Vísir - 24.12.1916, Blaðsíða 3

Vísir - 24.12.1916, Blaðsíða 3
VISIU. Míaiíala essíasar konungs — Johs. Loft — Sealtíel*) kom fram i dyrnar og baS ungu stúlkurnar, sem voru að dansa og syngja úti-fyrir, að hætta hávaðanum eða færa sig fjær, af því að Aron gamli lögvitringur væri svo veikur; nú mundi hann fá notið hvildar um stund eftir sólarlagið, ef hljótt væri um. Ungu stúikurnar hættu gleð- skapar-skvaldrinu umsvifalaust, tóku saman höndum og hlupu á brott. Og ungi hjarðsveinninn, sem setið hafði flötum beinum á jörðinni og leikið fyrir þær dans- lagið á hijóðpípuna sína, spratt á fætur og hljóp á eftir þeim með pipuna í hendinni. Svo varð alt hljótt þarna á götunni í Betle- hem, og nú tók að rökkva að nóttu. Ekki var Aron lögvitringur sofn- aður, er ungi maðurinn kom inn til hans aftur, en hann lá hljóður í rúmi sínu. Skinhoruð höndin JillaSi við sauðskinnsfeldinn, sem yfir hann var breiddur. Sealtiel settist á gólfið við rúmið og beið þöguil fyrirskipana hins gamla kennara sins. Siðan i bernsku hafði hann fylgt þessum aldurhnigna einstæðing á ferðum hans, sem þjónn hans, lærisveinn og skrifari. Og margt hafði hann af honum numið, hæði það, er vér mundum telja hégómlega smámuni, og þó eigi síður þær greinar hinnar fornu speki, sem í sér fela hinn mikla eðlis-styrkleik sannrar og lifandi trúar. Gagnstætt venju lögvitringanna meðal Gyðinga hafði Aron sökt sér niður i spádómana aí mikilli alúð og kostgæfni. Marga efnis- rýra úrlausnar-skýringu hafði hann lagt út i og lesið þolinmóða læri- sveininum sinum fyrir. £n þegar. hugurinn flaug upp í ljósheima hins eftirvænta Messiasar, hóf ungi lærisveinninn höfuðið, rauf þögnina og sagði: „Vel hefir þér mœlst, meistari!" En Aron svar- aði því jafnan á sama veg; „Skrifa þú, Sealtíel, skrifa þúl" Samvizkusemin og nákvæmnin var hin sama, hvort sem hann var staddur á eyðimörkum skýr- inganna eða í unaðs-iundum fyrir- heitanna. Aron lögvitringur var af kon- ungum kominn, af Júða-kynþætti, Davíðs ætt. Það taldi hann sína höfuð-vegsemd. Þrjá sonu hafði hann eignast; tveir þeirra dóu í Alexandriu og voru jarðaðir í Jósafatsdal í Jerúsalem. Þriðja soninn, Samúel lögvitr- ing, hafði hann mist seinna. Með hann hafði Aron flúið frá Jerú* salem lil Damaskus, þegar sá orðrómur varð hljóðbær, að Heró» des konungur, sem Gyðingar trúðu *} Sealtíel (Schealtiel). Eg hefði kosið að mega kalla hann Skjal til alls ills, hefði i hyggju að leita uppi alla afkomendur Daviðs og fyrirfara þeim á laun, hverjum og einum. En með því að það var alkunnugt, að Aron lögvitr- ingur var hinn eini, sem hafði i höndum fullkomna skrá yfir alla einstaklinga konungsættarinnar.. þá þorði hann ekki að haldast við innan takmarka ríkisins, og var því um nokkurt skeið landflótta- maður í Damaskus. — En þegar hann misti síðasta soninn, ónýtti hann allar ættarskrárnar. „Synir mínir voru ekki verð- ugir þess, að vera forfeður Messi- asar," sagði gamli lögvitringurinn — og í sorg sinni ónýtti hann ættartölurnar. En oft talaði hann um þær, og á seinustu elliárunum snerist hugurinn að ættvísinni með æsku-áhuga og fræðimannlegri röggsemd* Nú sagSi hann ekki: „Skrifa þú, Sealtiel; skrifa þú!« heldur: „Mundu þetta, Sealtíel, mundu það!" En ættartalan var ekki gleymd, þó að skrárnar væru að engu orðnar. Aron mundi hvert einasta nafn, hvert hjónaband. Um langa vegu var honum tilkynt hver barnsfæSing, og hvern hliSarlegg ættarinnar þekti hann út í yztu æsar.-------— — Aron gamli svaf ekki, Hann Iá hreyfingarlaus í rúminu og tal- aði við sjálfan sig. A lampa bak við höfðalagið logáði dauflegt ljós, sem sló blaktandi bjarma á bera veggina — og í húminu komu fram gamlar minningar. „Meistari!" mælti Sealtíel, „má eg tala við þig?" „Tala þú, sonur minn". „Þegar þín missir við, þá veit enginn framar —- enginn eins og þú — hvar ættmenn Daviðs eru niður komnir. Er það ekki mis- ráðið?" Ölduagurinn svaraði engu. fiVilt þú fyrirgefa mér, meist- ari, að eg heíi dirfst að skrifa upp aftur á bókfells-vöndlana mína, það sem þú varst búinn að safna og semja". Öldungurinn var enn hinn ró- legasti. „Hví gjörðir þú það, Sealtíel?" spurði hann. „Sökum þess, að eg vil lifa mörg ár enn, sé það vilji hins hsszta — blessað sé nafn hans — og börn mín munu lifa og þéirra börn og ættarskrárnar geymast, og Messías konungur mun koma og þá verður einhver að geta fallið honum til fóta og sagt: Sjá, heilagi ísraels konungur, hér eru nöfn forfeðra þinna; sannarlega ert þú Davíðs sonurl" „Messias konungur þarfnast þess ekki. Hann er eins og morgun- roðinn. Mundi upprennandi sólin þurfa að færa sönnur á það, að hún sé gjöf hins hæzta? Þarf Messias annaS en ásjónu sína til aS sanna vinum sínum hverhann er, eða mundu ekki orð hans nœgja gagnvart óvinunum?" „Sannarlega hefir þú rétt að mæla meistari. En Messias kon- ungur mundi eigi að síður heiðra Í>Ul Í gröf þinni, fyrir að hsfa verndað um heiður hans, áður en þú fékkst hann augum litiS". Sealtíel sótti bókfellsvöndul sinn, og rakti sundur frammi fyrir öld- ungnum. — En þá heyrSist fóta- tak, eins og fariS væri geyst um götuna og numið steðar úti fyrir. Það var eins og eldur brynni úr augum hans, er hann sá skraut- legu skriftina, en eigi varð þó gleðinnar vart í rödd hans er hann spurði: „Hefir þú nú skrif- að rétt? Látum oss athuga það!" Það var sannarlega undrunar verð nákvæmni, sem Gyðingar beittu við skrásetning \ og allan frágang ættartalna á þeim tímum. Og þó að vér berum ekki skyn á slik verk, mundum vér eigi aS síSur hafa hlotiS að horfa á það með lotningarfullri aðdáun, er þessir tveir lærðu menn lásu yfir ættartöluna með sívaxandi áhuga og vandfýsni og báru sig saman um hin einstöku atriði hennar. Sjúki öldungurinn hlustaði á og hreyfði höndurnar til samþykkis jafnótt og Sealtíel las. Og þó aS smátt væri um hrósiS og lítiS bæri á gleSi Arons, var þetta þó hátíðleg stund fyrir Sealtíel. Fyr- ir honum vakti þetta: „Með þessu vinnum við að vegsemd og heiðri Messíasar konungs". „Sealtíel!" Hann hættiaðlesa. „Þetta eru hliðargreinar ættar- tölunnar, sonur minn; en hin beina Daviðs ætt, hvar hefir þú skrifað hana? Þú ert ekki enn farinn að lesa mér nöfn þeirra, sem fyrirheitin hljóða um". „Meistari! Eg hefi skráð hverja einustu hliðargrein; en aðal-ættina, þá, sem engar óskyldar konur eða Levitar koma nærri, hana dirfð- ist eg ekk að skrásetja án þins leyfis. Minnumst þess að Heró- des konungur er enn á lífi". „Rétt er það og vel mælt". Það fór kuldahrollur um öld- unginn. Sealtiel breiddi ofan á hann. Og þegar hann hugði að hann væri sofnaður, læddist hann út. Hann stóð úti fyrir dyrunum, viðbúinn að hlaupa inn, ef öld- ungurinn kallaði á hann. Það stóð á miðnætti. Við næsta hús stóð hópur manna. Það voru hjarðmenn utan frá hag- lendinu. Þeir kvöddust og Seal- tíel sá þá tínast burtu einn og einn. Einn þeirra gekk þar um er Sealtíel stóð. Andlit hans ljómaði tjf gleði, og Sealtíel spurði hví hann væri svo glaður. „í nótt er fæddur sonur af Júda-kynkvísl — og við sáum hann". — Meira sagði hjarSmað- urinn ekki, en hélt áfram leið sína, eins og hann vildi ekki láta spyrja sig frekar. Annar gekk framhjá. Hann var alvarlegur á svip og augun tárvot. Sealtíel spurði hann frétta. „Sonur er fæddur af Davíðs« ætt! Drottinn guð ísraels blessi hann!" — Og svo hélt hjarð- maðurinn áfram — eins og hon- um væri ekki um frekari spurn- ingar. Sealtíel vissi til þess, að Jósef byggingameistari og heitmay hane voru stödd í húsi þar i grendinni. Og nú gekk hann þangað. Um- mæli hjarðmannanna höfðu ein- hver þau áhrif á hann, að hann varð að fara og sjá, það sem þeir höfðu séð. Þegar hann kom aftur, lá Aron vakandi og mjög illa haldinn af andþrengslum, sem þjáðu hann hvert sinn er hann sofnaði. Seal- tíel hagræddi honum; og þegar öldungurinn var búinn að ná sér aftur, tók hann til máls meS mikl- um ákafa: „SkrifaSu Sealtiel, skrifaSu! Skrifa þú konungsættartöluna! Mér segir svo hugur um, aS ég lifi ekki af þessa nótt"- Sealtíel bjóst til aS skrifa. Og svo skrifaSi hann af miklu kappj^ nafna-raSir hinna horfnu ættliSa — hins göfugasta aðals meðal ísraelsmanna, sem að vísu hafði ekki til síns ágætis annað en bjarma stórfeldrar vonar — en þó þeirrar vonar, er engin önnur konungsætt hafði slíka átt. Og seinasta nafnið var Jósef. Þegar skriftinni var lokið, mælti Sealtiel: „Meistari, Jósef frá Nazaret er hér í borginni". „Eg veit það, Sealtíel, hann kom eins og viS til manntals-skrá- setningarinnar". „Heitmey hans.er fæddur son- ur í nótt, rétt fyrir miðnætti". „Skrifa þú, Sealtíel: Jósef byggingameistara er fæddur son- ur; nafn hans er okkur enn ó- kunnugt". — Nóttin leið. Öldungurinn gerðist órólegur. „Lestu fyrir mig", mælti hann; „lestu um brottnumdu greinarnar af Davíðs ætt!" „Já, meistari, og ég skal líka lesa fyrirheitin um son Davíðs". Lærisveinninn las, en öldung- urinn tók fram í fyrir honuni og fór að tala um sonu sína. Og svo tók hann til máls, með endumýjuðum áhuga á ættskrán- um; „Jósef byggingameistara er fæddur sonur; hefir þú séð barn- ið?« „Já, eg sá það meistari, með- an þú svafst. Faðir þess stóð við jötuna, þar sem barnið lá, en móðirin hvíldi þar hjá". „Talaðir þú við þau?" „Já, meistari, en þau svöruðu mér engu. Eg kom inn til þeirra, þau þögðu; Jósef leit við mér og benti á jötuna. Og svo var að sjá, sem allir Betlehemsbúar legSu þangaS leiS sina. Þeir komu, litu á nýfædda sveininn og fóru svo aftur. HjarSmenn nokkrir höí'ðu komiS þar á undan mér, en þeir sögSu mér ekkert Og sama var um foreldrana, þau sögðu ekkert við mig". „Þau eru þagmælsk!" „A eg aðhaldaáframaðlesa?" „Sealtíel? Breið þú yfir höf* uð þér og hafðu yfir bænina, sem við erum vanir að biðja, þegar barn er fætt í ísrael". Öldung-1 urinn hóf upp hendurnar, og nú fluttu þeir eina af hinum dýrlegu bænum, sem forfeðurnir góðu hofðu látíð að erfðum,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.