Alþýðublaðið - 05.05.1920, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 05.05.1920, Blaðsíða 4
ALÞYÐUBLAÐIÐ (við Rauðará) óskast nú þegar konur og karlar til fiskþvottar og þurkunar um lengri eða skemmri tíma eftir ástæð- um hvers eins. Verkstjórinn semur á stöðinni kl. 9—12 f. m. og 5—7 e. m. Þór. Arnórsson. 4 Xoli konungnr. Iftir Upton Sinclair. Öanur bók: Prœlar Kola konungs. (Frh.). XXVI. Það fór fyrir þeim, eins og öllum öðrum í Norðurdalnum, þau urðu að hverfa aftur, og standa hjá hinum, og hlusta eftir því, hvort nokkuð nýtt skeði. Þau urðu að hlusta á orðasveiminn um nýjar sprengingar, meðan þau störðu niður í hið svarta, gapandi ginnungaop; hugurinn reikaði þangað niður, og sá skelfingar- atburði langt niðri í iðrum jarð- arinnar. Hallur sór Mary það, að fara ekki í illdeilur við Jcff Cotton, og þau fóru aftur til númer tvö. Asnarnir voru i þann veginn að koma upp og verkstjórarnir lofuðu, að mennirnir skyldu koma eftir augnablik. Alt var eins og það átti að vera Engín hætta var á ferðuml En Mary treysti Halli ekki meira en svo, að hún félck hann með sér til númer eitt aftur. Þangað var nýkominn björgunar- vagn frá Pedro, með lækna, hjúkr- unarkonur og marga „hjálma". Hjálmar þessir voru skrítin verk- færi á að sjá. Þeir voru reirðir fastir yfir höfuð manna og herðar Þeir voru loftþéttir og framleiddu nægilegt súrefni í eina klukku- stund eða meira. Mennirnir, sem höfðu þá, fóru í stóra tunnu, sem var rent niður í námugöngin á taug, og annað slagið kiptu þeir í band til þess að gefa til kynna, að þeir væru lifandi. Þegar hinir fyrstu þeirra komu aftur upp, sögðu þeir, að menn lægju við uppgönguna, en bersýnilega allir dauðir. Niðri var þykkur, svartur reykur, sem benti á það, að eldur væri einhversstaðar í námunni. Svo ekki var hægt að gera meira, fyr en loftdælan yrði sett af stað. Með henni gætu þeir dælt reykn- um og sprengiloftinu burtu og hreinsað namugöngin. Námueftirlitsmaður rikisins hafði fengið tilkynningu um sprenging una, en hann var veikur og sendi einn af aðstoðarmönnum sínum. Samkvæmt lögunum átti þessi embættismaður að stjórna öllu björeunarstarfinu, en Hallur veitti því eftirtekt, að nærvera hans fór alveg framhjá verkamönnunum. Það hafði verið skylda hans, að afstýra slysinu, en það hafði hann ekki gert. Öllu fór fram eins og félagið vildi — eins og vant var. Og námuverkamcnnirnir höfðu, í orðuro Alec Stone, fengið hæfilega lýsingu á afstöðu félagsins: „Skitt með menninal Bjargið þið ösnun- um!“ Þessi orð höfðu farið sem eldur í sinu um alt héraðið. Og auðséð var á því, með hve mikl- um ákafa menn endurtóku þetta, að þeir skildu ástandið réttilega. Leiðrétting-. Ritstj. Alþbl. hefir beðið mig að rannsaka nánar heimildir þ*r, er eg hafði fyrir grein minni um drykkjuskab í Mentaskólanum síð- asta vetrardag. Eg hefi reynt að fregna þá menn, sem eg hafði sögu mfna frá, um málið. Hafa þeir flestlr haft það frá mönnum, sem þeir höfðu tekið trúanlega, en eftir því sem rektor skólans, hr. G T. Zoega, hefir sagt frá, munu kennarar allir. samdóma um, að saga þessi sé ekki sönn, og ætlá eg að þeir hafi rétt fyrir sér. Ætlun mfn var hvorki að ófrægja kennara né nemendur. Því bæði er eg hinum fyrri lítt kunnugur og svo vildi eg aðeins vekja eftir- tekt manna á þessu, ef satt væri. Því óncytanlega væri eitthvað bogið við sómatilfinningu pilta og skólalífið rotið, ef annað eins og þetta gæti átt sér sér stað. Skal eg svo ekki fjölyrða um þetta, en vonast til þess, að piltar verði í framtíðinni gætnari í orðum og séu ekki að bera út tilhæfulausar sögur um athæfi sitt í skólanum, þvf bæði er þeim sjálfum enginn sómi að því, og skólinn hefir vansæmd af. En f þessu falli er svo að sjá, sem abyrgðarlausir mena úr þeirra hóp hafi gert sitt til að útbreiða þessa sögu. Q. Samtaka! Saman bundin svo af Knút saurug skulda peysa, að fjármálanna flókin hnút, fjandinn kann ei leysa. Vfkjum Sigga allir út, ó, þá væri hann heppinn, en við skulum allir kjósa Knút, svo komumst strax á hreppinn. Ari. Telpu, röska og góða, vant- ar okkur f sumar. Guðrún og Steindór. Grettisgötu io uppi. Alþbl. kostar I kr. á mánuði. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ólafur Friðriksson. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.