Vísir - 19.03.1924, Síða 3

Vísir - 19.03.1924, Síða 3
VlSISt aippi nauðarflagg, og er eg var viss <urm þaS, sigldi eg þegar til skipsins, sem var frakknesk fiskiskuta og var Siún mjög lek. Einn af hásetum mínum kunni lítið eitt í ensku og sagði hann mér að skipstjóri vildi sigla skipinu á land. Hefði ætlun ]j>eirra verið að sigla til Reykjavík- arr, en þess var eigi kostur þar sem vindur var mótdrægur. Eg sagði, að cg.vildi hafa tal af mér betri mönn- um á landi, áður en eg sigldi skip- jnu upp, en þeir voru því mótfalln- ir og vildu að eg gerði það þegar. Eg fór þó til lands, talaði þar við mér meiri menn og varð niðurstað- an sú, að eg sigldi skipinu upp á Stckkseyri. 24 menn voru á því skipi. Hinn 4. desember 1899 fórst bát- ur á Stckkseyrarsundi, sem var að koma úr fiskiróðri. Af þeim bát bjargaði eg þrem mönnum utan halt í sundinu. Eftir litla stund fór eg inn Stokkseyrarsund og lentist vel. Nokkrir bátar leituðu lands í J?or- Jákshöfn. Hinn 14. mars árið 1900 var vindstaða austlseg og va.r auðsjáan- íegt, að veður mur.di breytast. Eg var á leið til sjávar, ásamt skips- höfn minni, í hálfbjörtu um morgun- inn, og var ætlunin að róa til fiskj- ar. pegar við komum niður að sjó, heyrðum við skip pípa í ákafa fyrir sunnan Stokkseyri. Eg stökk upp á sjógarðinn og sá þaðan ljós suður í brimgárðinum. Eg sá að brimið var að aukast og sagði við háseta inína, að þýðingarlaust mundi vera að fara með línuna og var hún send heim, en við flýttum okkur til skips okkar, sem var í lendingunni, setr- um það fram og rerum í mesta flýti út fyrir svonefnt Músasund. Sá eg þá að sjór var orðinn svo úfinn, að um björgun mundi eigi að ræða, þar sem bátar voru rónir út um allan sjó og þar út af sem botnvörpung- urinn lá, og munu þeir ekki hafa treyst sér til að eiga neitt við hann. Við hertum róðurinn og stefndum þangað sem skipið stóð í brimgarð- inum. Skipið lá flatt fyrir briminu og gengu sjóir sí og æ yfirþað. Bát sinn höfðu skipverjar látið út og voru tveir menn í honum er við kom- um að því. Skipið hentist frá einni hlið til annarar, svo að mér virtist ekki árennilegt að leggja að því. pá sá eg að það var eins og lygna undir skipsbátnum, sem þeir höfðu látið út, og datt mér í hug, að þeir mundu hafa látið lýsi eða olíu í sjó- inn. Eg tók það ráð, að snúa bát mínum og hafa aftur á inn í brim- rð, cg um leið gaf eg skipsmönnum bendingu um að fara í sinn eigin bát og-róa móti mér. peir brugðu skjótt við, og á svipstundu voru þeir komnir í bátinn. Svo rerum við aft- ur á bak inn í brimið og þeir á móti ókkur, en þegar við náðum í borð- stokk skipsbátsins, var hann fullur af sjó, því að hann hafði brotnað er þeir létu hann út, og var að sökkva er við náðum í borðstokk hans, og sleptum honum ekki fyrr en skipshöfnin, 12 að tölu, var kom- in upp í mitt skip’ Ekki voru liðnai meira en 3 mínútur frá því eg tók meanina, þar til skipið var horfið. Gríðarstór alda kipti skipinu út af skeri því, er það stóð á, en hyldýpi var við það og sökk skipið þar þeg- ar. Má því segja, að menn þessir hafi ekki verið bráðfeigir. Voru skipverjar, sem voru Englendingar, fegnari en frá mégi segja, er þeír voru komnir í bát minn. I þessu kom til okkar mótorbátur og tók hann nokkra af skipbrotsmönnunum og flutti til lands. Sjór var að verða ófær og var orðinn ófær eftir hálfa klukkustund, af brimi og roki. Ástæðan til að mótorbáturinn kom seinna en eg á vettvang var sú, að hann varð að fara lengri leið. Við próf það, sem haldið var, kom það fram, að þar sem botnvörpungurinn stóð, var dýpið 1 faðmur er stikað var fram á skipinu, en 8 faðma dýpi er mælt var aftur á því, og ætla eg að skipið hafi staðið á sker- inu aftur að miðjum kjöl. Skipið hét ,,Desdemona“ frá Hull. — Fyr- ir þessa björgun fékk eg sjónauka, en hásetar mínir ekkert. Hinn 2. apríl árið 1908 bjarg- aði eg einum manni lifandi og náði þremur dauðum. petta var af bát, sem fórst á Stokkseyrarsundi. Síðan varð eg að fara til J?orlákshafnar ásamt fleirum, er þangað urðu að hleypa. Hinn 19. mars 1913 sótti eg skipshöfn (12 menn). pessi skips- höfn var frá Loftsstöðum, náði ekki lendingu og komst í enskt botn- vörpuskip og var þar 3—4 daga. Skipið kom upp að Stokkseyri og sótti eg mennina í stórbrimi. Bát sinn höfðu þeir íslensku mist. Mér lentist ágætlega. Hinn 16. apríl 1913 ætlaði eg að leggja þorskanet og fór með þau út á svonefnt „EIáaleiti“ milli J?or- lákshafnar og Selvogs. A þvj ferða- lagi fékk eg versta veður, afspyrsu- rok af norðri. pá voru allir á sjó úr porlákshöfn og gekk nauðlega að ná sinni lendingu. J?egar eg var á heimleið og var keminn austur fyrir J?orlákshafnarnes, sá eg bát á siglingu fram á hafi og datt mér x hug, að seint mundi hann ná lend- ingu. Fór eg því til hans, batt hann aftan í minn bát og tók að draga hann og gekk það stirt. Eg fór með bátinn til Eyrarbakka, því þaðan var formaður hans, þótt hann stund- aði sjó frá }?orlákshöfn. J7etta skip held eg hcfði ekki lent þá um kveld- ið, hefði því eigi komið hjálp, og köld hefði nóttin verið fyrir menn- ina, því gaddharka var mikil. Mig minnir að skipshöfnin væri 12—13 manns. — Guðmundur íslcifsson á Stóru-Háeyri, Eyrarbakka, segir mér, að þetta skip hefði aldrei lent hjálparlaust þetta kveld. Hinn 14. febrúar 1919 reru þrír mótorbátar frá Stokkseyri og var eg fyrir einum þeirra. Eg fór stutt og lagði línuna suður af Stokkseyri. Veður var sæmilegt. ]7egar á dag- inn leið fór að hvessa á austan og gera vont veður. Oldur tóku að vaxa og alt benti til að brim mundi verða. J?egar við höfðum dregið hálfa línuna, kom annar báturinn rekandi á reiðanum fram hjá okk- ur. Eg hélt áfram að dragá línuna, en þar sem mistrið og rokið var svo rnikið, sá eg þegar, aS eg mundi missa sjónar á bátnum héldi eg á- fram að draga og skar því á lín- una og hélt til bátsíns, sem eg síðan dró á eftir mínum bát upp að Stokkseyrarsundi. Er þangað kom var komið stórbrim og með öllu ólendandi. Dró eg þá bátinn til porlákshafnar og lágum við þar um nóttina. Daginn eftir komumst við tii Stokkseyrar. Eg vil ekkert dæma um, hver afdrif báts þessa hefðu orðið, hefði hann eigi verið hirtur.* Jón Sturlaugsson." pannig hljóðar skýrsla Jóns. Elann sagði mér í sumar, að hann hefði bjargað og IiSsint á sjó um 60 manns. Mér telst svo til, að þeir séu 70 eða 71. pað verða um 1.7* krónur á hvera íslending, en Eng- lendingamir 12, eru með sínar 41 krónu, þó því að eins, að kíkirinn hafi verið 500 króna virði. Mér dettur ekki í hug að fara aS berja Iómiim eða betla fyrir Jón, því með orðunum: „Elcki þarf eg að kvarta,“ wðist sem honum þyki sér rausnarlega greitt með um 1500 krónum. fvrir að bjarga og greiða veg 70 manna a sjónum, auk far- kosla, sem hann hefir dregið ti! lands, en minnast mætti á, hvort verðlatmapeningur fyrhr aS bjarga mönnumum úr sjáoarháska ætti ekki heima meðal annara heiðurs- merkja þjóðarinnar, og þeir sæmd- ir honum, sem vel ganga fram í því að veita þeim lið, sem illa era staddir á sjó. Gera menn sér alment grein fjnr- ir hvað gerist, þegar mönnum er bjargað í vondu veðri á hafi úti. Formaður tekur ákvörðun og gerir sig um leið herra yfir lífi og limum háseta sinna, yfir tímanlegri velferð aðstandenda þeirra og sínna er á landi bíða, en þeir sem eru í nauð- um síaddir ,og þurfa hjálpar, eiga einnig skyídulið og ástvini, sem bíða og 'vona, að þeir komist heilir á húíi til lands, og svo það, að sjá menn í háska stadda, lætur harm taka þá ábyrgð á sig, sem ekki verður met- in til peninga. pað kar.n enginn að reikna til fjár, hvers virði björgun á sjó er, eða dæraa úm, hvort ak hefði draslast af, hefði enginn kom- ið til hjálpar. í þessum vandræðum að reikna þetta ómögulega dæmi, hefir þjóSupum dottið í hug að greiða með heiðursmerki, sem í raun réttri kostar að eins fáar krónur, ea hefir sitt gildi, sem viðurkenning frá þjóð, og sýnir, að hún hefir tekiS eftir þeim, er heiðursmerkið ber og eftir því starfi, sem hann vann. Peningar eru ágætir og vel kem- ur sér ætíS að fá þá, en sé manns- líf metið 30 þúsund króna virði og menn fara að bjarga svo tugum manna skiftir, þá fara björgunar- Iaun að verða nokkuS há, efíir hvaða mælikvarða, sem reiknað væri, og Iíklega yrði að kjósa nefnd til að ákveða upphæðina. pær þjóð- ir sem í flestu eru langt á undan okkur hafa séð það fyrir, að út- gjöld yrðu mikil, væri greitt í pen- ingum að verðleikum fyrix: björgun * Líklega hafa veriS 5 menn á bát þessum. Ritsij. og hafa því tekið það ráð, að út- hluta ,jmedalíum“, sem er hreinastt búhxoykkur fyrir hverja þá þjóð, er finnur það, að hún kemst ekki hjá að !áta eitthvað af hendi rakna fyr- ir ve3 unnin störf. peir eru margir hér á lacdi, scra bjargað hafa mönnum á sjó, en það fer fyrir þeim eins og hásetum Jóns Sturlaugssonar, þegar þeir björguðu 12 mönnum úr „Desdemona“, þrera mínútum áður en skipið tók djúp- kafið, þeir fá elfkert, líklega sökunt þess, að þeir, sem helst aettu að geta þess og þakka, þeir þegja. pað fer • eins og hjá þeim, sem áttu að skrifa til Englands, hvort hásetar Jóvs verðskulduðu ekki svo sem svaraði meðalhfut fyrir að bjarga 12 mönn- um; þeir voru ekki „stífir“ i skrift- uBum. Væri hér máltækið gildandii „peim heiður, sem ixeiður ber,“ þá: mxmdu ýmsir sjást á mannamótum með heiðurspening á brjóstinu fyr- xr björgun, því þeir eru margir, sera hann haFa verðskuldað, þótt hljótt sé um. Sveinbjöm Egilson. —.... i ■ llt .A |J> str il« tlf ylr ik nlrK I Bæjarfréttir. Föstuguðsþjánusta í dómkirkjunni ki. 6 í kveld. Síra. Bjami Jónsson. Jarðarför Guðmundar læknis porsteinsson- ar fer fram hér í bænxxm næstk. föstudag, Lík hans var flutt hing- að á e.s. Vxöemœs að austan. Veðrið í morgun. Frost á Öllum stöðvum: I Rvík 3 st., Vestmannaeyjum l, ísafirði 5, Akureyri 6. SeySisfirði 4* Grindavík 4, Grímsstöðum 10, Raufarhöfn 6, Hólum í Homafirði 3, pórshöfn í Færeyjum 1, Kaup- mannahöfn 5, Utsire !, Jan Mayen. 10 «t. — Loftvog lægst fyrir sunu- an land. Norðlægur á VesturlancB; breytilegnr annars staðar. Horfur: Norðvesíiæg átt. HvttabanJrxftcmíunm verður í íðnó í kveld kl. 8. Inn- gangur 1 króna fyiir fullœðna og 50 aur. fyrir börn. Af veiðum komu í gær: Njörður (85 tn.) og Trygg\i gamli (rúmar 80 tn), en Gylfi i mcrgun. Hásþálafrœðsla. AnnaS lcvéld kl. 6—7: Dr. Kort Kortsen: Um brautryðjendur í bófe- mentura Dana (Georg Brandes}. T engdamamma verður íeikin annað kveld. ping- mönnum og bæjarfulltrúunt boðiS. Verslunarmannafél. Roihur heldu/ fund annað kveld kl. 8V2 í Kaupþkxgssalnum. Á dagskrá: Innflutningshöftin o. fl. pessi funá- ur er að eins fyrir félagsmenxL.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.