Alþýðublaðið - 28.04.1928, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 28.04.1928, Blaðsíða 2
■ HIif*ÝÐUBl£AÐIÐ ALÞÝÐUBLABIÐ | keraur út á hverjum virkum degi. j Afgreiðsla i Aipýðuhúsinu við j Hveriisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. [ til kl. 7 síðd. Sbrifstofa á saraa stað opin kl. j 91/*—IOVj árd. og kl. 8—9 síðd. t Slmar: 988 (afgreiðslan) og 2394 j (skrifstofan). \ Verðlag: Áskriftarverö kr. 1,50 á j mánuði. Auglýsingarverðkr.0,15 [ hver mm. eindálka. j Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan E (i sama húsi, simi 1294). Atvinnnrebstnr einstaklinga og og rikisrekstur. Þegar frumvarp til laga um sildarbræðslustöðina var til um- raeðu á alpingi um daginn, mæltu ihaklsmenn fast með því, að ríkið seldi félagi sildarútgerðarmanna bræðslustöðvamar ,ef peir vildu vjð þeim taka, og þá auðVitað með því rnóti, að ábyrgjast fyrir þá lán til þessa fyrirtækis. Ef marka mætti orð þeirra, er ræiddu um þetta mál, munru á- heyrendur hafa skilið íhaldsménn svo, að þeir álitu fé því, er lagt tyrði í þetta fyrirtæki, betur borg- áð í höndum einstaklinga en, ef fyrirkomulag ríkisreksturs vaari á framkvæmdinni. Mér virðist full ástæða til að athuga betur stað- reyndir í þessu máli. Hingað til hefir sildarútgerð, sem og önnur stórútgerð, verið rekán hér á landi eingöngu sem einkafyrirtæki. Þetta lofaða fyr- irkomulag hefir því fengið að sýna sig, en hver er reynslan? — Athugið uppgjafir bankanna og töp þeirra við þessa atvinnu- rekendur, og athugið einnig, að sjálfir hafa þessir menn, er ekki hafa getað greitt skuldir sínar, ráð á að halda sig eins og efna- menn, og verður ekki annað séð en að þeir hafi töluverð fjárráð.: Almenningsálitið gengur þess ekki helidur dulið, að þessir menn ha:fi notað sér aðstöðu sína og umráð þau, er þeir höfðu yfir því fé, sem þeim var trúað fyrir, og nota átti til útgerðarinnar, til að draga sér af því nægjanlega fúlgu fyrir sig að lifa af, með hverjum hætti, sem þeim hefir tekist að fela það fyrir skuld’- heimtumönnum sínum. Menit, sem skifta við Landsbankann og koma þar oft, verða þes:s stundum var- ir, að gjaldkeri sparisjóðsins kall- ar alloft upp eigendur sparisjóðs- bóka, er bera ýms nöfn önnur en eigendanna, stundum eru þær al- gerlega nafnlausar, stundum bera þær einhverja tölu í stað nafns eiganda, og stundum eru þær. Skírðar hinum furðulegustu nöfn- imn — „bók, sem heitir frú“ mun ég einhvem tíma hafa heyrt kall- iaða upp. Finst þjóðinni það nú viðeig- andi að nota aðalbankastofnun Mennar fyrir felustað fyrir rang- fengið fé, en ekki er að vita nema svo sé, meðan mönnum líðst að leggja fé inn í bankann uhdir fölsku nafini? Eftir hina mjög sorglegu reynslu, sem þjóðin er búin að fá af meðhöndlyn einstaklinga á lánsfé, sem þeim er trúað fyrir, ætti hiún nú að fara að skilja, ftð einstaklingum er alls ekki trú- andi fyrir svo miklu fé, sem þarf til stórútgerðar hér á landi. Þeir, sem byrjað hafa á stórútgerð, hafa fæstir átt svo mikið fé sjálf- ir til að leggja í fyrirtækið, að þeirra eigið fé gæti verið aðal- stofn fyrirtækisins, og sumir hafa sjálfir ekkert átt til að byrja með. Er vafalaust, að lán, er veitt hafa verið til útgerðar, hafa oft verið mjög illa trygð, og stund- um alveg óforsvaranlegt að fleygja peningum i ' einstaka menn gegn svo lítilli tryggingu, og væri ekki nema réttlátt að hinir hálaunuðu bankastjórar bæru einhverja ábyrgð á því, ef þeir lána út úr bönkunum fé með svo liítilli forsjá. Or því búið er að afhemda ein- staklingnum lánsféð, hefir hann ótakmörkuð umráð yfir því. Þeg- ar að gjalddaga kemur, getur hann verið kominn með það til Suður-Ameríku eða hver veit hvað. Hann getur veitt fyrir það fisk — og ef bankinn ekki tek- ur veð í fiskinum, —• selt hann í útiöndum og lagt féð, sem hann fær fyrir fiskinn, inn í banka hvar sem hann vill í heiminum, sagt svo að hialli hafi orðið á rekstrinum og fengið uppgjöf eftir islenzkri venju; er mjög trú- legt, að þetta hafi stundum átt sér stað hér. Einu sinni var Björn Kristjáns- ,son alþingismaður bankastjóri Landsbankans. Beiddi þá sá, er þetta ritar, iím 200 kr. lán i bankanum, en svo stóð á, að hann skuldaði áður bankanum 150 kr. Um þetta 200 kr. lán neitaði bankastjórinn, og var ein af á- stæðurn hans fyrir neituninni, að bankinn vildi ekki lána einstök- um mönnum lán á lán ofan. Þessa atviks get ég hér af því, að nú virðist þessi sami maður vilja lána síldarútgerðarmönnum ekki óálitlegri upphæð en þarf til að koma upp og reka síldar- bræöslustöð ofan á aðrar þeirira iskuldir. Atvinnuhættir nútímans út- heimta það á mörgum sviðuim, að stóriðja sé rekin; hér er það útgerðin, er heimtar stórfeldast- an rekstur og mesta fjárþörf, en reynslan hér hjá okkur hefir beinlínis kent þjóðinni það, að svo miklu fé, sem þarf til út- gerðaratvinnureksturs í stórum stíl, er einstaklingum ekki trú- andi fyrir. Það er talið eiga sér stað, að skuldir einstakra útgerð- arfyrirtækja komist upp í 10 milljónir kr. Er nokkurt vit í að trúa einstaklingum eða jafnvel mjög fáum venslamönnum fyr- ir slíkri fjárhæð? Og er það ekki með öllu óverjandi, svo mikil þurð sem er á rekstursfé hér á landi? Vitanlega er í sjálfu sér miklu meira vald gefið í hendur slíkra manna heldur en ráðherr- anna hvers um sig. Það liggur í augum uppi, ef rétt er álykt- að, að fyrirtæki, er svona mik- ils trausts njóta hjá þjóðinni, eiga að rekast undir fylsta eftir- liti hennar. Og er það ekki mik- ið hyggilegra fyrir þjóðina, að reka slík fyrirtæki á eigin á- byrgð, heldur en á ábyrgð ein- staklinga, er sjálfjr geta ekki lagt fé í fyrirtækið nema sem litlu nemur? Þegar þeim er nú feng- ið féð í hendur og mega ráð- stafa því sem sínu eigin, er þá nema náttúrlegt að þeir freistist til að gera sér gott af því á einhvern hátt? Þessir menn hafa margir litlu að tapa, en alt að vinna. Með ýmsu móti hefir samvizka þjóðarinnar verið svæfð í þessu efni. Þeim, sem valsa með féð, hefir liðist að setja sjálfa sig fyrir framkvæmdastjóxa við fyr- irtækin fyrir árslaun, er nema þeirri upphæð, er flestir alþýðu- menn þurfa æfina til að vinna fyrir, og ekki nóg með það, held- ur hafa þessir framkvæmdastjór- ar getað verið eins margir óg venslamenniraiir. Mér virðist nú kominn timi til að þjóðin fari að hugsa um þetta mál, og yfirvegi það í fullri al- vöru, hvort ráðlegt er að halda lengra áfram á þessari braut, því hér verður ekki hetur séð en að mjög fávíslega hafi verið stefnt hingað til. Að visu er þess að vænta, að þessu rnáli, síldar- bræðslustöðinni, verði bjargað úr höndum eftirlitslausra einstak- linga, en hættan er alt af samt yfirvofandi. Þegar um rikisrekst- ur er að ræða, hefir ríkið og al- menningur fullan rétt til að hafs. alt það eftirlit með ráðvandri meðferð rekstursfjárins, sem hægt er að koma við. Menn verða að athuga, að þegar ríkið verður annaðhvort að bera ábyrgð á fyrirtækinu eða lána féð til reksturs þess, hvort sem það etr fengið hjá Landsbankanum eða öðrum innlendum peningastofnun- um, að þá er það fé þjóðarinn- ar, sem farið er með, alveg eins fyrir það, þótt einstaklingar eigi að ráða yfir fyrirtækinu; en þá er vitanlega miklu hyggiiegra að ríkið ráði sjálft yfir fyrirtækinu, alveg eins og hver einstakur mað- ur vill ráða yfir rekstri þess fyr- irtækis, er hann leggur fé sitt í, hitt er fávizka, er sprottin er af mjög afvegaleiddum hugsun- arhætti. I. G. Þiusræða eða blaðagrein? Það hefir löngum þótt við brenna, ab ræður sumra þing- manna væru nokkuð á atunajn veg í þingtíðindunum en þingsalnum. Oft munu þó þessar breytingar: vera smávægilegar og skifta litlu máli. En á síðasta þingi hefiE fyrst kastað tólfunum í þessu efni. Höfuðmálgagn íhaldsins, „Vörður“, hefir nú undan farið birt langa grein, sem nefnd er ræða Magnúsar Guðmundssonar á eldhúsdeginum síðasta. Þeir, sem hlustuðu á ræðu Magnúsar í umrætt skifti, kannast mjög lítíði við þessa blaðagrein hans. Þing- mönnum, pallgestum og þingskrif- urum, sem viðstaddir voru, þeg~ ar Magnús flutti ræðu sína h alþingi, kemur greinin í „Verði“ undarlega fyrir sjónir, og þó sér- staklega það, að hún skuli vera kölluð þingræða. Pallgestur.. „Vaka“ U. 1. hefti. „Eimreiðin“ XXXIV. 1. hefti. í þessum tímaritsheftum er mik~ ið efni og fjölbreytt. „Vaka“ Mef- ir ekki í fram:mi nein bernsku- brek, og ekki verða ellimörk séð á „Eimreiðinni", því að hún er með fjölbreyttasta móti. Fremst í „Vöku“ er þýðing á forleiknum úr „Lyga-Merði“ Jó- hanns Sigurjónssonar. Ætti að þýða „Ly.ga-Mörö“ allan og gefa hann út. Þá er grein eftir Áma' Pálsson bókavörð um nýja út- igáfu íslenzkra fornrita. Önnur grein eftir Árna er í heftinu. Heit- ir hún „Um byltingu bolsivíka“j Er það löng grein og ágætlegá skrifuð. Er þar vel skýrt frá að- draganda byltingarininar, og sikýxi er útdrátturinn úr „kommúnistaá- varpinu". En um þann hluta; greinarininar, er skýrir frá foringj- um byltingarmanna og ástandlrax í Rússlandi, munu verðá mjög. skiftar sfeoðanir. Auðséð er, að höfundi liggja mjög fjarri skoðan- ír „kommúnista", en það er einn- Ig auðséð, að hann gerir sér fav um að sjá alt sem skýrast og xéttast fr,á peirrjt sjónarhæð, er. hann stendur á, enda víkur hanní þungum orðum ab þeim, er sjá .slífea sögulega stórviðburði sem rússnesku byltinguina gegn um lituö gleraugu flokfcsofstækisins, en hirða ekki um að komast að Húsmæður Dollar ~ stangasápan hreinsar betur og er miklu mýkri fyrir fötin og hendur- nar en nokkur önnur þvottasápa, TW§ Fœst vfðsvegar. f heildsölu hjá Halldóri Eiríkssyni, Hafnarstræti 22. Sími 175.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.