Vísir - 19.12.1924, Blaðsíða 4

Vísir - 19.12.1924, Blaðsíða 4
VlSIR Símskeyti Kliöfn, 18. das. FB. 11' i.' . >■;- ■JfT ■ffii ‘V BU Stresemann neitar að mynda stjórn í pýskalandi. Ebert forseti bauð Stresemann úr þýska þjóðflokknum að mynda stjórn, en.hann hafnaði þvi boði af þeim orsökum, að miðflokkarnir vilja ekki vinna með liægri flokkunum. Mið- flokkarnir vilja að eins leggja Iiönd á plóginn til þess að mynda þá stjórn, sem berst áfram íyrir stj órnmálastefnu miðflokkanna, en sú verður vart reyndin á, er þýskir þjóðernissinnar taka þátt í sljórnarmynduninni, Spánverjar bíða herfilegan ósigur í Marokko. Spánverjar hafa beðið herfi- legan ósigur í Marokko og verða enn að halda undan. peir hafa mist fjölda manna á ný, vistir, vopn og skotfæri. Taíið er, að þessi nýi ósigur geti haf t stórmiklar afleiðingar bæðí í Marolcko og eins á Spáni. !/ Ullarprjóna- húfur margar teg. UllartreHar, Ullarvesti, Ullarpeysur, Ullar- vetlingfar karla, kvenna og barna.nýkomid- Utan af landi ísafirði, 18. des. FB. Tvo vélbáta vantar. Annar .af Isafirði, hinn úr Hnífsdal. Menn óttast, að báð- um bátunum hafi hlekst á. Vélbátinn „Leif“, eign.Sigurð- ar porvarðssonar í Hnifsdal, og vélbátinn „Njörð“, eign Magn- úsar Thorberg á ísafirði, vantar. Menn telja líklegt að báðir bát- arnir liafi farist. Ellefu menn voru á hvorum bátnurn. th. lAf tlt ttn.rir AJJt hdkjhA. 5 MÍ Bnjftffréttit, Veðrið í morgun. í Rvik o, Vestmannaeyjum i st., ísafiröi o, Akureyri o, SeyBisfirði i, Grindavík i, Stykkishólmi i, GrímsstöðuVn 3, Raufarhöfn o, Þórshöfn í Færeyjum 6, Kaup- mannahöfn 6, Utsire 8, Tynemouth 11, Leirvík 8, Jan Mayen -f- 4 st. — Veöurlýsing: LoftvægislægS á austurleiö fyrir austan land, og önnur á noröausturleiö vestur af írlandi. — Veöurspá : Noröaustlæg átt. Snjókoma nokkur á Norður- landi og Austurlandi. Þórður Sveinsson, læknir á Kleppi, á fimtugs- afmæli á morgun. Grímur Grímsson, Bergstaöastræti 50, veröur 84 ára á morgun. Ejúskapur. Síðastl. laugardag voru gefin sarnan í hjónaband Kristín Á. Árnadóttir og Halldór S. Guö- mundsson, Sellandsstíg 32. Síra Bjarni Jónsson gaf þau saman. Trúlofun sina hafa opinberað í Danmörku Magnea Ó. H. Pétursdóttir og Aage Köbstad, Vestby, Skagan. Hundrað bestu ljóð á ísl. tungu, heitir bók, sem nýlega er komin út og mörgunr mun veröa kær- komin. Jakob J. Smári hefir safn- aö kvæðunum. í formálsorðum liókarinnar segir hann svo, meðal annars, um val kvæöanna. — ,,Ætl- un mín var sú, að fara einungis eftir skáldskapargildi um val á rvæðunum, en meö orðinu skáld- skapargildi á eg við lífs- og lista- gildi sameinaö, — hve vel færðar eru í skáldlegan búning, listrænt sniö, eilífar tilfinningar mannsand- ans gagnvart tilverunni og fyrir- bærum hennar." Fyrsta kvæði bókarinnar er úr Völsungakviðu hinni fornu (Sótti Sigrún sikling glaðan o. s. frv.). en síðasta kvæðið er eftir Jónas heitinn Guðlaugsson (Mig langar Nokkur kvæði eru tekin eftir núlifandi höfunda, þó að þaö muni ekki tíðkast í samskonar bókum erlendum, og segir safnandinn, að sér hefði þótt verða of stórt skarð fvrir skildi, ef þeim væri slept. Skiftar munu skoðanir manna verða um val stöku kvæða, en um allan þorra kvæðanna er það að segja, að þau eru alveg vafalaust með allra bestu ljóðum, sem til eru á íslenska tungu, og ekki mundi auðgert, aö safna öðrum 100 ljóð- um jafngóöum. — Bókin er tilval- in jólagjöf og vinagjöf við ýmis tækifæri. Vísir er átta síður í dag. Stúdentagarðurinn. Stúdentagarðsnefndin hefir ný- lega gefið skýrslu um störf sín á Iiðnu starfsári og lagt fram endur- skoöaða reikninga sína. Var skýrt frá fjárhagsútkomunni nýlega hér í blaðinu. — Allir nefndarmenn voru endurkosnir að undanskildum lir. cand. jur. Ástþ. Matth., sem er fluttur til Vestmannaeyja. Eiga því sæti í nefndinni nú: stud.theol. Luövig Guömundsson, formaður. ; stud. jur. Tómas Jónsson, gjald- I keri, stud. jur. Thor Thors, ritari, ‘ iandsbókavörður Guðm. Finnboga- son, dr. phil. Alexander Jóhannes- son. Ennfremur fyrv. séndiherra Sveinn Björnsson, en hann var áö- ur gjaldkeri stúdentagarðsnefndar íslendinga í Khöfn. Paul Heyse, höfundur sögunnar, sem byrjar að koma í Vísi í dag, er heims- frægur rithöfundur þýskur (1830 —1914). — Heyse var mjög fjöl- hæfur rithöfundur, og liggja eftir hann leikrit, sögur og kvæði. — Einkum hafa smásögur hans og Ijóö aflað honum mikilla vinsælda og frægðar. — Á síðustu árum sín- um hlaut hann bókmentaverðlaun Nobels. — „Stúlkan frá Treppi" er talin ein með ágætustu smásög- um hans, Sýning verður haldin í húsi K. F. U. M. laugardag, sunnudag og mánudag á stækkuðum Ijós- myndum úr kvikmynd Lofts Guðmundssonar, sem hann hef- ir tekið liér á landi. Myndirnar Nýjar vörur af ýmsu tagi, eru nýkomnar með „Lagarfoss" og „Gullfoss“, þ. á. m. Smiðatól, Graetz-olíuvélarnar — langtum ódýrari en fyr, Girðingar- net, Steypunet, Sand- og Sements- sigti, Naglar af öllu tagi, með landsins langlægsta verði, Nauta- bönd, Skautar, Skóflur og Sköft, Sleggjur, Hengilásar, fjölbreytt úrval, Vegglampar, Ljósaperur, allar gerðir og styrkleikar (Heims-' frægt merki), frá kr. i.35,Mjólkur- fcrúsar, allar stærðir, Kolafötur og tilheyrandi ausur, Margs konar byggingavörur o. m. f 1., sem eng- in leið er að telja hér upp. Með fyrstu ferð eftir nýár koma Taurullurnar góðkunnu, sem allir kannast við. Verðið verður langt fyrir neðan það, sem nú er, — því ráðlegast að bíða. — Höfum mikl- ar og margbreyttar vörubirgðir og keppum við alla. Versl. B. H. BJARNASON. eru með ýmsum litum ög frá ýmsum stöðum og verða seldar á sýningarstaðnum. •— Myndir þessar eru vel fallnar til jóla- gjafa. Vísir kemur út á sunnudaginn. Auglýsendur eru beðnir að koma auglýsing- um á afgreiðsluna eða i Fé- lagsprentsmiðjuna sem fyrst. Námskeið. Þessa viku er af hálfu Búnaöar- félags Islands haldiö búnaöarnám- skeið á Húsatóttum á Skeiðum. Fyrirlestra flytja þar þeir Ragnar Ásgeirsson og Theódór Arnbjarn- arson, ráðunautar félagsins og Pálmi Einarsson, búfræðikandídat, sem var austur á Skeiðum í suni- ar að rannsaka áveituna og áhrif hennar. Gjafir til ekkju Gísla Jónssonar, afh. Vísi: 5 kr. frá ónefndum, 5 kr. frá stúlku, 1 kr. E. G., 20 kr. frá J. E, E.s. Tordenskjold kom í gær með senient og fleiri vörur. Eigepdur farmsins eru H. Benediktsson & Co. og J. Þorláks- son & Norðmann. Áheit á Strandarkirkju, afli. Vísi: 2 kr. frá Katli, 2 kr. N. N„ 10 kr. frá G. A. P. D„ 1 kr. frá ónefndum, 2 kr. frá N. N„ 2 kr. frá N„ 3 kr. frá ónefnd- œs * ®4ða fm* Inuifrakka » (Slobrok) síða og stutta 9"^^ selur

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.