Alþýðublaðið - 05.05.1920, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 05.05.1920, Blaðsíða 3
ALÞYÐUBLAÐIÐ sínum illa, til lítils gagns fyrir Mríkið“. En sii er bót í máli, að sbrifstofustjórinn er talinn efnaður maður, og hefir því hjálpað mörg- um i fjármálum. En fyrir það á „ríkið“ enga þökk. Islendingar, sem einhvers þurfa hér með, geta einskis vænst af skrifstofunni. Og mundi það litið batna, þó einhver pólitískur „sveitalimur" yrði send- ur hingað. Það er amlóðaháttur, að breyta ekki fyrirkomulagi skrifstofunnar, en hitt er óþarfi, að breyta um menn. Við erum fullsæmdir af þeim, svo að hvorki hr. Bjarni frá Vogi eða aðrir væru þar betri. Þorfinnur Kristjánsson. Dm dapn 09 veginn. Hlatdrægni Knúts. Kosninga- skrifstofa Sig. Eggerz kvartar undan því, að borgarstjóri fari undan í flæmingi og beri ýmsu við, er hún vill fá leyfi til þess að afrita kjörskrána. Er þetta eitt gott dæmi um heiðarleik þess háa herra, þegar það er athugað, að kosningaskrifstofa hans er fyrir löngu búin að fá afrit af kjör- skránni. Tröfaldur embættismaður þrefaldast. Sig. Jónsson barna- kennari og borgarstjóraskrifari vinnur nú allan daginn, auðvitað fyrir kaup frá bænum, á skrifstofu Sjálfstjórnar. Mun það í fyrsta skifti sem bærinn leggur sérstök- um flokki fé við kosningar. Eitt starflð enn. Knud Zimzen borgarstjóri Reykjavíkur, sem sæk- ir nú aftur um stöðuna, er nú búinn að bæta við sig því starfi, að stjórna skrifstofu Sjálfstjórnar, að meiru eða minna leyti. Dug- legur er Knúturl Bæjarstjórnarfundur verður á morgun. # Fiskiskipin. Hilmir kom inn í fyrradag með 80 föt af lifrur. Lagði aflann upp í Hafnarfirði. í gær kom Jón forseti með 50 föt, Vfnland með um 70 föt, Snorri Goði, ókunnugt um afla og Rán með Baínarskriístoían verður flutt þann 14. maí í hús kaupmanns Jóns Björnssonar Yesturg. 4 (áður skrifstofa lögreglustj.). 56 föt. Austri kom í morgun með 30 föt, fer á ísfisk. Zimsen hallmælt. Morgunbl. { morgun segir í Grein, sem heitir »Borgarstjórinnc: »Því verður ekki mótmælt, að skrifstofuhald og öll tilhögun á rekstri borgarstjóra- skrifstofunnar hafi verið í siakasta lagi í borgarstjóratíð Zimsens.c Skrípalsii. Að gefnu tilefni vildi ég beina þeirri spurningu til hinnar heiðr- uðu innflutningsnefndar, hvort þjóð- inni myndi ekki holt, að innflutn- ingur á ýmsu fleiru en vindling- um, glíngri, hármeðulum, andlits- dufti etc., yrði algert bannaður, eins og til dæmis innflutningur á ýmsum skrípadönsum og slíku. Það er sorglegt að vita til þess, að ýmsum slæpingum, konum og körlum, skuli leyfast að koma með allskonar óþverra dansa, og það jafnvel þá, sem bannaðir eru í öllum siðuðum löndum, en finna hér góðan jarðveg hjá þessari andlega voluðu dansþjóð. Dans- inn leiðir alla óblessun yfir dæt- ur Reykjavíkur, og ætti hvert for- eldrí, sem leyfði börnum sfnum að taka þátt í danssamkomum, að sektast stórfé. Bæjarstjórninni ber skylda til, áður en búið er að eyðileggja hina uppvaxandi kynslóð, að sjá svo um, að hið svo kallaða »Slut- ningsballc verði það síðasta sem hér verði haldið, enda hve það hafa endað þannig, að eftir að búið' var að misþyrma stúlkunum alla nóttina (dansinn er sönn mis- þyrming), var sumum þeirra fylgt heirn dauðadrukknum kl. um 8 að morgni, og það þótt engin danssamkoma, samkvæmt helgi- dagalöggjöfinni, megi standa leng- ur en til kl. n aðfaranótt sunnu- og helgidaga. — Berklaveikin mundi fljótt minka og siðspillingin í bænum, ef h.... dansinum yrði komið fyrir kattar- nef. 1920. Sagax Judex. Alþbl. finst háttvirtur greinar- höfundur taka fulldjúpt i árinni, er hann dæmir svo hart dansinn. Og mun það af ókunnugleik, er hann segir, að hér séu dansaðir dansar, sem bannaðir séu f öðr- um löndum. Hitt er hverju orði sannara, að foreldrar ættu að hafa meira eftirlit með þvf, hvern- ig dansleikar fara fram hér í Reykjavík. Og merkileg sjðferð- istilfinning má það vera hjá karl- manni, sem býður stúlku á dans- leik, en drekkur sig svo fullan að hann verður henni til mestu leiðinda, en sjálfum sér til skamm- ar. — Yeðrið í dag. Reykjavík .... A, hiti 4.9- ísafjörður .... ANA, -r- 0.9. Akureyri .... Seyðisfjörður . . N, -b- 1,0. NA, hiti 2,2. Grfmsstaðir ... ASA, hiti i,5- Vestm.eyjar . . A, hiti 7.1. Þórsh., Færeyjar SSA, hiti 4,7- Stóru stafirnir merkja áttina. -r- þýðir frost. N Loftvog lægst fyrir sunnan land og ört fallandi, austlæg átt með úrkomu og mildara veðri á Suður- og Austurlandi; óstöðugt veður. Fermingarkort, Afmæíiskort, Nýjar teikningar. HeiIIaöskabréf við öll tækifæri. Laugaveg 43 B. \ Friðfinnur L. Guðjónsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.