Vísir - 26.08.1924, Blaðsíða 2

Vísir - 26.08.1924, Blaðsíða 2
tVlSIR Notið „Vi-To Kraftskurepúlver. Það hreinsar alt og hreinsar best. Frá Færeyiaguni. Færeyingar eru smámsaman að koma i'it ritningunni á móðurmáli sínu. Fyrir nál. 20 árum kom Jóbannesar guðspjall út, vasaút- gáfa með myndum, orðið ótáan- legt fyrir löngu, biblíufélag í Lun- dúnum kostaði útgáfuna. Davíðssálmar komu út 1921, „týdd- ir av J. Dahl" og í varðveitslu 'hjá H. N. Jacobsens „bókhandli". Það er myudarleg bók 228 bls. og kostar 4 kr. Sálmarnir eru prent- aðir líkt og ljóðabækur, og ekkert sparað, að bókin sómi sér vel. — Er vafasamt hvort nokkur bóka- útgefandi hérlendis þyrði að gefa Davíðssálma út á sinn kostnað svo fyrirferðarmikla , — og erum vér þó fleiri en Færeyingar. í haust sem leið kom þriðja biblíuritið: Evangeliid eftir Matteus, þýðandi er sami, Dahl prófastur í Þórshöfn, en útgefandi „felagið Varðin". Það er sömuleið- is lagleg bók, 92 bls. í Andvara- broti. Eins og eðlilegt er þykir Fær- eyingum vænt um móðurmál sitt, og af því að þeir eru.fáir og eiga i vök að verjast að ýmsu leyti, eru þeir afar iilfinninganæmir og þola lílt ógætin orð „frænda" sinna. Vjer erum allir væntanlega sam- mála um að Þjóðverjar hafi oft íarið iila að ráði sínu gagnvart -danskri tungu í Suður-Jótlandi, ~ og berist oss slæmar sftgur frá Færeyjum, um framkomu Dana gagnvart tungu Færeyinga, þá er gremjan vís hérna megin. — En þá verðum vér að vara varkárir sjálfir og mæla ekki óvirðingarorð um tungu þeirra, þótt hún sé „hvorki danska né íslenska". — Þeir vita það sem oft hafa orðið samferða Færeyingum og íslend- ingum milli Kaupmannahofnar og Færeyja, hvort það er ástæðulaust að minna á það. — Það var einu sinni í þeirri för, að Færeyingur mælti í einlægni við íslenskan Jcunningja sinn: „Vér þolum eng- um háð og áleitni eins illa og Is- lendingum,, því að þaðan væntum vér hlýinda og stuðnings". Síðan eru 15 ár, en trúað gæti «g að einhver hugsaði svipað enn, og að enn gætu komið tár i augu ungrar stúlku frá Færeyjum, ef hún heyrði einhvern „stórlax" frá íslandi tala illa um færeyisku. Mér virðist það harla virðingar- vert hvað margt þeir hafa varð- veitt úr „gamla raálinu", aðstaS- an var þó erfiS í þeim efnum, miklu erfiðari en á Islandi, — og gleðiefni má oss vera það hvað bókmál málhreinsunarmanna þeirra nálgast islensku. Meðan bóknkost- ur þeirra var allur á dönsku, var oft sagt: „Það er ekki til neinsað vera að prenta þetta nlþýfiumál, fólkið skilur það ekki í bókum". — En nú hefir reynslan hrakið þá mótbíiru, og unga fólkiS getur nú meira að segja flest skiliS ís- lenskar bækur, af því aS bókmál- iS er svo líkt. Stækkar viS þaS bókamarkaður vor, og ekki er ólíklegt að tunga þeirra nálgist enn meira íslensku, þegar ðllum er ljóst orðið, hvað lítiS ber á milli — æði oft —. En þá ættu Færeyingar að mega vænta þess að bækur þeirra seldust á Islandi, — að eina þjóðin sem fyrirhafn- arlaust, að heita má, getur lesið bækur þeirra og blöð, gerði sér far um það til að styðja með þvi I bókaútgáfu fámennra og náskyklra nágranna. 1 sálmakveri, sem J. Dahl og Símon frá Skarði hafa séð um og prentaS var í 3. sinn 1921, eru sum sálmversin harla lík fslensku. Hér er sýnishorn: j Signað skín' rættlætis sólin frá Israelsfjftlíum solstavar kærleikans Ijóma frá Betlehems völlum, !- signaS um jól skínur GuSs miskunnar sól, fagnarboS ber okkum öllum. Góða mamma, eg vil sova, eygu míni möðast brátt; Jesús pápi hevur lovað meg at verja væl í nátt. Góða mamma, legg meg niður, góða mamma, signa meg. Litla barnið mamma biður faSir-vár at læra seg. GóSa mamma, far ei frá mær, far ei út um stovugátt, biS GuSs einglar standa hja mær vera vernd hjá mær i nátt. Prestar Færeyinga hafa orSið aS nota danska handbók og lang- oftast prédikað á dftnsku fram á þennan dag, eii nú er færeyisk handbók í smíSum; hefi jeg ein- hversstaSar séS það að hennifund- ið, að málið á henni yrði oflíkt íslensku, en oss ætti aS vera það gleðiefni. Hún er beisk stjórnmáladeilan þeirra óg engin ástæða fyrir oss að blanda oss í hana, en i raun og veru unna allir Færeyingar móðurmáli sínu, hvar sem þeir UNLOP Reynsian gýnir aö DubIo» biíreiðahringir endatii sigiftt belur faér á vegunum en aðrar tegundir. *—* Striginn 1 DoaSti hringum springur ekki, svo faaegt er að slita sérhverjum faxfa£ út. — Dunlop hringir eru bygðir í Bretíandi. yerð á bestu tegund$ . A Dekk: Slöngor 30X3 Cord kr« 67.00 kr. 9.25. 30X3% — *-« 81.00 _ 9.75 31X4 —¦ ?—! 97.00 ?— 12.00 33x4 —* *-* 119.00 , *¦— 13.65 32X4% — *—( 162.00 — 15.75 34X4% — •r-1 170.00 *--- 17.00 33X5 — »—i 209.00 »— 18.30 35X5 — f—¦t 225.00 fM»l 19.50 815X120 — ^-H 135.00 .— 15.75 880X120 — »™-í 148.00 •— 17.00 Bifreiðaeigendur, fleygið ek&i út peningum fyrir dýrorí og endmgarminni hringi. Notið DUNLOP. --< Nýjar Mrgðiaj í hverjum mánuöi Jóh. Ólafsson & Co. eru í stjórnmálum, og miklar ástæð- ur eru fyrir oss Islendinga að sam- gleðjast hverjum sigri þess. S, Á. Grlslason. Enn am Þörisdal. Greín hr. Helga Hjörvar um ferð Hauks Eyjólfssonar í Þóris- dal, hefir vakið allmikið umtal hér í bæ, einkum meðal fjallgöngu- manna. Hefir hr. Björn Ólafsson komið að máli við Visi, og sagð- ist honum svo frá: Nafolausaféláginu er vel kunn öll su IeiS er Haukur Eyjólfsson hefir fariS um, frá Kaldadal og niður i Biskupstungur. Leiðinni er að mestu rétt lýst en þó óljóst og villandi á stftku stað. Mun þaS varla meS vilja gert. Hætt e'r viS aS slikar lýsingar á lands- lagi verSi óljósar, þegar skráSar eru af mánni sem ekki hefir sjálf- ur séS staðina, sém lýst er, ög gerir sér hugmynd uin þá eftir annars frásftgn. Staður sá er Haukur kallar Þór- isdal er þrengsli sunnan viS Há- degisfell. jKomum viS á þennan staS 1918 og lýsi eg honum aB nokkru i fergasögu okkar sem birtist í EimreiSinni þaS ár. Fór- um viS frá Kaldadal upp ijökul- inn lil þess aS ganga úr skugga um hvort þar væri nokkur dal- ur, er ætla mætti að væri Þóris- dalur. Eftir lýsingu Helga Hjör- var, hefir Haukur fariS nákvæm- lega hina sömu leiS og við fóru.n, yfir jökulhálsinn sunnan við Há- degisfell. Sökum þe«s hversu dal- verpi þelta er þrðngt sést þaS Spraft's Laymor er hænsafóður samsett ein- gftngu úr varpaukandi efnum. ÞaS er margreynt aS fóður þetta á hvergi sinn líka tíl þess að auka varp. Sérstaklega útbúiS hænsafóSur, sem getur gefiS &0"/0 fleiri egg en venjulegt fóður, verður hið langódýrasta i nolkun, þótt tjverí: pund sé dýrara af því en hinu sem iétegra er. ReynIðSpi**tt's „Liymor', 8 l»<»R*»OE SVEOTOON Æ CO. m I ekki fyrr én alveg er að komið. Takmarkast þaS af Hádegisfelli að norðan, Þórishftfða að norðaust- an og jðklinum a8sitðve4an. SvæSi þetta er svo litið að rmumast má dal katla. StærSin er ekki meir en svo að ganga má þar þvert og endilangt á nokkrum mínútum. SvæSiS er i lagtnu sem þrí hyrningur og er lukt á alfar hlið- ar. Ástæða er tilað œtla aS svæði þetta hafi aldréi verið stærra ere j það er nú þó líklegfc sé aS jðkullinn hafi vaxiS talvert á siðari timum. í botni þessa dalverpis er aðeius mðl og sandur og mosagárar á stðku stað, einsog oft varður þar sem mikiS er um vatn, en i þrenegl þetta kemur vatn af fjðH- unum frá ðllum hliBum. Rennuc lit.II á eftir hotninum, hverfur und- ir jðkulhálsinn og rennur út á sandana sem snúa aS K aldadal. Sökum þess að brött fjðll eru á þrjár WiSar fíalvcrm'íius hefír

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.