Alþýðublaðið - 23.04.1928, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 23.04.1928, Blaðsíða 2
aiHBftgPBBABÍÐ ALÞÝÐUBLAÐIÐ kemur út á hverjum virkum degi. 4fgreiðsla í Alpýðuhúsinu við Hverfisgötu 8 opin frá k!. 9 árd til kl. 7 síðd. Skrifstofa á sama stað opin kl. ð'/a — 10’/s úrd. og k!. 8 —9 síðd. Simar: 988 (afgreiðslan) og 2394 (skrifstofan). Verölag: Áskriftarverð kr. 1,50 á mánuði. Auglýsingarverðkr.0,15 hver mm. eindálka. Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan : (í sama húsi, simi 1294). ; Ætlar „Framsóknarustjórnm að fara í ihalðslarfana? Eins og kunnugt er, hefir stak- asta óregla og masta óréttlæti ríkt um. alt kaupgjald við vega- vinnu þá, er rikið hefir haft með höiDdum un lan 'arin sumur. Ka .pið hefir verið mjög misjafnt víðs vegar um iandið. Sttins staðar hafa verið greiddar kr. 1,10 um kl.st., en ánnars staðar 50 aurar.. Eins o.g gefur að skilja, er kaup þetta alt of lágt. Óánægjan með þessa kaupgreiðsiu rikísins heíir verið einna mest í Árnessýsiu. Kusu verka manna féi ögin á Stokkseyri o.g Eyrarbakka því nefnd í málið og fólu henni að reyna að hafa áhrif á ríkisstjórn- ina um. að þetta væri lagfa;rt. Ríkisstjórnin hefir ekkert aðhafst í málinu enn, og má það furðu sæta. — Er ólíklegt, að bændur og verkamenn úti um landið ,er stundað hafa vagavinnu undan- farin sumur, þoli það til lengd- ar af Framsóknarstjóminni, að hún feti í fótspor íhajjdsins og skeri við neglur sér laun þeirra. Nefnld Verkamannafélaganin.a á Eyrarbakka og Stokkseyri skrif- uðu rikísstjórnmni eftirfaran.di bréf: „Við undirritaðir, sem. koisnir vorum af verkamannafélögunum Báran á Eyrarbakka og Bjarmi á á Stokkseyri, til -þess að bera fram kröfur verkamanna, hreppsnefnid- arinnar í Eyrarbakkahreppi, hreppsbúa í Stokkseyrarhreppi, og í samræmi við vilja allra þeirra bænidta, er sóttu þingmálafundina i Árnessýslu í janúarmánuði s. í. (smbr. fsk. I. 2. 3..*) um að gætt verði framvegis um jafnrétti kaupgjalids verkamanna við rikis- sjóðsvininu í Ámessýslu, leyfum okkur hér með að senda hinu háa Stjómarráði eftirfarandi erfndi. Fyrir nokkxum árum fór að bera á því, að verkamönnum, sem unnu við rfkissjóðsvinnu hér í Árnes- sýslu, var borgað mishitt kaup, og sýndist ávalt farið eftir þvi, hvar verkamenm áttu heimilisfang. Reykvíkskir verkamenn fengu á- valt hærra kaup en Ámesingar, þótt þeir ynnu að sömu vinnu. I *) Tillögur, sem sampyktar voru á hreppsfundum, pingmálafundnmU og fundum verkamannafélaganna. fyrstu va,r þessi kaupgjaldsmis-. munur ekki ýkja mikill, 10—20 aurar um klukkustund, dálítið misjafn frá ári til árs. Að vísu vioru verkamenn austanfjalls þeg- ar frá upphafi óánægðir með kaupmisinuninn, og skildu eigi oirsakir hans, var þó um nokkur ár unnið möglunarlítið á mismun- andi kaupi. Alt til. ársins 1927 'Sættu verkaimenn austanfjalls sig við mi'smunimn, þann sem gerður var á kaupi þeirra og hinna, sem úr Reykjavík voru ;var þó mis- munurinn þá orðinn 20 aurar um kist. eða 2 kr. á dag. Árið 1927 gekk kaupmismunur- inn svo úr hófi, að Reykvíikingum var borgað vor og haust 45 aur- um hærra kaup um hverja klukkustund, en 35 aurum hærra um hverja k*lukk.ustund, að eins wðan heyannlr stóðu yfir, hdldur en mönnum, sem búsettir voru austanfjalls. Þetta vakti megna al- . menna óánægju í héraðinu, bæði vegna þess, hver misréttur hér vax á mönnum gerður, og ekki síður vegna þess, að kaupið var svo lágt, að menn máttu ei við það una, þar sem ómögulegt er fjöl- skýldumönnum að draga fram tífið við svo þröngan kost. Vegna þess, er að framan segir, neyddust verka*menn til þess að biðja verkstjóra sína að leitast við að fá kjör sín bætt hjá vega- má'laistjóra, en hann neitaði alger- lega að bæta kjör þeirra að n.okkru leyti. Þar af leiddi ,að surnir verkamenn, og þeir þá helzt, sem áttu við örðugri lífs- kjör að búa, neyd,dust til að ieggja niður rikissjóðsvinnu, og: hrökk’last þá nauðugir frá konu og börrium og misjafnlega stcdd- um h'Similuitn norður á Siglufjörð í síldina, sem reynst héfir miður heppilegur atvinmuvegur, þjóðinni til þrifa. Þetta miisrétti hefir einn- ig orðið til þess, að auka mjög útflutning verkafólks úr sýslunni til Reykjavíkur, sem atvinnuvegir héraðsins mega sízt við og sem kemur harðast niður á sjávar- þorpunum, Stokkseyri og Eyrar- bakka, sem nú berjast í bökk- u,m fyrir tilveru sinni, vegna þungra skuldabyrða, sem á þeim 'hvfla, og mega því engan gjald- amda missa, og er þetta því sýni- legt banatilræði við þau, að beita verkalýð þeirra sliku gerræði, endi mun það vafasöm stjc®..mála- speki .hvort rétt sé að verðlauna fólk til þess að flytja úr sveita- héruðum til höfuðstaðarinis og eyða þar kaupgjaldsmismuninum í óþarflega háa húsaleigu. Samhl.iða þvi, að rikissjóður hef- ir látið vinna eftir framanskráðum kauptaxta, Wefiir hann og iátið vinna mikið að vegalagningum í ákvæðisvinnu, miiðað við taxta þennan. Að iátið sé vinna verk i ákvæðisvinnu, er ekki neitt að athuga við, sé ákvæðisvinnan miðuð við hæFjlega háan kaup- taxta. Við viljum eindregið taka það fram, að jafnvel þó hægt væri að sýna fram á það, að hugsan- legt væri, að neyða mæ'fti atvinnu- litla, fátæka menn til að vinna fyrir lægra kaupi en þeir í raun og veru geta lifaö rið’, ög þannig sparað eitthvað fyrir ríkissjóð, þá teljum við það rangláta aðferð af þeim ,sem með völdin fara, gagn- vart þegnum rikisins. Því leyfum við okkur samkv. framanskráðu að fara þess á leit við hið háa Stjórnarráð Islantís, að því megi þóknast að hlutast tíl urn og skipa svo fyrir, að tferka- men-n við rikissjóðsvinnu, Sem bú- settir eru i Árnessýslu, njóti sama kaupgjalds, á hvaða árstíðum sem er, og Reykvikingar, sem vinna að sömu vinnu, og ef um ákvæð- isvinnu er að ræða, að hún sé reiknuð út eftir sa*ma mælikvarða. Til vara leyfum við okkur að skora á hið háa Stjórnarráð, að j að *jái um, að kaupgjald við rík- issjóðsvlnnu í Árnessýslu fari aldrei á þessu ári niður úr 90 aur- uim fyrir klukkustund, og að á- kvæðisviinina, ef u*m hana er að ræða, verði eftir því reiknuð. í fullu trausti. Virðingarfylst. Eyrarbakka, 8. marz 1928. Bjcfnl Eggertsson. Zophon 'as Jónsson. Þorl. Guðmundsson. Til Stjóruarráðs íslands. Vaknlð! BSm Ijóssins! Tveir starfsmenn færðu i letur. Svava Þórhalls- dóttir þýddi. Reykjavík 1928. Kver þetta er 134 blaðsíður og er selt á 3 krónur. Formáli kversins byrjar þannig: „Æðri vitund beindi til okkar orðum þessarar bókar. Hvört sem það er meistari, innra sjálfið eða einhver hjálpari mannkyns- •ims, látum vér innsæi bvers, er bókina les, ráða fram úr.“ Kverið skiftist í þrjá þætti. Hver þáttur er í smáköflum. Hver smákafli hefir yfirskrift. I. Kallið. Vaknið, ég er meistari þinn, hjálpararnir miklu, drottinn kær- leikans, Kristur hið innra, fræð- arinn komandi, hvers vegna hann kemur, að undirbúa veg hans og fylg honum. II. Að verða hæfur. Dómgreind, engin blind hlýðni, traust, máttur kærleikans, kærleik- ur, eini vegurinn, kærleikur í breytni, góðvild, óæðri ríkin, ein- ing, frá sjálfum þér að sjálfi þínu, þjónusta, gef, æsk einskis, jafn- vei ekki viðurkenning, rósemi, samræmi, friður, réttviisi, fyrir- gefning, aðfyndni, hugsanir, gagnslausar hugsanir, itjórn hugsana, þögli, sannleikur, hrein- leiki, heilbrigði, þróttur, stjóma Iikömunx þínum, glaðværð, ham- ingja, gfeði, ver ei kvíðinn, vilji og starfa. III. Ávalt áfram. Lifðu lífteu, að ná hærra, ver farvegur, meistari og lærisveinn, vegurinn, vegurinn til Hyíta Bræðralagsins og börn ljóssins. Ráða má af fyrirsögnum þess- um, hvernig efni bókarinniar muni vera. Hugsanir þær, sem kverið flyt- ur, eru fagrar. Ættu þær að h*fa góð áhrif á sérhvern lesanda. Hallgriniur Jónsson. Enn um sjúkrasam* lög í Drnmörku. Hlunnindiv er samlögin velta. Samlögunum er skylt að veita félögum sínum og bömum þeirra innan 15 ára fría lækn'ishjálp og sjúkrahúsvist (einnig á geðvexkra- hælum og berklahælum). Dagpen- ángar eru minst 40 aur. á dag, varf sjúkdómurinn lengur en 3 —7 daga. Þó er kvenfólki og ung- liingum eldri en 18 ára ekki skylt að tryggja sér dagpeniinga. Hærri dagpeniingar eru ákveðnir samíkv. alm. daglaunum — eftir meðalta'li launa félaga sarrdagsins, eða eftir imeðaltali alm. daglauna, og er sú reglan oftast viðhöfð. Dagpen- ingamir mega ekki fara fram úr Vx vikulauna viðkoimandi félaga og ekki vera yfir 6 kr. á dag. Þjá'ist félaginn af langvarandi (kronisk) sjúkdómi, fær hann ekki greiddar meira en 3 kr. á dag. Þess má og geta, að sá, er þjáist af slíkum sjúkdómi, þá er hann biðst upptöku í samlagið, getur ekki orðið löglegur félagi. Dag- peningar samlagsfélaga, er njóta örkumlastyrks, mega ekki vera hærri en 1 kr. á dag og ekki vara lengur en 13 vikur (hverja 12 mánuði). Ríkisumsjónamaður samlag- anna setur reglur um dagpenmga. Aninars fara dagp. eftir því fyrst og frernst, hve hátt iðgjald félag- ar greiða. Um iðgjöld félaga er ekkert hægt að upplýsa; þau eru há eð|a iág eftir því, hve háa dag- peninga samlagsfél. tryggir sér, og verða því mjög mismunaniúi. Samlögin veita sængurkonum 1 kr. á dag i dagpeninga i 10 daga eftir fæðingu. Veikist sænig- urkona að 10 dögum liðnum eftir barnsburð, fær hún sjúkraistyrk áfram. Þurfi læknisaðstoðar við fæðinguna, greiðist sá koistnaður af samiögunum. Samkvæmt iðn- aðarlöggjöfinni mega konur, er vinna í vexksmiðjum eða við önn- ur iðnfyrirtæki, og alið hafa bam, ekk.i taka til vinnu aftur fyrr en 4 vjikum eftir barnsburð, nema læknir leyfi og telja enga hættu stafa af því, hvorkii fyrir konuna

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.