Alþýðublaðið - 05.05.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 05.05.1920, Blaðsíða 2
2 Athugid þettal Undirritaður tekur að sér að gera við og hreinsa mótor-vélar af öllum tegundum, lakkhúða járn- rúm og allskonar muni. Rösk af- greiðsla á öllu. Jón Brynjólfsson. Laugaveg 12. Raforkuyeitur til SYeita. Viða f sveitum hér á landi er vaknaður mikiil áhugi á þvf, að koma á raforkuveitum, ýmist f stórum eða litlum stfl, til ljósa, suðu og hitunar. Margir einstakir bændur, er eiga hentuga læki, með nægilegri fallorku, nálægt sér, eru staðráðnir f að koma á hjá sér slíkri raforkuveitu, er um- hægist. Og sumstaðar eru heilar sveitir eða jafnvel stór bygðarlög með raforkuveitur á prjónunum. Sem dæmi má nefna, að í Borgarfirði er vaknaður mikill áhugi á því, að byggja orkuver við Andakílsá, og leiða orkuna um Andakíl, Bæjarsveit, Borgar- hrepp og til Borgarness, um Staf- holtstungur suður Dranga um Svfnadal, Leirár- og Melasveit, og út á Akranes. Hafa Iínur þessar verið mældar og kostnaðurinn áætlaður x */a miljón krónur. — MEr næsta líklegt," skrifar merkur bóndi þar efra, „að ekki Iíði á löngu, að byrjað verði á virkjun Andakílsár, og lifum við það von andi báðir (bréfshöfundurinn og Sigurður ráðunautur) að sjá það gert.“ Aðalforgöngumaður þess máls er Páll kennari Jónsson í Einars- nesi, og er sagt áð hann berjist fyrir því með dugnaði. — Austur í Rangárvallasýslu var í haust mikil hreyfing í þá átt, að virkja Árbæjarfoss í Rangá ytri, ti! ljósa og hitunar. Er þá hugmyndin að leiða orkuna um neðri hluta Holtahrepps, niður í Ásahrepp og Þykkvabæ, austur um Rangárvelli og austur í Hvol- hrepp. — Voru gerðar þarna mæl- ingar í haust, og nú er sagt að búið sé að gera áætlun um kostn- aðinn, en að hana sé svo mikill, að þeir, sem hlut eiga að máli, muni tæpast treysta sér til að ALÞYÐUBLAÐIÐ leggja út f fyrirtækið í bráð. — En hugir manna geta nú breyzt, áður en varir, og nýjar vonir aukið málinu byr á ný. Sá, sem vakti upp þetta raf- orkuveitumál, nú að þessu sinni, mun hafa verið Þorsteinn bóndi Jónsson í Hrafntóftum. (Freyr) jtiolar úr Qajnarbréji. 20. marz. ðlafía Jóhannsdóttir. Reyk- vfkingar kannast við þetta nafn, og það að góðu einu. Ólafía er hér á ferð um þessar mundir og ætlar að halda yfir til Engiands. Upphaflega ætlaði hún að fara landveg suður til Frakklands og þaðan yfir um Sundið, en óeyrð- irnar í Þýzkalandi hindruðu hana í þvf. Þessi mæta kona hefir ekki dvalið heima á íslandi í 17 ár. En mestan þann tíma hefir hún verið f Kristjaníu og liggur þar mikið verk eftir hana. Hafi íslend- ingar lesið bók hennar: „De Ulykkeiigste", þá geta þeir gert sér í hugarlund, hvert starf hún Ieysir af hendi í þarfir mannúðar- innar. Ólafía Jóhannsdóttir er farin að láta ásjá. Hár hennar er tekið að grána og þreytan sést á andliti hennar, en f anda er hún ung og óskertar sálargáfurnar. ísleadingamót. íslendingar hér koma saman að vetrinum, venju- legast einu sinni á mánuði. Eitt slíkt mót var nú á fimtudaginn (18. marz). Þar voru meðal annars sýndar myndir að heiman, sem P. Petersen (Gamla Bio) hafði tekið. Myndirnar voru vel teknar og var þeim vel tekið. Var óspart klappað, þegar flugvélin sást fljúga norður yfir Reykjavík, og þegar skipstjórinn á Gullfossi sýndi sig. Var gaman fyrir þá, sem lengi hafa verið að heiman, að sjá svo mörg kunnug andiit, og ræri ekki úr vegi frarnvegis, að fá fleiri góðar pnyndir úr Rvík og víðar að, teknar við einhver merk tæki- féri. Og vitanlega rignir hér myndum að heiman næsta ár, verði af því að konungur komi til landsins. Jarðarför okkar hjartkæra sonar og fóstursonar Viktors F. Múllers fer fram fimtudaginn 6. maf frá heimili okkar Grímsstöðum og hefst með húskveðju kl. 11 f. h. 4 maf 1920. Ragnheiður Ólafsdóttir, Sigríður Einarsd., Andres Jónsson. Kyikinyndir frá íslandi. Stærsta kvikmyndahúsið hér í Khöfn, Faladsteatret, hefir í þess- ari viku verið að sýna kvikmyndir frá íslandi. Það er aðeins fyrri hluti (Reykjavfk). Myndirnar mega teljast góðar, einkum ein, sem tekin er af Reykjavílcurhöfn, og er útsýni yfir bæinn. En þær eru sýndar helst til hratt. Lesmálið sem fylgir myndunum, er ekki eins gott, og ekki eru þær að öllu leyti vel valdar. Segir meðal annars, að á íslandi séu 4 kaup- staðir og Reykjavík telji 12,000 fbúa. Þá er og sagt á einum stað að mjög fá steinhús séu í Reykja- vík og engin utan hennar. Óg fleira mætti telja, en eg nenni því ekki. Kona, sem sat á bekk fyrir aftan mig í leikhúsinu, sagði, þegar myndin kom áf Reykjavík, sú sem tekin er afhöfninni: „Núc þetta líkist einna helst Kaup- mannahöfn. Það er enginn Eski- móabragur á því!" — Hún mun hafa lært eitthvað' um ísland, konan sú1 Auðnuleysingjar. Hér hafa verið á ferðinni um borgina tveir íslenzkir unglingar, sem komið hafa að heiman í vetur. Hafa þeir gengið milli íslendinga hér og beðið ýmist um peningalán eða ölmusu. Ekki er sjáanlegt að þeir hafi haft nokkuð að gera, né held- ur að þeir hafi haft hug á að fá vinnu. Það hlýtur að teljast mjög óheppilegt fyrir fsl. þjóðina, þegar þetta og þvílíkt kemur fyrir. Þeg- ar svona náungar halda uppi „heiðri" hins nýfædda konungs- ríkis. Og enn verra er hitt, að ekki skuli það hafa skrifstofu sína hér í Kaupmannahöfn svo úr garði gerða, að hún geti ráðstafað svona mönnum, t. d. sent þá heim. Hú« hefir engin fjárráð, hvorki til þess né annars, og launar starfsmönnum

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.