Vísir


Vísir - 13.08.1927, Qupperneq 2

Vísir - 13.08.1927, Qupperneq 2
V 1 S I R Girðingarefni: Gaddavír, Gauchada, 575 yds, í rúllunni. Venjulegur gaddavír nr. 12. 240 mtr. í rúllu. Gaddvírskengir. Girðingarnet, margar gerðir. Járnstaurar, sama ógæta tegundin og áður. feléttur vir, „Gorgon". Athugið verð og gæði hjá okkur áður en þér festið kaup annarsstaðar- f/ CHEVROLET Á blautum vegum — í bröttum brekkum — með þungt hlass — sýnir Chevrolet vörubíllinn best hvert afbragð hann er. par sem hesturinn gefst upp, rennur Chevrolet létt um Hin sivaxantli sala Chevrolet bílanna sýnir með tölum, að þeir eru langmest eftirsóttu bílarnir í öllum heiminum. petta er ekki nein tilviljun, heldur eðlileg afleiðing þess, hve bíll- inn er framúrskarandi vandaður og ódýr. Á hverjum sólarhring eru smíðaðir 4500 Chevrolet bílar. En það er um 1300 bílum fleira en hjá þeim næsta í röðinni. Aðalumboðsmenn fyrir General Motors bifreiðar Jóli. Ólafsson & Co. | HjÉar Larusson | listskurðarmaður. Hann andaðist að heimili sínu hér i bænum 10. þ. m., eflir langvinnan sjúkleik, eins og getið hefir verið um hér í blaðinu. Hjálmar Lárusson var fædd- ur að Smyrlabergi á Ásum í Húnavatnssýslu 22. október 1868, og var því tæpra 59 ára að aldri. — Síðustu 3—4 árin var hann þrotinn að heilsu. Hafði fengið lieilablæðingar og náði sér aldrei upp frá því. Fyrir nokkurum dögum tóku blæðingarnar sig upp á ný og vár þá sýnt livernig fara mundi. Foreldrar Hjálmars voru þau Lárus bóndi Erlendsson og kona hans Sigríður Hjálmars- dóttir skálds frá Bólu. Var hún talin gáfuð kona og skörungur um margt. — Illaut sveinninn nafn afa síns og svo segja kunn- ugir menn, að mjög muni hon- um hafa svipað til hans um skaplyndi. ]?að er og vist, að í æsku langaði liinn unga svein mjög til þess.að líkjast afa sín- um um sem flesta hluti, og alla ævi bar hann mikla virðingu fyrir skáldskap hans og sýndi minning hans milda ræktar- semi. Hjálmar Lárusson ólst upp með foreldrum sínum, lengst af í Holtastaðakoti i Langadal. Bjuggu þau þar lengi og jafn- an við lieldur þröngan hag. Hjálmar átti þess því engan kost í æsku að vera settur til menta, en varð að stunda alla algenga vinnu, undireins og hann komst á legg og hafði þrek til. En fljótlega þótti sýnt, áð hann væri óvenju-hagur á liendur og tók hann snemma að fást við ýmiskonar útskurð. — Varði liann til þess öllum tómstundum sínum og skar út marga fallega muni þegar á ungum aldri. En engrar tilsagn- ar mun liann hafa notið í þeirri grein fyrr en löngu eftir að haim var orðinn fulltíða mað- ur. — Árin 1903—1901 dvaldist hann hjer syðra og lærði þá eitthvað að teikna hjá Stefáni heítnum Eirikssyni. Hefir hon- um vafalaust orðið sú tilsögn að miklu liði, en til eru þó eftir hann góðir gripir frá fyrri ár- um, eins og áður er sagt. Má þar til nefna horn eitt í Vída- línssafni. Er það sett dýra- myndum og þykir hin mesta dvergasmíð. —- pað var þó ekki fyrr en á síðari árum, að hann tók að smíða verulega vandaða gripi. Vöktu ýmsir þeirra mikla eftirtekt og aðdáun á list Hjálm- ars, svo sem verðugt var. Var honum veittur smávægilegur listamannastyrkur 1917 og liélt hann honum upp frá því til dauðadags. Hjálmar kvæntist 1909 ung- frú Önnu Bjarnadóttur frá Svanshóli í Bjarnarfirði og áttu þau mörg börn saman. Hann settist þá að á Blönduósi jog dvaldist þar um 10 ára skeið og' vann baki brotnu að smíð- um og útskurði. En 1919 flutt- ust þau lijón hingað suður og hafa átt lxér heima siðan, lengst af í Nýjabæ á Grímsstaðaholti. Hjálmar Lárusson var fjöl- hæfur maður og greindur vel, en naut sín aldrei til hlitar. — Hann var heimsmaður að eðlis- fari og ekki við eina fjöl feld- ur, gleðimaður mikill á yngri árum, en þyngdist í skapi með aldrinum og lagði niður bernskubrekin. Hann var fá- tækur alla ævi, en bar sig karl- mannlega og lét ekki hvers- dagslega örðugleika buga sig né smækka. — Hann var hagorð- ur vel, skemtinn í viðræðum, langminnugur og langrækinn, vinfastur og tryggur í lund, raddmaður mikill og kvæða- maður, svo að orð var á gert, ljóðelskur og kunni sæg af alls- konar vísum og kveðskap. Mun hann lengi verða minnis- stæður vinum og kunningjum, því að hann var einkennilegur maður og likari um margt þeirri kynslóð, sem nú' er til moldar gengin, en hinni, sem úr grasi vex á þessum árum. P. S. Símskeyti —o—• Khöfn, 12. ág. F. B. Tilræði við Grikklandskonung. Símað er frá Berlín að skotið hafi verið á Georg Grikldands- konung, er hann var staddur á járnbrautarstöð einni við landa- mæri Rúmeníu. Skotin hæfðu ekki. Mál þeirra Sacco og Vanzetti tekið til nýrrar rannsóknar. Símað er frá Boston að liæsti- réttur Bandarikjannahafi ákveð- ið' að taka Sacco og Vanzetti- málið til rannsóknar. Öspektir í London út af Sacco og Vanzetti-málinu. Simað er frá London að ó- spektir hafi orðið í gær fyrir framan bústað sendiherra Bandaríkjanna þar í Ix>rg. Khöfn., 13. ág. F. B. Frá írlandi. Símað er frá London, að fregnir hafi borist þangað frá írlandi, að þingmenn úr flokki lýðveldissinna liafi unnið Breta- konungi hollustueiða, en það er skilyrði til þingsetu. Cosgravestjórnin er því nú i algerðum minni hluta í þinginu og má búast við, að hún láti af völdum og jafnframt, að sam- bandsmálið verði tekið upp á ný að tilhlutan væntanlegrar nýrr- ar stjórnar í írlandi. Utan af landi. —o—■ Siglufirði, 13. ág. 1927. (Einkaskeyti til Visis). Saltað hér um 60 þús. tunn- ur og 25 þús. kryddaðar. Síldar- afli fremur tregur þessa viku. Verð á nýrri síld, sem komið var niður í 3 kr. tn., hefir nú liækk- að í 9 kr. Tvær síðustu nætur hafa reknetabátar orðið varir við kolkrabba, t. d. feltk 1 bát- ur 16 í eitt net. Síldarbræðsla Dr. Paul hefir tekið á móti 42 þús. málum. Bræðslur Goos 54 þús. málum. I morgun kusu síldarkaupmenn Ingvar Guð- jónsson, Morten Ottesen og Ás- geir Pétursson í nefnd til að at- huga síldarsölumöguleika til Rússlands. Nefndin liefir boðið Rússum kaup á 35 þús. tunn- um. Hér er afbragðstíð, logn og sólskin daglega. Sund Grettis úr Drangey til lands hefir jafnan verið talið hin mesta þrekraun. Og senni- lega hafa fæstir búist við því, að nokkur íslendingur á vor- um dögum mundi geta int slíka sundþraut af höndum. Nú er það þó komið á dag- inn og finst öllum mikið til um hreysti Erlings Pálssonar og þol, enda mun hann lengi verða frægur maður í íþróttasögu vorri fyrir vikið. — Sumir virðast ímyuda sér, að Grettir hafi synt aftur til Drangeyjar með eldinn, en það er misskilningur. þorvaldur bóndi á Reykjum „léði skip ok flutti hann út; ok þakkaði Grettir honum fyrir þenna drengskap.“ En Gretlir inti af höndum aðra sundraun, sem líklega hef- ir verið öllu örðugri og stórum hættulegri en Drangeyjarsundið. Hann var þá staddur við Nor- egsstrendur, vart tvítugur að aldri. Segir Grettis saga frá þeim alburði með þessum orð- um: „Nú er at segja frá því, er þeir Grettir fóru norðr með Íándi, ok fengu oft hörð veðr, því at þetta var öndverðan vetr; og þá er þeir sóltu norðr at Staði, fengu þeir illviðri mikit með fjúki ok frosti, ok tóku nauðulega land eitt kveld allir mjök væstir, ok lögðu þar við bala nokkurn, ok gátu þá borgit fé sínu olc föngum. J?eir bárust illa af, kaupmennirnir, því at þeir gátu eigi tekit eld; enn þeim þótti þar nálega við liggja hcilsa sín ok líf. Lágu þeir þá um kveldit, allilla staddir. J?á er á leið kveldit, sá þeir, at eldr kom upp mikill öðrum megin þess sunds, er þeir vóru þá við komnir .... J>á höfðu þeir um tal mikit, hvárt noltkurr maðr mundi svá vel færr, at næði eld- inum. Grettir gaf sér fátt at, ok segir, at verát myndi hafa þeir menn, er þat myndi eigi trauð- at liafa.....“ Töluðu þeir svo um þetta fram og aftur, en þáð varð úr, að Grettir bauðst til að fara og sækja eldinn. — Er svo frá þeirri för sagt í sögunni: „Eftir þat bjóst Grettir til sunds, ok kastaði af sér klæð- unum. Hann fór í kufl einn klæða ok söluváðarbrækr; hann sytti upp um sik kuflinn, ok rak at sér utan basttaug at sér miðjum, ok liafði með sér ker- ald. Síðan hljóp liann fyrir borð. Hann lagðist nú yfir þvert sundit ok gekk þar á land. Hann sér standa eitt liús, ok heyrði þangat mannamál olc glaum mikinn. Grettir sneri at húsinu. Nú er at segja frá þeim, sem fyrir váru, at liér váru komnir þeir pórissynir ......“ (]?að voru synir ]?óris í Garði í Kelduhverfi. \rorn þeir þar við tólfta mann. peir voru allir Alveg nýtt. inÉltslwrtot Ijómandi fallegar, einlitar og marg- litar, með 2 linum flibbum. V-erð: 6,90, 7,90, 9,75. KomiS meðan úr nógu er að velja.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.