Vísir - 23.07.1924, Blaðsíða 3

Vísir - 23.07.1924, Blaðsíða 3
V1SIR Önnnr leiðrétting. Eg veið aftur aS biSja ySur, berra ritstjóri, um rúm í heiSruðu Elaði yðar fyrir eftirfarandi: Hinn 10. júlí þ. á. birtir hr. Helgi Sveinsson í Vísi grein er hann nefnir: „Leiðréttingu svarað“ og á' aS vera svar við leiðréttingu minni ■á skrifum hans 17., 18. og 19. júní s.I. sem birtist í 155. tbl. Vísis. H. Sv. læst furða sig á, að eg taldi mig knúðan til að hrinda nokkrum mishermum og staðleysum í áðurnefndu skrifi hans. En egtaldi ■ag tel enn, að eg gæti hvorki sjálfs míns vegna né stofnunar þeirrar, er eg starfa við, staðfest með þögn- inni rangar tölur hans og staðhæf- ingar, og ber enn að sama brunni með ]?essa síðustu grein hans. H. Sv. „gerir nú ráð fyrir að lán- takandi, þ. e. sá er keypti íbúðar- hús hans, hafi staðið í skilum með samningsbundnar afborganir" af láni því sem þarna er um að ræða. ’En þessi „ráðagerð“ H. Sv. er gerð :i óráði, og einmitt J?að, að lántak- andinn hafði e/t/fi staðið í skilum með samningsbundnar afborganir, svo og hitt, að fjárnám var gert í veðinu af öðrum skuldheimtumanni, orsakaði nauðungarsöluna. Staðhæf- 'ing H. Sv. um að salan að eins hafi verið „pro forma“ er því vægast sagt gripin úr lausu' Iofti. Eins og jeg tók fram í leiðrétt- 'jngu minni, verður, eins og er, ekk- ert um það sagt, hvort hér greint lán -er bankanum örugt eða ekki. Eg ætla ekki að deila við H. Sv. cim tryggingar ]?ær, sem bankaútbú- ið hafði hjá þeim er keypti Víking af H. Sv. H. Sv. sagði í fyrri grein sinni hiklaust að „miður trygðar" skuldir þessa kaupanda síns, við bankaútbúið, hefðu numið ca.. 90 þús. kr. I leiðréttingu minni sagði eg að þetta væri rangt ög að ótrygð- ar skuldir þessa manns hefðu numið alt annari fjárhæð. Hvort sem H. 5v. fer um þetta fleiri eða færri orð- aim, standa þessi ummæli mín ó- högguð og óhagganleg. Loks nokkur orð um „formann- mn úr Bolungarvík'* sem undirskrif- aði ábyrgðarskja! ölvaður. Hr. H. Sv. segir í 141. tbl. Vísis 19. júní: „þegar maður þessi (þ. e. formað- arinn) og lántakandinn sem kom honum í bankann'* o. s. frv. pað getur hver maður séð að sóma míns cg stöðu minnar vegna hlýt eg að leggja milda áherslu á, að það komi skýrt og ótvírætt fram, að eg hafi ekl(i verið viðstaddur cíndirskrift þessa manns, sem H. Sv. segir sjálfur a'ó hafi verið komiS í bahk&nn. Eg sé að sönnu í Vísi 10. þ. m. að H. Sv. segir að orðið „með“ hafi fallið úr grein sinni 19. f. m. Má af því að sönnu sjá, að H. Sv. hefir eigi viljað segja, að maðurinn hafi komið ósjálfráður í bankann. En hvorki eg né aðrir geta vitað, að annað standi í handriti H. Sv. en það sem í greininni stendur óleið- rrétt af honum. H. Sv. segii- sig furða mjög á að eg skuli vilja blanda mér í deilur hans við blaðið Vesturland. Eg hefi alls ekki blandað mér neitt í þessar deilur. En H. Sv. hef- ir dregið mig inn í þær. En um það þarf eg ekki að ráðgast við H. Sv., þótt eg leiðrétti það sem hann segir rangt frá skuldum við útbúið og tryggingum fyrir þeim, er eg tók við útbúinu, og blandar mér inn í við- skiftaatriði, er eg tel bankanum ekki sæmandi. Er mál þetta hér með útrætt frá minni hálfu. Ísafirðí, 17. júlí 1924. Magnús Thorsteinsson. Veðrið í morgun. Hiti t Reykjavik 9 st., Vestnr.- eyjum 9, ísafirði 10, Akureyri 9, Seyðisfir'ði 10, Grindavík n, Stykkishólmi 10, Grimsstöðum 5, Raufarhöfn 7, Hólutn í Horna- firði 9, Þórshöfn i Færeyjum 10, Kaupmh. 16, Utsire n, Tyne- moutlr 13, Leirvík 11, Jan Mayen 6 st. — Loftvog lægst viö Fær- eyjar. Vcöurspár: Norðlæg átt, kyrrara á Vesturlandi. Úrkoma víða á Norðurlandi, skýja'ð annars staðar. I Af veiðum kornu í gær: Gylfi (110 föt), Skúli fógeti (110 föt), Kári Söl- mundarson (135) og Egill Skalla- grímsson í ntorgun (með 135 föt). Gullfoss fer héðan í dag kl. 5 síðd., beina leið til Kaupmantiahafnar. Me'ðal farþega verða: Biskupsfrú Helga- son, Jón Hermannsson lögreglu- stjóri og frú, Ólafur læknir Þor- steinsson og frú, Bjarni Jónsson Bíó-forstjóri, Jón Gunnarsson, bókhaldari, ungfrú Magnea Pét- ursdóttir, Jón Lárusson og frú, Ludvig Lárusson og frú, Jón Krabbe, frú Ellen Eiríksson, G. Sch. Thorsteinsson, ungfrú Mar- grét Schram, ungfrú Hrefna Ingi- marsdóttir, ungfrú Sigríður Ólaís- dóttir, Jóhann kaupm. Ólafsson, frú Jónína Eyjólfsson, ungfrú Krabbe, Fritz Gunn!(aug,sson og nokkurir útlendingar. Jón ófeigsson, aðjunkt, fer utan i dag á Gull- fossi ásamt fjölskyldu sinni, og mun dveljast árlangt erlendis til Jtess aö kynna sér skólamál. Landstjórnin hefir nú fengið tikynningu um komu Bandaríkja herskipanna,sem getiö var hér í blaðinu nýlega. Mun hún hafa viðbúnað til þess að fagna foringjunum eftir bestu föngum. Hér verður góðum gest- um að fagna og hinum fyrstu, sem koma til landsins að boði Banda- i íkjastjórnarinnar. HafiS þér reynt]| RICH KAFFIBÆTI Hann þekkist á bragðinu. Biðjið um „Gulu pakkana1' UNIÐRIGH Nýkominn: Þ>akpappi. Jónatan Þorsteinsson. Símar 464 og 864. Goodrich-cord btlaðekk, a lar stærðir jiýkoranar. Best ending. Lægst verð. Jónataa Þsrsteinssoo. Símar 464 eg 364. Þekt nm allan belm. Fæst i öllBm verslannm. „Michael Sars“. Norska hafrannsóknarskipið „Michael Sars“ kom hingað fyxri part dags í gær og ætlar að standa hér við fram yfir helgi. Skip })etta er aðal hafrannsókna- skiþ Norðmanna og er foringi far- arinnar í þetta skifti sem oftar hinn frægi íiskifræöingur dr. Jo- han Hjort prófessor, sem ura langt slceiö Vor fiskimálastjóri Norð- manna. Skipið lét í haf frá Noregi fyr- ir hálfum mánuði og heíir lengst af síðan verið á slóðunum fyrir norðan Færeyjar. Rannsóknarefni próf. Hjort er að þessu sinni hvalagöngur í norðurhöfunum, og er þessi för liður í rannsókn, sem Bretar og Norðmenn framkvæma i sameiningu, til þess að fá betri þekking en áður á flakki hvalanna. Hafa Bretar tekið að sér suðurhöf- in en Norðmenn rannsaka norð- urhöf. Merkja leiðangursmenn á- kveönu merki hvern þann hvat, setn þeir ná til, á þann þátt að skotið er á þá lítilli ör cr festist í hvalnum án þess að meiða hann. Þegar merktur hvalur er drepinn má af afstöðu merkingarstaðarins og drápstaðarins ráða nokkuð hvaða leiðir hvalirnir fari. Fyrir norðan Færej'jar og sunn- an Vestmannaeyjar var mikið af hval, svo tnikið að stundurn var hægt að merkja 10—20 á dag. Héðan er ferðinni heilið til Vest- ur-Grænlands. Er þar sagt mikið af hval í sumar og mörg norsk skip eru þar að veiðum. Býst próf. Hjort við að verða 7 vikur í ferð— i*tm vestur. -J j J Vetatinn 1922—23 auðsýndí kcman Elín Jóhannesdóttir, Njáls-. götu 60, og synir hennar, Helgi og Björn, drengnum mínum, Sig- uröi, svo mikla góðsemd og umm- önnun, er liann þurfti mest viðV að eg finn mér skylt að þakka þeirni opiuberlega, og það því fremur scin þau voru mér alger- lega óvanda'bundin. Bið eg þau á þenna hátt að taka við alúðar- þakklæti mínu fyrir aila góðvild*. sína í minn garð. Reykjavík, 21. júlí 1924. Helgi Sigurðsson. Laugaveg 70. f'.g tmdirritaður færi hérmeS] berra útgeröarmamri Stefáni Ól- afssym', Lntdargötu 4, og konu ha.ns, Siguvbjörgu Guömundsdótt- ur, aíúðarþakkir fyrir alla þá að- hlyrmingu, sem þau hafa veitt syni mínum síðastliðlnn vetur, og marg- vislega hjálp veitta sjálfum mér# er méx Tá inest á. Helgi Sigurðsson, Laugaveg 70..

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.