Vísir - 08.01.1926, Blaðsíða 4

Vísir - 08.01.1926, Blaðsíða 4
VISIR mér Evrópuma'öur, sem lengi hef- ir átt heima í Tyrklandi og fór nýlega um sveitir landsins til þess aö kynna sér áhrif „siða-skiít- anna“. Hjátrú er enn hin magna‘8- asta og hefir mörgu illu til lei'Sar komið, einkum í heilbrigöismál- um. Þessi ma'Sur sagði mér til dæm- is, aö hann heföi einu sinni veriö staddur í_’ húsagaröi höföingja nokkurs og séö þar þrjár eöa fjór- ar konur andspænis sér. Þær höfðu kastaö andlitsblæjum sín- um, en ekki haföi siöabótin náö öðrum tökum á þeim. Ein þeirra var ung brúöur, og var gömul kona aö veita henni lækningu viö höfuöverki. Lækningin var í því fólgin, aö ristir voru djúpir, lóð- réttir skurðir á enninu, yfir aug- unum, en áður höfðu láréttir skuröir verið ristir yfir augnalok- unum, til þess að taka viö því blóöi, sem rynni ofan. Hvervetna um sveitir Tyrk- lands eru slíkar hjátrúarlækning- ar framdar og höfðu frömuðir trúarbragðanna fremur hvatt en latt til þeirrar flónsku. Og þó að stjórnin í Angora hafi komið nýrri skipan á trúarsiðu, þá helst hjátrúin óbreytt í þessum efnum. Óteljandi dæmi mætti nefna um fákunnáttu fólks í Tyrklandi, og eru siðir þess ýmsir mjög gamal- dags. Er auðsætt, að því verður ekki breytt til batnaðar á skömm- um tíma, einkanlega vegna þess, að mjög lítið er þar um lærða lækna, kennara eða sérfræðinga, og mestur hluti fólks er hvorki læs né skrifandi, hefir engin kynni af öðrum þjóðum og veit ekkert, hverju þar fer fram. Kröfur þær, sem gerðar eru til daglegra þæginda, eru hvervetna svo ótrúlega litlar (nema meðal örfárra efnamanna í borgum og bæjum), að jafnvel á hinum miklu höfuðbólum, sjást hvergi rúm- stæði. Heimafólk etur alt af einu fati og oft án hnífa og gaffla, og herbergin, sem etið er í og sofið, eru gersneydd öllum þægindum og skrauti. Svona er þessu farið um alt miðbik landsins og austur- hluta þess. En foringjar hinna vestrænu umbóta kvarta mest yfir því, hve fáa menn þeir eigi sér til stuðn- ings og til þess að halda starfinu áfram. Þeir segja, að svo virðist, sem fátt ungra og upprennandi Tyrkja hafi nægilega þekkingu til þess aö taka við af þeim, sem þetta umbótastarf hafi hafiö. Þeim -finst fáfræðin hið þyngsta farg, sem þeir eigi við að etja. Þeir eru að svipast eftir ungum mönnum, .sem geti tekið við af þeim, en .finna, illu heilli, altof fáa. Þetta er þeirra mesta mein og höfuö-hætta, eins og nú standa sakir. — Úr þessu er ekkert vísvitandi aftur- kast að óttast, en nú þarf svo víöa umbóta eða nýrra stórvirkja, að varla virðist völ á nægilega mörg- um velmentuðúm Tyrkjum til .slíkra hluta. Sú hætta vofir yfir öllum umbótum, aö þær lognist út af með frumkvöðlum þeirra, vegna dáðleysis eins og ómensku, nema forkólfunum takist að vekja nýja og marga menn til dáða, jafn hyggna og afkastamikla eins og þá, sem hrundið hafa þessum nýj- ungum af stað. Yeðrið í morgun. Frost í Reykjavík 2 st., Vest- mannaeyjum 0, Isafirði hiti 1, Grindavík frost 2, Stykkishólmi 0, Grímsstöðum frost 9, Rauf- arhöfn 1 (ekkert skeyti frá Hól- um í Hornafirði), pórsliöfn í Færeyjum 1, Angmagsahk (í gær) 0, Kaupmannaliöfn hiti 3, Utsire 3, Tynemouth 4, Leirvik 5 (ekkert skeyti frá Jan Mayen). Mestur hiti hér siðan kl. 8 í gær- morgun 1 st., minstur -í- 3. — Loftvægislægð við suðaustur- land. Veðurspá: Norðlæg átt á Suðurlandi. Breytileg vindstaða annarsstaðar. Hægur. Verslunarm.félag Reykjavíkur heldur fund í kveld kl. 8% í Kaupþingssalnum (Spilakveld). Söngkór stúdenta (bassaraddir) heldur æfingu kl. 6 í kveld, en tenór-raddir kl. 6 á morgun. Enskur línuveiðari kom hingað i gær með fót- brotinn mann. Frá Englandi komu i gær: Gylfi, pórólfur og Baldur. ísfiskssala. Nýlega hafa þessi skip selt afla sinn í Englandi: Geir £995, Gulltoppur £ 1010, Belgaum £ 2447. Gengi erl. myntar. Sterlingspund ....,, kr. 22.15 100 kr. danskar .... — 113.13 100 — sænskar .... — 122.57 100 — norskar .... — 92.93 Dollar............... -— 4.58 100 frankar franskir — 17.82 100 — belgiskir —* 20.98 100 — svissn. — 88.52 100 lírur...............— 18.67 100 pesetar........ —• 64.76 100 gyllini............—■ 184.00 100 mörk þýsk (gull) —-• 108.88 Danskensla. — Tek að mér einkatíma. L. Möller, Tjarnar- götu 11. Sími 350. " (111 Get enn bætt við nokkurum nemendum i orgeltima. — Ódýr kensla. Uppl. í síma 1245. (115 Kenslukona óskast nú þegar og til vors á gott heimili austan fjalls til þess að kenna stálpuð- um börnum og unglingum. parf helst að geta kent eitthvað á hljóðfæri. Gott kaup í boði. — Helgi Hjörvar, Aðalstræti 8. — Sími 808. (122 Tveir nemendur, sem byrjað hafa dálítið á frönsku, geta komist i flokk með öðrum nú þegar A. v. á.. (76 Stúlka getur komist að að læra kjólasaum. Guðbjörg Guð- mundsdóttir, Grettisgötu 2. Sími 1232. (113 Rauður lindarpenni (Parkers) tapaðist i gær. — Skilist gegn fundarlaunum i Félagsprent- smiðjuna. (134 Armband hefir fundist. A.v.á. (119 Tapast hefir Chevrolet-dekk á felgu, frá Hafnarfirði til Rvik- ur (í vesturbænum). Finnandi skih á Bifreiðastöð Sæbergs. — Sími 784. (118 Rauðleit handtaska, lítil, tap- aðist i gærkveldi í Hverfisgötu- brelíku eða Lækjargötu. Símí 415. (130 Kvengrímubúningur til leigu á Barónsstíg 23, niðri. (120 Duglegur verkamaður að norð- an óskar strax eftir vinnu. Uppl. Laugaveg 30 A, uppi. (121 Stúlka óskar eftir að sauma i húsum. Uppl. á Baldursgötu 32, niðri. (117 Nokkrir menn teknir i þjón- ustu, Brekkustíg 8. Einnið tek- inn útsaumur. (116 Grímubúningar eru saumaðir og til leigu. Guðbjörg Guð- mundsdóttir, Grettisgötu 2. — Sími 1232. (114 Stúlka óskast i vist nú þegar. Uppl. á Lokastíg 26. (110 Unghngur óskast í vist. Suð- urgötu 14. (131 Hulsauma, Guðrún Helga- dóttir, Bergstaðastræti 14. Sími 1151. (129 Stúlka óskast í vist, hátt kaup. Uppl. í síma 1638. (128 Stúlka óskast í létta vist. Gott kaup. Uppl. á Framnesveg 9. (127 Myndarleg stúlka óskast hálf- an eða allan daginn um mánað- artíma. Litið tveggja manna heimili. A. v. á. (126 Stúlka óskast í vist um tima, sökum veikinda annarar. A. v. á. (125 Stúlka óskast upp i Borgar- fjörð, nú þegar. A. v. á. (124 Stúlka óskast í vist nú þegar. Uppl. Vesturgotu 17. (46 Unglingur óskast til að gæta barna. A. v. á. (107 Myndarleg stúlka óskast nú þegar. Létt störf. Hátt kaup. — Uppl. í sima 131. Hafnarfirði. (75 Stúlka óskast i vist. Uppl. á* Framnesveg 1 C. (8i Hraust og dugleg stúlka ösk- ast á lítið, gott heimili, nú þegar. A. v. á. (2 Lítinn ofn vil eg lcaupa. Stef- án Björnsson, Nönnugötu 1 A. (112; Tvær vel aldar gæsir til sölw. A. v. á. (133- Barnasokkar og hanskar, selj- ast með óheyrilega lágu verði. í Fatabúðinni. (132 Drengjaskór, fallegir og sterkir, verða seldir næstu daga á kr. 10.00 parið. pórður Péturs- son & Co. (104 Nýtt skyr fæst í Matardeild Sláturfélagsins, Hafnarstr. (10&; Kristaltuttur, egta, stórt úr- val, frá 12 au. stykkið, 5 fyrir 50 aura. Laugavegs Apótek. (57 Fersól er ómissandi viS blóB- leysi, svefnleysi, þreytu, óstyrk- leik og höfuSverk. Fersól eykur krafta og starfsþrek. Fersól gerir líkamann hraustan og fagran. Fæst*í Laugavegs Apóteki. (324 Bestir og ódýrastir tilbúnir' bláir og mislitir ryk- og regn- frakkar, lijá H. Andersen & Sön, Aðalstræti 16. (75 Kristaltúttur á 20 aura, 5 fyr- ir krónu, i verslun Goðafoss,, Laugaveg 5. (29* Einhleypur sjómaður óska» eftir herbergi án húsgagna. — Sími 808. (12S FÉLAGSPRENTSMIÐJAN FÖRNFÚS ÁST. með að leita sér huggunar. Hún var sannfærö um, að sér yrSi fljótt gleymt. Og þó þótti henni rangt, aS vantreysta góðum tilfinning- um annara. Hún vissi, að sjálf mundi hún halda áfram að elska, þrátt fyrir þaö þótt hún heföi enga von um aö sjá framar þann sem hún elskaöi. Og þegar svo var ástatt, haföi hún í rauninni einskis aö óska frek- ara. Og nú þráði hún aðeins hvíld og frið. Sama morguninn, sem Núnó fór til Pont Croix, hafði Piergin ábóti komið til þess að sannprófa hvort Ester væri ekki blendin í trúnni, en hún var hin einbeittasta, og ábót- inn fór frá henni ánægður og léttur x skapi. Ester sat í klefa sínum við lestur heilagrar ritningar, þegar abbadísin kom inn til hennar. „Barnið mitt,“ sagöi abbadísin. „Faðir yö- ar er kominn og vill ná tali af yður. Farið til hans. Munið það, að enn eruð þér alveg frjálsar að því, hvort þér farið eða verðiö kyrrar. Til morguns hvíla engin bönd á yð- ur. Munið það!“ Abbadísin talaði hægt og lagði vigt á orðin. Ester horfði á hana. , „Farið, barnið mitt,“ sagði abbadísin vin- gjarnlega. Þær lögðu af stað fram dimman ganginn. Abbadísin fór fyrir, en Estér gekk í hægðum sínum á eftir henni. Hún gekk gegnum „nunnusalinn“, með járngrindunum fyrir gluggunum, en síðan inn i viðtalsherbergið, þar sem hún hafði áöur orðiö að verjast for- tölum og bænum föður síns. Núnó var einn í salnum. Hann faðmaði dóttur sína og horfði fast í augu hennar, eins og hann vildi grenslast eftir, yfir hverju hún byggi nú. Hann vonaði, að hiún kynni að hafa skift um skoðun. „Barnið mitt! Ertu enn sams hugar ? - Ertu enn ósveigjanleg?" „Pabbi!“ svaraði Ester. stillilega. „Við minnumst ekki á þetta mál framar. Þaö er útkljáð að fullu og öllu.“ „Er þá alveg vonlaust um, að hugur þinn kunni að breytast." „Ást mín til þin breytist aldrei, því mátt þú örugglega treysta.“ „Og þó ætlarðu að yfirgefa mig?“ „Þú ert eini maðurinn, sem mér þykir vænt um.“ „Ertu viss um það?" sagði Núnó. Ester roðnaði og horfði niður í gólfið. Hún vildi ekki segja ósatt, og þess vegna kaus hún að þegja. „Dóttir mín!“ sagði Núnó. „Vertu einlæg, bamið mitt. Eg vil glaður leggja hvað sem vera skal í sölumar fyrir þig. Eg er fús til að veita þér alt, senx í mannlegu valdi stend- ur, líka það sem eg neitaði þér um fyrir hálfu missiri. Þú skilur mig vonandi! Eg vil fóma öllu, til þess að þú grafir þig ekki lifandi innan þessara köldu klaustumiúra. Tíminn er naumur, góða mín. Eg veit af rnanni, se». þú elskar að vonum heitara en. mig. Þú hefír flúið hingaö, sakir vonlausrar ástar. „Jafnvel þó að maðurinn væri kristim»0 mundi eg geta fallist á að hann eignaðist: þig fyrir konu, ef þú bærir ást til hans. Ester varð alls hugar fegin rétt sem snögg- ast, en svo fanst henni sem þetta mundi alt vera óvitahjal og markleysa. Trúarbi'ög*öi»' skildu hana aö vísu ekki frá þeirn sem hú* unni, en auðæfi hennar, allavega fengin, risu eins og ókleifur múrveggur milli hennar og Clements, og hún sagöi: „Pabbi! Vertu nú ekki aö kvelja mig leng- ur! Þetta er alt árangurslaust.“ „Ester! Barnið mitt!" „Hættu nú þessu, pabbi minn! Eg hefi orð- ið þér til mikillar sorgar, og eg ætla að biðja góðan guð að fyrirgefa mér það.“ Á herbergisveggnum hékk líkneski af Kristi á krossinum. Ester kraup á kné frammi fyr- ir líkneskinu, og bað um þrek til þess, að geta staðið stöðug hvað sem á dyndi. Hún veitti því ekki athygli, að faðir hennar var horf- inn. Eftir litla stund fanst henni sér hug- hægra, hún þerraði tárin af kinnum sér og reis á fætur. Hún leit þangað, sem hún vænti föður síns. Hann var horfinn. En fáein feí frá henni, á þröskuldinum í þessu hálfdimma herbergi sá hún móta fyrir manni, sem hú« kannaðist við á samri stundu. Hann stóð þama og horfði á hana sorgblöndnum ástúð-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.