Vísir - 31.03.1924, Blaðsíða 3

Vísir - 31.03.1924, Blaðsíða 3
ffilsia jsmikil og göfgandi, því myndin sýnir svo áþreifanléga hvernig .sjálfsafneitun og kærleikur eruþau öfl i lífinu, sem ein veita mönnum sanna hamingju. ASalhlutverkin cika Gloria Swanson og Elliot Ðexter, og kannast allir kvik- rmyndavinir viö þau. Leikur þeirra •er prýtSilegur. Einnig má benda á seik litla drengsins, er hann kem- ur sættum á milli móöur sinnar og afa. Taflfélagið heldur fund i kvöld um hús- TiæSismál. yiStalstími Páls tannlæknis io—4. 3>jóðlög eftir Sveinbjönisson fást hjá öllum bóksölum, Frá Þýskalandi. í pýskalandi er nú kappsamlega •unnið að undirbúningi bankastofn- unar og er búist við, að enskir, ame- rískir og hollenskir bankamenn muni leggja henni til stofnfé að miklu leyti. Er banka þessum ætlaS aS 'gefa út seSla og skírteini, sem hljóSa •upp á ensk pund, en hlutafé hans á að innborgast í gulli og skal það geymt erlendis, þar sem fulltrygt þykir, en aðsetur er honum fyrir- írugað í Berlín og skulu pjóðverj- um trygð yfirráð hans. Hlutverk bankans verður að greiða fyrir viðskiftum pjóðverja við útlönd, og mun verða reynt að konia því svo fyrir, að skírteinin, sem hann gefur út, ef til kemur, verði gjaldgeng úti um heim allan. Núverandi stjórn þýska ríkisins gerir alt sitt til að flýta fyrir þessu - máli, sem er einn liðurinn í þeim keðju, sem til þess er aetiuð að halda gjaldeyri pýskalands stöðugum og koma aftur lagi á fjármál þess. Til fjárhagslegrar endurreisnar 1 pýskalands, hefir ennfi'emur verið ákveðið að fækka starfsmönnum n'kisins um 25 af hundraði og mun nú þeim niðurskurði að mestu lok- sð; hefir þetta ásamt öðrum sparn- aði orðið til þess, að nú mun hafa tekist upp á síðkastið að koma jafn- vægi á tekjur og útgjöld ríkisins, en þau hafa verið mikil, ekki síst fyrir þær sakir, að nokkur hundruð þús- und atvinnuleysingjar hafa orðið að fá styrk frá ríkinu, þar sem mikið atvinnuleysi hefir veríð undanfarna mánuði, en fer nú ef til vill eitthvað minkandi. Eftirtektarvert er það við niðurskurðinn, að skrifstofur, sem veittu leyfi til inn og útflutnings, hafa ýmist verið lagðar niður eða þeim fækkað, svo að mögulegt varð að segja upp mestum hluta starfs- smannanna, enda voru þeir hinn mesti sægur. Nokkurar vörutegundir hafa ver- ið gefnar frjálsar til innflutnings, enda þótt bannaðar væri áður, og allflestar framleiðsluvörur má nú orðið flytja út leyfislaust. Kemur fram í þessu trú pjóðverja á frjálsa samkepni og haftalaus viðskifti, sem þeir geta þó enn ekki gefið allan þann byr í seglin, sem þeir gjarnan vildu, og veldur þar um örbirgð og efnaleg vandræði þeirra. Ríkisstjórnin á enn í harðri bar- áttu við dýrtíðina, sem er til komin af skorti á reksturfé, háum banka- vöxtum og erfiðleikum þeim sem iðnrekendur eíga \rið að stríða, þeg- ar þeir þurfa á erlendu fé að halda til kaupa á hráefnum, auk annars ólags, sem landlægt var og rót sína á að rekja til gjaldeyrishrunsins. Barátta stjórnarinnar mun nú vera farin að bera þó nokkum árangur, hvað dýrtíðinni viðvíkur, og iðnrekendur og aðrir atvinnu- veitendur munu vera famir að hugsa aftur til samkepni við aðrar þjóðir, en þeir höfðu dregið stórkostlega saman seglin á síðastliðnu ári og í byrjun þessa, og ekki treyst sér til að keppa á heimsmarkaðinum. Lítið eða ekkert ber á óeirðum sem stendur, og verkföll em ekki svo ýkja líð eða eftirtektarverð; stafa þau oft af kröfu atvinnurek- enda um lenging vinnutímans, sem þeir vilja að ákveðinn sé 9—10 stundir á dag, en verkamenn halda íast við 8 stunda vinnudag; þó hafa þeir orðið að láta undan allvíða og hefir fengist samkoumlag um 8'/2 og 9 stunda vinnutíma; allir starfs- menn ríkisins eru blátt áfram skyld- aðir til að vinna 9 stundir daglega. Enn stendur yfir rannsókn í Iand- ráðamáli þeirra Hitlers og Luden- dorffs og era sakbomingarnir 10 talsins, en vitni í málinu enn fleiri; er ekki gott að segja um málalokin, þar sem sakborningarnir gera alt sitt til að bendla v. Kahr og v. Los- zow við málið, en þessir tveir menn komu rannsókninni af stað ogstanda illa að vígi, ekki síst sakir makks þeirra og ráðabralls við Hitler, sem var opinbert Ieyndarmál í pýska- landi og jafnvel víðar. Svo ant létu þeir sér líka um málið, að málrann- sóknin var látin fara fram í Mun- chen, í stað þess, að ríkisrétturinn í Leipzig fengi það í hendur, en með því hefði auðvitað verið skotið loku fyrir áhrif þeirra á meðferð og af- drif þess. Bj. S. ára gamall og haföi íokið gagn- íræöaprófi á Akureyri árið 1917.) Ennfremur er látinn úr taugaveiki Líney Bjömsdóttir, sem var þjón- ustustúlka á Hotel Goðaíoss, þar sem veikin kom fyrst upp. Bókafregn. Utan af landi. Akureyri 29. mars. FB. Erlendur Jóhannsson, sem slas- aöist fyrir þrem dögum á Siglu- íiröi, er nú látinn af meiSsIunum, (Erlendur var sonur Jóhanns Ilelgasonar, bónda í Flókadal, en bróöir Einars búfræöings Jóhanns- sonar, héi- í bænum. Hann var 24 Einar Nielsen miðill. Rannsókn háskólanefndarinnar í Krist- janíu 1922. Útgefendur: Nokkrir menn í Reykjavík. Prentsm. Acta 1924. Nú, þegar Einar Nielsen mið- ill er kominn hingaö til Reykja- víkur, til aö Ieika Iistir sínar hjá íslensku spíritistunum (eöa sálar- rannsóknamönnum) var mjög gott aö þetta rit birtist i ísl. þýöingu, svo að allir þeir, sem eigi eru fyr- irfratn heillaöir af fullyrðingum andatrúarmanna, geti séö, hversu iítið úr öllum fyrirbrigöunum verö- ur, þegar miöillinn og alt athæfi hans er sett undir reglulega vís- indalegt eftirlit, og var þó þetta cftirlit þarna í Kristjaníu mjög ó- fullkomið, sökum þe,ss, aö nefndin varð að láta undan kröfum sálar- rannsóknarfélagsins, um tilhögun- ina á tilraunafundunum. Eftir rit- inu aö dæma, drógu formenn sálar- ramísóknafélagsins úr varúðar- reglunum á flestan hátt, og sögðu það vera í samræmi við aðferðir sem hafðar eru í sálarrannsókna félögum um allan heim. En þrátt íyrir alt þetta hafðist þó sú neí- kvæða sönnun upp úr eftirliti há- skólanefndarinnar, að ekkert „tele jilasma“ kom í ljós, og engin fyrir- brigði gerðust á þessum fundum, þótt gnægð væri af slíkri vöru á eftirlitslausum fundum í norska sálarrannsóknafélaginu. Það er vel skiljanlegt, að enga jákvæða sönn- un er unt að fá, þar sem alls ekk ert gerist. En annars skal eg hér eigi fara frekara út í efni bæk- lingsins, heldur einungis benda á, aö Ijæði trúaðir og vantrúaðir menn í þessum efnum þurfa endi- lega að kaupa hann og lesa. Hér er um svo alvarlegt deilumál að ræða, á þessum tímum. Það, sem einkum vékur eftirtekt, er þetta: „að varúðarreglur þær og eftirlit, sem sálarrannsóknafélögin sjálf (þ. e. spiritistamir) setja miðlun- um, em vísindalega skoðuð eins- kisvirði, og í höfuðatriðum framd- ar eftir rcglum, sem miðlamirsjálf- ir setja". En þeir, sem fyrirfram em trúaðir á þessa hluti, geta ó- mögulega fundið, hversu fánýtt í sjálfu sér alt þannig lagað eftirlit er. Menn, sem í þessum efnum eru óháðir, segja aftur á móti, að sé það beint skilyrði fyrirbrigðanna, að alt sé sem mest myrkri hjúpað og á huldu, þá sé ekkert hægt að segja um þetta af eða á, frá vís- indalegu sjónarmiði, eftir því þekkingarstigi, sem mannsandinn stendur enn þá á. Jóhannes L. L. Jóhannsson. ELs. „GULLFOSS" fer frá Reykjavík 17. apríl unx Hergen til Kaupmannahafnar.- Tekur fisk til umhleðslu í Bcr- gen til Spánar og Ítalíu. Ejs. „LAGARFOSS“ fer frá Reykjavík 17. apríl. Tek- ur farm til Aberdeen, Leith og Hull. Vörur óskast tilkyntar hið" fyrsta. Sænsk nmmælL Sænskur mentamaður, sem fcrð- ðist um ísland fyrir skemstu, iýs- ir för sinni svo: „Hvar sem eg- fór, var mér vel tekið, og skortt hvergi gestrisni né hreinlæti, eg svo oft er illgirnislega an rætt,, sennilega til að geðjast lesöndun- um, sem hægra eiga með að faugsa sér íslendinga sem lúsuga Eski- móa en jafningja sína að Jíkamlegri menningu. — En eitt sveið mér. — Hvar sem eg kom og það vitnaðist að eg væri útlendingur, eöa Svíi, þá rigndi yfir mig öllum þeim dönsku Grönnegade-ambögum, sem. viðkomandi kunni, og þóttist sá bestur, er mest gat gleypt af hljóö- unum eða talað best i kokið. Eg; stend ver að vígi að skilja bjagaða dönsku en hreimfagra íslensku, ag baðst oft griða og frábað mér dönskuna, sem eg skildi ver og þótti jafn Ijót og íslenskan er faíl- eg. Þessi dönsku-vaðall og sleibju- skapur við danska tungu mtui eiga rót sína að rekja til gam- alla tima, þegar danskir kaupmenn voru á íslandi og ekkert fékst hjá þeitn, nema sá er kaupa vildi, babí— aði dönsku. En hafi það verið tií- gerð, til að sýna málkunnáttu, þát var danska óheppilegasta máliS fyrir Svía og aðra útlendinga eœ Dani, af þeim, sem íslendingar at- ment kunua. Á einu furðaði mig stórurn, og- stendur eflaust i sambandi viS þetta, sem hér er greint, að margir útlendir kaupmenn, — aðallega Danir, og nokkrir Norðmenn, gátu ckki talað sæmilega eða boðlega íslensku, þótt þeir hefðu árum saman dvalið á íslandi, — og fólk- ið gerði sér að góöu að babtx þeirra mál. 1 Svíþjóð helst engum útlendingi uppi að tala annað mát cn sænsku við Svía, þegar hamx er búinn að vera 2 ár i landinu. Geri hann það ekki, er það álititt svo mikil móðgun við sænskæ tungu og sænskt þjóðemi, að hanrc veröur annaðhvort að gera, aS bæta ráð sitt og læra sænsku — eöa fara. Ln.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.