Vísir - 04.12.1916, Blaðsíða 3

Vísir - 04.12.1916, Blaðsíða 3
VI8IR Nýkomið fráNew-York Nærfatnaöur, karla, kvenna og barna. Sokkar úr sílki u]l og bómull. Vetlingar á börn og fullorðna. Barnahúfur Treflar Og Slæður Borödúkar Borödúkadregill Servíettur siikibönd silkivasaklútar silkitvinni Allskonar smávara o. m. fl, Alt mjög: ’%7‘&LXi.cleL<3 og’ ódýrt. Yerslunin GULLFOSS. að 1 simskeyti, að „sagt se. að j |j ^ ý sættir séu komnar á. , X' atalDUOlIl Gjöld: • Skattar og gjöld til hins opinbera 1200.00 Árgjald til Helgafells- prestakalls 204.45 Stjórn kaupstaðarins 19100.00 Til löggæslu 14020.00 — hreinsnnar reykháfa 2800.00 Eftirlaun og ellistyrkur 1570.00 Umsjón og varsla kaup- staðalandsins 900.00 Manntalskostnaður 600.00 Til heilbrigðisráðstafana 4500.00 Yerkfræðiugur og bygg- ingarfulltrúi 2800.00 Til vegagerða 49400.00 Til þrifnaðar 8000.00 Götulýsing 7500.00 Salernahreinsnn 8000.00 Til vatnsveitunnar 38750.00 Til slökkvitóla og slökkviliðs 9200.00 Til gasstöðvarinnar 40000.00 Til viðhalds og endur- bóta á fasteignum 9000.00 Til áhalda og aðgerða á þeim 4000.00 Tii fátækraframfæris 76300.00 Til þurfamanna annara sveita 18400.00 Til að veita fátækling- um vinnn 30000.00 Til barnaskólans1) 67200.00 Ýmsir styrkir 5650.00 Ýmisleg útgjöld 3700.00 Til undirbún. rafmagns- stöðvar 6000.00 Bjargráðagjald 3750.00 Til mælinga og skrá- setninga lóða 6000.00 Vextir og afborganir 94000.00 Uýrtíðarnppbót 6000.00 1) Þar af til baðhússbygging- ar 11000 kr. Óviss gjöld 10000.00 Tekjuballi 1915 5711.40 Eftirst. til næ«ta árs 65000.00 Kr. 619255.85 Norðmenn ogÞjóðverjar. Norðuienn skjóta á þýskt skip. 1 síðustu útlendum blöðum ssm hingað hafa borist, var frá því sagt, að þýsk blöð teldu líkleat, að sættir myndu komast á milli Norðmanna og Þjóðverja. Svar Norðmanna væri að vísu ekki full- nægjandi, en líklegt til samkomu- Iags. Nú er sú fregn komin hing- En allhart var orðið á milli Norðmanna og Þjóðverja. Varðskipin norsku eiga að gæta þess, að verslunarskip Þjóðverja sem koma í norska landhelgi haíi ekki þráðlaus firðritanartæki. Ný- lega fór þýskt flntningaskip frá Skutesnes og fram hjá Pananger og hafði meðferðis firðritnnartæki. Norskur tundurbátur, sem vörð hafði á þeim slóðnm, elti það og akaut púðurskoti, skipinu til að- vörunar, en það nam ekki stað- ar. Skutu Norðmenn þá kúlu meðfram kinnungi skipsins, en Þjóðverjar létu sem þeir sæu það ekki. Þá skutu Norðmenn kúlu i gegnum reiða þýska skipsins og sími 269 Hafnarstr. 18 sími 269 er landsiws ódýrasta fataverslun. Regnfrakkar, Rykfrakkar, Vetr- arkápur, Alfatnaðir, Húfur, Sokk- ar, Háístau, Nærfatnaðir o. fl. o. fl. Stórt lírval — vítndaðar vörur. námu Þjóðverjar þá loks staðar með dræmingi. Og firðritunar- tækin voru tekin af þeim. í norska blaðinu sem þessi frá- sögn er tekin úr, er talað um óvina flntningaskip, og sýnir það, hvern hug Norðmenn hafa borið til Þjóðverja, og hverju þeir hafa búist við. ístÍF ogmiljönÍF eftir (gharles |§amce. 15 ---- Frh. — Þá hafði Heron fógeti aldrei fserri en 4 hasta fyrir vagninum sinum, og einu sinni þegar hann fór til móts við dómarana hafði hann sex. Húsið stóð opið fyrir öllnm fátælingnm í eveitinni og aldrei var förumönnum visað á dyr. Sá Heron sem uppi var á tíma föður míns, var þingmaður ijördæmisins og daginn sem hann Var kosinn, var sleginn botninn úr tveim brennivinsámnm og tveim Púrtvínsámnm á grassléttunni fyr- ir firaman húsið. Og í heilaviku á eftir sást varla ódrukkinn mað- ur í þorpinn og œílu vegar i kring. Haun var veiðimaður með afbrigðum og um veiðitímann var hvergi glaðara á hjalla i öllu kon- ungsríkinu en í Herondal. Já, Heronarnir gerðu Herondalinn frægan, eins og sagt er, herra minn. Hann þagnaði og hristi höfuðið, og Stafford þagði lika; hann var nógu hygginn til þess að vera ekki að slíta söguþráðinn. Gestgjafinn andvarpaði og leit hngfanginnn á vindilinn sinn, og hélt svo áfram: Honum var boðin lávarðstign; það var afl ungfrú Idu. Heron- unum hafði oft verið boðin baróns- tign, en þeir neituðu alt af að taka við henni og þessi neitaði lávarðstigninni. Hann sagði að hærra yrði ekki komist en að vera Heron frá Herondal, sð honum meiri menn hefðu látið sér nægja það og að hanu væri fyllilega ánægður með þá tign sem forfeð- ur hans hefðu látið sér nægja. — Þegar hann dó, var líkfylgdin hálf önnnr míla á lengd. — Hvernig atvikaðist það, að ættin misti eignir sínar og völd? spurði Stafford, Gestgjafinn leit upp í loftið og var hugsi. Það er ekki svo auðvelt að giska á það, sagði hann. Yitaulega fóru feyknin öll í flúginc, því það var ekki að eins hér heima, sem fó- getinn eyddi drjúgum. Það var engu betra ef ekki verra þegar hann var í Lundúnnm. Hann átti þar stórt hús og sýndi engu minni rausn þar en hér, ef til vill enn meiri. Og í þá daga, herra minu, var mikið nm fjár- hættuspil og veðmál, engu síður en nú, ef til vill meira — en það er nú sagt að heldra fólkið nú á dögum sé hneigðara fyrir að spila á hlutabréf en spil og veðja um veðhlaupahesta; þér fyrirgetið herra minn. — Eg er hræddur um að þér hafið rétt fyrir yður, sagði Stafford og hló við. Eg fyrir mitt leyti held meira upp á gamla lagið. — Það er rétt, sagði gestgjaf- inn og kinkaði kolli ánægjulega. Jæja, en það er þá af peningun- mn að segja, að þeir fóru í allar áttir, og þegar gamli fógetinn, faðir þess sem nú er á Iifi, lést, þá var sagt að lítið hefði verið eftir skilið: og það sem verra var, mikið af landinn var selt og það sem eítir var veðsett fyrir því sem á því toldi. Það er oft sama sagan um þessar gömlu ættir, herra minn, og því hörmulegra er það! — Já, sagði Stafford, Og er þá fógetinn sem nú er nppi líkur föður sínura? / — Nei, herra minn, ekki vitund, svaraði gestgjafinn og hleypti brúnum hugsaudi og hálf vand- ræðalegur. Þvert á móti. Faðir hans var frjálsmannlegur og þægi- legur við hvern sem var og hafði altaí gamanyrði á vörunum við hvern sem hann hitti. En sá yngri var ætíð fáskiftinn og ómann- blendinn þegar í æskn. Og þegar hann tók við eignunum varð hann enn ómannblendnari en áður, forð- aðist alla fornkunningja föður síns og lukti sig inni á búgarðin- nm aleinn. Hann er háskólamað- ur og mesti bókaormur og er öll- nm stundum í bókaherberginn sínu eins og — eins og einbúi hafði eg nærri sagt. Hann fór utan um bríð, til Ítalíu trúi eg það væri, og hann kom kvongaður heim aft- ur; en konan koro ekki meira fjöri i heimilisbraginn, því hún dó skömmu eftir að Ida fæddist. — Ungfrú Ida er einbirni. Hún var send að heiman um tíma og dvaldi þá hjá einhverjam ættingja sfn- um og það eru eklci meira en tvö ár síðan hún kom heim aftur. Yesalings stúlkan, sagði Staf- ford, ósjálfrátt. — Já, meira en svo, það er von að þér segið það, og var þó dálítið efablandinn. Það sér nú samt ekki á, að ungfrú Ida sé svo aumkunarverð; hún er svo glað- lynd og — og bjartsýn, eins og maður segir. Og er það þó ekki trúlegt í þeim kringumstæðum, að búa þarna ein í þe?au stóra húsi með gamla manninum, sem aldrei fæst til að fara út fyrir túnið og hýmir yfir bókunum frá morgni til kvölds. Og þó getur hún

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.