Vísir - 19.11.1926, Blaðsíða 2

Vísir - 19.11.1926, Blaðsíða 2
VISIR Allir sem versla með spll. ætlu a5 muna eftir, að Holmblads-spilin frá S. Salo- mon & Co. eru lang vinsælust allra spila, sem hér fast. Höíum 6 teguadir fyrirliggjsndi Símskeyti ■—o— Khöfn 18. nóv. FB. Ofsóknir fascista. Símað er frá Berlín, að blaSiö Vorwártz skýri frá því, aó marg- ir kunnir ítalskir stjórnmálamenn, þeir er til and-fascista teljast, hafi veri'S handteknir og sitji nú í fangelsum, víSsvegar á ítalíu. Olía unnin úr kolum. Símah er frá Berlín, aö þýskur maður að nafni Bergius hafi fund- iS upp nýja aSferS til þess aiS vinna olíu úr kolum. Vekur upp- fundning þessi liina mestu at- hygli, því atS eftir öllum líkum aiS dæma, tekur hún langt fram fyrri uppfundningum á þessu svi'ði. Fari svo, a'ð hún reynist vel, en því búast menn fastlega við, gera menn ráð fyrir a'S verð á ben- síni og steinolíu muni falla um heim allan að miklum mun. Sumir telja, aS uppfundning þessi muni leiða það af sér, að þjóðimar i Ev- rópu muni geta gert sig algerlega óháðar olíumarkaðinum í Ame- ríku. Utan af landi. Vestm.eyjum 18. nóv. FB. Sj ómannaf élag Vestmannaeyj a var stofnað í gær með rösklega 200 meðlimum. í. Eyðisg rotin. —o--- Bæjarbúar hafa séð 1 blöðun- um, að rottunni er sagt stríð á hendur, og heitið á menn að láta uppskátt um verustaði ó- vinarins. pessi styrjöld fer fram á ári hverju, þegar tíðin kólnar, og líkur eru til þess að rotturnar leiti í húsin. pað er ekki lítið verk, sem heilbrigðisfulltrúinn og liðsmenn lians vinna. Eitruð- um bveitibrauðsbögglum er stráð í þúsundatali víðsvegar um bæinn; ekki einasta í vöru- skemmur og íbúðarhús, beldur og um alla strandlengju bæjar- landsins. Nákvæin skoðun fer fram á þvi, hve mikið er etið af þessu góðgæti, og alt skrásett. Bæjarbúar greiða, með útsvör- um, 10—12 þúsund krónur á ári hverju, fyrir eitrunina. Rottur auka svo mjög kyn sitt, að 6—12 ungar fæðast í senn, en meðgöngutíminn að eins þrjár vikur. Skemdarverk þeirra eru öllum lcunn. En auk þess taka rottur ýmsa sjúk- dóma og er vafalaust að mönn- um getur af því stafað nokkur liætta. Stundum eru þær sýkla- berar; veikjast ekki sjálfar, en sýkja frá sér. þótt mörguiji kunni að taka sárt til dýranna, sjá menn þó ekki önnur ráð gagnvart þess- um ófögnuði, en eyðing með eitri. Bæjarbúar munu og yfir- leitt samþykkir því, að þessi ráð- stöfun sé gerð á kostnað bæjar- sjóðs. Hitt er annað mál, hvort hernaði þessum er hagað sem heppilegast. Með eitruninni eru vafalaust höggvin talsverð skörð i óvina- hópinn, og verstu vandræðun- um afstýrt. Eitrið nær þó ekki til allra, né vinnur á þeim. Með skipum mun einatt berast slæð- ingur af rottum. Hitt er þó lak- ara að nýir hópar koma úr ná- grenni Reykjavíkur, þar sem engin eitrun er framkvæmd, nema e. t. v. hjá einstöku manni. í Seltjarnarneshreppi, Hafnar- firði og öðru nágrenni bæjarins fer elcki fram neinn allsherjar rottuhernaður, sem í Rvík. Liggur í augum uppi, að lítil skynsemi er í þessari tilhögun. Eyðing rottu í Rvik verður aldei nema kák eitt, ef rottan kemur jafnharðan úr nágrenn- inu, þar sem sveitarfélögin haf- ast ekkert að í þessu máli. • Hér dugar ekki að hver bauki i sinu liorni. Alþingi þarf að setja lög um fast skipulag á eyð- ing rottunnar. Æskilegt væri, ef einhver hinna mörgu alþingis- manna, sem búsettir eru i höf- uðstaðnum, vildu bera fram frumvarp til laga um þetta efni. Erlendis mun löggjafarvaldið sumstaðar hafa tekið þetta mál í sínar hendur. Má og vera að því hafi verið hreyft á Alþingi endur fyrir löngu. — Trúlega mætti skifta landinu í svæði eða umdæmi, vegna landslags og staðhátta annara, þar sem rottu-, eitrun færi fram samtímis. — Rottan er til vandræða í sveit- um og við sjó, og mál þetta þvi þess vert, að reynt sé að koma skipulagi á framkvæmdir allar. G. Cl. Fri bðptmaMj í gær. Byggingarnefnd flutti þá til- lögu, að laun byggingarfulltrúa bælcki frá áramótum í 5 þús.kr., auk dýtíðaruppbótar, enda megi hann ekki hafa önnur störf með höndum. Jafnframt var sam- þykt sú breyting á byggingar- samþyktinni, að frá nýári verði gjald fyrir byggingarleyfi 10 aurar á teningsmeter. Nöfn á götum í Sólvallatúni voru samþykt þessi: Ljósvalla- gata, Blómvallagata, Hofsvalla- gata, Brávallagata. En frestað tillögu um, að kalla eina götu þar pingvallagötu. — Tvær göt- ur í Hlíðarhúsatúni voru skirð- ar: Hrannarstígur og Marar- gata. Erindi um strætisvagna frá Finni Ólafssyni var synjað, en jafnframt samþykt að fela vega- nefnd að athuga það mál, og koma fram með tillögur í því, ef það þætti tiltækilegt kostn- aðarins vegna. Atvinnuleysismálið var mikið rætt, og samþyklar tillögur at- vinnuleysisnefndar frá síðasta fundi um gatnagerð í Selstúni, vegagerð í Laugamýri og vega- ruðning í Langbolti. En frestað að taka frekari ákvarðanir að sinni. — Einnig var samþykt að byrja á undirbúningi á byggingu barnaskólans nýja sem fyrst. Nefnd, til að ákveða hverjir skuli njóta dýrtíðarvinnunnar var borgarstjóra falið að skipa eftir tillögu fátækranefndar. Niðurjöfnunarnefnd var end- urkosin. Fjárhagsáætlun 1927 var lögð fram. Eftir henni eiga útsvör að lækka urn ea. fjögur hundruð þúsund krónur. En sennilega verður lækkunin elcki svo mikil, þegar endanlega verður gengið frá áætluninni. Enda ber hún það með sér, að sparnaðurinn er að miklu leyti fólginn í tak- mörkun verklegra framkvæmda í bænum. Mjólkurverðið. »—O- Pétur Jakobsson skrifar í Visi í dag um mjólkurveröiö og þaiS ósamræmi, sem á aö vera hjá Mjólkurfélagi Reykjavíkur á út- söluverðinu og útborgu'öu mjólk- urverði til bændanna. Pétur er ekki sá fyrsti, sem hefir reynt aö vekja upp þennan „draug“, svo aö honum heföi átt aö vera i minni eldri skrif um jielta sama efni, og láta sér nægja þau svör, sem eg hefi á'öur gefiö, nema hann hafi langaö til aö eg lýsti hann ósannindamann aö orö- um sínum. Pétur byrjar á því, aö Mjólk- urfélag Reykjavíkur hafi verið stofnsett méð þeim tveimur boð- oröum: i. að framleiöa góða mjólk, og 2. að framleiöa ódýra mjólk. Tilgarigur Péturs meö grein sinni, virðist vera sá, að vilja færa fram sannanir fyrir því, aö M. R. hafi þverbrotið bæði þessi boðorð. Eg get óhræddur skotið undir dóm bæjarbúa aðgerðum M. R. og árangri um bætta mjólkurmeð- ferð. Um mjólkurverðið má eflaust deila, en það get eg sagt Pétri, að allar þær niðurfærslur, sem orðið hafa á mjólkurverðinu síðan það fór að lækka (utan einu sinni '5 aura lækkun), eru allar M. R. að þakka, og í hvert skifti höfum við fengið óþökk flestra þeirra fram- leiðenda, er utan við félagið standa. Það virðist heldur ekki vera til- VEEDOL. Höfum fyrirliggjandi eftirtaldar tegundir af hinni heimsþekiu VEEDOL smurningsolíu : Gufuvéla oh’a, Bifreiða — Skilvindu Koppateiti fyrir allar tegundir af vélum. AthugiS verð og reynið gæði þessara tegunda, og berið saman við verð og gæði annnra tegunda. Jóh. Ól&isson & Co. Reykjtvik. Aðalumboðsmenn fyrir: Tide Water Oil Co. New York. Vernons „Millennium“ Fiaked Oats er besta haframjöl, sem til Iandsins flyst. Selst í sjöpunda léreftspokum. Fæst livarvetna. gangur Péturs með grein sinni, að halda því fram, að mjólkin sé seld of háu verði, heldur að framleið- endur fái of lítið fyrir hana, sam- anborið við útsöluverðið. Pétur segir, að þegar M. R. hafi verið stofnað, hafi útsölukonur tekið 4 aura í útsölulaun af hverj- um lítra. Nýmjólk var seld hér í Reykja- vík á 22 aura hver líter fyrir stríð. Þá var sölugjaldið 3 aurar af lítr- anum. Nú er mjólkin seld út á 5° aura og sölugjaldið er reiknað 8 aurar af lítranum hjá M. R., reyndar hefir félagið elcki þurft að nota nema 7 aura undanfarin ár, sem er því hið raunverulega sölugjald. 1 eyrir af hverjum lítra hefir verið færður á séreign hvers einstaks félagsmanns. Þar sem Pétur mun vera barnakennari, þá getur hann sett þessar töluj: upp í einfalt þríliðudæmi, og mun hann þá komast að þeirri niðurstöðu, að sölugjaldið sé alt að því /s úr eyri hærra nú, hlutfallslega, held- ur en fyrir stríðið. Eg skal fúslega viðurkenna, að sölugjaldið hefir aldrei verið hlut- fallslega eins hátt í tíð félagsins og það er nú, borið saman við út- söluverðið (sölugjaldið hefir aldrei farið fram úr 10 aurum á lítrann í tíð félagsins), En ástæðurnar til þess að fé- lagið hefir ekki getað fært niður sölugjaldið í sömu hlutföllum og mjólkurverðið, eru þær, að aðal- kostnaðarliðirnir við mjólkursöl- una hafa til þessa ekkert lækkað, t. d. er kaup þeirra er selja mjólk- ina og leiga á mjólkurbúðunum enn þá í hámarki. Áður mátti selja margar vörur í mjólkurbúðunum, sem nú er algerlega bannað. Má þar nefna: smjörlíki, dósamjólk, niðursoðna ávexti og allskonar dósamat, öl, gosdrykki, saft, súkkulaði og jafnvel cigarettur og vindla. Þetta gaf auðvitað tekjur og létti undir sölukostnaðinn á- samt fleira. Pétur heldur því fram, að þeg- ar mjólkurlíterinn kostaði eina krónu í útsölu, hafi sölu- og flutn- ingskostnaðurinn verið 48 aurar á líter. Hann segir raunar: „er mér tjáð að farið hafi upp í 48 aura fyrir hvern líter.“ Pétri þykir auðsjáanlega þægi- legt að stinga sér undir pilsfald „Gróu“ og láta svo skella á henni endursendingar ósannindanna. Eg ætla ekki að gera upp á milli systkinanna, þau mega hvort held- ur annað eða bæði eiga heiðurinn af því, að fara með staðlausa stafi. Enn segir Pétur: „en mér er líka tjáð, að bændur fái nú 31 eyri netto fyrir líterinn, svo að í sölu og flutningskostnað fara nú sem næst /$ hlutar brúttó-verðs- ins.“ Enn þá heldur Pétur sig und- ir pilsinu. Eg er áður búinn að skýra frá sölugjaldi félagsins, sem reikna má hvort heldur vill 7 eða 8 aura af lítranum. En hvað flutningskostnaði mjólkurinnar viðvíkur, þá kemur það mál félaginu ekkert við. Pétur ætlar að verða fastur þar sem hann er kominn. Hann lýkur máli sínu með því „að sér hafi ver- ið tjáð,“ að mjólk frá M. R. standi ekki þau fituákvæði sem krafist

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.