Vísir - 19.03.1924, Blaðsíða 3

Vísir - 19.03.1924, Blaðsíða 3
VlSIft mppi nauSarflagg, og er eg var viss wn það, sigldi eg þegar til skipsins, sem var frakknesk fiskiskúta og var Jiún mjög lek. Einn af hásetum mínum kunni lítiS eitt í ensku og sagði hann mér að skipstjóri vildi «gla skipinu á land. Hefði ætlun J>eirra verið aS sigla til Reykjavík- air, en þess var eigi kostur þar sem vindur var mótdrægur. Eg sagði, að eg.vildi hafa tal af mér betri mönn- tim á landi, áður en eg sigldi skip- inu upp, en þeir voru því mótfalln- k og vildu að eg gerði það þegar. Eg fór þó til lands, talaði þar við anér meiri ménn og varS niSurstað- an sú, að eg sigldi skipinu upp á Stckkseyri. 24 menn voru á því skipi. Hinn 4. desember 1899 fórst bát- ur á Stckkseyrarsundi, sem var að fcoma úr fiskiróðri. Af þeim bát bjargaði eg þrem mönnum utan halt í sundinu. Eftir litla stund fór eg inn Stokkseyrarsund og lentist vel. Nokkrir bátar leituðu lands í por- Jákshöfn. Hinn 14. mars árið 1900 var vindstaSa austlæg og var auðsjáan- tegt, aS veSur mundi breytast. Eg var á leið til sjávar, ásamt skips- höfn minni, í hálfbjörtu um morgun- inn, og var ætlunin aS róa til fiskj- av. pegar við komum niSur að sjó, heyrðum viS skip pípa í ákafa fyrir sunnan Stokkseyri. Eg stökk upp á sjógarðinn og sá þaðan ljós suður í brimgaiðinum. Eg sá að brimið var að aukast og sagði við háseta anína, að þýðingarlaust mundi vera ao fara meS línuna og var hún send heim, en við fiýttum okkur 'til skips i okkar, sem var í lendingunni, sett- um þaS fram og rerum í mesta flýti út fyrir svonefnt Músasund. Sá eg þá að sjór var orSinn svo úfinn, að um björgun mundi eigi aS ræSa, þar sem bátar voru rónir út um allan •sjó og þar út af sem botnvörpung- urinn lá, og munu þeir ekki hafa treyst sér til aS eiga neitt við hann. ViS hertum róðurinn og stefndum "þangað sem skipið stóð í brimgarð- ;inum. Skipið lá flatt fyrir briminu og gengu sjóir sí og æ yfir.það. Bát sinn höfSu skipverjar látiS út og voru tveir menn í honum er viS kom- um að því. Skipið hentist frá einni hliS til annarar, svo að mér virtist ekki árennilegt að leggja að því. pá sá eg aS það var eins og lygna -undir skipsbátnum, sem þeir höfðu látið út, og datt mér í hug, að þeir inundu hafa látið lýsi eða olíu í sjó- inn. Eg tók það ráð, að snúa bát mínum og hafa aftur á inn í brim- 38, cg um Ieið gaf eg skipsmönnum bendingu um að fara í sinn eigin bát og-róa móti mér. peir brugðu skjótt við, og á svipstundu voru þeir 'komnir í bátinn. Svo rerum við aft- ur á bak inn í brimið og þeir á móti dkkur, en þegar við náðum í borð- stokk skipsbátsins, var hann fullur af sjó, því að hann hafði brotnað er þeir létu hann út, og var að sökkva er viS náSum í borðstokk xhans, og sleptum honum ekki fyrr en skipshöfnin, 12 aS tö!u, var kom- in upp í mitt skip.' Ekki voru liSnar ' meira en 3 mínútur frá því eg ták anaMiina, þar til skipið var horfið. Gríðarstór alda kipti skipinu út af skeri því, er það stóð á, en hyldýpi var við það og sökk skipið þar þeg- ar. Má því segja, að menn þessir hafi ekki veriS bráðfeigir. Voru skipverjar, sem voru Englendingar, fegnari en frá mégi segja, er þeir voru komnir í bát minn. 1 þessu kom til okkar mótorbátur og tók hann nokkra af skipbrotsmönnunum og flutti til lands. Sjór var að verða ófær og var orðinn ófær eftir hálfa klukkustund, af brimi og roki. Ástæðan til að mótorbáturinn kom seinna en eg á vettvang var sú, að hann varð að fara lengri leið. Vi5 próf það, sem haldið var, kom það fram, að þar sem botnvörpungurinn stóð, var dýpið l faðmur er stikað var fram á skipinu, en 8 faSma dýpi er mælt var aftur á því, og ætla eg að skipið hafi staðið á sker- inu aftur að miðjum kjöl. Skipið hét „Desdemona" frá Hull. - Fyr- ir þessa bjórgun fékk eg sjónauka, en hásetar mínir ekkert. Hinn 2. apríl árið 1908 bjarg- aði eg einum manni lifandi og náSi þremur dauðum. petta var af bát, sem fórst á Stokkseyrarsundi. SíSan varð eg að fara til porlákshafnar ásamt fleirum, er þangað urðu að hleypa. Hinn 19. mars 1913 sótti eg skipshöfn (12 menn). pessi skips- höfn var frá Loftsstöðum, náði ekki Jendingu og komst í enskt botn- vörpuskip og var þar 3—4 daga. SkipiS kom upp aS Stokkseyri og sótti eg mennina í stórbrimi. Bát sinn höfSu þeir íslensku mist. Mér lentist ágætlega. Hinn 16. apríl 1913 ætlaSi eg aS leggja þorskanet og fór meS þau út á svonefnt „Háaleiti" milli por- lákshafnar og Selvogs. A þvj ferða- lagi fékk eg versta veður, afspyrsu- rok af norðri. pá voru allir á sjó úr porlákshöín og gekk nauSIega að ná sinni lendingu. pegar eg var á heimleiS og var kominn austur fyrir porlákshafnarnes, sá eg bát á siglingu fram á hafi og datt mér í hug, að seint mundi 'hann ná lend- ingu. Fór eg því til hans, batt hann aftan í minn bát og tók að draga hann og gekk það stirt. Eg fór meS bátinn til Eyrarbakka, því þaðan var formaður hans, þótt hann stund- aði sjó frá porlákshöfn. petta skip held eg hcf Si ekki lent þá um kveld- iS, hefSi því eigi komið hjálp, og köld hefði nóttin verið fyrir menn- ina, því gaddharka var mikil. Mig minnir að skipshöfnin vœri 12—13 manns. — Guðmundur ísleifsson á Stóru-Háeyri, Eyrarbakka, segir mér, að þetta skip hefði aldrei lent hjálparlaust þetta kveld. Hinn 14. febrúar 1919 reru þrír mótorbátar frá Stokkseyri og var eg fyrir einum þeirra. Eg fór stutt og lagði línuna suður af Stokkseyri. Veður var sæmilegt. pegar á dag- inn leiS fór að hvessa á austan og gera vont veSur. Oldur tóku að vaxa og alt benti til að brim mundi verða. pegar við höfðum dregið hálfa línuna, kom annar báturinn rekandi á reiðanum fram hjá okk- ur. Eg hélt áfram að dragá línuna, en þar sern mistrið og rokið var svo mikið,. sá eg þegar, aS eg mvtndi missa sjónar á bátnum héldi eg á- fram að draga og skar því á Iíb- una og hélt ril bátsíns, sem eg síðan dró á eftir mínum bát upp að StokkseyrarsundL £r þangað kom var komið stórbrim og með öllu óíendandi. Dró eg þá bátinn til porlákshafnar og lágum við þar um nóttina. Daginn eftir komumstviStíi Stokkseyrar. Eg vil ekkert dæma um, hver afdrif báts þessa hefSu orðið, hefði hann eigi verið hirtur.* m Jón Sturlaugsson." pannig hljóðar skýrsla Jóns. Hann sagði mér í sumar, að hann hefði bjargað og liSsint á sjó um 60 manns. Mér telst svo til, að þeir séu 70 eða 71,-pað verða um 17* krónur á hvem Islending, en Eng- lendingarnir 12, eru með sínar 41 krónu, þó því að eins, að kíkirinn hafi verið 500 króna virði. Mér dettur ekki í hug að fara að berja lóminn eða betla fyrir Jón, því með orðunum: „Ekki þarf eg að kvarta," virðist sem honum þyki sér ráusnarlega greitt með um 1500 krónum. fvrir að bjarga og greiSa veg 7U manna a sjónura, auk far- | kosla, sem hann hefir dregið til lands, en minnast mætti á, hvort verðlaunapeningur fyrhr aS bjarga mönnumtsm úr sjáoarháska ætti ekki heima meðal annara heiðurs- merkja þjóðarinnar, og þeir sæmd- ir honum, sem vel ganga fram í því að veita þeim lið, sem illa etu staddir á sjó. Gera menn sér alment grein fyr- ir hvað gerist, þegar mönnum er bjargað í vondu veðri á hafi úti. Formaður tekur ákvörðun og gerir sig um leiS herra yfir lífi og limuin háseta sinna, yfir tímanlegri velferð aðstandenda þeirra og sinna er á landi bíða, en þeir sem eru í nauð- um staddir ,og þurfa hjálpar, eiga einnig skylduíið og ástvini, sem bíða ogVona, að þeir komist heilir á húfi til lands, og svo það, að sjá menn í háska stadda, iætur hann taka þá | ábyrgð á sig, sem ekki verður met- in til peninga. pað kann enginn að reikna tii fjár, hvers virði björgua á sjó er, eða dæma úm, hvort alt hefði draslast af, hefði enginn kom- iS til hjálpar. I þessum vandræðum aS reikna þetta ómögulega dæmi, hefir þjóðunum dottið í hug aS greiSa meS heiðursmerki, sem í raun réttri kostar aS eins fáar krónur, ea hefir sitt gildi, sem viðurkenning frá þjóð, og sýnir, að hún hefir tekið eftir þeim, er heiSursmerkiS ber og eftir því starfi, sem hann vann. Peningar eru ágætir og vei kem- ur sér ætið aS fá þá, eu sé manns- líf metið 30 þúsund króna virði og menn fara að bjarga svo tugum manna skiftir, þá fara björgunar- laun að verða nokkuð há, eftír hvaða rnælikvarða, sem reiknað væri, og Iíkiega yrði aS kjósa nefnd til að ákveða upþhæðina. Pær þjóð- ir sem í flestu eru langt á undan okkur hafa séS þaS fj'rir, aS út- gjöld yrðu milcil, væri greitt í pen- ingum aS verðleikum fyrir björgun og hafa því telrið það ráð, að ÚV bluta „mcdalíum", sem er hreinasti búhrrykkur fyrir hverja þá þjóS, «a finnur það, aS hún kemst ekki hjá aS iáta eðthvaS af hendi rakna fyr- ir vel unEui síörf. peir eru.margir hér á }andi, scqn bjargaS hafa mönnum á sjó, en það fer fyrir þean eins og hásetum Jóns Sturlaugssonar, þegar þeir björguðu 12 mönnum úr „Desdemona", þrera>, mínútum áSur en skipið tók djúp- kafiS, þeir fá efykert, Iiklega sökunt þess, aS þeir, sem helst ættu að geta þess og þakka, þeir þegja. pað fer ^eins og hjá þeim, sem áttu að skrifa til Englands, hvort hásetar Jqh* verðskuiduSu ekki svo sem svaraði meðalhlut fyrir aS t>jarga 12 mðiu*- um; þeir voru ekki „stífir" í skrift- unum. Væri hér máltækjS gildandi: I „peim heiður, sem heiður ber," {«« mundu ýmsir sjást á mannamótum með heiSurspening á brjóstinu fyr- ir björgun, ]?ví heir eru margir, sem; hann haFa verðskuldað, þótt hljótt sé uin. ^ Sveinbjörn Egthoru 4 Föstuguðsþjónusta í dómkirkjunni ki. 6 í kveld. Síra Bjarni Jórtssoo. Jarðarfúr Guðmundar læknis porsteinsson- ar fer fram hér í bæríum næstk. föstudag, Lík hans var flutt bing- að á e.s. ViSemoes að austan. Veðrið í morgun. Frost á ííllum stöSvum: I Rvik 3 sL, VeStmannaeyjum 1, ísafirði 5, Afcureyri 6, SeySisfírði 4i, Grindavík 4, GrímsstoSum 10„ Raufarhofn 6, Hókira í Hornafirði 3, pórshofn í Færeyjum 1, Kaup- mannahöfn 5, Utsire í, Jan Mayea, 10 st. — Loftvog lægst fyrir sunn- an land. Norðkegur á VesturlaneB; breytilegnr annars StaSar. Horfur: NorSvestlæg ált. HvttabrnitksRemtanm verður í Iðnó í kveid ki. 8. Iim- gangur í króna fyiir fuIlorSna o® 50 aur. fyiir böra. * Líkiega hafa verið 5 menn bát þessuzn. Ritsif. Af veiðam komu í gær: NjörSur (85 tn.| og Tryggvi gamii (rámar 80 taj, en Gyifi i morgun. Hás^ólafTœSsla. AnnaSkveld kl. 6—7: Dr. Korfc Kortsen: Um brautryðjendur í bófc- mentum Dana (Georg BrandesJ- Tengdnmtmima verður leikin annaS kveld. "p'mg- mönnum og bæjarfulifarónrt boðiS. Verslunammnnafél. Rúíkur heldu,- fund annað kveld ki. 8V2 í Kaupþmgssalnura. A dagskráz Innflutningshöftin o. fi. pessi funti- ur er að éins fyrir félagsmema.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.