Vísir - 29.08.1924, Blaðsíða 4

Vísir - 29.08.1924, Blaðsíða 4
VlSIR Linoleum-Gólídúkar ber ölltim saman nm að sén fallegastlr, enðlngaibestlr eg langéðýrastir hjá . Belga Magnússpi & Co. Landsins besfa ðrval ai rammalistnm. Mysðtr lnnrammaðar fljóti og vel. — Hvergi eins óðýrt. Svnðmtmáiir Ásbjðrnsson.. Simi 555. Laogaveg 1. Fasteignastofan Vonarstrœti 11 B Hefur til sölu mörg ibúðárhús smá og stór, með lausum ibúðum 1. okt. n. k. VerS sanngjarnt. Eigna skiíti hugsanlegi sumum tiifeilum. Fyrst um sinn verður best að hitta mig heima frá kl. 8—10 á kvöldin. Jónas H. Jónsson Síml 327. Um Plnif (Fönix-duftt, egta franskt, er besta og ódj rasta Jvottaduftið. — Biðjið um það. i heildsölu hjá bf. Cari Hðepfaer. » Spratf. Spratts hænsnafóður er mjög varpaukandi, er brúkað á bestu hænsnabúum eriendis. Reyniðþað! V 0 N . Sámi 448. Sími 448. Linoleum nýkomnir. Margar tegundir. Jónatan Þorsteinsson. VINNA: Stúlka óskast um óákveðinn tíma. Uppl. í Brynju. (461 Allui; fatnaður er saumaður, og einnig gert við föt, mjög ódýrt Bergþórugötu 16, uppi. [452 Stúlka, sein kann að sauma, getur fengið fasta atvinnu. 0. Ryd- elsborg, Laufásveg 25. [410 Tvö herbergi á góðum stað í bænum óskast handa einhleypum. Ólafur Lárusson. Sími 215. [457 5 herbergi og eldhús til leigu, þvottahús og geymsla fylgir. Uppl. í síma 1216. [456 2 stofur og eldhús til ieigu 1. október. Uppl. i sínia 1489, ki. 6—9 síðdegis. (455 Ibúð getur fámenn fjölskylda fengið, utan við hæinn. Upplýs- ingar Bergstaðastræti. 32 B. [454 1 stórt herbergi og eldhús eða 2 minni herbergi, óskast til leigu. Áreiðanleg borgun og fátt iólk. A. v. á. , [450 Stofa og samliggjandi svefnher- bergi til leigu straxj A. v. á. [448 1—2 herbergi með sérinngangi óskast á leigu. A. v. á. [412 Sólríkt, lítið skrifstofuherbergi, í eða við miðbæinn, óskaat frá 1. október. A. v. á. [413 Roskin kona, óskar eftir her- bergi með aðgangi að eldhúsi Uppl. Baldursgötu 27. (434 Félagsprentamíðj r KAUPBKAraR Bjúguskurðarvél (Paalægsmask- ine), sem nýr ostakassi, stór skáp- ur með 16 skúffum góður í búð, handvagn sem nýr, til sölu meS góðu verði. Simi 843. [453- Gott orgel óskast keypt. A. v. á. _ [451 Upphlutur með millum til sölu, á Stýrimannastíg 6, uppi [4491 Nokkrir kven- og telpuhattar„ ýmislegt hattaskraut o. tl. alt nýj- ar vörur, rúmlega þúsund króna virði, fæst rneð tækifærisverði, ef keypt er strax. Uppl. í sima 66 i Ilafnaríirði. ' [447. Til sölu, dökkrauð rós me& mörgum knúppum, Skólavörðu- stíg 29. [446. Hvað vantar þig? Ætli það fá- ist ekki hjá Hannesi Jónssyni. Laugaveg 28. (45® Sykur og kornvörur stórhækka erlendis, en sama, góða verið hjá Hannesi Jónssyni, Laugaveg 28. (459- Notaður liægindastóll til sölu mjög , ódýr.t. Uppl. í síma 1166. (462- — ÍÐ I | TAPAÐ - FUNÐIÐ Manchettuskyrtuhnappur hefir tapast. Finnandi vinsamlega beð- inn að skiia honum, á skrifstofu; Garðars Gíslasonar. [445> Peningar fundnir. A. v. á. (460- Leikfimisskór ágætar og éöýrar tegondir. Ennlremnr bamastigvél mi&tð og gott nrval. Stefán Gunnarsson. Skóverslun Austnrstræti 3. 'PHEILLAGIMSTEINMNN. 78 Á meðan Ronald var að róa til Trícaniu, var hann að hugsa um, hvað hún væri varn- arlaus. En hann fann ekki, að hann gæti kennt sjálfum sér um það á nokkurn hátt. Hann unni henni og þráði að ná ástum hennar og hann brann af löngun til þess að vernda hana gegn þeim hættum, sem honum fanst vofa yfir henni. Þegar þeir féiagar höfðu lokið kveldverði þetta sama kveld, læsti Vane að sér og fór að ræða um fólgna fjársjóðinn. „Eg hefi nú fastráðið, að segja félögum mínuni ekkert frá þessu,“ sagði hann. „Eg hefi sagt þér, að eg mundi geta treyst þeim, og eg trúi því enn, en nú finst mér ekki hættandi á það. Þeir eiga auðvitað að fá sinn skerf af því, sem finst. Mér hefir dottið í hug, að Rínaldó hafi ekki haft nema tvo eða þrjá menn i vitorði með sér, þegar hann fól fjár- sjóðinn, og ge er sannfærður um, að hann heíir skotið þá alla, að loknu verki, nema skips- prestinn. Jafnvel Rínaldó mundi hafa hykað við að myrða prest. Nú er mér næst skapi að hafa ekki aðra i vitorði en Shanks skip- stjóra, þig og félaga þinn, Smither3, sem eg held, að óhætt sé að treysta- Ronald kinkaði koiIL „Eg mundi trúa honum til þess aleinum, að grafa upp fjársjóðinn," sagði hann stilli- lega. Vane samsinti því. „Mynt og gimsteinar og annað herfang, sem Rínaldó kann að hafa ílutt á land, er þungt en fyrirferða-Iitið. Okkur fjórum væri hægðarleikur að bera það á bátinn. Eptir átta daga, verður orðin dimm nótt. Tveim dögum áður sendum við skipið til Neapel með bréf eða eitthvað þess háttar, og látum stýrimanninn ráða fyrir skipinu. Við finnum fjársjóðinn," — hann var orðinn svo vanur að hugsa um þenna auö, að hann talaði um hann eins og hvern annan ílutning, — „og látum hann i bátinn, breiðum segldúk yfir hann og flytjum hgnn út á skipið, ann- að hvort snemma morguns eða þegar kvelda tekur, og skipverjar eru komnir í klefa sína. Við getum sagt, að það séu skeljar, gamlar sjávarmenjar; það verður vandalaust að gera einhverja sennilega grein fyrir því.“ Ronald kinkaði kolli. „Og þú ætlar svo að leggja tafarlaust af stað?,“ spurði Ronald. Vane var svo sokk- inn niður í ráðagerðir sinar, að hann tók ekki eftir því, hvað Ronald var alt i einu orðinn áhugalítill um þessar athafinir. Hon- um kom síst í hug, að Ronald hefði allan hugann á dýrmætara fjársjóði í annari ev þar í grendinni. „Tafarlaust, þegar dólið er komið út á, skipið,“ svaraði Vane hiklaust. „Okkur vérð- ur ráðlegra að hraða okkur til Londonar. Eg ætla að dirfast að lijóða stjórninni fjár- sjóðinn og segja henni, hvar eg fann hann. Hvað ætti að vera því til fyrirstöðu? Sá á fund sem finnur! Ef þeir vilja leggja á okk- ur skatt, eða hvað það er kallað, þá látun* þá gera það, en eg hugsa að ekki komi tií þess.“ Ronald féllst á þessa ráðstöfun; hann hafðr ævinlega verið falslaus, þó að ýmislegt mættr að honum finna. „Hvað ætlarðu að gera við þinn hlut ?KU spurði.Vane, eftir ofurlitla þögn og hló við. „Eg hefi oft hugsað um, livað eg ætli að g-;ra við minn.“ „Þú ert ekki á ílæðiskeri staddur fyrir,“ svaraði P ald. „Eg veit, hvað eg mundr gera. Eg t. i sagt þér það áður, að við, — - það er'að segja fjölskylda mín, — erum fá- tæk. Eg mundi greiða allar skuldir, seni hvíla; á eignum okkar, og legið hafa þungt á föð- ur minum. Eg mundi leysa landsetur okkar úr öllum veðböndum, láta Evelyn fá góðare lifeyri, — Evelyn er systir mín, — og —,l:~ Hann þagnaði, en Vane brosti.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.