Alþýðublaðið - 24.04.1928, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 24.04.1928, Blaðsíða 3
flLIi’ÍÐUBLAÐIÐ Höfum til: Eldspítur „Lapzyn“. Ódýrar. Friðlýstum þjóðgörðum fjöl'gar árlega í heiiríinum. Fyrix nokkru var einn stofnaður í Sviss og ann- ar í Sviþjóð. Nýskeð voru tvö svæði friðlýst í Allegheny fjöll- unum í Bandaríkjunum. Ammað þeirra er um 7 millj. ekra að stærð. Einn af merkari þjóðgörð- um er sá, ,sem stofnaður var í ríkinu Transvaal í Suður-Afríku árið 1925, á 100 ára afmæli Kriig- ers forseta, þjóðhetjunnar frægu. Garðurinn er 14 000 férmílur að stærð, og var látinn heita „Krug- er National Park“. Enn var í ráði að stofna annam þóðgarð í Transvaal til að „vernda villi- dýralíf, viltan jurtagróður og jarðfræðilegar, þjóðfræðilegar og aðrar sögulegar menjar", eins og komist er að orði. Friðhelgu löndin eru hvarvetna álitin með hinum gagnlegustu menningarstofnunum, og svo mun einnig reynast hér á lamdi. Al- þingi hefir því, með lögum um Mð'íhelgi Þingvalla, reist þjóðinni veglegan minnisvarða, sem um iangan aldur mun verða fslend- ingum til soma í augum erlendra menningarþjóða. G. D. Kböfn, FB., 22. apríl. Kosningar í Frakkiandi fóru fram í fyrradag Frá París er símað: Þrjú þús- und sex hundruð fjörutíu og fimm frambjóðendur keppa um sex hundruð og lólf þingsæti við kosningarnar í' Idag. Þess vegna er sennilegf, að í mörgum kjör- dæmum fái enginn fram.bjóð(eiida helming atkvæða, sem til þarf, svo kosning sé gild. Nýjar kosn- ingar í þeim kjördæmum, sem verður að endurkjósa í, fer fram á sunnudaginn kemur. IN,; Flugafrek. Frá Osló er símað: Fregn hefir borist hingað frá Greenharbour um, að Bandaríkjamaðurinn Wilkens, ásamt lautinant Nielsson, hafi flogið yfir Norðurpólinn. Þeír flugu frá Point Barrow í Alaska fyrir séx dögum síðan og voru ííl neyddir að lenda tuttugu og einni stund síðar á eyðieyju norð- an við Spitzbergen. Þar voru þeir veðurteptir í fimim daga. I gær héldu þeir svo áfram flugferðinni til Greenharbour (á Spitzbergen). Khöfn, FB., 23. apríl. Þjóðernissinnum i Kína eykst ásmegin. Frá Shanghai er símað: Þjóð- ernissinnar hafa tekið Taianfu herskildi. Bærinn hefir mikla þýð- ingu frá hernaðarlegu sjónarmiði. (Hér mun vera átt við Tai-yuan, höfuðborgina í héraðinu Shan-Si (eða Sjansi); íbúatala ca. 250 000. Vopnasmiðjur eru í borg þessari.) Kosningarnar i Frakkiandi. Frá París er símað: Mikil þátt- taka í kosningunni í gær. Tili- tölulega fá kosningaúrslit eru kunn enn sem komið er, en sam- kvæmt þeim virðist flokkum, sem styðja Poincare, ganga vel. Kínverjar mótmæla. Stjórn Þjóðernissinna í Kína og einnig Pekingstjómin hafa sent stjórninni í Japan mótmæli út af liðsendingunni til Tsingtau. HernaðarmáHn. Ot af tillögu stjórnar Banda- ríkjanna um ófriðarbann, leggur fetjórnin í Frakklandi til að bann- ið útiloki ekki réttinn til sjálfs- varnar. Enn fremur ,ef eitthvert ríkjanna rjúfi samninginn, þá séu hin leyst frá banninu gagnvart af- brotaríkinu. Hljómsveit Reykjavikur. Hr. Jón Laxdal er formaður „Hljómsveitar Reykjavíkur" og mun því hafa talið það skyldu sína að halda því fram í Morgun- hlaðinu 14. 12., að hljómsveitin sé sinfoníu-hljómsveit og ekki það, sem á erlendu máli nefnist „Salon-Orchester“. Annars er hr. Jón Laxdal einmitt einn þeirra fáu manna, sem sízt hafa viljað tefja eðlilega framþröun í ís- lenzku tónlistarlífi og hann var eina íslenzka tónskáldið, sem við- urkendi að undirritaður hefði skýrt rétt frá tónlistarástandinu á íslandi sumarið 1921. Það er því mjög leitt að verða að mót- mæla fullyrðingu hans nú. Hljómsveit Reykjavíkur er ekki sinfoníu-hljómsueit og er ekki enn þá samanseít eftir jsígilötmi listrænum kröfum. Ég skal leyfa mér að tilfæra þrenn rök fyrir því: 1. Hr. Jón Laxdal viðurkennir sjálfur, að þrjú tréblástursbljóð- færi vanti til þess að hljómsveitin sé fullskipuð sinfoníu-hljómsveit. Ef að eins er athugað skipulag blásturshljóðfæranna, þá er margt fleira eftirtektarvert. Það er t. d. ekki sama hvaða flautur og hvaða horn eru notuð, enda hefi ég sannfrétt að grundvallarkröfum í í þeim efnum sé ekki fullnægt í Hljómsveit Reykjavikur. En samt skiftir þetta ekki mestu máli. 2. Það er annað veigameira og það eru sfrokhljóðfærin, sem eru grundvöllurinn í sinfoníu-hljóm- sveitum. Hr. Jón Laxdal vísar til skýringa éftir Hugo Riemann, en misskilur þær skýringaT í megin- atriðunum og sýnir það eingöngu, að töluverða þekkingu þarf jafn- vel til þess að geta haft full not af venjulegum alfræðiorðabókum í tónlist. Riemann segir, að sin- foníu-hljómsveitir hafi strokkvint- ett. Þegar talað er um ; strok- kvintett í hljómsveitum, þá er ekki átt við fimm hljóðfæri sitt af hvorri tegund, heldur fimm flokka af sírokhljóðfærum, sem eru þá samansettir eftir vissum hlutföllum. í litlum sinfoníu- hljómsveitum er skipulagið venju- lega þanhig: 8 fyrstu fiðlur, 6—7 aðrar fiðlur, 5—6 altfiðlur, 4—5 tenorfiðlur og 4 bassafiðlur. Við þannig skipaðan strokhljóðfæra- flokk eru blásturshljóðfærin mið- uð í smæstu sinfoníu-hljómsveit- um. Það vantar enn mikið á að Hljómsveit Reykjatvíkur geti full- nægt alþjóðieguin grundvallar- kröfum í þesisum efnum, enda befir hún að eins 3—4 fyrstu fiðl- ur o. s. frv. Slíkt skipulag kem- ur ekki fyrir nema í „Salon“-oírk- estri eða hljómsveitum þeim, sem nefndar eru „Kammer-Orch;ester“ og fara ekki með sinfondur eða jík verk. 3. Þá kemur að aðalatriðinu. Fyrsta krafan 1 listrænum sam- leik er sú, að hvert verk sé leikið með þeini hljóðfærum, sem tón- skáldið hefir fyrirskipað. Tón- skáldið skilar handriti sínu þann- ig, að alt er fyrirfram ákveðið um samsetning hljóðfæranna m. m., svo að ekki má bregða út af, nema að bein listspilling verði að. Slíkri spillingu er helzt líkjandi við það, ef kvæði er prentað eða flutt þannig, að stöðugt væri slept úr orðum og hendmgunu Hamborgar hljómsveitin, sem lét til sín heyra í Reykjavík sumar- ið 1926, var einmitt svonefnd „lít- il sinfoníu-hljómsveit“, samansett með mestu sparsemi og skipuð ,40 mönnum. Efnisvalið á hljóim- leikunuin varð einmitt þess vegna að vera töluvert takmarkað, af því að hljóðfæraifjölda og hljóð- færategundir skorti til þess að flytja sum verk. Sinifóníur, sem heimtuðu t. d. 3 básúnur, urðu ekki fluttar, því að um leið hefði eftir algildum listrænum kröifum þurft að fjölga strokhljóðfæfrun- um um nreir en hálfa tylft o. s. frv. — Hljómsveit Reykjavíkur , virðist ekki þekkja slíka erfið- leika. Hún flytur forleikinn að „Freischiitz“ og h-moll sinfoniuna eftir Schubert með 24 mönnum og á að heita sinfóníu-hljómsveit þrátt fyrir alt! Það er nofuð sams konar leikaðferð og í erlendum „Salon'-orkestrum. Þjóöverjar kalla slíkt skipulag „Odeon-Be- setzung" eða „französische Besstz- ung“, og er það ekki viðhaft í listrænum hljómsveitum, heldur eingöngu í hinum svo nefndU „Salon“-orkestrum á kvikmynda- húsum, við danzleiki o. s. fhv. Það er óhætt að fullyrða, að í engu menningariandi öðiru en ís- landi myndi r víðjlesnu dagblaðr þurfa að skýra nákvæmlega frá svo sjáfslögðum frumatriðum tón- Iistarinnar. — Ef Hljómsveit Reykjavíkur vill konra frarn senr listræn hljómsve/t, þá verður hún að koima fram sem „Kamnrer- Orchester" og flytja að eins þau verk, sem rituð eru fyrir slíka hljómsveit. Það er til nóg af listaverkum úr að velja, ;en það þarf langvinna skólun til þess að slíkur leikur (og allur listrænn leikur) verði áheyrileguir. Svo lengi, sem slík sérskólun á sér ekki stað, eru framfarirnar ó- mögulegar. Nokkrir meðlimix úr Hamborgar hljómsveitinni veittu að vísu dálitla tilsögn þann hálf- an mánuð, sem þeir voru í Reykjavík, en sú tilsögn hiefitr í mesta lagi getað orðið til þess að sýna lærlingunum, hve lítið þeir kunna. Það má heita undarleg hræðsla, ef „íslenzkir listfrömuð- ir“ reyna fyrir alvöru að þver- girða fyrir, að færustu erlendír hljómleikendur og erlend hljóm- sveit kenni þeim og ýti undin framfarírnar. Slík þverúð væri um leið hin óhyggilegasta skamm- sýni, því að seinasta vörnin, þjóð- ernisyfirskinið, mun ekkert stoða til þess að hefta eðlilega fram- þróun í þessaxr listgrein. Annars er um þriðjungur meðlimanna f Hljómsveit Reykjavíkur einmitt útlendingar! Það er ófrétt um að nokkur maðjur hafi fundið neitt athugavert við það. Bad Teplitz, 28. 12. 1927. Jón Leifs. Um daginn og veginn. Næturlæknir er í iTótt Jón Hj. Sigurðsson, Laugavegi 40, sími 179. Drengir og stúlkur, er selja vilja Kyndil á morg- un, komi í Alþýðuhúsið kl. 10 í fyrra málið. Tvisöngvakvöld halda þær á morgun frúrnar Guðrún Ágústsdóttir, kona HaJIs Þorleifssonax kaupmanns, og Guðrún Sveinsdóttir, kona Vig- fúsar Einarssonar skrifstofustjöra í atvinnumálaráðuneytinu, svo sem augilýst er bér á öðrum stað.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.