Vísir - 02.10.1924, Blaðsíða 2

Vísir - 02.10.1924, Blaðsíða 2
*I81V ))Mammg Böfnm lyrlrllgg]aiidl Haíramjöl mjög ódýrt. Skóviðgerðir. Verð á skóviðgerBum hjá okkur er sem hér segir: Karimaunssólning, randsaumuð með hælum kr. 6,50. — — án hæla — 5.00 — plukkuð með hælum — 5.00 — — án hæla — 3.75. Kvensólning, randsaumuð með hælum — 5.50. — — án hæla — 4.25. — plukkuð með hælum — 4.50. — — án hœla — 3.25. Barna- og unglingasóiningar, svo og aðrar skóviðgerðir, i Jiku hlulfalli. ®ó5 Tinna og hesta fáanlcgt cfni notað. Hvanabergsbræðor. X krókarnir. Allar stærðir. Hálfn ódýriri cn annar- staðar i verslon B. H. Bjarnason. Símskeyti Khöfn, 1. okt. FB. Frá Maro}(f(ó. Símað er frá Berlín, að Spán verjar hafi unnið nokkra smásigra ' undanfama daga og að afstaða þeirra í ófriðnum við Kabyla í Mar- okkó sé yfirleitt betri en verið hefir áður. Kommúmslar í Noregi. Símað er frá Kristjaníu, að kom- munistaforingjar þeir, sem dæmdir voru fyrir nokkru, Tranmæl og Sche- } flo hafi fengið leyfi stjómarinnar til j J>ess, að bíða með að afplána fang- > elsisvist sína þangað til kosningam- ; ar eru afstaðnar, hinn 20. október, með því að jþeir eru báðir frambjóð- endur við næstu stórþingskosningar. Styrjöld ajstýrt. Símað er frá Genf, að í Mosul- málinu, sem var yfirvofandi ófrið- arefni milli Tyrkja og Breta, hafi nú fyrir milligöngu aljjjóðasambandsins náðst samkomulag á þeim grund- velli, að tyrkneska stjómin og enska stjómin felur framkvæmdaráði al- jpjóðabandalágsins að ákveða landamærin milli Irak-ríkis og Tyrk- lands. Hafa báðir aðilar hátíðlega lofað að hætta öllum vopnaviðskrft- um þangað til málið er útkljáð af hálfu alþjóðasambandsins og hlíta á meðan j?ví fyrirkomulagi, sem nú er. Sigfús Blöndal fímtogiir. í dag er Sigfús Blöndal bóka- vörður fimtugur. Hann er einn þeina íslensku fræðimanna, er dval- ið hafa lengstan hluta æfinnar er- lendis. Hann er ,bókavörður við konunglega bókasafnið í Kaup- mannahöfn og mikils metinn ]?ar, vegna sinnar óvenju víðtæku þekk- ingar á bókmentum annara þjóða. Hann er og málagarpur mikill, tal- ar og les auk heimsmálanna þriggja; ítölsku og spönsku og jafnvel grísku og hefir kynni af kínversku og ýms- um öðrum málum. Sigfús Blöndal hefir og fengist mjög við íslensk fræði, samið ýmsar ritgerðir um ís- Ienskar bókmentir, gefið út æfisögu Jóns Olafssonar Indíafara o. fl., en aðalrit hans er hin stóra íslensk- danslca orðabók, sem nú er að verða fullprentuð. Hefir hann unnið að henni í full tuttugu ár, byrjaði á sumardaginn fyrsta 1903 og nær hún aðallega yfir 19. aldar mál og fram á síðustu tíma. Er hún sann- kölluð gullnáma fyrir málfræðinga, því að í henni er aragrúi af orð- um, sem aldrei hafa áður í orðtök- um sést og eru mjög rnikilsverð fyr- ir sögu germanskra mála. 1 við- urkenningarskyni fyrir þertta mikla Iífsstarf hefir heimsp^kideild háskóla vors sæmt hann doktorsnafnbót. Sig- fús Blöndal er glaðlyndur maður og vinsæll og á vonandi mörg starfs- ár framundan. Viðfangsefnin bíða hans og ]?egar hann fyllir næsta áratug, mun hann enn geta litið yf- ir ýms mikilsverð störf í þágu ís- lenskra vísinda. A. J. Biástelnn. best* teg. 9á kr. 1,70 pr.kg. B. H. BJARNASON. Eldhás éhöld »t 5Ilu t»gl. — Bestar teg. Lægsfc vcrð. Versl. B. H. BJARN&S0N. Veðrið í morgun. Hiti í Reykjavik 4 st., Vest- mannaeyjum 3, ísafirði 1, Akur- eyri 5, Seyðisfirði 7, Grindavík 3, Stykkishólmi 3, Grímstöðum 1, Raufarhöfn 2, líólum í Hornafirði 5, Þórshöfn í Færeyjum 8, Kaup- mannahöfn 13, Utsire 12, Tyne- mouth 7, Leirvík II, Jan Mayen 5 st. (Mestur hiti í gær 4 st., minst- ur 1 st. Úrkoma mm. 0.2). Veður- iýsing: Djúp loftvægislægð fyrir nor'Saustan land. Veðurspá: Á Austurlandi vestsu'ðvestlæg átt. Á Vesturlandi norðvestlæg átt fyrst í stað, kyrrir síðan og snýst í suð- austrið. Þurt veður yfiríeitt. Yfk Johanne Stockmarr. Hljómleikar hennar í gærkvöldi voru ver sóttir en skyldi, og var j>að skaði öílum þeim, sem voru fjarverandi, því leikur hennar var hinn ánægjulegasti og tilj>rif mikil. Annað kvöld heldur ungfrúin hina síðustu hljómleika sína í Nýja Bíó og kveður áheyrendur sína, þar sem hún heldur heimleiðis eftir nokkra daga. Vísir ræður öllum þeim, sem hljómleik unna, til þess að sitja ekki af sér síðasta tækifærið til að hlusta á hinn aðdáanlega leik ungfrú Stockmarr. Gamla Bíó 1 sýnir í kvöld Jfarold Lloyd „í sjöunda himni“, þessa mjög svo skemtilegu mynd. Aftur á móti verður „Sheikinn" ekki sýndur. Nýja Bíó sýnir enn hina ágætu mynd OIi- vcr Twist, sem er óefað ein með betri myndum sem sýnd hefirverið. Sjá augl. á 2. síðu. Vísir er sex síður í dag. Síra Friðrik Hallgrímsson, prestur í Argylebygð í Mani- toba, er eini umsækjandi um ann- að dómkirkjuprests-cmbættið. Hæstiréttur staðfesti í gær héraðsdóminn í máli Réttvísinnar gegn Kristjáni Vigfúsi Kristjánssyni. E.s. ísland kom frá útlöndum i nótt. Meðal farþega voru: Dr. Jón biskup Helgason, kaupmennirnir Harald- ur Árnason og Jensen-Bjerg og margt manna úr Vestmannacyjum. NTJA BlÖ Oliver Twist stórkostlega faHegur sjón- lefknr i 8 þáttnm, leik- inn af nndrabarninn JACKIE COOGAN. Þetta er talin vera, besta mynd hans og ekki einungis það, heldur er hún talin með bestu myndum, sem búnar hafa verið til. Hnn ereins pg kunnugt er leikin eftir hinni heimsfrœgu skáldsögu enska skáidsins Cbar. es Dieken’s, sem næstum hvert mannsbarn kannasf við. Charles Dickens er það, framar öllum öðrum, sem tilbað og vakti hið fagra 9 iifinu, með skáldsögum sín- um, sérstaklega„OliverTwist* sem er sahnkailaður gim- steinn heiöishókmentanna; í henni kemur fram öll hin volduga ást Ðkikerís á hinu góða í lifinu. Þessi mynd verðskuldar það að aliir sjái hana, því hún £ er sannkallað meislaraverk. ~ Aðgöngumiða má panta i síma 344, eftir kl. 1. I Til vegfaranda í Vísi. Eg cr aldraður maður, og bý fyrir utan borgina; þarf að ganga til Rcykjavíkur með dóttur mína 4 ára gamla. Oft hefi cg kviðiö íyrir að mæta bifréTðum með stafla aí lausum grútartunnum, þó aldrei hafi orðið slys að. — í fyrra <lag mæti eg bifreið með fyrnefndan flutning, en þá sé eg að tunnurnar :ii Hot The Ever - Bag. * ./ er dýrmætur fyrir hinn sjúka. Sá, sem er hraustur í dag, veit ekki nema hann þurfi hans me3 á morgun. HITAPOKINN gæti ef til viíl bjargað lífi þess manns, sem hefir ofkólnað og þarf strax á hita a5 halda. HI FAPOKINN hjálpar þeím og huggar, sem þjást af bakverfei, liðagigt, mjaðmarverki o. s. frv. Sá, sem fengið hefir slæmt kvef, œtti að reyna HITAPOKANN, einnig sá, sem Iosna vill við bólgu, (t. d. eftir tannpínu). HITAPOKINN er betri « nokkur annar „bakstur". HITAPOKINN ryður hcittt vatnsflöskunum alveg burt. Hann gefur jafnari og betri hita, ,er hættu- laus (brotnar ckki), og auk þ*a® ódýrari í notkun, er til lengdar laerín:.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.