Alþýðublaðið - 24.04.1928, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 24.04.1928, Blaðsíða 4
'4 JtfcÞÝÐUBBAaiÐ Vænta menn af pessum söng hinnar beztu skemtunar, pvi að báðar eru frúrnar hinar færustu söngkonur. — Góð tilbreytni ér f>að, að á söngskránni er í fám orðurn drepið á innihald peirra IJóða, sém eru á erlendu máli, og gerir pað öllum flert að fylgj- ast með efni söngsins. — Skrána géta menn séð í glugggunum par sem miðarnir eru seidir. Er par éinnig mynd af söngkonunum í íslénzkum skautbúningi. Sigurður Jónasson tálar í kvöld á fundi Jafnað- armannafélags íslands um virkj- wn Sogsins. Er páð mál éitt hið merkilegasta, er verið hefir á Idagskrá hér í bænum. Má búast við fróðlegu erind.i hjá Sigurði í kvöld. Kyndill, biað ungra jafnaðarmanna, kemur út á morgun. Það verðtlr fjölbreytt og skemtilegt aflestrar. Færeysku skúturnar. :■••■: ] r\ ■ ■ \ Eins og getið var um hér í blaðinu í gær, hafa færeysku skúturnar aflað afar vel í vetur. Alipbi. hitti að máli færeyskan skipstjóra í morgún, og sagði hann, að vélarlausu skúturnar héfðu flestar um ÍO púsund fiskj- ar, en hinar væru margár komn- ar upp í 40—50. Ungfrú Harnet Kjær < hefir 1. mai verið 25 ár hjúkr- u'iiarkona í sjúkrahúsinu í Laug- arnesi. i tilefni af pessu ’hafa „Berlingske TWende“ (ekki Ber- lemske Tidende) flutt um hana grein, eftir pvi sem sendiherra- fregn hérmir. Jafnaðarmannafélag íslands. Fundur í kvöW í Kauppings- salnum kl. 8V2- Glímufélagið Ármann. Leikfimisæfingar á priðjudags-, föstudags- og laugardags-kvoW. ÖÍl kvöWin kl. 8. Friðrik prestur Haligrimsson biður péss getið, að altaris- göngunni, sem átti fram að1 fara í dómkirkjunni annað kvöld, verð- ur af sérstökum ástæðum frestað til fimtudagskvölds kl. 8Vá. Jafnaðarmannafélagið ,Sparta heklur fund í Kirkjutorgi 4 á morgun kí. 9 að kvöldi. Jarðarför Geirs T. Zoega rektors fór fram í gær að viðstöddu miklu fjölmenni. Þorleifur H. Bjarnason sagnfræðingur og yfirkennari hefir verið seftur rektor Hins al- menna mentaskóla. Maður látinn. Fyrir nokkrum dögum slasað- ist maður af skoti á færeyskri skútu. Skútán fór með hann inm til Grindavíkur — og var hann fluttur í bifreið til Hafnarfjarðar. Var par búið um sárin. Maður- inn lézt á sunnudagimn. Hamn var frá Sandey i Færeyjum, 21 árs gama.ll. Framfarir á sviði landbúnaðar. Nýlega mun maður einn is- lenzkur, Geir Guðmundsson frá Háeyri, hiafa fundið upp véj, sem verkáð getur fóðrið (pegar af ljánum) til geymsiu, án pess að pað missi nokkuð af fóðurgilidi. Hringrás fóðursins í gegn um véiina varir, eftir pví, sem sagt gr, í 41/2 mínútu, og sú vél, sem Geir hefir í hyggju að láta smiða, — getur verkað 500 hesta af heyi á 10 tímum. Géir mun hafa talað við stjórn B. F. í. urn pessa upp- fundingu sína. Hann er hú á leið til útlanda. B. G. Frk. Magdalene Paul-Petersen heiðruð. Frk. Magdalene Paul-Petersen, hinn alpekti leikfimiskemnari, sem er forstöðukona „Danska kven- leikfimifélagsins" (sem er 40 ára gamalt), hefir verið sæmd kon- unglegri verðlaunaorðu írr gulli með krónu. Frk. Magdaien<e Paul- Petersen og systir hennar, frk.’ Ingeboig Paul-Petersen hafa síð- ah faðir peirra dó stjórnað Paul- Petersens Institut, ér fullnumar stúlkur sem kehnara í danzi, leifc- fimí, sundi og fleiri ípróttum. Rúth Hanson, sem hér er jrektur ^ennari í ofangreiindum listum, er útskrifuð sem kennari frá þess- sm skóla. x. y. „Gaddavír“ heitir kvikmynd, sem Garnla Bió sýnir pessi kvöldin. Er hún tekin eftir skáldsögu enska skáldsins Hall Caine’s. Myndin er árás á hernað og hatur. Hún er vel tekin og skemtileg á köflum. Nýja Bió sýnir í fyrsta skifti í kvöld þýzka kvikmynd, er heftir „Höllin Könfgsmark". Segir hún frá ley rdárdó.msf u I lum viðburðum, sém tengdir éru við höllina, og sagt er, að séu raunverul’egir. Gistihúsbygging. Fjárhagsnéfnd bæjarins hefir borist' erindi frá Jóhannési jós- efssyni og Birúi E. Árnasyni um gist húsbyggingu. Fjárhagsnefnd hefir lágt til, „að bæjarstjórnin taki að sér ábyrgð á 300 púsund danskra króná láni til byggingar gisLhúss, er Jóhannes Jósefsson hygst að koma upp, enda sé sikií- yrðum þeim, sem alpiiigi setur fyrir ábyrgð ríkissjóðs að láninu, fullnægt." Er hér um sama lánið að ræða og alpingi samp. að rík- ;ið tæki ábyrgð á, en ekki annað lán, eins og helzt er að skilja á „Mogga“. Gerði alpingi pað að skilyrðj fyrir ábyrgðinni, að ián- takendur legðu fram 250 þúsund krónur og bæjarstjórn Reykjavilk- ur ábyrgðist einnig lánið. Bygging barnaskólans Þrjú tilboð bárust um bygg- ingu barnaskólans ofan kjallara. Hæsta tilboðið var frá Ágúst Pálssyni, Suðurgötu 16. Nam það 194 pús. kr. Lægsta tilboðið var 169 500,00 kr., og var pað frá Kristni Sigurðssyni, Óðinsgötu 13. Var samp. að taka því. Veðrið. KaJdast 2 stiga frost. Heitast 4 stiga hiti. Djúp lægð fyrir suð- urströndinni. Hreyfist hægt norð- ur eftir. Hæð fyrir norðan land. Austan á Selvogsbanka. Storm- fregn urn land alt. Austan og suðaustan á Suður- og Vestur- landi. Norðaustan á Vestur-, Norður- og Austur-landi. Fjárhagsnefnd bæjarins hefir lagt til að feldar séu nið- ur útsvarsskuWir að upphæð 132 262,21 frá 1926 og fyrri árum. Hefir reynst ómögulegt að inn- heimta pessar skuldir. Aðalupp- hæðin er skuld Goplands, hinnar ensku fyrirmyndár ungra manina af „betra fólki“ hér í bænum, er vilja „komast áfram“. „Moggi“ segir upphæðina einni milljón hærri en hún er. En engin/n mun bregða sér upp við þess háttar smávegis ónákvæmni hjá blaðinu. 911 xi 1 end tíðiifldi. Seyðisfirði, FB., 22. apríl. Sýslufundi Norður-Múlasýslu er lokið. Helztu nýmæli: Sparisjóð,sstofnun fýrir Norðuir- Múlasýslu. Undirbúningsneínd starfaði síðast liðið ár og starfar enn. a Sýslunefnd er óánægð með nú- verandi tilhögun á ferðum land- pósta, vill að eins hafa tvo aöal- pósta milli Akureyrar og Seyðis- fjarðar og aukápó.stgöngum í sýslunni komið heppilegar fyrir. Áflailaust á Hornafirði. Seyð- firzku bátarnir sex komnir heim aftur. Reitingsafli á Djúpavogi. Síldarvart hér. Nokkrir menn frá Eyjaifirði komnir til Stefáns Th. Jónssonar, til þess að stunda síldveiðar hár í sumar. Kvef og háísbólga hefir stungið sér niður hér. Veðrátta ágæt í vikunni. HríÖarfjúk í dag. FB., 23. april. Séra Stefán Kristinsson á Völlum hefir verið skipaður prófastur í ' Eyjaf jarðarsýslu. Möðruvailaprestakall. Umsóknafírestur um pað var útruniiinn p. 15. p. m. ömsækj- endur: Séra Guðbrandur Björns- son í Viðvík, séra Páll Þorleifs- son á Skinnastað, séra Staniey Notuð reiðhjél tekin til sölu og seld. Vorusalinn Klappar- stíg 27. Hólaprentsmiðjan, Hafimrstræti 18, prentar smekklegast og ódýr- ast kranzaborða, erfiljóð og alla smáprentun, sími 2170. Gerið svo veí og athugið vðrurnar og verðið. Guðin. B. Vikar, Laugavegi 21, sími 65S. Munið eftir hinu föltaeybrt úrvali af veggmyndnm ís- lenzkum og útlendum. Skipa« myndir og fl. Sporöskjurámmar Freyjugötu 11, sími 2105. Myndir innrammaðar á s'ama stað. Útsala á brauðum og kökum frá Alþýðubrauðgerðinni er á Framnesvegi 23. Hraust stúlka vön húsverkum, óskast i vist á fáment heimili frá 14- maí. Upplýsingar í síma 88 í Hafnarfirði, Á. Sigfússon. Telpa 12—14 ára óskast á fá- ment heimili uppl. á Vatnsstíg 3. Melax á Barði og cand. theol. Sigurður Stefánsson í Reykjavik. Hálfdán Guðjónsson prófastur hefir fengið konungs- veitingu fyrir vígslubiskupsemb- ætti Hólastiftis. Verður hann vígður í Hóladómkirkju 8. júlí n. k. Beltisglíma á ísafirði. Kappglíma um Vestfjarðaibelt- ið fór framl á Isafirði 31. marz. Þátttakendur voru 9, en einr. peirra, Guðmundur Jóhannesson úr Súgandafirði, fatlaðist í fyrstu glímu sinni og gekk úr leiknum. Sigurvegari varð sá, er áður hafði beltið, Marinó Norðkvist úr Bol- ungavík. Verzlunarmannafélag var stofnað á ísafirði í marz, Formaður pess er Jóh.. Bárðarson kaupm. Fimleikasýningar yoru haldnar á Akureyri á annan páskadag af leikfimisfélagi Akur- eyrar. Ármann Dalmannsson stýrði leikfimisflokki kvenna, en Magnús Pétursson karlmanna- flokkinum. Þótti báðum flokkun- um vel takast. Að lokum sýndu báðir flokkarnir nokkra söng- danza sameiginlega með íslenzk- um og dönskum textum; t. d. „Ólafur reið með björgum fraim“. Mun Ármiann Dalmansson hafa stofnað til þess og samræmt danzana við lögin og ísl. textana. — Vísindamaður einn hefir reiknað, að hákarlagangan vW Grænland sé svo mikil, a'ð 300 000 hákarlar fari daglega írayn hjá hverju annesi. Ritstjóri og ábyrgðarmaðui Haraldur Guðmimdsson. Alpýðuprentsmiðjan.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.