Vísir - 24.12.1916, Síða 4

Vísir - 24.12.1916, Síða 4
4 VISÍR Bolinders Mötorar. eru einfaidastir og þó vandaðastir að sntíði. Ábyggi- legri og olíusparari en allir aðrir mótorar sem hér þekkj- sat. Sjáifur mótorinn, skrúfutengslin og skiftiáhaldið, hvíl- ir alt á einni járnundirstöðu, og geta því þessir þrír hlut- <%r ekki sigið til í bátnum. Vegiia þess að eg liefi hugsað mér að liaf'a hér fyrirliggjandi alla þá varahluti sem þurfá til þessarar mótortegundar, leyíi eg mér að mælast til að allir þeir sem Bóllnders mótora eiga hér á landi, sendi mér sem fyrst skýrslu er tilgreini: No.og Nafn mótors (þar í hre margra cyl. mótorinn er, og hre mörg hestöfl hanu heíir). Nafn eiganda, Nafn báts, Um leið væri mér kært að meðtaka þau með- mæli sem eigendur mótora þessara kunna að vilja gefa þeim. — G. Eirikss, heildsali, Reykjavik. Elnkasali á íslandi fyrir Bolinders mótorverksmlðjur, Stockholm og Kallhall. „Við höfum nú beðið fyrir honum“, sagði Aron. „Blessað- ur sé hann um aldir alda!“ Litlu síðar spurði hann aftur: „Sástu barnið?“ „Já, meistari, eg sá það!“ „Grét hann, þessi Davíðs son- ur, eða hló hann?“ „Meistari, barnið leit við og við upp augunum og þau voru tár- vot. Jósef þerraði tárin, um leið og þau runnu hægt niður um kinnarnar. En gráthljóð heyrðist ekki“. Þeir þögnuðu aftur. Það var nú loks tekið að ljóma af degi. Lögvitringurinn vaknaði og and- þrengslin ágerðust, „Mundu vel, Sealtíel, mundu!“ r „Já, meistari!“ — hann varð að tala hátt, til þess að Aron heyrði til hans. „Skrifaðu son Jósefs — síðast — síðast — Þar er konungablóð!“ „Já, meistari!“ „Og nafn hans skaltu skrifa! — Hvað heitir hann?“ „Meistari! hann fæddist í nótt; hann verður ekki skírður fyr en eftir sjö daga“. „Sealtiel! Far þú tll Jósefs byggingameistara og spyr, hvað hann ætli að láta barnið heita; segðu honum, að Aron lögvitring- ur verði að fá að vita það — hann viti um öll konungabörn Júða“. Sealtíel hljóp ut — og kom aftur eftir litla stund. Öldungurinn stundi og and- varpaði. En þegar Sealtíel tók að hagræða um hann, varð hann furðu hress. Hann settist upp i rúminu og horfði á morgunbjarm- ann á veggnum. „Nem þú burtu nafn mitt af ættskránni. Skrifa þú: Samúel lögvitringur er dáinn — og Aron lögvitringur er dáinn. Skrifa þú son Jósefs á listann, þar sem nöfn konunganna eru skráð. Ætlarðu ekki að fara og spyrja, hvað hann á að heita?“ „Eg hefi þegar gert það, meist- ari! Þau svöruðu mér bæði“ „Og hverju svöruðu hin þög- ulu hjón?“ „Þau svöruðu með einu orði: nafninu Jesús“. „Skrifa þú, Sealtíel: Jósef byggingameistara er fæddur son- ur, og hann heitir Jesúsu. Sealtíel gerði sem fyrir hann var lagt — og þetta var hið sið- asta, sem hann skrifaði eftir fyr- irmælum meistara síns. „Varðveit þú skrárnar handa Messíasi konungi — þær eru hans vegsemd!“ sagði öldungur- inn með veikum rómi. Þegar sólin kom upp, var gamli lögvitringurinn Iiðinn. Árni Jóhannssonr BnúiMdEQD jólBia. Hina fyrstu jólaprédikun hélt engill, guðs lýsandi sendiboði. Prédikunin er ekki löng, en hún er innihaldsrík. Það hafa verið haldnar út af henni margar miljónir af prédikunum á ótal tungumál- um, en þó er englaprédikunin ekki uppslitin ennþá. Á hverjum jólum er hún eins ný og hug- fangandi, eins og vér hefðum aldrei heyrt hana áður. Engin prédikun, sem haldin heíir verið um þetta efni á jörð myndi þola að vera endurtekin svona oft, án þess að missa aðdráttarafl sitt, já, verða hvimleið öllum, sem ættu að hlusta á hana svona oft, hvað eftir annað. Englaprédikunin þolir þessa meðferð og sannar með því hinn guðdómlega uppruna sinn. Prédikun engilsins er þannig: „Verið óhræddir", það var inn- gangurinn, „því sjá, eg boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðum“. Það er fyrsti part- urinn, sem undirbýr annan kafl- ann: „Þyí að yður er í dag frelsari fæddur, sem er Drottinn Kristur i borg Davíðs“. Þetta er höfuðatriðið, sá mikli boðskapur sjálfur, og svo kemur þriðji og síðasti kaflinn: „Og hafið þetta til marks: Þér munuö finna ung- barn reifað og liggjandi í jötu“. í þessum kafla er kent, hvernig hagnýta eigi boðskapinn og til- einka sér hann. Svo endaði þessi mikla ræða, en engillinn hafði ekki tíma til að segja „Amen“, því hinir englarnir voru svo óð- fúsir að byrja jólasálminn. Og svo hefir þessi prédikun gengið land úr landi, frá kynslóð til kynslóðar. Hún hefir hljómað þar sem hræðslan bjó fyrir í döprum hjört- um: V e r i ð e k k i h r æ d d i r! Hvað þá? Er engin ástæða að óttast og skelfast í veröldu, sem er svo full af synd og hættu og sorg? — Jú, mörg og mikil ástæða fyrir þá, sem ekki þekkja boð- skapinn. En þegar boðskapurinn kemur til mannshjartans, þá eru það fyrstu tiðindin, að nú ?é fram- ar engin ástæða til að óttast, því fögnuður og ótti geta ekki rúmast saman. Og þessi mikli fögnuður er handa öllum mönnum, það þarf enginn að vera útilokaður frá honum; og fögnuðurinn er fólginn í þessu: Yður er frelsari f æ d d u r í dag. Þér, maður, er frelsari fæddur, einmitt í dag, nú, á þessari tíð. — Þetta er hinn mikli gleðiboðskapur, en sá sem fær hann, þarf að reyna hann sjálfur; annars tekur hann ekki burt ótta né gefur varanlega gleði. Þú verður sjálfur að f a r a og f i n n a. Og þegar þú hefir f u n d i ð hann, sem boðskapur-' inn hljóðar um, þá þarft þú eilíf- lega ekkert að óttast, en átt þá gleði og hamingju, sem aldrei fekur enda. Þú, sem lest þessi orð, hefir þú heyrt jólaboðskapinn, svo að þú hafir gkilið, að hann er handa þér, og hefurðu svo farið og fund- ið frelsara þinn og vin, Jesúm Krist, drottinn vorn? Fr, Fr. Frá bæj arstj ornarfiuidi 21. þ. in. Kolamúlið. Fyrsta mál á dagskrá var fundargjörð dýrtíðarn. frá 19. þ. m. Lagði dýrt.n. það til að hluta- félaginu „Kol og Salt“ yrði seldur kolafarmur sá, sem bæjarstjórnin fékk nýlega, en að bæjarstjórn setti þær reglur um sölu kolanna, að verðið yrði það sama og ver- ið hefir (kr. 12,50 fyrir skp.), að til febrúarloka verði engum ein- stökum manni selt meira en 1 smálest af kolum, að kolin verði afhent gegn „kola-kortum“ er borgarstjóri lætur mönnum í té, að „Kol og Salt“ veiti andvirði kolanna móttöku hjá kaupendum um leið og þeir afhenda „kola- kortin“, en mismuninn fœr félag* ið greiddan úr bæjarsjóði- Frek* ari tryggingarreglur um sölu kol- anna hefir borgarstjóri heimild til að ákveða. Borgarstjóri gerði þá grein fyr- ir þessu máli, að kolafarmur þessi hafi orðið heldur ódýrari en ráð var gert fyrir, eða kr. 74,84 smá- lestin hingað komin, en að við bættum sölukostnaði og vaxta- tapi kr. 81,34. Útsöluverð kol- anna verður kr. 78,12 og því tap á hverri smálest, er nemur kr. 3,22. Þegar þar við bætist kostn- aður við afhendingu miðanna, má gera ráð fyrir að allur halli bæj- arsjóðs á þessari verzlun muni nema alt að 5000 krónum eða um 50 aurum á skp., sem bæjar- sjóður gefur kaupendum kolanna. Umræður urðu allmiklar um þetta mál og aðallega um það, hvort allir bæjarbúar ættu að verða þessara kostakjara aðnjót” andi. Sagði borgarstjóri að dýr- tíðarnefnd hefði komist að þeirri niðurstöðu, að illkleift yrði að skilja þar sauðina frá höfrunum og vildi því láta eitt yfir alla ganga. En með þvi að láta þessa ivilnun ná jafnt til allra, væri líka fengin átylla til að takmarka kolasölu til allra. Kolaforði bæj- arins væri nokkru minni en ráð hefði verið gert fyrir, því að „Kol og Salt“ hefði ekki fengið full 2000

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.