Vísir - 16.12.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 16.12.1916, Blaðsíða 2
VÍSIR Dansleik heldur IVýi d.anssls;óliiin. fyrir nemendur sína í IsvölcL (laugardag 16. des.) kl. 9 e. h. í Báruhúsinu. Aðgöngumiða má vitja j L i 11 u B ú ð i n a. Póstkortarammar, Myndarammar og Speglar, smáir og stórir nýkomnir í verslnn Jóns Zoéga, Stórt og falleg-t úrval. BASAR. Hinn árlegi basar K. F. U. K. verður haldinn Laugar- daginn 16. þ. m. i húsi Ii. F. XJ. M. og hefst bl. 0 e. m. Áðgangur 35 aura. Basar K. F. Ú. K. verður i kvöld ld. 9. í félagshúsinu. Eru þar margir fáséðir munir að vanda. Kjósendafundur almennur verður haldinn í Báruhúsinu kl. 2 á morgun. Á dagskrá verður: Dýrtíðarmál almennings. 2 blöð koma út af Vísi í dag nr. 343 og 344. Jón frá Hvanná 1. þingmaður Norðmýlinga er veikur af mislingum. Hafði læknirinn í Vestmannaeyjum boðið honum að láta bera sig hér í land i sjúkrakörfu, en Jón ldæddist og fór í land, sem heilbrigður væri. Þing- fundinn í gær sótti Jón og var þá með töluverðan hita og væri betur, að honum yrði ekki meint af. En mikið mun hafa þótt við liggja. Brunaliðið kallað. Kl. 1 i nótt var hringt upp í brunaslöðinni. Var það bruna- kallarinn við Laugaveg 44 sem hringdi. Annar vökumaðurinn hljóp samstundis af stað og I kom á vettvang eftir sjö mín- útur og fjekk að vita að kvikn- að væri i húsi þessu. Að tólf mínútum liðnum kom fyrsta sprautan, að fjórtán minútum önnur, brandstiginn eftir 20 mínútur og nœturvörður eftir 21 mínútu. Var þegar fyrir- skipað að reisa stigann upp við húsvegginn og tók það örstutla stund. Næturvörður Guðm. Stefánsson, sem kemur að í þessu, spyr hvað sje að. Verður borgarstjóri K. Zimsen, sem þar var staddur, fyrir svörum og segir: Það eru tvær gjótur i veginum hér fyrir neðan og er reft yfir, en ekk- ert ljós til leiðbeiningar; væri gott ef lögreglan sæi um að þar væri ljós svo menn færu sjer ekki að voða«. Var nú stigamaður kominn upp í efstu rim á stiganum og kallaði: Alt er kyrt og hljótt og fólk sefur vært. Lét borgarstjóri þá vita að þetta væri aðeins œfing og að brunaliðið mætti hverfa aftur. Tilefnið til þessa var það, að borgarstjóri er þarna á gangi í tunglsljósinu ásamt 3 mönnum, þeim Br. Björnssyni tannl. Christensen lyfsala og Sighv. Bjarnasyni b.stj. Rekast þeir á þennan gröft í veginn og sjá ekki ljós nærri. Kemur borgarstj. þá til hugar að kalla á brunaliðið til þess að sjá hve snart það væri í snúningum og var árangurinn hinn bezti og sýndi að alt er í ágætu lagi hjá brunaliðinu. m Ví ilkíi átsúkkuiaði fæst nú í Landstjörnunni. istir og miliönÍF eftir glharles ^arvice. a5 ----- Frh. verið keypt með brögðum. — Eg vildi að eg hefði ekki sagt það. — Eg vildi það líka, sagði hann; en eg vona að það sé ekki satt. Eg veit ekkert nm viðskifti föðnr míns — eg hefi ekki séð hann í mörg ár; eg er honnm ná- lega ókunnugur. Hún hlustaði á hann alvarleg á svip og svo danglaði hún með svipnnni i stóra kastaníubrúna hestinn sinn, en Stafíbrd tók, næstum óafvitandi í þann taum- inn sem nær honum var. Svipur hans lýsti þeirri óbifanlegu festu, sem vinir hans oft og einatt urðu varir við og furðuðu sig á. — Ungfrú Heron, eg er hrædd- ur um . . . Hann þagnaði aftur, og hún beið, og einblíndi á eyrnn áhest- innm. — Eg veit ekki hvernig eg á Jólatré komin í verslun Jöns Zoéso. að koma orðum að því, sem eg ætlaði að segja, sagði hann. Eg er enginn mælskumaður; en eg — já, eg vona að þér séuð mér ekki reið út af húsinu, eða neinu sem feðrum okkar hefir farið á milli, — Auðvitað held eg hans taum; en — já, ekki bygði eg þessa horngrýtis höll — fyrirgefíð þér ! En mér finst það óbilgjarnt að láta mig gjalda þess — og eg sé það á svip yðar, að þér ætlið að gera það! — að skoða mig sem óvin vegna — Staö'ord, sem venjulega var ekk- ert stirt ‘um raál, varð algerlega orðlans, er hún leit á hann hægt og rólega og hálfundrandi. — Hví skyldi yður ekki gilda það einu? sagði hún í barnslegri einfeldni. — Þér þekkio mig ekk- ert; við sáumst í fyrsta sinn í gær — það er engin vinátta i milli (okkar. — Ó, ekki svo að skilja, að'eg sé búin að gleyma alúð yðar í gærkveldi; nei, nei! Eu hvað gerir það yður til? Hvaða stúlka önnur, sem i hlut hefði átt, þá hefði Stafiord grunað hana um daður, um að vera að reyna að fá hann til að segja orð- in sem ekki verða aftur tekin; en þegar hann leit í þessi skæru, barnslega saklansu augu, gat shk- ur grunur engar rætur fest. — Fyrirgefið þér; en það gerir feir- |ler- og postniinsvörnr (stell) hvergi fallegri, betri né ódýrari en í verzlun Guðm. Egilssonar. Pí»ímusvélaj»9 oiíuvólas*, tuunullur oflí margaFfegundiraf kaffikvörnum, fást í verzlun Guðmundar Egilssouar. Vinðlar, spil og kerti til jólanna ættu allir að kaupa í verzlun Guðm. Egitesonar. glikk-emailluvörur, speglar og önnur búsáhöld eru ávalt ódýrusi í verzlun Guðm. Egilssonar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.