er þér liklega gálginn ví?, svaraði hún. Þú munt þó vilja reyna að berjast fyiir lífi þínu. — Vitaskuld, svaraði banu með hljómlausri röddu. Mörg vitni voru nú yfirhéyrð, og öll þóttust þau nákvæmlega hafa rannsakað staðinn, þar sem morðið var framið og eyna, án þess að verða minstu vitund vör við þessa tvo menn, sem fanginn hafði nefnt í frásögn sinni. Fronu til mikillar undrunar gaf nú Del Bishop sig fram. Hún vissi að hann hataði Vincant, en hana furðaði á því að hann skyldi geta borið nokkurt vitni i þessu máli, sera þýðingu gæti haft. Þegar hann hafði svarið vitna- eiðinn og skýrt frá aldri sínum, stöðu og þjóðerni, tók Bill Brown til máls. — Þér eruð, herra Bisbop, að því er mér ekilst, nákunnugur farganum. Viljið þér nú vera svo góður að skýra réttinum frá, svona í algengum orðum, hvernig lunderni hans er? Dal brosti kankvíelega. Já, í fyrsta lagi er nú það, að hann er mjög þrætugjarn. — Hættið! Eg mótmæli þessu, sagði nú fanginn reiðilega og stökk á fætur. Þér hafið ekki leyfi til að bera vitni é þennan hátt, sem getur orðið til þo?s að fella mig. Vitl&us maður, sem eg hefi mætt alls einu sinni á æfinni, hefir ekki leyfi til að koma hér og bera vitni um lundarfar mitt. Gullneminn sneri sér að honum. Nú, svo þér þekkið mig ekki, Gregory St. Viccent? — Nei, svaraði Vinceat kulda- lega, eg þekki yður ekki, gðði maður. — Hvern kallið þér „góðan mann8, hrópaði Del reiður. Eu Vincent skaut máli sínu til fundarins. Eg hefi að eins séð þenna nánnga einu sinni á æfinni og það allra snöggvast í Dawson. — Þér skuluð koma til að kannast við mig áður en líkur, sagði Del háðslega. Svona! Hald- ið yður nú saman og látið mig segja sögu mína. — Eg kom hingað í landið með honum árið 1884. Svo Iangt er síðan. Vincent leit til hans forvitnis- lega. Já, herra Gregory Vincent! Eg sé að þér farið að hugsa yður um. Eg hafði vangaskegg í þá daga, og h'ét Brown, Johann Brown. Hefnigirni skein út úr glottinu sem lék nm varir hans þegar hann sagði þetta, og svo virtist sem Vincant misti nú allan áhuga fyrir vitnaleiðslunni. — Er þetta satt, Gregory, hvísl- aði Frona að honum.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.