Vísir - 04.10.1924, Blaðsíða 6

Vísir - 04.10.1924, Blaðsíða 6
4. október 1924. VlSIR Verslun Augnstu Svendsen. Mikið úrval af smekklegum og ódýrum ísaums- vörum, hentugum fyrir skóla og byrjendur. Markasöfnun ]?ar sem mér hefir verið falið að safna mörlcum úr Reykja- vík, sem komast eiga í markaskrá þá, er prentuð verður í vetur komandi, þá tilkynnist þeim er ætla að koma mörkum sínum í skrána, að þeir verða að liafa komið þeim til mín fyrir þ. 20 okt. Gjald fyrir 1 mark kr. 2,00, fyrir annað kr. *3,00, þriðja 5,00 fjórða 10,00, nýtt mark 10,00 og fylgi það markaseðlinum. Bjarmalandi 2. okt. 1924. Þðrðnr Þóiðarson. Besta Vefjagarnið og ódýrasta fáið þér i E DIN B 0 R G. Nýjar bækur: eftir dr. Guðmund Finnbogason 4,00. Efnið viðkemur öllu fólki og kaupverðið ráða allir við. 33L© íiSl\3Ll3<í>iílL í on» ilfc-UL eftir próf. W. A. Craigie, íslenskuð eftir Snæbjörn Jónsson. 1. hefti 2,00 Islensil iUoga 1 rorjCiOicaL eftir dr. Alexander Jóhannesson 16,00, innb. 20,00. eftir Halldór Kiljan Laxness 6,00, innb. 8,00. VestaB Tjlm? flOröum eftir Guðmund G. Hagalín 6,00, innb. 8,00 Um tvo þá síðasttöldu er mikið talað. Dæmið^sjálf um hvor betri er! Fást hjá bóksölum. Bókaverslun Ársæls Árnasonar. Karlmannaíöt í ' ■ : • í stóru úrvali nýkomin í Brauns-verslun Aðalstræti 9. Vantar yður gólfdúk ? þá kaupið hann í Edínborg. • Gífarleg verðlækknn! IIEY Þeir, sem ætla að kaupa útlent hey á komandi vetri, ættu að leita eftir tilboðum hjá okkur, áður en þeir gera kaup annarstaðar. Eggert Kristjánsson & Go. Hafnarstræti 15. Sími 1317. G.s. I8LAND Far Þ©« g&TC 'norður um land og til útlanda sæki farseðla 1 da« Tl I.lS.yiXlXllX«1CfcJ’ um vörur komi ± dag, C Zimsen „Sollys" Éldspýtnr eru bestar og ódýrastar. Fást í heildsölu hjá H, BenecLi k tsson ól Co. V?IEÍLLAGIMSTEINNINN. 94, >j uppi. Ronald stóö á þilfarinu og hallaöist upp aö siglunni, krosslagði handleggina og’ virti fyrir sér þaS landslag, sem ef til vill er hiö fegursta, sem dauðlegir menn geta hugsað sér, — svo fagurt, að hrífa mun hvern mann, jafn- vel hina kaldlyndustu, því að nú var „Hawk“ að rista hinar bláu öldur Miðjarðarhafsins, en fyrir stafni blasti við hina fræga Riviera- strönd. Þetta var um vetur, en sól skein í heiði og var allheitt. Hv.ergi í Evrópu sést annað eins litaskraut úti á víðavangi. Hvergi verður grænkan eins lík emerald, eða bláminn safírn- um, eins og þar. Iivergi er hvitt svo hreint eða tindrandi sem þar í Riviera. Það er heillandi land og fegurra en með orðúm veröi lýst. Ef leita ætti eftir einhverju til samanburðar, þá mætti helst nefna íburð- armikiö leiksvið 1 ævintýraleik, sem einhver isnillingur hefði látið gera. En þegar ókunnur ma'Sur horfir á þessa strönd af skipsfjöl, þá býst hann við því á hverri stundu, að þessi jarðneska’yndissjón muni þá 0g þegar hverfa sjónum, eins og ævintýraland í draumi. En þó að Ronald sæi þarna í fyrsta sinni þetta dásamlega land, glitrandi og sindrandi í sólskininu, sem laugaði land og sæ í gulli, þá vakti það hann ekki til hrifningar. Hann virti það fyrir sér, alvarlegur 0g hugsandi. Fyrir einu ári rnundi hann hafa mænt þar á land af mikilli eftirvæntingu og fögnuði, því að þarna lá Monte Carlo, hinn fagri, dular- fulli, illræmdi vetrar-skemtistaður og spilaviti hinna efnuðu manna, sem hann hafði áður talist til. En nú var Ronald orðinn gerbreyttur, — og sú breyting hófst, — þó að hann vissi ekki af því sjálfur, — kveldið sem hann sá Cöru í heiðarmylnunni. Sú þrá, sem hún tendraði þá ósjálfrátt í hug hans, snerist í ákafa ást, þegar hann 'sá hana í eynni, en þegar hann misti liénnar og tókst ekki að finna hana, þá fékk það honum svo mikillar áhyggju, að hann varð allur annar maður og lagði allan hug á eina, alvarlega ákvörðun, sem var hon- um öllu æðri. Svo sem menn sækjast ákafast cftir auð- æfurn, þyrstir eftir metorðum, og leggja sig alla fram eftir mentun, svo leitaði Ronald eftir Cöru. — Segja mætti að hann hefði líka verið að leita að stolnu auðæfunum, en satt að segja hugsaði hann sjaldan um þau. Það var Cara ei'n, sem hann þráði að finna, stúlkan, sem hafði játað honum ástir sínar og ky,st hann i tunglskininu. Hann skoraðist undan að fara með Vane til Englands og tók fegins hugar boði hans um lán á skemtiskipinu. Hann taldi sér trú um, að innan fárra vikna, — jafnvel innan fárra daga, — mundi hann finna hana, ganga aö eiga ha^a 0g flytja hana undan óheillavaldi þess manns, sem kallaði sig föður hennar, en fór með hana eins og þræl og bandingja. En dagarnir urðu að vikum, vikurnar að mán- uðum og hann var enn að leita hennar. Hann hafði engan grun, sem hann gæti far- 'ið eftir, hvað þá annað; hún hafði horfið, verið flutt burtu með svo dularfullum hætti, að þess sáust engin rnerki, hvert hún hefði farið. Iiann haföi leitað hennar i Sikiley, eyj- um þar i kring og á meginlandinu, en hvergi spurði hann til hennar eða Lemuels Ravens. Rónald vissi ekki, hvort Raven hefði heldur farið með hana til einhvers afkyma á megin- landi álfunnar, eða alla leið vestur um haf. Ronald var orðinn skapharður og gerbreytt- ur, bæði í sjón og raun. Hann var orðinn magur og alvarlegur, og í stað gáskans, sem áður hafði skiniö honum úr augum, var komin alvara og harka. Hann talaði lítið, en gekk oftast aftur og fram utn þilfarið, eða læsti sig inni í klefa sínum; en þegar komið var á hafnir, var hann vanur að reika sem víðast á landi og háfa spurnir af mörgum, ef vera mætti, að hann yrði einhvers vísari um þetta eina efni, sem hann hafði allan hugann á. Hann ætlaði nú að koma við í Mónakó, ekki fyrir því, að hann langaði til að stíga þar fæti á land, heldur vegna þess, að hann skorti vistir. Þegar skipstjórinn spurði, hvort hann ætlaði á land, þá hristi hann höfuðið og ypti öxlum. Honum fanst ósennilegt, að hann mundi finna Cöru þar, og daginn eftir ætlaði hann að sigla þaðan, — en hvert?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.