Vísir - 22.03.1924, Blaðsíða 4

Vísir - 22.03.1924, Blaðsíða 4
 Ylirlýsing nr. 2. Á meSa! Jieirra mörgu kveinstafa, sein staöiö hafa í Tímanum aiS undanförnu um hrossaverslun, hefi eg oröið var við eftirfarandi tsmraæli í 4. töluhlaSi Tímans Jk á,, eftir „Sunnlenskan bónda“: „Og þótt Garöar láti yfir „staðgreiSslum" sínum, þá veit eg all-alvarlegar undantekningar frá þeim, og víst áttu sumir þaS undir hatðfylgi sinu, að þeir fengu andvirði tryppa sinna seint og síSarmeir/5 í tilefni af þessu lýsi eg því hér með yfir, að enginn einasti mað- ur af öllum þeim, er seldu mér hross síðastliðiö ár, hefir látið í Ijósi við mig né féhirði verslunarinnar nokkra óánægju út af ígreiðsludrætti, vangreiðslu eða ágreiningi við þá, sem hrossin keyptu fyrir mina hönd. Skora eg J»ví jafnframt á „Sunnlenska i>óndann“ að láta nafns síns getið, svo og þeirra, er hann segir að hafi verið hart leiknir i viðskiftunam. Að öðrum kosti verða til- ' greind ummæli skoðuð atvinnurógur í þágu keppinauta minna, sem — vægast sagt — er vafasöm tekjugrein fyrir lcaupfélagsskapinn, og sálusorgaranum til lítils vegsauka. Reykavik, 20. mars 1924. G&rðar Gíslason. Rétt, að þvi er mig snertir. Gísli Kjartansson (héhirðir við heildv. Garðars Gíslasonar). Þetta bið eg þau viku- og dagblöð að birta, sem áður fluttu yfir- lýsingu mína um líkt efni, og ser.da méi' tafarlaust reikmnga yfir kostnaðinn, G. G. tbúð öskast Ársleiga verður greidd fytirfram Nokkur hús til söiu meö góð- um kjörum. Úlborgun há2—8 þúsund. GuBm. Jóhannsson Sími 1313. Hallur Hallsson iannlæknfr Kirkjustræti 10 niSri. YiStalstimi 10—4. Símar 866, heima. 1503 lækningaatofan. ■w Yátryoglngarstofa A. ¥. Tnlinms 0|£imskipafélagshúsinu2. m Brunatryggingar: NORDiSK og BALTICA. Líftryggingar: THULE. s ÁreiSanleg félög. Hvergi betri kjör. VINNA Stúlka óskast í vist 1. april. Hulda Sigfúsdóttir, Austurstræti 41, Hafnarfirði. (358 Góð stúlka óskast i vist á bani- laust heimili nú þegar. Uppl. Njálsgötu 29 (uppi). (364 Söludrengir óskast í dag og á morgun. Uppl. Lindargötu 43, niðri. (372 Tapast hefir bifreiðarsveif, á Grettisgötunni. Skilist á Bifreiða- stöð Reykjavíkur. (369 Kvenveski tapaðist í gær á hafn- arbakkanum. Skilist til afgr. Vísis. Góð fundarlaun. (373 Ibúð óskast 14. maí. Hringið i sxma 1390, eftir lcl. 7. (361 1 herbergi, með aögangi að eíd- húsi, er til leigu á Laugaveg 121, verð kr. 25,00 á mánuði. (363 Stofa með forstofuinngangi til leigu nú þegar í Þingholtsstræti 28- (359 2—3 herbergi og eldhús óskast I. eða 14. maí. Egill Vilhjálmsson, Bifreiðastöð Reykjavíkur. (302 2—3 herbergi, eldhús, þvottahús og geymsla, til leigu x. apríl á Nýlendugötu 6. (366 1 stórt eða 2 minni sólarhcr- bergi í miðbænum óskar einhleyp- ur, reglusamur bæjarmaður að fá lcigð 14. maí eða 1. júní. A. v. á. (360 Herbergi til leigu 14. tnaí, aí sér~ stökum ástæðtim. Uppl. Þrngholts- stræti 8. (357 Fræsölu gegnir, eins og aÖ und- anförnu Ragnheiöur Jensdóttir,. Laufásveg 38. (362 Kaffikvörn, hentug i kaupstað úli: á landi, raflainpar, ljósmyndavél, sjálfsali (Automat), til sölu Lind- argötu 43, niðri, kl. 5—7 síðd. (371 Orgel til sölu á Skólavöröustjg, 24. (3 7P" Áteiknaðir kaffidúkar og skraut- bandklæði, mjög fallegar gerðir, nýkomið á Bókhlöðustíg 9. (368 Smíða falleg reiðstigvél. Sann- gjarnt verð. Sími 1089. Jón Þor- steinsson, Aðáístræti 14. (367* Blá cheviotsdragt, sem ný, á rneðal kvenmann, til sölu með tækifærisverði. Vesturgötu 46. (365 Líkkistur fást ávalt hjá Ey- vindi Árnasyni, Laufásveg 52. Sér um jarðarfarir ef óskað er. (499 Notuð föt til sölu ódýrt. Laufás- veg 25. O. Rydelsborg. (295 » ».mm«■*»-.■-‘ • —————- Timburhús óskast til kaups. Má vera í útjaðri borgarinnar. parf aS vera laust til íbúðar í maí eða júm'. Tilboð auðkent: „117“ sendist af- greiðslu Vísis. (307 FélagsprentsmiCj an. 3VARTI ÖLMUSUMAÐURINN. 4 Hann öpnaði dyraar og konan gekk inn fyr- ir. en ekki sást gjörla andlit hennar, því að hún bar þétta slæðu fyrir því. „Eg fer burtu," sagði Xavier, „þér vitið hvert eg fer.“ Hann hneigði sig kurteislega fyrir konunni og fór út. pegar hann var farínn, breyttist svipur Carr- ais snögglega. Alt sjálfsálit og dirfska hvarf. Hann hneigði sig auðmjúklega, og var að sjá á honum bæði virðingu fyrir konunni og -hræðslukenda undirgefhi. „Náðuga frá,“ sagði hann Iágt, „hvað viij- iS þér mér?“ II. Konan sem komin var, var meðal kvenmaður á hæð og fögur vexti. Að vísu var æskublóm- inn horfinn af andliti hennar, en þó var hún enn mjög fríð sýnum. Hún var ein af þeim konum, sem þrátta má um, hvað gacnlar séu, ef «kki er við skírnarvottorS að styðjast. Margir mundu hafa álitið hana um þrítugt, en þeir sem Jkunnugir voru, dæmdu hana um fertugt. Frú Rumbry var fædd á Vesturheimseyjum; voru foreldrar hennar frakkneskir, og var hún því Kreol, sem afkomendur Suðurlandabúa eru uefndir þar vestra, enda bar hún með sér allan þann yndisþokka, sem slíkum konum er með- fæddur. En auk þess hafði hún dvalist Iengi í Parísarborg, og hafði til að bera hið fagra látbragð og háttprýði, sem konum Iæríst þar. Hún hneigði sig faæversklega fyrir Xavier, og tók blæjuna frá andliti sér, þegar hann var farínn. „Hvað viljið þér mér, náðuga frú?“ spurði Carral aftur og stóð frammi fyrir henni, eins og óbótamaður, sem bíður dóms. „pér inunið þá loksins eftir því, að eg hefi 3rfir yður að segja,“ sagði frú Rumbry og benii á stól. Carral flýtti sér að færa stólinn til hennar. „Eg hefi aldrei gleymt því,“ svaraði hann. Frú Rumbry settist á stólinn, lagfærði fell- ingarnar á kjól sínum, og hagræddi sér sem best hún gat. Síðan hallaði hún höfðinu og lokaði augunum til hálfs. „Eg veið að vera að ómaka mig til yðar, Carral,“ sagði hún. „Hvað er langt síðan að eg með einu orði gat látið yður kóma til mín?“ Carral stóð þögull og niðurlútur frammi fyr- ir henni, og þorði ekki að líta upp. „Eg hefi skrifað yður tvisvar," sagði frú Rumbry, — „tvisvar! heyrið þér það? Hvérs vegna hafið þér ekki svarað mér?“ „Eg þorði það ekki.“ „porðuð það ekki! Hvers vegna? Af því að þér hafið óhlýðnast mér?“ „Nei, náðuga frú! Eg hefi gert það sem þér skipuðuð mér.“ Frú Rumbry varð glaðari í bragði. „pú ert góður drengur, Jonkille,“ sagði hún blíðlega. „Láttu mig heyra, hvað þú hefir gert.“ „Eg hefi komist í náin kynni við unga mann- inn. I heilan mánuð höfum við altaf verið sam- an. pér sjáið, að við lifum sainan eins og bræður og búum í sama herbergi.“ „pað er gott! Eg vissi, að þér eruð slung- inn. náungí. Og hvað svo?“ „Eg þekki æviferil hans og leyndarmál." „pað er ágætt! Og meira?“ „Náðuga frú,“ sagði Carral með sorgbitnunr bænarrómi, „Xavier þykir mjög vænt um mig — það er mjög langt síðan nokkur hefir sýnt mér vinahót. — Vægið honum! Gerið honum ekkert ilt!“ „Vesalings Jonkille," tautaði frúin og hall- aði höfðinu aftur í hægindastólinn. „Juan de Carral!" tók frúin aftur til máls og starði á hann. „Eru þetta öll afrek yðar? Ef yður þóknast, skulum við tala saman af einhverju viti. Eg hafði skipað yður að gei-a umsamið verk. pér hafið að eins gert það að hálfu leyti. pað er hættulegt fyrir yður! VitiS þér það?“ „Eg veit, að eg er á yðar valdi, náðuga frú 6 Eg veit, að hið vitlausa dramb í mér gerír mig að sama eða jafnvel meiri þræl yðar hér í Par- ísarborg, en þegar við vorum á Vesiurheims- eyjum. pað var örlagaþrunginn dagur þegar eg afneitaði ætterni mínu og tók mér tilbúið að- alsnafn til þess að menn skyldu öfunda mig af •því. Eg hélt að kynblendingar væru hataðir og kúgaðir hér í landi eins og á Vesturheimseyj- um. En þar skjátlaðist mér. YSur sjalfri var kunnugt um þetta, og þó léíuð þér mig gera þessa fjarstæðu. Eg man enn þá, hvernig þér brostuð, þegar þér vissuð að eg hafði tekið mér þetta gerfinafn. pér höfðuð fulla ástæðu til þess að brosa, því að einmitt með því að taka mér þetta gerfinafn, var eg orðinn þræll yðar, þræll, sem mannleg lcg eiga erfitt með aS frelsa.“ „pér 'eruð málsnjall, Jonkille! “ sagði frifc Rumbry kuldalega.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.