Alþýðublaðið - 06.05.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 06.05.1920, Blaðsíða 1
Alþýðublaðið CarefiÖ lit af á.lþýðaflokknum. 1920 Pimtudaginn 6. maí 101. tölubl. Alþbl. er blað allrar alþýðu! fú sambanðsríkinn. Khöfn, 4. maí. Nýja ráðuneytið. Ráðuneyti þannig skipað verður átnefnt 5. maí: N. Neergaard, forsætis- og fjár- málaráðherra, Harald Scavenius, utanrikisráðherra, Klaus Berntsen, hermálaráðherra, I, C. Christensen, kirkju- og kenslumálaráðh., Rytter landsdómari, dómsmálaráðherra, Tyge Rothe stórkaupna. verzlunar- ráðherra, Slebsager þingmaður, samgöngumálaráðherra, Madsen- Mygdal forstjóri, landbúnaðarráð- tierra, Sigurð Berg, innanríkisráð- herra. Sjómannaverkfallið. Vinnuveitendafélagið hefir sett verkbann á (boycotteret) hafnar- verkamenn og sjómenn þ. 10. maí. Útflutningur landbúnaðarafurða ?{smjör, flesk og egg) verðu'r aftur hafinn með hjálp sjálfboðaliða. f ólverjar 09 Rússar. Khöfn, 4. maí. Frá London er símað, að Pól- /-verjar hafi tekið 15000 fanga í Xíew, auk geisilega mikils her- fangs. €rzberger. Khöfn, 4. maí. Frá Berlín er símað, að Cent- rumflokkurinn (kaþólskur borgara- ilokkur) hafi rekið Erzberger úr flokknum. Sanska ráðuneytið. Forsætisráðherra Niels Neer- gaard er kunnur stjórnmálamaður f Ðanmörku. Hann er fæddur árið 1854 f Hjörring á Jótlandi. Hann varð stúdent 1872, tók próf í sagnfræði 1879 og sfðan 1881 próf i hagfræði. Hann hefir ritað ýmsar merki- legar bækur um hagfræði og stjórnmál og var um tíma ritstjóri blaðsins - »Tilskueren". Þingmaður varð hann 1897. Árið 1908 varð hann fjármála- ráðherra í ráðuneyti Christensens, varð sjálfur forsætisráðherra frá 1908—09, og síðan fjármálaráð- herra í raðuneyti Holstein Ledre- borg. Hann íiefir um langt skeið verið einn af foringjum vinstri- manna. Hinn nýi utanrfkisráðherra er Kammerherra Harald Scavenius, fyr sendiherra Dana í Petrograd. Eftir að bolsivikar tóku við vöid- um f Rússlandi, mun hann hafa gætt hagsmuna Bandamanna þar. Hermálaráðherra er hinn nafh- kunni leiðtogi vinstrimanna, Klaus Bsrntsen. Hann er nú 75 ára að aldri. Innanríkisráðherra var hann f ráðuneytinu Neergaards og Hol- stein Ledreborgs, en myndaði stjórn 1910 og stjórnaði þangað til 1913, að Zahle tók við völd- um. Mentun sfna fékk hann á lýðskólum og hefir verið einn af frömuðum lýðskólabreyfingarinnar dönsku. Kenslu- ög kirkjumálaráðherra er J. C. Christensen, sem er oss íslendingum kunnur. Hefir hann komið tvisvar hingað til lands, i annað skiftið 1907 með Friðriki konungi 8. og 1918 til að smfða sambandslögin. í skeytum frá Khöfn er þess getið, að konungur hafi beðið hahn að mynda ráðu- neytið, en hann hafi skorast und- an sökum heilsubilunar. Má vera að aðrar orsakir en heijsubilun liggi til þess, að hann vill ekki taka að sér stjórnina, þvf óvíst er hversu gamalt eða vinsælt þetta ráðuneyti verður. Þeir Neergaard, Bemtsen og Christensen hafa allir um langt skeið verið foringjar vinstrimanna og börðust á sfnum tíma fyrir auknum pólitiskum réttindum, gegn afturhaldihu, sem þá stjórn- aði Danmörku. Má telja þá alla meðal merkustu manna Dana. Sömuleiðis Sigurd Berg, sem er utánrikisráðherra í nýja ráðuneyt- inu. Hann er sonur hins fræga vinstrimannáforingja Chr. Bergs. Hann var innanríkisráðherra í ráðu- neyti Christensens frá 1905—08. Var hann riðinn við Alberti-málið, en var sýknaður. Dómsmálaráðherra er Rytter landsdómari, fyrv. amtmaður i Færeyjum. Hann sagði af sér amtmannsembættinu 1918 út af ósamlyndi við Zahle, sem var þá dómsmálaráðherra, en er nú seztur f sæti hahs. Verzlunarráðherra er Tyge Rothe stórkaupm., form. vinstrimanna- félagsins í Khöfn. Samgöngumálaráðherra er Sleb- sager þingm., en landbúnaðarmála- ráðherra MadsenMygdal forstöða- maður landbúnaðarskólans í Daíum. Allir ráðherrarnir eru vinstri- menn, og fór sem vænta tnátti, að hinir gömlu fjendur, hægri- og vinstrimenn myndu eigi geta setið saman á ráðherrabekkjunum, enda þótt þeir gengju í bandalag um að fella hina fyrv. stjórn. Er nn eftir að vita, hvort að þessari stjórn tekst jafnvel og Zahlestjórninni. X £$ta,ka>. ,__1 Þótt firðar kalli mig fyllirút, sem fótum lögin troði, mundi eg ekki kjósa Knút, þótt konfak væri í boði. Rútar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.