Vísir - 08.11.1923, Blaðsíða 3

Vísir - 08.11.1923, Blaðsíða 3
VlSíK Bjarnargreifaroir^ Kvenhatarmn og 8ú þriöja Sást í T.arnargötu 6 og bóka- verslonum. — -...... f- -- &ata þótt eg færi nú a'S ávíta þau. En einhverntíma rekur vonandi afe því, aS við eignumst tímarit sem stjórnaö veröi í líkum anda ©g t. d. K r i n g s j a a meöan H. Tambs Lyche stýröi henni, og fiegar þaö er oröiö, veröum viö ekki lengur jafn einangraöir and- iega eins og nú erum viö. Sn. J, Málverkasýnmg Ásgeirs Bjamþórssonar. Ásgeir er enn þá kornungur; íúmlega tvítugur; yngstur list- snálara vorra. Hann málar af innri jþörf; er ástríðufullur og óstýrilát- ur, íslenskur og heitur í anda. — Hann reynir margt; fer stööugt fram og stefnir rétt. Ha'nn er má- ske énn þá of bjartsýnh, eöa er jjaö dirfska? Ilefir hann rétt fyrir sér og missýnist okkur hinum, sem sýnist heimurinn vera grár? Grá- an lit jjekkir Ásgeir ekki. Fjöllin hans eru blá, há og hreiii eöa úfin, svört og jiungbúin. — Besta myndin hahs er „Öræfi“. Sterklega sköpuð, djarfir drættir: miskunnarjausir litir; vilt íslensk auön. Þekki eg fáar íslenskarí myndir. — Þessi eina mynd marg- feorgar heimsóknina. — Margar fagrar myndir eru þar frá Suður- Þýskalandi; akrar, skógar og Alp- arnir. Nokkrar myndir úr Borgar- firðinum. „Eiríksjökull", vatns- Ktamynd; mjög fögur, hrein og íétt. ,',Haust“, islenskur birkiskóg- ur i haustklæöum. Ásgeir ætti að iöka vatnsliti meir en hann gerir. Einkennilegasta myndin er pas- teil-krítarteikning; andlitsmynd af honum sjálfum; heitir .hún; „í Ijósaskiftum". Situr hann við arin. glæöur;- heitur, eirrauöur vinstri vanginn; blásvartur skuggi skygg- ir á hægri kinn. Hefir málverka- safn ríkisins keypt þessa mynd; var jiaö vel farið. Mundi margur unna því, að eignast „Öræfi“ líka. Ásgeir nálgast sjálfan sig með feverjum pensildrætti. Hann á vafa- laust rnikla framtíð fyrir sér, ef brauöstríö og basl drepur hann ekki, eins og svo marga aöra „landa“, sem horföu hátt og trúðu á sigur hugsjónanna. Eg veit, aö enginn, sem ann ís- Ienskum listum situr nú heima, og eg vona, að þegar Ásgeir lokar sýúingu sinni veröi þar engin 3Hynd óseld. Pictor. r \ Mikið úrval af kápu- og kjólatauum hefur HVÍTA BÚDIN Talsími 800. Bankastræli 14. 1J VeðriÖ í morgun. í Reykjavík i st., Vest- mannaeyjum -f- 2, ísafiröi 4, Akureyri — 6, Seyðisf. 3, Grinda- vík 2, Stykkish. -r- 3, Gríms- stööum -r- 3, Þórshöfn í Færeyj- um 1, Leirvík 5, Jan Mayen -t- 1 st. Loftvog lægst (743) yfir Fær- eyjum. Norðlæg átt, allhvöss á Suðurlandi. Florfur: Norðlæg átt. Kirkjuhlj ómleikar Páls ísólfssonar verða endur- teknir. í dómkirkjunni í kveld kl. 7J4. Aðgöngumiðar, með niöur- settu veröi, seldir í bókabúðunum. Til Englands fóru í gær: Skúli fógeti, Geir og Egil! Skallagrimsson. Fundin taska. í gær fanst sjórekin taska sú sem Guðjón heitinn Finnsson haföi meöferöis, þegar síöast spurðist til hans. Hún var sjórek- in við vesturgarðinn, skamt frá örfirisey. í henni voru sparisjóðs- bækur og ýmislegt fleira, sem í henni átti að vera. Enn er verið aö 9 lcita að líkinu, en þaö hefir ekki fundist. Háskólafræ'ðsla. Vegna veikinda Dr. Kort Kort- sen, farast fyrirlestrar hans fyr- ir í dag og á morgun. Germanía, félag þýskumælandi manna, heldur skemtun í Iðnaðarmanna- húsinu kl. c) á laugardagskveldið. Leiknir verða tveir þýskir gaman- leikar, sungnar þýskar gamanvís- ur um Reykjavík og dansað síö- ast. Sjá augl. í blaðinu í dag. U. M. F. R. . í kvöld íþróttaæfing kl. 7j4- Félagsfundur kl. 9. Knattspyrnufél. Rvíkur. Félagar, athugiö auglýsingu fé- lagsins i blaðinu í dag. „Hellismenn". Athygli skal vakin á því, að leikurinn hefst kl. 8 annað kvöld, en ekki kl. 8)4 eins og auglýst var. Verslunarmannafél. Rvíkur heldur skemtifund í kvöld kl. Sj4 í Kaupþingssalnum. Eyjólfur Jóhannsson hefir opnað rakarastofu í Banka- stræti 12. Knattspyrnufél. Rvíkur. Fimleikaæfingar félagsins veröa í vetur í fimleikahúsi barna- skólans á mánudags og föstudagskvöldum. Tvær æfingar verða á kvöldi. Sú fyrri er frá kl. 8—9. Þá maetí jæir félagar, sem eru 16 ára og yngri. Sú síðari er frá kl. 9—10. Þá mæti jieir, sem eru 17 ára og eldri. Æfingar byrja á morgun (föstudag). Þá vevða jiátttakendur skrásettir og eiga því að mæta hálftíma fyrír æfingatíma (kl. 7)4 og 8y2). Heitt og kalt baö fylgir hverri æfingu. (Munið eftir handklæði) Þeir sem geta mæti í búningi félagsins. S t j órnin. Lakkskór, dans- og samkvæmisskór, fyrir karlmenn og kvenfólk, nýkomnir. Hvannbergsbræðnr. Skóhlífar fyrir karla og konur; i fjölbreyttu úrvaii, bæði hvað gæði og lag snertir. Smábarnagúmmístígvél ( tvær góðar tegundir nýkomnar. HVANNBERGSBRÆÐUR. Ha t dhægt fyrir skrifstofumenn og aðra, sem mikið þurfa að s k r i f a og reikna, eru pappírsrenn: ingar. 100 pappírsrenningar kosta 2 5 aura. Lengdin er 48)4 cm. Breiddin g% cm. Fást á afgreiðslu Vísis. Kom með íslandi; Vínber Epli Appelsínur Bananar Cítrónur Laukur Consum & Husholdnings Chocolade, mjög ódýrt. Melis hg. pr. 14 kg. 0,75. Melis st. pr. yz kg. 0.70. Vörur sendar heim. Halldór R. Gunnarssou (áður versl. G. Olsen). Sími 1318. — Aðalstræti 6. Confektkassar Besta tækifærísgjalír. mikið úrval. Landstjaruau. Munið eftir Fimtnðags- ntsölnnni. Y0RDHÖSIÐ. mmSKSsnmm í100 ár hefir „DOWS“ verið viður- kent hvervetna hið ágætasta portvín, sem völ er á. — Margar tegundir hafa komið á heimsmarkaðinn síðan „Dows“ kom fyrst fram, en allar hafa þær orðið að þoka fyrir smekk hinna vandlátu, nema „D0WS“ portvin. Hvergi i ffænum er eins ódýrt að fá saumaða kjóla, kápur, peysuföt, peysufatakápur, allskonar barnafatnað, eins og í húsinu „VON“. Sími 448.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.