Mosfellsblaðið - 01.10.1999, Blaðsíða 4

Mosfellsblaðið - 01.10.1999, Blaðsíða 4
• Oll almenn rennismíði og fræsun! • Viðgerðir og nýsmíði úr járni, áli og stáli! • Þjónusta og ráðgjöf við iðnaðar- og framleiðslufyrirtæki! n CELETTE Fullkomnustu grindarréttingo- og mælitæki sem völ er ó hér ó loncli RÉTTINGAR BÍLAMÁLUN Flugumýri 20 270 Mosfellsbæ Sími: 566 8200-566 8201 Fax: 566 8202 Netfang: nybil&centrum.is 25 ára rmn SÍIJtSMIBkMff NF Framkvæmda- neliid komin í skipula&smálln Á 36. fundi framkvæmdanefndar 7. sept. s.l. lögðu sjálfstæðismenn fram tillögu um göngu og hjólreiðastíga „Framkvæmdanefnd Mosfellsbæj- ar Ieggur til við bæjarstjórn að við endurskoðun aðalskipulags verði hugað að göngu og hjólreiðastígum í Mosfellsbæ, sérstaklega tengingum milli hverfa við önnur sveitarfélög. - Jafnframt verði haíist handa í sam- vinnu við Reykjavíkurborg að gerð tillögu um tengingu göngu- og hjól- reiðastíga við stígakerfí Reykjavík- ur í norður- og suðurátt þannig að greið leið sé fyrir fólk sem velur þennan ferðamáta til og frá Mos- fellsbæ. Sérstaklega verði skoðað með tengingu slíkra stíga við þjón- ustusvæðið að Varmá og miðbæjar- svæðið.“ Tillagan var samþykkt samhljóða á fundinum og í bæjarstjóm var henni vísað áfram til skipulagsnefndar. Það merkilega við þessa málsmeðferð er að svo illa virðist búið að þessum þætti skipulagsmála í héraðinu að fram- kvæmdanefnd telur sig knúna að taka málið upp á sínum vettvangi, en þetta er reyndar utan við stjómsýslusvið nefndarinnar. Skólastarfið Nú er skólastarfið komið í fullan gang og nýverið var haldinn bekkjarfulltrúafundur þar sem foreldrar fjög- urra bama úr hverjum bekk voru boðaðir. Foreldrar 140 barna fengu send í pósti boð um þennan fund en ein- ungis 70 mættu. Á fundinum voru voru valdir aðilar í stjóm Foreldrafé- lagsins, bekkjarfulltrúum kynnt störf þeirra og nokkrar umræður urðu um Vestursetur. Stjórn félagsins fannst á fyrirspurnum foreldra í Vestursetri eins og þar gætti óánægju um það fyrir- komulag sem þar er. Stjóminni fannst einnig að bekkjarfulltrúafundur væri ÓlöfBjörk Björnsdóttir. ekki vettvangur umræðna á þessu stigi þar sem ekki vom yfirmenn skólanna á þessum fundi til að svara fyrirspurnum þeirra og lagði því til að foreldrar fjöl- menntu á aðalfund Foreldrafé- lagsins í október. Aðalfundur Foreldrafélags Varmárskóla verður haldinn í hátíðarsal skól- ans mánudaginn 18. október ld. 20:00 Mætum öll og tökum virkan þátt í starfí bama okkar. F.h. Forelclmfélags Varmárskóla, ÓlöfBjörk Björnsdóttir, formaður. Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Reykjanesi Starfsfólk óskast! I boði er fjölbreytt og spennandi starf fyrir þroskaþjálfa og ófaglært starfsfólk á heimili fyrir fatlaða unglinga íTjaldanesi, Mosfellsdal. Um er að ræða 50-100% störf í vaktavinnu. Óskað er eftir áhugasömu fólki með færni í mannlegum samskiptum. Upplýsingar veitir Eyrún Rafnsdóttir forstöðuþroskaþjálfi í síma 566-6266. Einnig eru veittar upplýsingar á skrifstofunni Digranesvegi 5 í Kópavogi í síma 564-1822. Umsóknareyðublöð eru á skrifstofunni og á heimasíðunni; http//www.smfr.is Mismun- að vi<1 úthlutun lóða Fjölskylda sem hefur búið í Mosfellsbæ um fjölda ára og hefur góðan rekstur á sínu heimili, hefur tvisvar sinnum verið synjað um úthlutun lóðar fyrir íbúðarhús. Er heldur farin að þyngjast brúnin á húsbóndanum vegna málsins, ekki síst þegar hann komst að hverjir aðrir fengu lóðir nteð allt aðrar og lakari forsendur en hann og hans fjölskylda. Bæjarráð úthlutar lóðum, en á þessum tímum þegar lóðir eru um- setnar og verðmætar þarf sterk bein til að einkavinaúthlutunin verði ekki of áberandi og e.t.v. hafa ekki allir í bæjarráðinu svo sterk bein? TlosfellshliiAid

x

Mosfellsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.