Alþýðublaðið - 25.05.1928, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 25.05.1928, Blaðsíða 2
aiEÞÝÐUBBAÐIÐ Ulþýðublaðið « kemur út á hverjum virkum degi. } Aigreiösla í Alpýðuhúsinu við i Hverfisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. ; til kl. 7 siðd. < Skrlfstofa á sama stað opin kl. ' 9Vs-10Vs árd. og kl. 8-9 síðd. « Simar: 988 (afgreiðslan) og 2394 Í (skrifstofan). « Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á } mánuði. Auglýsingarverðkr.0,15 « hver mm. eindálka. J Prentsmiðja: Alpýðuprentsmi&jan j (i sama húsi, simi 1294). Landslög og leppmenska. Það. vakti almenna ánœgju meðal almennings, er það frétt- ist, að dómsmálaráðherra hefði fyrirskipað opinbera réttarrann- sókn á stjórn hf. Shell á íslandi. Eftir skýrslu lögfræðings þess, er að tilhlutun dómsmálaráðherra hafði rannsakað félagsstofnun þes'sa, hafði félagsstjórnin rang- lega tilkynt til hlutafélagsskrár, að alt hlutaféð (500 pús. kr.) væri innborgað, með því að stærsti hluthafinn, Björgúlfur Ól- afsson læknir, hafði' ekki greitt inn Iofað hlutafé sitt, að upphæð 244 þús. kr. Auk þess þótti það óvíst, að aðrir íslenzkir hluthaf- ar hefðu af hendi int hlutafjár- upphæð sína, þar á meðal for- maður félagsstjórnarinnar, Magn- ús Guðmundsson, fyrrv. döms- málaráðherra. Ef að skýrsia lögfræðingsins reynist rétt, sem engin ástæða er til að efast um, hefir stjórn hf. Shell brotið fyrirmæli hlutafélaga- laganna, og ætti þá eftir 53. gr. þeirra að sæta sektum eða fang- elsi. Einnig mun hafa verið fyrir- skipuð rannsókn gegn stjóm hf. Olíusölunnar hér í bænum, sem er eins konar dótturfélag hf. Sheil, vegna þess, að stjórn þess hafði vanrækt að fá sér verzlunar'leyfi. En það, sem er mest um vert og nauðsynlegast við réttarrann- sókn þessa, er það, að upplýsa um heimildir hf. Shell til atvinnu- reksturs hér á landi (verzlunasr). Eftir rannsókn lögfræðingsins virðist full ástæða til að ætla að vafasamt mætti telja að meiri hluti hlutafjárins væri eign manna, búsettra hér á iandi,. en samkvæmt lögum um verzlunar- atvinnu- nr. 52 frá 27. júní 1925, m-ega hlutafélög því að eins reka verzlun hér á landi, að meira en helmingur hlutafjár sé eign bú- settra manna hér á landi. Og þar er komið að kjarna málsints. islenzk löggjöf hefir sett fyrirmæli, s-em rneðal annars eiga að tryggja það, að erlent auð- magn vaði hér ekki takmarka- iaust inn í landið án íhlutunar landsmanna. Þess vegna eru sett ákvæði um það, að erlendir menn megi ekki eiga fasteignir hér á iandi né skip, sem sigla undir ís- lenzk-um fána, og ekki heldur rel.a hér rerzlunaratvinnu, nema m-eð rissum takmörkunum. En það hefir hins vegar þótt við brenna, að til væru þeir ís- lenzkir þegnar, sem á snið við landslög og rétt hafa lánað nafn sitt erlendum fjárplógsmönnum, svo þeir gætu sezt að auðlind- um Iandsins með sömu réttindum og landsmen-n sjálfir. Þessir m-en-n eru nefndir leppar, og þykir á- hrifa þeirra til þes-sa einkum hafa gætt við þíldárútgerð hér á landi, Þeir þykja ekki þjóðthollir menn, og eru, af sómakærum mönnum, 1-itt í hávegum hafðir, sem mak- Iegt er. Nú virðist sumu'in, sem vafa- samt sé, að íslenzk löggjöf sé nógu skýr og ákveðin til þess að girða vel fyrir leppmensku. Ef það er rétt, sem skýrsla lög- fræðingsinis hermir, að stærsti hluthafirin í hf. Sh-ell, sem sagð- -ur er að eiga alt að helmingi hlutafjárins, hafi fengið hlutafé sitt að láni — eða ætli að fá það að láni — hjá einum félags- anga hins erlenda milljóna-félags, Shell, gegn handveði í hlutabréf- unum, þá virðist ón-eitanlega lagt á tæpasta vaöið, að telja s-Iikt hlutafé eign manna búsettra hér á landi. Og ef að gengið er út frá því að skýrsla lögfræðings- ins sé rétt, er áreiöianfega full ástæða til þess, að athuga hvort hf. Shell á íslandi h-efir raunveru- lega rétt til atvinnu- (verzlunar-) rekstrar hér á landi eftir ísinezk- um lögum. En ef að þetta er- lenda lánaða fé yrði af dómstól- unum talið eign búsettra manna hér á landi, væri full þörf fyrir næsta alþingi að endurskoða lögin um verzlunaratvinnu, svo að hægt væri að koma í veg fyrir að ganga megi þannig á snið við anda þeirra og tilgang. Réttarrannsóknin og dómur út af kærunni á h-endur stjórnend- um h-f. Shell á íslandi mun skera úr þessu. Þess vegna er fyrir- skipun réttarrannsólmarinnar sjálf- sögð og merkil-eg. C. /. Hús tereianasp á Kl. um. 6 í morgun, þegar verkamenn á Siglufirði voru að fara til vinnu sinnar, sáu þeir, að eldur var uppi í húsi Alfons Jónssonar 1-ögfræðings. Fóru þeir þegar til og gerðu fólkinu í hús- inu aðvart, og bjargað-ist það með naumindum út. Brann siðan húsið til kaldra kola á einni klukku- stund og varð engu af húsmunum bjargað. Veður var stilt og gott. Upptök eldsins eru algerlega ó- kunn. Hús;ið var nýsmíðað timbur- hús- — og bíður eigandi mikiötjón. í húsinu bjuggu: Alfons Jóns- son, móðir hans og systir — og Sigurður Jónsson verkfræðingur. Slapp hann seinastur út — og mátti ekki tæpara standa um und- ankomu. Verkamannaningíð í Síobkhólmi. Alþjóðasamband flutninga- manna (International Transp-ort- workers’ Federation) heldur þing í Stokkhólmi dagana 9.—14. júlí í sumar. Þ-ingið verð-ur háð í Ríkisþinghúsinu. í sambandi þessu eru tvö ís- lenzk félög: Verkamannafél. Dags- brún og Sjómannafélag Reykja- víkur, Dagskrá sú, sem lögð verður fyrir þing- ið, er þannig: 1. Ávörp frá ful-ltrúum og hyll- ingaróður. 2. Þingsetningarræða, flutt af fors-eta sambandsins. 3. Kosnir menn til jress að ann- ast skrifstofustörf þingsins. 4. Piófun kjörbréfa. 5. Ákveðnar starfsreglur þings- ins. 6. Skýrsla framkvæmdastjórnar. 7. Skýrsla um fjármál sam- bandsins. 8. Endurbætur á nútíma flutn- ingatækjum (ritgerð eftir N. Nathans, aðstoðarritara sam- bandsins. 9. Ræddar framkomnar til-lögur. 10. Alþjóða-auðvaldið og alþjóða- samband verkamanna (ritgerð eftir Edo Fimm-en, aðalritara -sambandsihs). 11. Ákveðin iðgjöld sambandsfé- 1 aga. 12. Aðalstöðvar sambandsins. 13. G. Ákveðin réttarhlutföll landa til þess að eiga sæti í a-ð- alstjórn og framkvæmda- stjórn. b. Kosning aðalmanna og varamanna i aðalstjórn ■ sambandsins. c. Kosning framkvæmda- stjórnar. d. Kosning ritara. 14. Ákveðinn staður til næsta þinghalds. Eins og gefur að skilja er 9. liðurinn á dagskránni veigamesta atriðið, þar sem eru til-l-ögur, sem sambandsdeildir og einstakir full- írúar leggja fyrir þingið. Sam- bandsistjórninni hafa þegar bor- ist nokkrar til-lögur, en vænta má að miklu f-leiri mál komi þar frarn, þvi frestur til þess að fá mál tekin á dagskrá er ekki út- runninn fyr en 15. næsta mán- aðar. 1 næstu blöðum verður drepið á nokkur mál, sem ví-st er um að koma fyrir þingið. R. Walter flytur fyrirlestur í kvöld kl. 71/2 í Nýja Bíó um „Moderner Luft- v-erkehr“. Sýnir hann 50 skugga- myndir. Aðgöngumiðar fást í bókaverzlun Sigf. Eymundssonar og k-osta 50 aura. R. Walter hef- ir verið höfuðsmaður í lofther Þjóðverja, og er geysifróður um öll flugmál. KnattspynMfréttir. í fyrrakvöld hélt 3. flokks mótið áfram; keptu fyrst félögin Frarn. og K. R. Lauk þeim leik þannig, að K. R. vann með 8 gegn 0. Leikur þessi var mjög ójafn, því K. R. menn höfðu aiveg yfirhönd- ina til leiksloka. Þá keptu Valur og Víkingur, og fóru þeir leikar svo, að Valur vann að> lokum með 3 gegn 1. Leikur þessi var prýðilegur í alla staði, og mátti fyrst ekki í milli sjá, hvor sigra myndi. Fyrri hálf- ieik Jauk þannig, að jafntefli var, 1 gegn 1, og hélst það þannig þar til eftir voru hér um bil_ tíu mínútur. Náðu þá Valsmenn öðru marki. Voru síðan gerð mörg skæð upphlaup af beggja hálfu, sem fylgt var með ópum og íagn- aðarlátum áhorfenda, s-em vom nijög margir; en öl-l upphlaup voru hindruð, þar til næstum því að leikslokum, að Valsmönnum tókst að koma þriðja markinu* Leikurinn v^ar jafn prýðilegur hjá báðum félögum. Næst keppa Víkingur og Fram, í kvöld kl. 8, -og Valur og K. R. kl. 9. Ættu áhorfendur að muna það, að þó völlurinn sé ógirtur, mega þeir hvorki leika með, né ganga inn á völl-in-n, þótt þeir séu „spentir”, því með því móti bæði tef ja þeir og -eyðileggja’ leik drengjanna. Þráilnn. Frá fimleikaflQkknum. Lundúnum, FB., 24. maí. I Aberdeen Press er farið svo feldum orðum um leikfimissýn- ingu kvennaflokks íþróttafélags Reykjaví-kur þar í borg þ. 21. þ. m.: Hinn frægi flokkur íslenzkrai- fimleikakvenna sýndi listir • sínar í nýju danzhöl'linni hér í borg, að- allega ýmsar æfingar í fegurðar- Ieikfimi, sem voru sýndar hægt og með miklum þokka, og svip- ar list þeirra til hinna fegurstu danza, að því er snertir ósk-eikult og ágætt samræmi. Sýning stúlkn- anna bar það með sér, að mikil rækt hafði verið lögð við að æfa þær sem bezt, og það, ásarnt méð- f-æddum yndisþokka þeirra-, gerðí þeim auðv-elt að veifa áhorfend- úm hina beztu skemtun. Sandhöllin. Á fundi Sundfélags Reykjavíkur 23. þ. m. var samþykt í einu hljóði svofeld tillaga: „Sundfélag Reykjavíkur s-korar á bæjarstjórn Reykjavíkur, að hefjast nú þegar handa í sund- hallarmálinu og skipa sérstaka sundhallarnefnd, er vinni að því að byrjáð verði á byggingu sund- hállarinnar í sumar.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.