Vísir - 11.04.1924, Page 3

Vísir - 11.04.1924, Page 3
VtSIR Síld. Eftir óskar Halldórsson. [Mál það, sem hér ræSir um, er svo vaxiö, aS sjálfsagt er aS út- gerSarmenn leggi þar hvaS mest til málanna. En svo er um þessa ritgerð sem aörar, er blaöiö birtir eftir nafngreinda höfunda, a'ö Vís- ir gerir ekki orö höf. aö sínum, í öllum efnum. — Ritstj.] Þótt síld hafi aö sjálfsögöu geng- iö upp að landinu um ómunatíð og veiöst hér aö einhverju leyti, cr óþarft aö rekja sögu síldveið- anna lengra aftur, en til loka síö- ustu aldar. Nokkru fyrir aldamótin byrja síldveiðar hér í landnætur, en rétt cftir aldamótin breytist veiði-að- feröin, og er þá farið aö veiöa í reknet og herpinætur. Varöur Siglufjöröur þá mi'östöð síldveið- anna. Árin 1902—1907 eru þaö aðal- lega Norömenn, sem veiöarnai* stunda, og taka þeir sér hver af öðrum bólfestu á Siglufiröi til söltunar á síldinni. Þetta gengur vel, og flest árin verður ágóöi af rekstrinum. Eftir 1907 fara íslendingar aö gefa síldinni gaum, svo aö nokkru nemi. Ár frá ári eykst útvegurinn. Síldin er söltuö til útflutnings, bæði af íslendingum og útlending- um, og fjórar síldarbræöslu-verk- smiðjur (allar eign útlendinga) eru reistar. Árið 1915 er síldveiðin komin i algleyming, og hafa þá íslending- ar yfirhöndina á veiði og söltun síldarinnar. Sildveiðin er þá orðin einhver stærsti liðurinn í atvinnu- vegum þjóðarinnar. — Er nú að athuga, hvernig gengið hefir síð- an með veiði, söltun og sölu síld- arinnar. Áriö 1916 er mikið síldveiðiár, bæði fyrir Vesturlandi og Norður- landi. Mikil síld söltuð og alment gróði á framleiðslu og söltun. Hefði ágóöi þó getað orðiö miklu meiri, ef Englendingar, sem keyptu síldina, hefðu ekki tafið aö- flutning á tunnum hingað ; jafnvel stöðvað tunnuskipin með öllu, þar til síldveiðarnar voru úti um haust- ið. Árið 1917 birgja menn sig upp fyrirfram af tunnum og salti, en þá bregstveiðin,bæði fyrirVesturlandi og Noröurlandi. Útgeröarmenn skipanna tapa stórfé, og eins flest- ir síldarkaupmenn, sem liggja meö stórar birgðir af tunnum og salti. Áð eins örfáir menn hafa ábata af rekstrinum; þeir, sem hafa litlar tunnubirgöir og kaupa síldina nýja. Árið 1918 er líka vandræða ár. Veiðin bregst að mestu leyti, en þá er afarhátt síldarverð, sem stór- hjálpar mörgum. Enn eiga flestir miklar tunnu og salt birgðir, sem kostar þá mikið í viðhaldi og rentutapi. Árið 1919 er góð veiði frá Vest- fjörðum, mikil við Strandir, en treg frá Siglufirði. Þetta ár er lagður fimm króna tollur á hverja síldartunnu, til þess að fæla Norð- menn og aðra frá að flytja hingað nýjar tunnubirgðir, og var þetta gert jafnt til þess að svæla út gömlu tunnubirgðunum frá fiski- leysisárunum, og til þess að afla ríkissjóði tekna. Þetta ár er síld- arverðið mjög hátt á sjálfri ver- tíðinni (til 10. sept.) og allir, sem seldu þá, stórgræddu. Aðrir vildu spenna bogann hærra, í von um áframhald verðhækkunarinnar, og létu söluna bíða. En verðið hrap- aði dag frá degi, og síldin grotn- aði niður. Þetta ár er framleiðslan dýrari en nokkru sinni fyrr eða síðar. Töpin þess vegna ógurlega mikil og tilfinnanleg. — Sama ár byrja Norðmenn, svo nokkru nem- ur, á söltun síldar utan landhelgi. Árið 1920 er síldarútvegurinn talsvert tekinn aö rýrna, vegna örðugleika undanfarinna ára, sér- staklega við ísafjarðardjúp. Þetta ár er gott veiðiár, en slæmur síld- armarkaður, svo að þess eru engi dæmi, fyrr eða síðar. Það ár mun engi hafa grætt á því að salta síld. Jafnt þeir útflytjendur, sem seldu þegar á vertíð, og hinir, sem frest- uðu sölu i gróðavon, töpuðu allir. Aftur græddu nokkrir framleið- endur, sem seldu síldina nýja. — Bankarnir kippa að sér liendinni með lán til síldveiða. íslenska út- gerðin minkar stórum. Fram- leiðslukostmaðurinn mjög hár, og töpin eftir því. Árið 1921: Ágætt fiskiár. Fram- leiðslukostnaðurinn minkar tals- vert. Sæmilegt síldarverð. Þeir, sem seldu fyrst, töpuðu lítils hátt- ar, eða börðust í bökkum, en þeir, sem lágu með síldina fram á vet- ur og seldu seint, stórgræddu. Árið 1922: Mikil veiði. Dágott síldarverð í upphafi, og þeir, sem seldu strax á vertíðinni, græddu á rekstrinum. Þeir, sem lágu með síldina fram á vetur og „spekúler- tiðu“, töpuðu allir. Þetta ár eykst útgerð og söltun talsvert, aðallega af útlendinga hálfu og þeirra leppa. Eins hafði aldrei verið jafn- mikil veiði og söltun fyrir utan Iandhelgi sem þetta ár. Söltun út- lendinga utan landhelginnar liér- umbil jafnmikil sem öll söltunin í landi. Norðmenn fyrir utan land- helgi fiskuðu vel og fyltu svo að segja allar tunnur og öll skip sín, cn þeir fóru fæstir heim til Nor- cgs fyrr en seint á síldveiðitíman- um, en þá var síldin fallandi, og töpuðu þeir því flestir á útvegin- um. Árið 1923: Ágætis veiði á ís- iensk skip, er geta stundað síld- veiðina inni á fjörðum. Veðráttau stirð mestalt sumarið og illmögu- legt að veiða fyrir utan landhelgi. Auk þess hélt síldin sig mjög nærri landi og gekk Norðmönnum því veiðin fremur illa. Þó er það ekki cingÖngu að þakka slæmri veðr- áttu, heldur einnig því, að land- helginnar er í fyrsta skiíti gætt sæmilega. — Enn er þess að gæta, að þeir voru miklu færri, er fisk- uðu fyrir utan landhelgi, heldur en í fyrra. Þó veiddu 4—6 skip, norsk, fyrsta skifti utan landhelgi til sildarbræðslu og fóru með þá bræðslusíld heim til Noregs, í verksmiðjur þar. Þrátt fyrir það, þótt þeir, sem fiskuðu fyrir utan landhelgina, hefðu lítinn afla, græddu þeir flestir á útveginum. Þeir komu flestir seint, eða eftir vertíð, til Noregs, og fengu því hátt verð fyrir sildina, af því að verðið fór síhækkandi. Flestir út- gerðarmenn hér seldu sildina snemma og höfðu þvi lítinn ágóða á móts við þá, er seldu í lok síld- veiðtímans, eða siðar. Síðastliðið sumar var óvenjumikill afli og mikið saltað. Voru margir orðnir Iiræddir um, að alt mundi „springa", þar sem saltsíldarmark- aðurinn er svo mjög takmarkaður, sem raun ber vitni um. Það, sem bjargaði, var: 1) Færri Norðmenn á veiðum utan landhelgi en áður og tregur afli hjá þeim. 2) Land- helgin varin betur en nokkru sinni fyrr. 3) Að einn Svíi byrjar að kaupa síldina og safnar miklu af henni á eina hönd, og festir kaup á meginhluta framleiðslunnar fyrr en nokkurn varir, og á þann hátt stjórnar markaðinum, og ábatast vel á kaupunum. Þeir fáu, sem áttu óselda síld hér heima eftir að Sví- inn keypti upp, græddu vel. 4) Að hefðu t. d. fiskast 25—30 þús- und tunnum meira, svo sem mundi hafa orðið, ef Kveldúlfur hefði gert öll sín skip út og veitt eins aðrir, þá hefði markaðurinn yfir- fylst, Svíinn ekki þorað að kaupa og að líkindum orðið tap á rekstr- inum hjá' flestum. Að framan er dregið fram í stuttu ágripi síldarveiði, söltun og síldarverslun nokkurra síðastlið- inna ára. Má nokkuð af því sjá, hversu erfitt hefir verið að glíma við síldina og gengið á ýmsu. Hafa hinir svokölluðu „síldarspekúlant- ar“ oft fengið margar hnútur og ill orð hjá ýmsum gösprurum al- staðar að, sem hafa horft og heyrt á, og komið með sina sleggjudóma eftir á, en gleymt að koma með athugasemdir, sem vit var í, í tíma. Nú er svo komið, að af fram- leiðslunni er aflað um 65% á ís- Iensk skip, af þeirri síld, sem er söltuð eða brædd í landi, en af allri saltsíld og kryddsíld er að eins 25—30% íslenskt, hitt norskt, danskt eða leppað á einhvern hátt, og því nær allar síldarbræðslurn- ifr í höndum útlendinga. Þetta sjá allir góðir íslendingar, að er óþol- andi, og að vér barnfæddir íslend- ingar erum að verða að hornrek- um Dana og annara útlendinga r voru eigin laifdi. — Oss ætti að vera hægðarleikur, að losna við alla útlendinga, aðra en Dani, ef þing og stjórn vill framfylgja þeim lögum, sem nú eru í gildi, en því miður gefnar alt of margar undan- þágur frá. — Engu að síður sætum vér þó með Dani eftir, sem reka þenna atvinnuveg í skjóli sam- bandslaganna, og eru þeir alt af að stækka hreiður sitt hér á landi ár frá ári. En til að losna við Danina, verður þvi að taka til ann- 11. apríl 1924. ara ráða, sem drepið mu-n á í öðruin kafla þessarar greinar. Síðustu árin hefir verið sama sem ómögulegt, og í flestum til- fellum alómögulegt, að fá stuðn- ing banka til síldarútgerðar og söltunar, og hefir það einnig orðið til þess að hjálpa útlendingum til ]æss að draga hönkina úr höndum vor íslendinga. Fiskveiðalöggjöfin. Fiskveiðalöggjöfin er sameigin- leg um þorskveiðar og síldveiðar, en ætti að vera aðgreind, vegna þess, hversu þessar tvær greinir fiskveiðanna eru ólíkar. Skal hér haldið áfram að ræða um síldina. Undanfarin ár hefir útlending- um verið gefin undanþága til þess að leggja upp hér á landi 1000 tunnur af síld af hverju skipi, til söltunar, og ótakmarkað leyfi til þess að setja síld á land til bræðslu í verksmiðjunum. — Er nokkur á- stæða til þessa? Nei. Vér eigum miklu meira en nógan flota sjálfir, til framleiðslu þeirrar síldar til söltunar, sem telja má hæfilegt fyrir þann markað, og eins til verksmiðjanna, enda eru þær fáar og lítilvirkar, að einni undanskil- inni. Eins og stendur, er íslenski skipaflotinn, er síldveiði gæti stundað, miklu stærri en hæfileg síldarsöltun og núverandi síldar- verksmiðjur fá orkað. Herpinóta- flotinn mun vera um 150 skip, að botnvörpungum og þeim skipum meðtöldum, sem þegar eru fest kaup á erlendis. Ef hverju skipi er ætlað að veiða 3000 síldarmál, þá eru það samtals 450.000 síldar- mál, auk allrar veiði á reknetabáta, sem ætla má 50 þús. mál, eða með öðrum orðum 500.000 mál samtals, en alls var veiðin 300.000 mál síð- astliðið sumar, bæði til söltunar og bræðslu. — Er þá nokkur á- stæða til þess að veita útlending- um undanþágu til þess að leggja sild á Iand hér, en halda íslensk- um mönnum og skipum aðgerða- lausum fyrir það? Síldarverksmiðjur. Þær síldarverksmiðjur, sem uú eru til í landinu, starfa að mestu með útlendu fjármagni og undir stjórn útlendinga, sem fara burt með öll auðæfin. Þetta þarf að breytast, og verksmiöjumar að komast í íslenskar hendur og und- ir stjórn íslendinga. En til þess að að koma því í framkvæmd, þarf að gripa til alveg nýrra ráða, í raun og veru nokkurs konar ófrið- arráðstafana, sem ekki er rétt að nota nema í sjálfsvörn. Til þess að geta framleitt síld- arlýsi og síldarmjöl úr 400 þúsund málum á ári, þarf að hafa tvær stórar verksmiðjur, aðra við Strandir, hina við Eyjafjörð. Þær mundu kosta um 3 miljónir króna. Því miður er því vart að heilsa, að einstakir menn, eða félög, hér á landi geti lagt þetta fé fram, en þótt svo væri, ynnist ekki að öllu það, sem verksmiðjum þessum er ætlað að gera, svo sem sýnt verð- ur fram á innan skamms.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.