Vísir - 09.09.1924, Side 2

Vísir - 09.09.1924, Side 2
ffilSIX er heimsins besti þakpappi! Fæst í 4 þykturn! Reynið hann! Þruxna. Hrein niðursoðin kostamikil nijólk, án sykurs eða annara aðfenginna efna. Öl um rjóma tnjólkuiinnar Að for'ðasl og þrá — það er líf alls lýðs. Lopthafið sjálft er veröld stríðs. j Eins hrærist öll eilífð í himnanna geim, við Jijartaslög alvalds í kerfum stjarna. Og skammsýnin iðar aptur og fram, til enda þess rikis, er skaparinn nam — uns aflið kastar efnisins ham ^ og andinn þreifar á frumlunnar kjarna. jv <'• Allt eðli sem hratt, frá liinu, ,sem dró í himninum jafnvel að lokum fær nóg. pá'slöngvast á afgrunnið eldleg brú. Hvað yfir sig lifði skal hrökkva úr vegi. Af mollu og kyrð urðu skyggjandi ský; eins skapaði rótleysið pollanna slý. En dýkisins lágmark náðist á ný. Náttvofur hörfuðu enn fyrir degi. — Vjer sökumst þungt um vorn svikafrið þá sögunnar blaði skal snúið við; þá fólk undir lygarans lágu þögn, við Ijóstandi elding af svefninum hrekkur. Af því hefir fjandinn en guð ekki gagn, að glópskan hreykist sjer sjálfri um magn. —. par heimskingi gleypti sitt eigið agn ópt eldaðist þrældómsins rammasti hlekkur. 9 Hingað ei lengur. Hendi er lypt. Á himnanna vegg stendur drottins, skrift. pjer bygðuð í lopti hillingahöll. Hún hrynur i rústir og kolmyrkar tóptir. — Menn dreymir um komandi dómsins kall, er dynur bergrödd við klett og fjall. Um drungahengjunnar hrapandi fall brópar þruma, eldingar dóttir. Og ljósvaldur kastar loganiun fram. Hann lausbeislar kraftanna þeysandi gamm. Almáttka veran, eilif og sæl, slær orðlausri þögn yfir dauðlegar varir. Vér hlustum á guð. Hvað er moldar mál, er myrkvarnir höggast með leiptrándi stál. Tíminn er kominn. Nú tendrar sín bál tjaldbúðin helga með blaktandi skarir. — Sem ljós eitt má bregða ljóma i höll, hver lopteind á krapt fyrir þúsund tröll. Hér birtist nú andinn í efnis heim. Hans eldfákar stökkva með slaknaða tauma. Og þó fer liver regndropa orka i átt, — sem orð eitt af sannleik að hinstu fær mátt. Brjótist til dómarans himinhátt hergnýr af fangbrögðum andvigra strauma. Einar Benediktsson. er haldiö en aðeins vatnið að miklu leyti tekið burtu. Ágæt tegund og ódýr. Biðjið kaupmann yðar um KAKALA Mjólk. Kaupið eina dós I dag til reynslu. inn, að Spánverjar fari mjög hall- oka fyrir Marokkómönnum. Hrekja þeir Spánverja undan. Búist er við að Rivera einvaldsstjóri verði bráS- lega að leggja niður völd. Nýkomnir [-nokkrir pokar af nýjum, góðum tatöilttm. Verðið mjög lágt. I. Brynjólfsson & Kvaran. Símar 949 og 890. Símskeyti Khöfn, 8. sept. FB. Frá cdþjóSaíundinum i Genf. Á laugardaginn samþykti al- þjóðafundinum í Cenf, að boðað skyldi til fundar með öllum þjóðum til þess að ræða sérstaklega um af- vopnun þjóðanna, gerðardóma í misklíðarmálum og gagnkvæmt ör- yggi þjóðanna fyrir árásum. priðju nefnd alþjóðafundarins hefir verið falið að undirbúa ráðstefnu þessa. Ramsay MacDonald og Herriot eru báðir famir heimleiðis af fund- inum. Var talsverður ágreiningur milli þeirra undir niðri, en þó skildu þeir með mestu vináttu. MacDonald álítur að gerðardómur sé nægilegur til að afstýra ófriði, en Herriot og fjöldi fundarmanna með honum telja að gerðardómur sé góður með, en honum þurfi að fylgja gagn- kvæmir samningar um hjálp ríkja á milli og ýmislegt fleira. Uppreisn í Kína. Símað er frá Peking, að kínverska stjómin hafi gert ráðstafanir til að bæla niður uppreisnina í Shanghai með harðri hendi. Fréttir allar frá Kína eru mjög óljósar. .Hrakfarir Spánverja í Marokkó. Frá París er símað, á laugardag- Bátur sá, sem hér var á ferð í sumar með Ameríkumennina Wett og Jay Wells og Chapmann, NorS- manninn Ask-Brynildsen frá Berg- én og Danann Bagerskov, sem fór á skipið hér í Reykjavík, fórst seint í ágúst við Canso, sem er nes vi8 sundið milli Cap Breton og Nova Scotia í Canada. Mennirair björg- uðust fyrir frábæran dugnað Norð- mannsins, sem synti í land með línu og gat hjargað öllum förunautum sínum með því að draga þá til Iands.r Utan af landi Akureyri, 8. scpt. FB. Jarðskjálftakippur varð hér í fyrrinótt um kl. 3 og var hann svo snöggur, að fólk vaknaði víða. Ann- ar kippur kom skömmu síðar en hann. var vægari. Tíðarfarið hefir aftur • breyst til hins verra og féll snjór í nótt niður undir bæ. Reytingur er af síld í rek- net. *

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.