Alþýðublaðið - 07.05.1928, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 07.05.1928, Blaðsíða 4
4 *LI> VÐUBUAÐIÐ i I tm EEB s i fyrir telpur, svuntur ; iNýkomið: Sumarkjólar á börn og fullorðna. J ! Morgunkjólar. j | Matthíldur Bjornsdóttir. f !. Laugavegi 23. I Illl IIII isai Um daginn og veginn. Næturlæknir •er í nótt Jón Kristjánsson, Mið- stræti 3, sínii 686. Togararnir. í gær komu af veiðum „Sindri‘‘, „Ari“, „Mai“ og „Snorri goði“. í morgun kom „Draupnir“. i St. Freyja heldur fund í kvöLd. Verður er hann virðingar. Fiskifélag fslands hefir sæmt Jón Vigfússon sjómann í Vest- mannaeyjum verðlaunum fyrir björgun. Sem menn muma, kleif hann í vetur háan og sleipan hamar og bjargaði félögum sin- um á vélarbátnum „Sigríði" úr greipum Heljar. Verðlaunin Voru bikar úr silfri, og fylgdi honum ávarp frá stjórn Fis'kifélagsins. Á bikarinn er letrað: Jón Vigfús- son, Vestmajmaeyjum. Fyrfr drýgda hetjudád hinn 19. febrú- ar 1928. Frá Fiskifélagi íslands. Enskur togari kom í gær hingað til að fá viðgerð. 119 börn voru fermd í gær hér í borg- inni, 55 í fríkirkjunni og 64 í dómkirkjunni. Alexandrína drottning kom að rrorðan í gær. Esja kom í fyrri nótt. Danska útgerðin, Sem menn vita,‘ hafa Danir stofnáð til útgerðar héf við Land. Hafa þeir nú i .Vestmannaeyj- um 1 togara og no’kkra vélar- báta. Var ætlunin, að togarinn tæki fiskinn úr vélarbátunum og fiytti hann á markað i Bretlandi., Hefir hann og farið eina ferð meö fisk. Síðan hefir Dönunum ekki tekist að fá svo mikinn fisk, að það gæti svarað kostnaði að fara aðra ferð til útlanda. Danir hafa áður þotið upp til handa og AlÞýðuprentsmiðjan, j hveríisgotu 8, tekur að sér alls konar tækifærisprent- I un, svo sem erfiljóð, aðgöngumiða, bréf, | reikninga, kvittanir o. s. frv., og af- ! greiðir vinnuna fijótt og viðjr.éttu verði. J Fægiiogur, fægikiútar, eldspítur. Vald. Poulsen, Klapparstíg 29. Sími 24. i Kola~síme Valentiuusar Eyjóifssonar er nr. 2340. fóta og stofnað til fiskveiða hér við land, en jafnan hafa tilraunir þeirra mislánast, og fulLar horf- ur eru á, að svo muni nú fara. Veðrið. Hiti 5—9 stig. Hæð fyr/r norð- vestan land. Lægð fyrir norðan á suðausturleið. Horfur: Norðlæg átt um land alt. Ungmennafélag Eyrarbakka átti 8 ára afmæli s. 1. laugar- dag. I tilefni af því héldu félag- arnir skemtun með ræðum og danzi. U. M. F. Eyrarbakka var stofnað 5. maí 1920 fyrir for- göngu Aðalsteins Sigmundssonar; stofnendur voru 42, en nú eru félagsmenn 50. Félaginu er nú slkift í eldri og ýngri deild, og eru 40 unglingar inna-n ferming- lar í yngri deildinnj. Nýlega hefir félagið eignast myndarlegt bó'ka- safn, um '400 bindi; er það mjkið notað. Formaður félagsins er nú Aðalsteinn Sigmundsson skóla- stjóri. Til Eyrarbakka og Stokkseyrar fór flokkur úr st. Iþöku -í gær til að heimsækjaistúkurnar þar. Er stúkulífið á báðum stöðum fjör- ugt og starfsamt. Umdæmisst. nr. 1 heldur fund að Tryggvas'káia á Uppstigningardag. Þörður Kristleifsson söngvari ,ko.m í gær með Alexandrínu drotningu frá Isafírði. Hélt hann þar söngs,kemtun og fékk góða aðsókn og ágætar viðtökur. Ung- frú Sigríður Auðuns, er verið hefir nemandi Páls Isóifssonar, aðstoðaði hann. Er hún talin vera mjög efnilegur pianolelkari. Mokafli er nú við ísafjarðairdjúp, og síld er byrjuð að veiðast. Ragnhildur Ólaf idóttir ‘kona Bjarna Magnússonar frá Engey, andaðist í’ nótt á heimili sínu, Laugavegi 66, 74 ára að aldri. - VNSVVEETENED STERILIZED PSEPfigiED IN Deilt um jafnadarstefnuna eftir Upton Sinclair og amerískan I- haldsmann. Kommúnista-ávarpid eftir Karl Marx og Friedrich Engels. Bylting og ihald úr „Bréfi til Láru“. Rök jafnaöarstefnunnar. Otgef- andi Jafnaðarmannafélag Islands. Bezta bókin 1926. „Húsið við Norðurá", íslenzk leynilögreglusaga, afar-spennandi. „Smiöur er ég nefndur“, eftir Upton Sinclair. Ragnar E. Kvaran þýddi og skrifaði eftirmála. Byltingln i Rússlandi eftir Ste- fán Pétursson dr. ph.il. Fást í afgreiðsiu Alþýðublaðs- ins. Goðafossu kom, í gær og „Gullfoss" í nótt., Notaðar kjöttunnur og kjöthálf- tunnur keyptar. Beykisvinnustofan klapparstíg 26 (áður Jón Jðnsson beykir.) Fisktökuskip sem „Fanefjord" heitir, kom hingað í gær. Hitt og þetta. Hæstí maður í heimi. Sagt er, að bóndi einn í grend við Chicago í Bandaríkjunum sé hæsti maður í heimi. Hann vantar 4 þumlunga upp á 4 álnir. Hann er að eins 22 ára gamall. Sokkar —Sokkar— Sokkar frá prjónastofunnl Malin eru ía- lenzkir, endingarbeztir, hdýjastir. Stúlku vantar. Lilja B. Vikar Frakkastig 16. Þvottakör, traust, lipur og sér- lega ódýr. Ómissandi í hverju þvottahúsi. Beykisvinnustofan Klapparstig 25. Gerið svo vel og athugið vörurnar og verðið. Guðm. B. Vikar, Laugavegi 21, s’mi 658. Skuldaskipti i Abessiniu. Abessiniumönnum er mjög illa við skuldir — og litið er á þá báða sem jafnvítaverða, lánanda ög þann, er lánið tekur. Þeir eru teknir, bundnir sarnan og Iátnir húka i böndum þangaÖ til annað hvort ættingjar lántaka hafa . goldið skuld hans eða lánandi faliið frá kröfu sinni. Mjólk fæst allan daginn í Al- þýðubrauðgerðinni. “! Afbragðs .eikarkútar undir saft, lýsi, sýru o. fl. ávalt fyrirliggjandi. Beykisvinnustofan Klapparstíg 26. Hólaprentsmiðjan, Hafnarstræti 18, prentar smekklegast og ódýr- ast kranzaborða, erfiljóð og alla smáprentun, sími 2170. Fyrirmynd eiginmanna. Maður heitir Harold Arthur Philpott. Hann á heima í Sitt- ingbourne í Bretlandi. Fyrir skömmu krafðist kona hans skiln- aðar — og voru hjónin kölluð fyrir rétt. Bóndanum sagðist frá á þessa leið: — Ég fer á fætur snemma morguns og hita te. Vanalega bý ég sjálfur til morgunmatinn, þvæ eldhúsið, tek til í svefnherberg- inu og þvæ matarílátin. Ég elda miðdegisverðinn á sunnudögum og lofa konu minni að vera úti sér til skemtunar frá kl. hálf fimm til kl. 10 á degi hverjum. Á meðan sit ég heima og hefi til reiðu heitt vatn, þegar hún kem- ur. Á föstudögum fæ ég launin mín, kaupi það, sem þarf til heimilisins, en fæ konunni hvern eyri, sem gengur af peninguin- um. Skilnaðarkrafa konunmar var ekki tekin til greina. . . . En — þrátt fyrir- dygðiir bóndans viidi, konan við hann skilja — eða var það kann ske vecpia þeirra? 2 rúm til sölu á Óðinsgötu 14 A, uppi. ’ Á sunnudag gerðist þröng um mig; voru s;krípalæti framin, bæði af mér og skrilnum. Síðan Jrom lögreglan og tók mig eftir að kyrtill minn var gatrifinn. Vil ég nú svifta þá menn gkaðræði, sem, í lagánna nafmi lögðu hönd- ur á mig, en þessir eru menm- irnir: Guðbjörn Hanssom, Sólvöll- um og Björn frá Gullberastöö- um. (Hannes á a 1 menn ingshótel- inu segir, að í fornöld hafi bær- inn heitið T/íberastaðir.) Þetta er ekki í fyrsta skifti, sem einn maður hefir orðið að líða fyrir lýðinn. Áður en ég fer austur, held ég kappmót meðail reyk- vískra meyja í því að baldíra kíl handa mér. Oddur SLgurgeirsson fornmaður, tvisvar skorinn upp og niður og sauinaður saman með gaddavlr. RitstjÓri og ábyrgðarmaðui Haraldur Guðmundoson. Alþýðuprentsmiðjan.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.