Vísir - 15.09.1924, Blaðsíða 2

Vísir - 15.09.1924, Blaðsíða 2
RtSIH „Vi-To Kraftskúripúiver. Hreinsar alt. Hreinsar best. Erlódýrt, Símskeyti Khöfn 13. sept. FB. Frá ftalíu. SímaS er frá Róm: ftalskur tré- •smiöur hefir skotið á Fascista- Jjingmanninn Armando Casalini, i hefndarskyni fyrir að Fascistar drápu Matteotti. Eru menn hrædd- ir um, að þetta sé foyrjun til al- anennrar opinfoerrar mótspyrnu •vdð Mussolini. Talið er líklegt, aö hann reyni að hafa mannaskifti í stjórninni, til þess að ná samvinnu við aðra flokka. Til samkomulags hefir hann boðið að breyta hinum illræmdu kosningalögum ftala. Uppreisn í Kákasus. Simfregnir frá Konstantínópel nm Berlín segja, að Kákasuslýð- v?eldin Georgía og Azerbadjan, sem Rússar hafa undirokað, hafi gert uppreisn. Reyna bolsjevikar að bæla hana niður og nota til þess hin mestu fantabrögð. Símað er frá Genf, að á fimtu- daginn hafi scndinefndir Frakka, Breta og Belga farið fram á, að alþjóðabandalagið miðli málum rnilli uppreisnarmanna og Rússa. Khöfn 14. sept. FB. Bandaríkin og skuldir Frakka. Frá París er símað, að í sím- iréttum frá Washington segi, að Bandaríkjamenn muni bráðlega krefjast þess, að Frakkar fari að greiða herskuldirnar. Eru þær samtals 3300 miljónir dollara. Er talið algerlega vonlpust um, að Frakkar fái nokkra lækkun á lánsupphæðinni, hvað þá algera uppgjöf. Samkvæmt lauslegri áætlun er gert ráð fyrir, að Frakkar greiði 100 miljónir dollara á ári fyrstu 16 árin. Heyrst hefir, að stjómin ætli að reyna að útvega lán í New York, að upphæð mörg hundruð miljónir dollara. En slíkt lán er talið ófáanlegt, nema Frökkum takist að gera fjárlög sín tekju- hallalaus. Utanför Eftir Indriða Einarsson. (Framh.) Xeitin að því hentasta. Leikhúsið í Odense. Odense hefir haft leikhúsbygg- ingu, sem búin var að standa í hundrað ár, — eg hygg 1914. Þá ákváðu þeir að byggja sér nýtt í leikhús, sem var fullgert 1917. F'g var að leita þess hentasta, og fékk Emilíu dóttur mína til að fara með inér yfir til Odense, til að skoða leikhúsið. Okkur var sýnt það með mestu alúð. Þaö hafði kostað 1917 alls 480.000 kr., en þá hafði alt verið svo ódýrt, að nú álitu þeir að það mundi kosta alt að einni rniljón króna. Áhorfendaplássið hefir 650 sæti, þar af eru 347 á gólfi, 164 á neðra palli, og 139 á efra palli. Opið á leiksviðinu er liðugar 14 álnir. Leiksviöið innan veggja 25 álnir. Frá íremri brún leiksviðsins og aftur að hinum eig- inlega gaíli þess, eru 20 álnir, og við þá dýpt má bæta 5 álna út- skoti, ef sýna skal eitthvað langt í burtu. Dýpt leiksviðsins má því kalla 25 álnir. Carl Lund benti mér á, að eg skyldi gæta að því, hvernig baktjöldunum væri komið fyrir þar, og þau eru öll geymd á sama gólfi og Ieiksviðið er, og ganga beint út frá því, og beint inn á mitt leiksviðið ofari úr loft- inu, kemur svo ás, sem efri rönd tjaldsins er fest við með þremur cða fjórum snærislykkjum, og baðan er tjaldið dregið upp að lofti. Þessu síðasta er svo fyrir komið á öllum leikhúsum, ]>ar sem leiksviðið er nógu liátt undir loftið. Baktjöldin eru 16 álna breið og J2 álna há, og þegar þau eru dreg- in upp að lofti, sést ekki neðri íaldurinn frá áhorfenda-plássinu. Öll leiktjöld, sem fest eru á ramma cru á sama gólfi og leiksviðið, og út frá því sama megin sem tjöldin; þau eru að eins framar, því að þar eru þau notuð. Það einasta, sem setja mætti út á fyrirkomu- lagið er, að húsgögnin, borð, stól- ar, sófar o. s. frv. eru geymd nokkuð hátt uppi. Smiðurinn hefir ekki gleymt klæðaherbergjunum, þau eru all- mörg; flest þeirra eru ætluð fyrir tvo, nokkur fyrir fjóra; eitt ein- asta er ætlað handa einum, og það cr handa manni eða konu, sem kæmi að, og léki þar sem gestur. íbúar Odense-bæjar voru 14000 árið 1860, 42.000 1910, 45.000 1916, en 49.000 1920. Þegar þeir voru orðnir 45.000 höfðu þeir hugrekkí lil þess að láta reisa þetta góða leikhús upp á eigin spýtur. — Nú kemur samanburðurinn, sem fell- ur svo erfiðlega, framan af að minsta kosti. íbúar Reykjavíkur voru 1400 árið 1860, 6000 1901, 11600 1910, og 20.140 í árslokin 1923. Það var viðurkent um síð- ustu aldamót í Danmörku, að eng- inn bær i öllu Danveldi yxi til- tölulega eins fljótt og Reykjavík. 1908 gerði eg allvandaða áætlun um viðgang Reykjavíkurbæjar, og niðurstaðan var þessi: íbúar Rcj’kjavikur verba að líkindum 20.000 1922, 30.000 1934, 40.000 1946, og 50.000 árið 1958. Ætli þeir verði ekki 100.000 árið 2000? Þeir geta sagt til, sem þá ganga lifandi hér á götunum. Hugmyndin um þjóðleikhús hér á landi tyllir nú tánum niður á jörðina. Alt það, sem eg kalla hið hentasta, verður að koma til yfir- vegunar, þegar byggja skal. Ýms- ir leikvinir munu vilja að bygt sé yfir 500 sæti, og hafa engin stæði. Eg hugsa mér ávalt 600 sæti, til þess að þriðjunginn megi selja ó- aýrt. Þá verður Ieikhúsið fyrst skóli fyrir hugsandi almenning. Hvorttveggja bendir á minna leik- hús, en í Odense. Að alt landið geti ráðist í nokkuð líkt og 45.000 manns í Odense réðist í, þykir mér ekki hæfa að hugsa mér, en hvenær þessi bygging kemur, er mest komið undir því, hvernig Al- þingi hugsar 1929, þegar það hefir setið „næstum óbrotin" 999 ár að þvi, að ráöa fram iir landsmálum vorum. (Frh.) Frá Danmörku (Tilk. frá sendiherra Dana). Jarðfræðingurinn Niels Nielseit varði doktorsritgerð sina 9. þ. m. Er hún um járnvinslu í Jótlandi til forna. Gekk vörnin hið besta. Andmælendur voru prófessorarnir \rahl og Blinkenberg. Meðal á- heyrenda var Finnur Jónsson pró- fessor. Á árshátíð Dansk Kunstílidsfor- ening fékk ungfrú Guðrún Eiríks- dóttir frá Bakkakoti hin einu iyrstu verðlaun, sem veitt voru. Verður hún, ásamt öðrum, er verð- laun fengu, síðar leidd fyrir vernd- ara félagsins, ekkjudrotninguna, sem ekki gat komið á hátíðina vegna veikinda. Afmælisfélagið. Síðan eg las í blöðunum um s stofnun Afmælisfélagsins hefi eg ] verið að hugsa um að mæla með ]>ví í einhverju blaði, þó að e-kki hafi fyr af því orðið vegna burt- veru úr bænum. Það er liklega varla hægt aö gera neitt fyrir Reykjavikurbörn, sem þeim er nauðsynlegra en það, að hjálpa þeim til þess að komast i sveit á sumrin, bæði fyrir sál þcirra og líkama. Hugsunt okkur allan þann auð, sem Reykjavíkur- barn kemur með eftir góða sumar- dvöl 1 sveit, endurminningar um og merki eftir þetta frjálsa líf úti i „guðs grænni náttúrunni“. Að ganga sífelt á grasi, leika sér á túni, velta sér i þurru heyi, tína blóm og ber, reka kýr, ríða fyrir framan eða aftan „stóra“ fólkið, Cement SyrlrliggSandi Irá Chrisfmm Porf- laid Cementfabrik. >ðRBUK SYEmSSOH & QO. sjá og kynnast skepmmum, og verkum fólks í sveitinni, alt þetta er svo óendanlega ólíkt þvá, að hýrast hér í rykinu á götunum og leika sér að moldarhrúgunum, a8 erfitt er að gera sér grein fyrir því. Það er þvi verulega gíeðilegti, hve sú hreyfing er að eflast hér, að koma börnum í sveit. En eitt ]>að allra smellnasta í þessu efni finst mér afmælisfélagið vera. Eg var ekki lengi að skrifa mig með konu og böm í það ágæta félag, og skal heldur segja mig úr ein- hverju öðru en komast í þrot meS að innleysa blessuð afmæliskortm frá því, þegar eg veit íil hvers þaer tvær krónur fara. En gagn þess byggist á þvi, að iriargir, fjöldi, sé í því. Það ætti að vera í því þúsundir. Tvær króxt- ur, — það er sægur manna hér, sem veit ekki af því, að láta_ þær nokkrum sinnum á ári. Og þó aS maður viti af því, þá er það engin; goðgá. Neitaðu þér heldur um eitt- hvaö og gáttu í afmælisfélagitfj, svo að það fái margar þúsundir til ]>essa góða málefnis. Faröu núna strax og skrifaðu þ’K °S þína í félagið, svo að þá gleymir því ekki. Ef þú gleymír ]>ví, verður eitthvert fátækt barn að gjalda þess. M. Góðir gestir. Meðal góðra gesta, sem hafa heimsótt fsland á þessu sumri, ber ekki sist að minnast hjónanna Þórðar ó. Jónssonar, yfirtoll- ]>jóns í Kaupmannahöfn, og frú. Steimmnar ólafsdóttur. Komu þatt hjónin hingað ásamt to ára gömL Nýkomið: :'///?"’-'VJ SOKKAR fyrir konur, karta og börn. yjmafdmjfl incmn

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.