Vísir - 08.08.1924, Blaðsíða 2

Vísir - 08.08.1924, Blaðsíða 2
VÍSIH )) Stey m g ölseh Höfam fyrirliggjandi: SIRIUS SÍTRÓN. SÍMI 1305. Símskeyti Khöfn 7. ágúst. FB. Ráðstefiia Rússa og Breta árangurslaus. iSímað er frá London: Utan- TÍkisráðuneyti Breta tilkynnir op- inberlega, á þriSjudaginn var, aö ráSstefna þeirra Rússa óg Breta hafi síöustu dagana haldið fundi samfleýtt frá morgni til kvölds. F.p úrslitin hafi oröið þau, aö ekk- crt samkomulag náöist um megin- atriöi, þar á meðal eignir þœr, sem Bretar áttu i Rússlandi fyrir stríð- ið og Bölshvikingastjórnin hefir gert upptækar; cigi heldur um gamlar víxilskuldir, sem voru á döfinni fyrir ófriðinn mikla. Af þessum orsökum er ráöstefnunni nú lokið, og hefir ekki orðið neinn árangur af henni. Enginn samningur hefir veriö imdirskrifaöur milli þjóöanna, aö rmdanteknum gagnslausum versl- rmarsamningi milli Rússlands og Bretlands. Vitanlega heldur sú lagalega viðurkenning, sem Bretaveldi hef- iv gefið Rússum, gildi sínu þrát'; fyrir þetta. Lundúnafundurinn. Frá Berlín er , símað : Á mið- vikudaginn var héldu bandamenn íormlegan fund meö fulltrúum Þjóöverja, til að ræða um skaða- bótamálið. Á fundi þessum voru Þjóðverjum afhentar ályktanir I.undúnafundarins um skaðabóta- rnálið, en þeir afhentu fundar- anönnum álit sitt viövíkjandi brott- för Frakkahers úr Ruhr-héraði. 1 gær. —o— r. Byggingarnefnd bar frarn svolátandi tillögu: „í tilefni af umsókn, sem kornið hefir um það, að hækka einlyft íbúðarhús úr timbri um eina hæö, mælir nefndin með því, að leitað veröi undanþágu, um að byggja megi eina hæö ofan á einlyft timb- urhús, sem ekki eru stærri en 75 fernr. aö flatarmáli, þó þau full- uægi ekki fjarlægðum þeim, sem heimtaðar eru frá götu og lóðar- mörkum." Af hálfu byggingarnefndar var það tekið fram, tillögunni til stuðnings, að cigendur hinna smærri húscigna væri án slíkrar undanþágu útilokaðar frá að gcta hagnýtt sér eignir sinar til fulln- ustu, j>ví j)ótt þeir ættu kost á því að setja kvisti á hús sín, J>á kæmu þeir þeim aö litlum notum, þótt slíkt leyfi geti verið eigendum hinna stærri húsa mjög gagnlegt. Og á þennan hátt nnindi fást ódýr aukning á góðu húsnæði í bænum, 2 og 3 herbergja íbúðum, én eftir slíku húsnæöi mun vera mest eft- irspurn. 'l’illagan var samj>ykt í einu hljófcl 2. Eftir tillögu fasteignanefnd- I.T var sam])ykt að láta nokkra menn, sem um það höfðu sótt, fá á erfðafestu smábletti í Langholti fyrjr ofan þvottalaugarnar, til sumarbústaða. Umsóknum um slíka bletti fer fjölgandi, ])ví ýrnsa verslunar- og iðnaðarmenn langar til að koma krökkum sínum „á gras“ á sumr- in, en á þennan hátt kemst ölí fiölskyldan á gras, ]>ví leiöin til bæjarins er rétt hæfilegur spölur á reiðhjóli. Og svo rækta þeir grasið sjálíir, og teljast eigendur „jarðarinnar". í tilefni af umsóknum þessum Iagði Ólafur Friðriksson til, að fasteignanefnd tæki þettá sumar- bústaðarríál til frekari athugunar, r.g sérstaklega svæðið kring um Elliðaárnar, og að sumarskýlin yrðu sett eftir einhverju skipulagi, en nú væru jafnvel nokkur slík skýli bygð í landi bæjarins án leyf- is bæjarstjórnar. 3. Eftir tillögu fasteignanefnd- ar var samþykt að lokræsa vestara hluta Sogsmýrar, en ])að er áður samþykt, að reisa skuli nýbýli þau, sem félagiö „Landnám“ ætlar að gangast fyrir að reist verði í ná- grenni bæjarins. 4. Eftir tillögu hafnarnefndar var samþykt að fela hafnarstjóra að gera kostnaðaráætlun um tog- arabryggju út af austurbakka hafnarinnar fyrir vestan Ingólfs- garð, sem hafnarnefnd kallar enn þá „batteriisbryggju“, og /sumir „kolabryggju", en hvorttveggja ætti að hverfa úr málinu sem fyrst. 5. Skólanefnd hefir falið skóla- stjóra að tala við Gunnlaug lækni Einarsson um skólalæknisstarfið, og kynna sér, hvernig unt verði að ráðstafa tannlækningum á viðun- andi ■ hátt. — Ennfremur telur nefndin nauðsynlegt og sjálfsagt að byggja nýtt skólahús næsta ár. Mun nefndin á sínum tíma gera til- íögur til bæjarstjórnar urn fjár- veitingu til skólabyggingar. 6. Fjárhagsnefnd bar fram þá tillögu, eftir uppástungu borgar- stjóra, að varið yrði úr bæjarsjóði á næstu tveirn árum alt að 6000 krónum, til þess að rita sögu Reykjavikur frá upphafi til vorra daga. Var samþykt að fela borgar- stjóra og fjárhagsnefnd að koma þessu í framkvæmd. Frá Olympisku leikjunum. (Framh.) 1500 m.: 1. P. Nurmi, Finn- Sand 3 mín. 53,6 sek. (nýtt Olymp- iskt met) ; 2. Scharer, Sviss 3,55; 3. Stallard, England 3,55,6. — Nurmi var af flestum talinn ör- uggur sigurvegari í ]>essu hlaupi, enda hafði hann skömmu áður „endurbætt“ heimsmet sitt frá fyrra ári á vegalengdinni. Það var líka auðséð á hlaupi hans, að hann hafði ])á skoðun sjálfur, ]>ví þá er keppinautar lians tóku viðbragðið, fór hann sér mjög rólega og var langsíðastur af stað; er hann svo Icitaði fram, i fyrstu beygjunni, lenti hann í miðri þvögunni, en hægði þá á sér, meöan fylkingin var að skipast, og rauk síðan eins og örskot fram í fylkingarbrodd og var orðinn fremstur, er út úr beygjunni kom; hélt hahn þeirri ■stöðu alla leið að marki. Hann hafði ,úr í hendinni, og athugaði tímann við endi hvers hrings; liefir það eflaust tafið hann nokk- uð, en fyrir bragðið viási hann ná- kvæmlega „hvað klukkan sló“ og gat hagað sér eftir því. Hann leyfði sér líka það, sem enginn hlaupari hefir nokkru sinni fyr gcrt í úrslitahlaupi á Olympisku Botn- náliing fyrir járnskip besta tegund fyrirliggjandi. Þ(>li»ua SVSINSSÖK & co. leikjunum, á svo stuttri vegalengd sem þessari: Hann leit um öxl í síðustu beygjunni, til að athuga afstöðu sína til keppinautanna, Sýnir ])að vel hve hlaupið hefir verið honum leikandi létt. 10 metr- um frá marki hægði hann á sér, og var greinilegt, að eigi var það sakir þreytu, heldur að líkindum vegna þess. að hann þóttist nóg hafa gert nú, er Olympiska metfð var fyrirsjáanlegt. En vegna 5 km. hlaupsins, sem átti að fara fram liðugum klukkutíma síöar, hefir hann ekki hugað á heimsmet í þetta sinn. Enginn vafi er talinn' á því, að hann hefði getað farið undir 3,50, ef hann heíði lagt sig til. — Á tveim síðusíu íeikjum höfðu Englendingar hrifsað sigur- inn í „The Olympic Mi5e“ til sín, á síðasta augnabliki, mcð lítt kunn- r.m hlaupurum, og bjuggnst marg- ir við að svo kynni enn að fara, ])rátt fyrir fyrri afrek Nurmi's, og var helst bújst við aö Stallard yröi þá sá maður. En sú von brást algerlega; Nurmi var hafinn yfir öll óvænt ,.áhlaup“. Stallard var svo dasaður eftir hlaupið, að bera varð hann út af vellinum, bæði sakir þreytu og meiðslis í fætí, sem hann hafði fengið í Soo m. hlaupinu. Fyrra ölyimpiskt met var 3 min. 56,8 sek., sett í Stokk- hólmi 1912, og fóru þrír fyrstu mennirnir undir því meti. 5000 m.: 1. P Nurmi, Finu- landi, 14 mín. 31,2 sek.; 2: Rittola, Finnlandi, 14 mín. 31,4 sek.; 3. Wide, Svíþjóð, 15 mín. 01,3 sek. — Eins og áður er sagt, var að eins rúmlega klukkustund á milfi 1500 og 5000 m. úrslitanna, og hefir það eflaust haft nokkur á- hrif á hlaup Nurmi’s, þó eigi væri ] að að sjá á tímanum eða heldur hlauparanum sjálfum. Því var fleygt, að samkomulag hefði verið um það milli Nurmi og Rittola, aS Nurmi skyldi vinna þetta hlaup, og átti það að vera borgun fyrir það, að hann tók ekki þátt í 10 km. hlaupinu, sem Rittola vann noklcr- um dögnm áður. En enginn flugu- / fótur viröist fyrir þessu, því að ])ó einvígi Finnanna nú yröi ekki eins ákaft og einvigi þeirra Bouins og Kolehmaincns á þcssari vega- lengd í Stokkhólmi 1912, þá virtist Rittola hafa fullan hug á að sigra, cins og líka timinn sýnir, þvi hann er nýtt olympiskt met.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.