Vísir - 16.12.1916, Blaðsíða 1

Vísir - 16.12.1916, Blaðsíða 1
Ritstj. JAKOIÍ MÓLLER Afsrr. í HOTEL ISLANl) 6. árg. Laugardaginn 16. desember 1916. 344. tbl. ímskeyti frá fréttaritara .Visis'. Kaupm.höfn 15. dee. Með sölu Vesturlieimseyja voru greidd 2S3004 atkvæði vid almenna atfevæöagreiðslu í Danmörku en 157596 atkv. á nióti. Banuameun seuda ffriðartilfood Þjóðverja á milli sín áður en þeir svara. því opinherleg'a. Briand varar við því aö flana að fridarsamning'um. Frá .Ælþingi. Kjörforéfa-rannsókn. Þingsetningarfundinum var haldið áfram í gær, og var fundur settur aftur kl. 1 e. h. Lá það fyrst fyrir, að þingið rannsakaði kjörbréf þingmann- anna og skiftist þingið þá i kjördeildir. Rannsókn kjörbréf- anna stóð yfir í 2—3 kl.tíma. Varð lítill ágreiningur út af kosningunum og öll kjörbréf tekin gild mót-atkvæðalaust er á fund kom, nema kjörbréf þm. Mýrasýslu, en það var tekið gilt með 24 atkv. gegn 13. Kosningakærur höfðu þing- inu borist úr 4 kjördæmum: Árnessýslu, Eyjafjarðarsýslu, Gullbringu- og Kjósarsýslu og Mýrasýslu. Rétt er að geta þess um kær- una úr Mýrasýslu, að eitt at- riði henrtar var það, að þing- maðurinn hefði »að líkindximot keypt atkvæði. Þetta kæruat- riði var bygt á vottorði þriggja manna, um að maður nokkur, kjósandi í M5rrasýslu, hefði sagt svo þeir heyrðu, »að Pétur Þórðarson hefði gefið sér eina krónu, en sjálfur hefði hann ekki ætlað að setja upp nema 50 aura«, og segjast vottorðs- gefendur hafa skilið þetta þann- ig, að það væri fyrir atkvæði hans. — En sá skilningur þótti þinginu, eða meiri hluta þess, ekki nógu ábyggilegur, tíl að hann gæti varðað ógildingu kosningarinnar. En þeir þrettán af þingmönnum, sem greiddu atkvæði gegn kosningu þessari, vildu ekki skilyrðislaust ónýta kosninguna, heldur fresta úr- skurði um hana. Einkennilegt var það, hve lítill ágreiningur varð um kosn- inguna í Árnessýslu, jafnmiklu moldviðri og þyrlað hafði ver- ið upp út af henni. En með ógildingu eða frestun úrskurð- ar á þeirri kosningu talaði að eins einn þingmaður og greiddi þó ekki atkvæði þegar til kom, svo að kosningin var sam- þykt með samhlj. átkv. Að loknu þessu kjörbriefa- hjali unnu nýju þingmennirnir eið að stjórnarskránni, og fór sú athöfn ekki hátíðlegar fram en vant er. Kosning erabættismanna. Var nú gengið til kosninga embættismanna þingsins. Kosningu forseta sameinaðs- þings varð að þritaka vegna þess, að enginn fákk ákveðinn meiri hluta. Kosningu hlaut: Kristinn Daníelsson með 20 atkvæðum. Við fyrstu kosningu hlaut hann 19 en Hannes Hafstein 18. Við aðra og þriðju kosn- ingu hlaut Kr. D. 20. Þrír seðlar voru auðir við fyrstu kosninguna en 2 við tvær síð- ari kosningarnar. Varaforseti sameinaðs þings var kosinn Sigurður Jónsson frá Ysta- Felli með 18 atkv. Hannes Hafstein hlaut 7, Jón Magnússon 6, Guðjón Guðlaugsson 3, Jóhannes Jó- hannesson 1 en 5 seðlar voru auðir. Sköfatnaður JNýkominn í sltóverslun Steiáns GunnaFSsonar Kvenskór reimaðir og hneftir. Stíg-vél reimnð og hneft. JEflauelissasliór 2 tegundir. Inniskór margar tegundir. Karlm. skóíatnaður, mjög fjölbreytt úrval. Verkm. stígvél frá kr. 11,00. Skrifarar sameinaðs þings voru kosnir með hlutfallskosn- ingu Þorleifur Jónsson og Jó- hannes Jóhannesson. Þá var kosin kjörbréfanefnd með hlutfallskosningu: Skúli Thoroddsen, Jóhannes Jóhannesson, Magnús Torfason, Jón Magnússon og Ólafur Briem (með hlutkesti). Þá fór fram kosning 8 þing- manna er sæti skyldu eiga i efri deild með landkjörnu þingmönnunum. Var viðhöfð hlutfallskosning og kosnir: Magnús Torfason, Jóh. Jóhann- esson, Guðm. Ólafsson, Eggert Pálsson, Kristinn Danielsson, Magnús Kristjánsson, Karl Ein- arsson og Halldór Steinsen. Þegar hér var komið var fundi frestað til kl. 8 um kveld- ið, en er þing kom saman aft- ur skiftust þingmenn í deildir og fór því næst fram kosning embættism. deildanna. Þessir hlutu kosningu: f Forseti n. d. Ólafur Briem. 1. varafors. n. d. Bened. Sveins- son. 2. varafors. Hákon Krist- ófersson. Skrifarar Þorsteinn M. Jóns- son og Gísli Sveinsson, kosnir með hlutfalskosningu. Forseti e. d. Guðm. Björn- son 1. varafors. e. d. Magnús Torfason. 2. varafors. e. d. Guðjón Guðlaugsson. Skrifarar voru kosnir i e. d. Eggert Pálsson og Hjörtur Snorrason. Næsti fundur á mánudag; verður þá kosið í fastar nefnd- ir og i n. d. verða þrjú stjórn- arfrv. á dagskrá. »afa •A.^^^lrsfa^U.u.u. tUM Bæjarfréttir. í Afniæli á morgun: Jón Jóasson járnsm. Sölvi VíglnndaHon skijistj. Guðm. Gíslason skósm. Bjarni Bjarnason klæðsk. Guðm. T. Hallgrímsson Iæknir. Þorgrímur Þórðarson læknir. Jóla- og nýárskort með isl. erindum og margar aðr- ar kortateg. fást hjá Helga Árna- syni i Safnahúsinu. Erlewd myiit. Sterl. pd. Frc. Doll. Kbh. »/i Bank. 17,40 62,75 3,71 Pósth. 17,50 63,00 3,75 17,70 64,00 3,90 Messur á ínorgun: í dómkirkjunni á morgnnkl.12 á hád. sira Jóhann Þorkelsson og kl. 5 síðd. síra Biarni Jónsion. í Fríkirkjunni í Kvik kl. 2 síðd. 01. ÓI. Prestarnir við dómkirkjnna og fríkirkjn- presturinn veita móttöku gjöfuia til fátækra fyrir jólin. Haraldur Kíelsson prófessor, liggur veikur ogget- ur ekki messað á morgun. Mysuostur stej í£fti Lofti A Pétri.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.