Vísir - 08.08.1924, Blaðsíða 3

Vísir - 08.08.1924, Blaðsíða 3
srfsiH 10.000 m.: i. Rittolla, Finn- íandi, 30 mín. 23,2 sek.; 2. Wide, “Svíþjóö, 30 mín. 50,8 selc.; 3. Berg, Finnlandi. — Nurmi fékk ekki aö 'hlaupa þetta hlaup, vegna ]>ess aS stjórnendur finska flokksins álitu óráölegt, vegna síöari þátttöku beggja, aö etja þeim saman þarna, fýrsta dag leikjanna; var Nurmi ákaflega gramur vfir þessu, enda taldi liann sig vissan með að kom- ■ast vegalengdina undir 30 mínút- tim. Var Rittola þá sigurinn viss, því liann haföi litlu áöur lækk- aS heimsmet Nurmi's á vegalengd- inni, i dynjandi rigningu og kalsa- veöri. h.r skiljanlegt, aö Nurmi iangaöi til að keppa viö hann á ■vegalengdinni, er svo stóö á. £ii 'þessari ástæöu var þaö viturlega ■gert af íyrirliöunum aö láta aöeins annan keppa. — Þó vitaö væri, að Wide væri góöur, var hann ekki ‘talinn liklegur til aö sigra i'iittola, — enda fór og svo. -—- Er þetta snýtt héimsmet. Frh. Austur á Þingvöll bauö landsstjórnin foringjum | smerisku herskipanna í gær, flug- -.mönnunum og blaðamönnunum. sem hér eru staddir, og urðu þaö .40—50 manns. Enrífremur voru þeir gestir stjórnarinnar prófessor ‘Guöm. Finnbogason, dr. phil., 'borgarstjóri K. Zimsen, kaupm. Pétur Þ. T. Gunnarsson, umboös- maöur Bandaríkjastjórnarinnar, Sn.'cbjörn Jónsson, stjórnarráðs- ritari. Steingrimur Arason, skóla- ■stj., Skúli Skúlason, formaöur Fréttastofunnar, nokkrir leiösögu- menn o. f). Forsætisráðherra og f jármálaráöherra stýröu förinni (atvinnumálaráðherra er ekki heima). — Loft var mjög skýjað. á leiðiuni austur, en létti heldur til þegar bifreiðirnar voru að koma á Þingvöll. Var þá gengið upp að fossi, en siöan til Valhallar, og- beið þar ágætur miðdegisveröur. Sátu menn lengi undir borðum, og flutti þá prófessor Guðmundur binnbogason skipulegt erindi á ensku um landnám íslands og upp- haf allsherjarrikis á Islandi. Var því tekið með miklu lófaklappi. — Eftir máltíð var gengið á Lögberg og fleygðu margir gestanna silfur- peningum í gjána, einkanlega hjá brúnni, og er þar kominn ,,góður skildingur“ á gjárbotninn. - En nú var tekið að rigna, svo að menn héldu heimleiðis nálægt nónbili. Skygöi ekkert á gleði manna — nema þokan. — Visir hitti marga gestanna, er þeir komu heim. Lof- uðu allir viðtökurnar og fóru mörgum lofsorðum um erindi pró- fessors G. Finnbogasonar, dáöust og aö hinu einkennilega landslagi á Þingvöllum; kváðust hvergi hafa séð neitt því likt, og eru þó margir þeirra mjög víðförlir. Flugmennirnir fara héðan til Angmagsalik og Ivigtut, eins og áður er frá skýrt. — Tundurspillarnir Billingsley og Reid og beitiskipið Raleigh eiga að halda vörð á leiðinni til Ang- magsalik, en Richmond heldur vörð út af Cape Farwell. Við Ivig- tut verður beitiskipið Tdilwaukee; er það jafnstórt beitiskipunum, sem hér liggja. — Frá Grænlandi íara skipin til Indian Ilarbour, La- brador, en þar bíða 5 tundurspillar til aðstoðar. Þaðan verður flogið til New-Foundlands, þá til Pi.ctou í Nova Scotia og síðan inn yfir landamæri Bandaríkjanna til Bos- ton. Þaðan verður flogið þvert yfir meginlandið til Californíu. Doris L ?on Kanlbach heldar pianð-hliámleika iangardagina 9. ágúst U. 7V2 i Hýja Bió. Aðgöngumiðar seldir í kvöld og á morgun í bókaverslunum Sigfúsar Eymundssonar ©g Isafoldar. Veðríð í morgun. Hiti í Reykjavxk 12 stig, Vest- mannaeyjum 11, Akureyri 14, Seyðisfirði 15, Grindavík 12, Stykkishólmi 12, Grímsstöðum 12, Hóluin í Iiornafirði 12, Þórshöfn í Færeyjum 12 st. (Mestur hiti i gær 12 stig). Loftvog lægst fyrir vestan land. — Veðurspá: Suð- austlæg átt á Suðvesturlandi. Hæg sunnanátt annarsstaðar. Úrkoma á Suðurlandi og Vesturlandi. Þur- viðri annarsstaðar. Flugvél nr. 4 var dregin á land á bæjarbryggj- unni í morgun. islands-sundið verður háð út við örfirísey á sunnudaginn kemur, og verða keppcndur 5. — Einnig verður kvenna-sund háð saraa dag á sama stað. Es. Suðurland fór í morgun til Akraness og Borgarnéss með norðan og vestan- póst. Fer aftur upp eftir þann 14. til þess að sækja póstana. — Nýstárleg verðlaun. Prófessor Sigurður Nordal flyt- ur ræðu að loknu kappsundinu í Örfirisey og verður þá útbýtt ný- stárlegum verðlaunum, — ekki fé, heldur sigursveigum, að forngrisk- um sið. Ókeypis kaffi fá menn á morgun kl. 4—9 síð- degis í Bárubúð, hjá Kaffibrenslu Reykjavíkur. Hver maður fær tvo bolla, annan með innlendum kaffi- bæti, hinn með útlendum, og gefst þá hverjum einkum kostur á aS reyna, hvort betra sé. Gamalmezmaskemtunin. Hún verður haldin, ef veður ieyfir, næstkomandi sunnudag, á" túninu við Ellihéimilið. Forstöðu- nefndin heitir á alla gamla styrkt- armenzi og aðra góða vini, að muna eftir gamla fólkinu með gjöfum og glaðningi, sem að undanförnu. Nefndin tekur fram, að þetta sé einkum það sem vanti: Kaffi, sykur, kakaó, neftóbak, vindlar, brjóstsykur, gosdrykkir, rjómi éða niðursoðin mjólk, og kaífi- brauð. Ennfremur vantar bíla til að flytja lasburða fólk. Er von- andi, að sem flestir víkist vel við og geri 'sitt til að gleðja gamla fólkið, því að það á sannarlega skilið, að fá að gleðjast með glöð- um einn einasta dag. Hjólreiðaverðlaunin fyrir fyrra hlaupið (10. þ. m.) eru til sýnis í „Fálkanum" í dag og á morgun. Skjaldbreiðingar. Munið fundinn í kvöld kl. 8)4- Mjög áríðandi mál. — Mætið öll! Æ. t. Ævifélagar f. S. f. Nýlega hafa þeir Jón Ásbjörns- son, hæstaréttarlögm. og Kjartan, Daynr i Wembley. _0_ Frh. | I lér er ekki eingöngu vörusýn- úng. Lifnðarhættir þjóðanna, ein- kenni og náttúra hvers lands og atvinnuvegir landsbúa er þar sýnt ■ jöfnum höndum. Er það gertþann- ig að landslag er Ijúið út á eðlileg- an hátt með skógartrjám, pálm- um( gróðri, fuglum og öðrum dýr- íim. alt flutt frá því landi, scm þetta á að sýna. Þaö yröi pflangt mál að skýra 'hér írá sjálfri vörusýningunni, •cða þvi hvað Bretland og allar nýlendur ])ess hafa að bjóða af ■ alskonar iðnaði og framleiðslu. Stærsta byggingin er vélaskálinn þar sem Bretar sýna allan véla- iðnað sinn. Þar næst er ..Palace og Industry" eða Iðnhöllin, er ■sýnir flestar iðnaðarvörur Bret- lands og er ]>ar og viöa sýnt hvern- ig vörurnar eru búnar til, frá s-tærstu nýlendurnar, Canada. ; Astralia, Nýja Sjáland og Suður- j Aírika. Allar þessar nýlendur j liafa látið gera þarna stórar og skrautlegar hallir til ]>ess að sýna framleiðslu sína.. í Wembley koma oft 2—300 þúsund manns á degi hverjum. Allur ])essi mikli fjöldi dreifir sér um sýningarhallirnar( og litur Huslega á þann grúa af vörum uím ]>ar cr sett upp af miklum hagleik og nákvæmni. Þegar menn hafa gengið í gegn um hallirnar í nolclcrar klukkustundir verða þeir þreyttir á að horfa á þetta risavaxna sýnishornasafn, sem endurtekur sig með smábreyting- um í hverjum sýningarskála. Á einum stað er kínversk gata. Öðru rnegin eru Kínverskar búð- ir. Hinu megin er kínverskt veit- ingahús. Þar er alt i kínverskum stíl og þar eru lcínverskir þj ónar sem ganga um hljóðlaust á flókaskóm í síðum kuflum. Aðeins kínversk- ir réttir eru þar framreiddir, svo sem fuglahreiðurssúpa og hákarls- uggar. Við settumst þarna inn tveir íslendingar og fanst matar- nöfnin heldur óaðgengileg. Aðal- lega var framboriö te og með þvi sykvaöir ávextir. Var þarna inni sælgætið með hinni mestu áfergi en teiö drukku þau ekki, enda var það ólíkt ensku te ®g leit út eins og vatzi sem búið er að þvo sér úr. Við kölluðum i kínverjann og spurðum hann á íslensku hvort við gætum ekkert fengið annað en þetta þvottavatn. Hann leit á oklc- ur með undrunarsvip og varð enn skáeygðari en náttúran hafði niokkumtíma æflast ;tii. Hann hristi höfuðið og gekk i burtu en kom von bráðar með skál fulla af dökkum ávöxtum, sem Iíbtust stórum linetum. Utan á þessum ávöxtum var hörð húð scm brotn- aði eins og þurt Iauf, en innan i voru þær bestu rúsínur sem eg hefi bragðað. Þetta borðuðum við nieð bestu lyst og á meðan stóð kínverjinn skamt i burtu með hendurnar á maganum og horfði á okkur með athygli. Skamt frá þessum stað er einhin einkennilegasta bygging sýning- arinnar. Það var afríkankst þorp, umgirt háum rauðuitf múr á alla vegu. Byggja negrarnir slíka varn- argarða kringum þorp szn og var það upphaflega gert til þess að verjast manránsmönnum, eða *> flokkum manna, sem höfðu þá vin- gjamlegu atvinnu að ráðast á dá- búa sína, taka þá höndum og selja mansali. Innan þessara rauðu múra hefir prins úr einu negraríkinu í Afríktx sett upp vinnustofu sína og vmn,- ur þar í átta klukkustundir áhverj- um degi. Notar hann lítið annað en blautan leir og sjálfskeiðing sinn og smíðar hann með því rnynd- ir af guðum sínu.m af taláverðum haglejk og mikilli leikni. Hann var klæddur í röndóttar buxur og gráa duggarapeysu, sem var i broslegu ósamræmi við hans svarta sólbrenda höfuð og þá stöðu, sem hann skipaði í sínu eigin þjóð- félagi. Fyrir framnn hann stóð hópur af forvitnum hvítum möiln- nm( en prinsinn skaut upp, við og viö( augunum á mamifjöldann eins og hann vildi spyrja hvort þeir hefði ekki lesið auglýsinguna um það, að stranglega sé bannað að horfa of mikið á hann. Frh.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.