Vísir - 08.10.1926, Blaðsíða 2
VÍSIR
BStam fyTlrllg«]aadl:
Steiisykur i kösgum á 25 kg.
Strásyknr í sekkjnm á 45 kg.
Sillasyknr i kössnm á 45 kg.
Símskeyti
Khöfn 7. okt. FB.
Heræfingar í Þýskalandi og son-
arsonur Vilhjálms fyrv. keisara.
Símað er frá Berlín, að Seecht
hershöföingi, höfuðsmaCur ríkis-
varnarliðsins, hafi beöist lausnar
samkvæmt kröfu Geelers hermála-
ráSherra, vegna þátttöku sonar
lcrónprinsins fyrverandi í her-
æfingunum.
Konungaskifti í Rúmeníu?
SímaiS er frá Berlín, atS sá orö-
rómur leiki þar á, að konungur-
inn í Rúmeníu muni bráölega
táta af völdum, og aö fyrverandi
krónprins, Carol, muni taka við
stjórn ríkisins.
Khöfn 8. okt. FB.
Styttur vinnutími.
Símaö er frá London, aö Ameri-
can Federation of Labour (Sam-
band amerískra verkamanna), hafi
samþykt, atS berjast fyrir því, að
liúgmynd Fords um fimm vinnu-
daga í viku verði komiö í fram-
kvæmd smám saman í öllum iön-
greinum Bandaríkjanna.
Ritfregn.
—o--
Páll Eggert Ólason : Menn og
menntir siöskiptaaldarinnar
á íslandi, IV. b. Reykjavík
1926. Bókaverslun Ársæls
Árnasonar.
Meö þessu bindi er lokiö riti dr.
Páls um siöskiftaöldina hér á
landi; er þaö afarmikiö verk í 4
bindum, nær 2800 bls. alls i all-
stóru áttablaða broti, prentaö á
góðan pappir, letriö skýrt og allur
frágangur í besta lagi. Mun þetta
vera ítarlegasta rit sem til er um
siöskiftaöld á Norðurlöndum.
Þriggja fyrstu bindanna hefir
áöur veriö getiö í blöðum og
tímaritum ;*en 4. og síðasta bind-
isins hefir hvergi veriö minst enn
þá, svo aö eg viti, þótt nú sé liðiö
hálft ár eöa meira síöan þaö kom
úl, — og því vildi eg mega geta
um þaö hér meö örfáum oröum.
Þetta bindi fjallar um bókment-
ir og andlegt líf íslendinga á
siöskiftaöldinni; er fyrst alment
yfirlit um hið andlega ástand á
landi hér á þessu tímabili; en því
næst greinir frá innlendum sögu-
ritum. Þá kemur annar meginkafli
bókarinnar, um Arngrím lærða
Jónsson, og er hann mjög ítar-
legur, bæöi um ævi Arngríms og
ritstörf, áhrif hans á rannsóknir í
sögu Noröurlandaþjóöa, og kynni
erlendra manna af íslandi og ís-
lenskum ritum. Arngrímur skráöi
öll sín rit á latinumáli, til þess aö
sem flestir gætu haft þeirra not,
enda urðu áhrif hans mikil og
víðtæk. Eftir þessum kafla köma
svo sérstakir kaflar um ýmissar
vísindagreinar er ísfendingar iök-
uöu, bæöi lögfræði, málfræöi (nor-
rænu), landfræöi, náttúrufræði,
lækningar o. s. frv., guöfæöi o.
fl. o. fl. Þá er 8. kafli um skáld;
er hann lang-lengstur, mikiö á
fjóröa hundrað síöur, enda hefir
skáldskapur,ljóöagerÖ,veriö uppá-
halds andleg iðja íslendinga alt
í frá landnáms tíö og fram á þenna
dag. Er hér, eins og sjá má af
þessu stutta yfirliti, mikill fróö-
leikur saman kominn um lærdóms-
iökanir íslendinga um þetta tíma-
bil, og alt andlegt líf þeirra.
Einhverjum kynni aö viröast
sem ekki gæti það verið mikið
þrekvirki að rita bókmentasögu
vorrar fámennu þjóöar um svo
skamma stund, sem hér er um að
ræða, tæp hundrað ár. En þetta
er engan veginn svo auðvelt sem
ætla mætti, því aö bæöi er, aö
bókmentastarfsemi hefir verið hér
tiltölulega mjög mikil, og meiri
miklu, aö líkindum, en annarstaöar
um Norðurlönd, og svo er hitt, aö
flest er enn óphentað þess er ritaö
var. Höf. hefir því oröið aö leita
j)að uppi í handritasöfnum bæöi
hér og erlendis, og gegnir þaö
furðu, hve víöa hann hefir haft
aödrætti til ritsins, þótt vera megi,
aö yfir hafi skotist eitthvaö; en
um slíkt verður ekki sagt, fyrr en
öll söfn úm Norðurlönd og víðar
hafa verið vendilega könnuð, og
handrit Landsbókasafnsins skrá-
sett, en mjög mikið vantar ennþá
á. aö -svo sé. Þess verður fljótt
vart, erritið er lesiö, að víðast er
vitnað í óprentuð rit, þótt að sjálf-
sögðu sé höfð hliðsjón af j)ví,
sem prentað hefir verið, og getið
þeirra rita útlendra um ísland, er
þetta tímabil varöa og nokkurs
eru nýt.
Eigi er það mitt meöfæri að
leggja á þaö dóm, hversu höf. hefir
tekist aö lýsa mönnum og ment-
um siðaskiftaaldarinnar; til Jæss
er eg mikils til of ókunnugur
tímabilinu. En hitt er víst, að eg
hefi haft mikið gagn og gaman
af að lesa bókina, og get eg, að
margur muni hafa sömu sögu að
segja.
Þrent er það einkúrn, er rit
þetta virðist hafa fram yfir rit
annara sagnfræðinga íslenskra:
Höfundur hefir jafnan haft hlið-
sjón af sögu erlendra j)jóða um
þetta tímabil, en j)ó ekki blínt svo
fast á hana, að mist hafi hann
sjónar á íslenskum viðfangsefn-
um og að eins endurtekið skoöan-
ir erlendra sagnfræðinga; og enn
í þriöja lagi hefir hann gætt j)ess,
„aö eftir anda aldar sinnar hvern
skal meta“.
Málið á þessu bindi, eins og
reyndar öðrum ritum frá hendi dr,
Páls, er þróttmikið 0g rammís-
'iOOOOOOOOCOOOOOOQOCOOOOOCX
6.
klæðskerar. - Aðalstræti 6.
Nýkomið mikið úrval af
fata- og
frakkaefnum,
Einnig,
ágætir og ódýrlr
RegnfrakkaPc
„ Tandaðar virnr. Lægst verð.
UtOOOOOOOCOOOOOCOOOOOQOOCO
lenskt, bæði um orða val og skip-
un setninga; en })að ætla eg, að
fátt eitt muni finnast j)ar af ný-
yrðum, og teljandi munu þær
setningar í riti þessu, er byrja á
öíuga endanumi; en í vel flestum
ritdómum hér á landi, virðist lítill
gaumur að því 'gefinn, hversu
oröum er raðað í setningar og
setningum skipað innbyrðis, en j)ó
er j)aö alkunna, aö ruglist þetta
tvent til muna frá eðlilegri skipun
og lögum, er málinu meiri háski
búinn og málspjöllin alvarlegri,
en þótt tekið sé upp i mál eitt og
eitt erlent orö, enda hafa flest mál
orðið aö sætta sig við það aö
meira eða minna leyti.
Útg. hefir færst mikið í fang
aö gefa út siðskiftasögu dr. Páls,
}>ví að nærri má geta, að þaö hef-
ir ekki kostað neitt smáræði, en
hitt ekki jafnan, að góðar bækur
seljist betur en hinar, sem lakari
eru að efni og orðfæri. Það er því
gott til j)ess að vita, að sögurit
Páls hafa verið keypt svo alment,
sem raun er á orðin, og er j)að
vottur þess, að almenningur vill
enn þá eignast og lesa íslensk
sögurit, og að kaupin þyki góð
þar sem úm er aö ræða bækur
Páls.
Bogi ólafsson.
frá bMnrMi
í gær.
—o—
Söluturn. Umsókn hefir komið
um að mega reisa söluturn á hafn-
arsvæðinu. Var hafnarstjóra fal-
ið að athuga hvar tiltækilegast
væri að reisa hann.
Almenningsbifreiðir. — Finnur
Ólafsson heitir maður, sem sækir
um starfrækslu á bifreiöum til
mannflutninga innanbæjar, eða
útvegun á slíkum bifreiðum, ef
bærinn vildi sjálfur stofna til
þeirrar starfrækslu. Málinu var
vísað til veganefndar.
Skólasamband Reykjavíkur er
stórmerkilegt mál, sem fyrir fund-
inurn lá, og er aðalforgöngumaður
þess Jón Öfeigsson kennari. Haföi
bæjarstjórn borist ýms plögg við-
víkjandi málinu, svo sem uppkast
til reglugerða og frumvarp til
laga urn slikt skólasamband. Bæj-
arstjórn kaus j)á Pétur Halldórs-
son og Hallbjörn Halldórsson til
að taka þátt í undirbúningi j)essa
máls ásamt ýmsum mönnum, sem
til Jæss eru kjörnir frá skólum og
stofnunum.
Skólahjúkrunarkona. Samþykt
var að veita Guðbjörgu Árnadótt-
ur, yfirhjúkrunarkonu frakkneska
spítalans, hjúkrunarkonustarfið
við barnaskóla þæjarins.
Litli-KIeppur. Talsverður um-
JOH. OLAFSSON & CO.,
REYKJAVIK. '
4 M M M M M M «v
Rósól-Gflycerifl
er hið fullkomnatta hðrundslyf.
Það hefur örugg og fljót áhrif á húSina. Rósól-Glyceria
græðir saxa og sprungur, mýkir húðina, gerir hana
silkimjúka og litfagra. Rósól Glycerin ver húðina fyrir
filapenslum, húðormum og öðrum hörundskvillum.
Rósól-Glycerin er ilmandi af sætum, frönskum ilmvötnum.
Fæst í
Laugavegs Apoteki.
ræður urðu um þá stofnun, og
voru allir ræðumenn sammála
um, að hún væri orðin svo mikil
plága fyrir umhverfið, að brýna
nauðsyn bæri til að flytja hana út
fyrir bæinn. Var borgarstjóra fal-
ið að gera gangskör að því, að
liælið yrði flutt burtu hið bráðasta.
Hafnargjöldin. Um þessi gjöld
var rætt allmikið, og kom fram i
umræðunum sú skoðun, að upp-
skipunargjöld af stykkjavöru
virtust alt of há. Var hafnarstjórn
falið að athuga j)etta mál hið
bráðasta og skýra bæjarstjórn frá
athugunum sínum.
Barnaskólinn nýi. Sigurður
Guðmundsson húsameistari vill fá
35100 krónur fyrir uppdrætti að
barnaskólahúsinu og yfirumsjón
við bygginguna, en skólabygg-
ingarnefnd vill greiða honum 25
þús. krónur. Var neíndinni falið
að leita frekari samninga við Sig-
urð um þetta.
Sigurður Eggerz,
bankastjóri, kom til bæjarins í
gærkveldi, úr ferðalagi um Dala-
sýslu.
Veðrið í morgun.
Hiti í Reykjavík 2 st., Vest-
ntannaeyjum 2, ísafirði 3, Akur-
eyri 1, Seyðisfirði 3, Grindavík 2,
Stykkishólmi 3, Grímsstöðum -j-
i, Raufarhöfn o, Hólum í Horna-
firði 2, Angmagsalik (í gær) O,
Þórshöfn í Færeyjum 5, Kaup-
mannahöfn 13, Utsira 12, Tyne-
mouth 12, Leirvík 8 (ekkert skeyti
frá Jan Mayen), — Mestur hiti
i Rvík síðan kl. 8 i gærmorgun 6
st., minstur 1 st. Úrkoma 2,3 mm,
— Loftvog há yfir Norður-Græn-
landi. Fremur lág fyrir sunnan
land. —• Horfur; í dag: Hæg
austan átt og víðast þurt veður á
suðvesturlandi og Suðurlandi.
Frémur hæg norðan átt og snjó-
ææ