Vísir - 14.08.1924, Blaðsíða 3

Vísir - 14.08.1924, Blaðsíða 3
VÍSIR Jaunaflokka, en rétt væri sjálfsagt •<og sanngjarnt aS haekka launin í íaegstu flokkunum eitthvaS, þó að hugmyndir mínar um launaskipun- ána dragi reyndar mikið úr nauðsyn |>ess, ef til framkvæmda kæmi. Hing- að til hefir landssjóður lítið eða ekk- crt tillit tekið til ómegðar embættis- nianna, og er það að vísu hið mesta ranglæti. Af því hefir leitt, að ýmsir embættismenn, sem átt hafa fyrir ■stórri fjölskyldu að sjá, hafa orðið að heyja látlaust stríð við fátæktina alla ævi, og má nærri geta, að slíkt hefir lamað starfsþrek þeirra margra, svift jrá vinnugleði og árvekni í störf- sim og að ýmsu öðru leyti orðið þjóð- ínni til tjóns. peir hafa ekki getað mentað börn sín og orðið að lifa við stfeldar áhyggjur og búsorgir. Frh. -1y tif aiU stt nh ,>fa Bej&rfréttir. Ve'ðrið í morgun. Hiti'í Reykjavík 11 st., Vestm.- •eyjum 10, Isafirði 9, Akureyri 9, Seyðisfirði 9, Grindavík 9, Stykkis- hólmi 10, Grímsstöðum 6, Raufar- Jtöfn 7, Hólum í Hornafirði 11, pórshöfn í Færeyjum 10, Kaupm,- höfn 15, Utsire 15 st. Djúp loft- vægislægð fyrir suðvestan land. — Veðurspá: Norðlæg átt á Norður- landi, austlæg á Suðurlandi, all- hvass. Urkoma víða. Flugmennirnir fljúga ekki í dag, en munu fara héðan í fyrramálið, ef veður Ieyfir. Karlakór K. F. U. M. syngur við Tryggvaskála næstk. sunnudag og ef til vill víðar fjrrir austan. Má búast við fjölmenni við Olfusá þennan dag, því að auk karlakórsins verður þar fleira íil skemtunar. Síra Arni Sigurðsson, fríkirkjuprestur, er kominn heim úr sumarleyfi. Lögjafnaðar-nefndarmennirnir fóru ekki á Mercur í gær, en tveir þeirra fóru snögga ferð norður til Akureyrar á Botníu. Störfum nefnd- arinnar er ekki lokið enn. Ctsli Sveinsson, sýslumaður, er hér staddur; verð- ur hér fram yfir helgi. Mercur fór til Noregs í gær. Meðal far- þega voru: HalIdórlæknirKristjáns- son og frú hans, frú Sch. Thorsteíns- son, ungfrú Thorsteinsson, Eggert Kristjánsson. kaupm., Páll Sigurðs- son, læknir, Magnús Guðmundsson, skipasmiður, Halldór Eiríksson, bankafulltrúi, Ingimar Brynjólfsson, heildsali, Aug. Flygenring og dóttir hans og margt útlendinga. Esja fer héðan kl. 5 síðd. á morgun. Richmond fóð héðan laust fyrir hádegi í dag, en tundurspillarnír eru báðir ófarn- ir, þegar þetta er ritað. ísland erlendis. I „Berliner illustrirte Zeitung“ nr. 30, frá 29. júlí er löng grein eftir dr. Adrian Mohr um „Broterwerb in Island“ (Hvernig íslandingar hafa ofan í sig) með 5 mýndum. Merkilegt er það, að í sömu vik- unni birtist í öðru jafnútbreiddu þýsku blaði, „Hamburger illustrierte Zeitung" önnur grein um ísland með sjö myndum. petta eru tvö útbreidd- ustu þýsku myndablöðin, og megum vér vera fegnir að tekið sé eptír oss erlendis, þó að vér eins og vant er ekki gjörum neitt til þess. Farartálmi. ]7að er leiðinlegt kæruleysi, sem Dagur i Wembley. —o— (Niöurl.) Þegar þessari einkennilegu skrúögöngu var lokiö, hófust þróttirnar. Tilkynt var áö ótemju- reiöin byrjaði. Átti að ríða á tvenn- an hátt, Irerbakt og í sööli. Reiðin liófst á öörum enda svæðisins, og sneru nú allra augu á þennan stað. Brátt 'sást einn liestur þeysa út úr grindunum, Hkast boðaföllum, og áður en hann hafði stigið nokkur- um sinnum til jarðar, tókst ridd- arinn á 1oft og kastaðist langt út á völlinn. Þar lá hann og hreyfði sig hvergi, þar til hann var tekinn og borinn út. Áhorfendurnir gerð- ust strax æstir í skapi og þegar liinn næsti kom í átján hlykkjum frám á völlinn, hljómuðu alstaðar að ópin og köllin. í þetta skifti sat riddarinn sem hann væri gró- inn við ótemjuna hvernig sem ■iún hamaöist. Enn sést einn hest- ur koma með ferlegum loftköstum, með hausinn milli framfótanna. i’Maðurinn situr fastur og leikur- inn 'berst með flughraða út að hinni járnvörðu steingirðingu, sem er alt í kringum völlinn. Ó- temjan tekur sig í loft upp og kastar sér á eyrun upp að girð- Jngunni. Hver einasti áhorfandi stfendur upp úr sæti sínu. Maður <r>g hestur liggja á bakinu og brjót- ast um við girðinguna. Mannfjöld- inn niælir ekki orð. Þrír cowboys 'koma til hjálpar, ríðándi í loft- j inu, og kippa hestinum burt. : Svipstundu síðar sést riddarinn j haltra út af vellinum. Þá brast. stiflan og mannfjÖldinn laust upp íagnaðarópi svo að múrarnir fitr- • uðu. , ‘ Það var athyglisvert, að að stúlkurnar sátu betur á hestunum en karlmennirnir.iFéll engin þeirra af baki, en margar sluppu nauðu- lega við hið hættulegasti í þessum leik, og það var þegar ótemjurnar hentust á girðinguna. Var þá ekki hættulaust að sitja á baki. Fyrir þessari ótemjureið éru tnjög nákvæmar reglur settar. Menn mega hvergi halda sér í hestinn. Annari hendi er haldið lauslega um tauminn, en hin er notuð til þess að halda jafnvæg- inu. Verður maðurinn að sitja nokkurnveginn beinn á hestinum og til þess að geta setið, verða menn aö sjá fyrir hverja hreyfingu hestsins og haga. sér eftir því. Var mjög einkennilegt að sjá hversu vel margir sátu á ótemjunum og hreyfðust hvergi hvernig scm þær létú. Þegar ótemjureiðinni var lokið, sýndu stúlkurnar listir sínar. Reið ein yfir völlinn í hvert skifti. Runnu hestarnir eins hart og þeir komust, en þær ýmist stóðu í söðl- iuum, héngu i Öðru ístaðinu, sveifl- uðu sér í hring í söðlinum eða köstuðu sér yfir bak hestsins frá öðru ístaðinu í hitt. Virtist þekn lítið fyrir að leika listir þessar, en áhorfendurnir stóðu á öndinni og bjuggust við ])á og þegar að sjá einhverja af þessum smávöxnu konum kastast út á völlinn svo, að i þær stæði ekki upp heilar aftur. En þetta var ástæðulaus ótti, því að þeirra ólmu reiðskjótar votu þeim ekki hættulegri en trébekk- irnir áhorfendunum. Loks kcán sá leikurinn sem aliir biðu effir með mestri eftirvænt- ing. Það var glírnan við nautin. Nautin eru vilt. Þau eru striðalin áður en þau eru notuð til þessa leiks, til þess að þau séu erfiðari viðfangs. Það sem mestu ræður um úrslitin eru rétt handtök og snarræði. Þegar maðurinn kastar sér á háls nautinu, getur líf hans verið undir því komið, að hann grípi horn nautsins réttutn tökum. Hik og röng handtök hafa mörg- um orðið að bana. Maðurinn liggur vinstra megin á hálsi nautsins og spyrnir fram fótunum, svo að þeir nema skdrnt framan við granir nautsíns. Stöðv- ar hann þannig rás þess og snýr svo smátt og smátt hausnum þar til hornin snúa til jarðar og gran- irnar beint upp. Lætur þá nautið venjulega undan og veltur á bakið. Allir biðu með óþreyju að leik- urinn byrjaði. Loks sást eitt naut- ið þjóta fram á vöílinn og tveir cowboys, sinn við hvora hlið, á harða spretti. Þegar sá, er vinstra megin var, komst jafnhliða naut- inu, vatt hann sér úr söðlinum og greip bæði hornin í einni svipan. Nautið hljóp enn nokkurn spöl með manninn á hálsinum, stans- aði svo og spyrnti við öllum fót- um. Granimar snerust smátt og smátt upp á við, þar til nautið og maðurinn féllu hlið við hlið. All- ur lnannfjöldinn laust upp tryltu íagnaðarópi yfir sigri mannsins yfir dýrinu. Aftur hófst leikurinn á sama hátt og áður. Þegar maðurinn var kominn á háls nautinu, varð hann laus á vellinum og nautið sveifl- aði honum upp og hljóp með gíf- urhraða þvert yfir völlinn og hentist á girðinguna svo að það tókst á loft og veltist út á völíinn. Nautið stóð brátt upp og hljóp á brott, en maðurinn var studdur út. E.s. „Esja ‘ fer héðan kl. 5 síðd. á morgBEfc suöur og austur um land i hrað- ferð. lýsir sjer í því hversu bæjarstjóm-v in vanrækir herfilega að láta Jag-» færa og ganga til fulls frá aSgerS-. um, sem gerSar eru á götum bæjar« ins og gangstéttum þeirra, — er þaS; hreinasta undantekning, ef gasasS* rafleiðsla eða vatnspípa er lögð í götu, að sæmilega sje gengið frál benni aftur. Elnn meira ber á þessie og er hvimleiðara þá er illa er geng- ið frá hellum gangstétta, svo sem nút á sér stað (og lengi hefir verið) í Aðafstræti á tveim stöðum, við inn- gangmn til Daníels Halldórssonai’ og á horninu gegnt Uppsölum. ViII ekki bæjarstjómin Iosna vi5- svona aðfínslur með því að ráða bót á þessari vanhirðu? Bœjarmaður, ! Enn kom eitt naut þjótandi fram og áður en það hafði tekið tíu skref, var maðurinn á hálsi þess* greip hornin, og sem örskofc steyptist nautið áfrakn og kastað- ist á bakið, með hornin i vellinum og manninn undir sér. Nautið; hreyfðist ekki og maðurinn ekkí lieldur. Köld þögn lá yfir öllura manngrúanum. Nautið iá enn scna’ dautt væxi. Kvenfólkið fór að biðja guð að hjálpa sér, en karlmenri- irnir mæltu ófagirrt. Loks íór naut- ið að brölta og reis upp og hristif hausinn. Hékk þá annað horníð iaust niður með kinninni. Eitt orð sem þung ásökun falst í, heyrðisfc. með þúsundum kvemnannsradda r Shame! Glimumaðurinn lá enn á vellinum og hélt um kviðinn með- knén upp undir höku. Nokkrir menn stóðu í kring um hann og: biðu þess, að hann gæti staðið upp_ En það varð ekki. ILornin höfðtt farið í kvið mannimún og liaim var borinn burt. Mannfjöldinn var orðinn æstur í skapi. Sumir æptu af fögnuði„ aðrir af fyrirlitningu. Þeir sem hygnir voru, þeir þögðu. Margir fóru út. j Þegar þessu cowboy-móti var Iokið, var farið aö skyggja. Mann- | fjöklinn þyrptist í kringum flutn- mgatækin utan við sýningarhliðín. Bifreiðar stóðu þar í þúsundatall og bsðu eftir farþegiim. Vagnarn- ir runnu af stað einn og einn á- leiðis til London. Þegar litið værð aftur, bar víðan glampa við dökk- an himininn. Það voru ljósin i Wembley. Bjöm ólafsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.