Alþýðublaðið - 04.06.1928, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 04.06.1928, Blaðsíða 4
4 aLÞÝÐUÐKAÐlfs ! Saiaarkjölaefni i | í sérstaklega miklu » og fallegu úrvali | Fvauel z frá 2,90 meferinn. | Matthildur Björusöóttir. s Laugavegi 23. - HEl hverfisgotu 8, sími 1294, i tekur að sér alls kouar tækifœrisprent- | un, svo sem erfiljúð, aðgön^umiða, bréf, reikninga, kvittanir o. s. frv., og af- ! greiðir vinnuna fljótt og við.'réttu verði. I J, Finnur Jónsson og Eirikur Einarsssn bæjarfulltrúar frá ísafirði komu með „Drottningunni“ í gærkveldi. Eru þeir á leið til útlanda að semja um smíöi á vélbátum fyr- ir meðlimi Samvinnufélags ísfirð- inga. Bannlagabrot. Tollþjónninn á ísafirði, Einar O. Kristjánisson, fann 18 fl. og 5 smábrúsa af spiritus hjá skipverj- um á sjs. Strudshoim, sem þang- að kom nýlega. Var áfengið gert upptækt og bannlagabrjótamir sektaðir um 1000 krónur. Bæjarverkfræðingurinn hefir beðið Alþbl. að geta þess, að hann noti ekki heimasíma sinn i sumar, þar eð hann búi til haustsins utan við bæimr. . Til konunnar. sem beðið var um hjálp fyrir í Alþbl. á föstudaginn, kr. 5 frá O. O. og kr. 2 frá S. D.. um .öðrum til flugs í „Súlunni" á laugardaginn. Kunnu þeir imætavel v|ið sig í loftinu og þótti „Súlan“ hið æskilegaata farar- Itæki. Klefinn er rúmgóður og sætin þægileg. Gluggar stórir em á báðum hliðum kiefans, svo að farþegarnir njóta mjög vel út- sýnisins, Sá, sem ekki hefir séð Reykjavík úr loftinu, hefir ekki séð hana til hlítar. Haraldur Björnsson leikari er með „Drottningunni“ á ieið til Hafnar. Undan farið hefir hann dvalið á ísafirði og séð um sýningu á leikriti Jóhanns Sig- urjónssonar, Galdra-Lofti. Lék hann sjálfur aðalhlutverkið, Loft, Steinunni lék frú Ingibjörg Steins- dóttir og Di.su biskupsdóttur Sig- rún Magnúsdóttir. 75 ára er í dag ekkjan Guðríður Þiórðardóttir, móðir Magnúsa'r Jó- hannessonar fátækrafuiltrúa. — Heíir hún búið hér í bænum í 63 ár. Hún hefir verið hin mestá (dugnaðarkona og er vel látin af 'öllum, er þekkja hana. Hún er furöu ern, og mun væntanlega standast enn þá um nokkurt ára- skeið árásir kerlingarinnar Elli. Guðríður býr hjá Magnúsi syni sínum, Nýlendugötu 22. Strandakirkja. Áheit frá B. J. afhent Alþbl. kr. 5,00. Togarar dæmdir. Skipstjórarnir á þrem af tog- urunuin, sem „Óðinn“ tð'k i land- helgi á föstudaginn og fór með til Vestmannaieyja, hafa nú verið dæmdir. Eru það skipstjórarnir á belgisku togurunum „Violese“ og „Prosper“ og þýzka togaranum „Niestedten" frá Altona. Hlutu þeir 12 500,00 kr. sekt. Afli og veiðarfæri upptækt. Hinir, sem 'kivi hafa enn verið dæmdir, skipstjórarnir á , Nylghan" frá Grimsby og „Ernest Solway“ frá Ostende í Belgíu, hafa báðir játað brbt sitt. Skipstjóri á „Nylghan“ er Loftis sá, sem áður er íslend- ingum að öðru kunnur en lög- hlýðnL Munn hann að sjálfsögðu fá allháa sekt. Hitt og þatta. Frá dýragarðinuni i Lundúnum. Skýrslur dýragarðsins í Lund- únum sýna, að ekki er það neitt smáræði af mat, sem þarf til að fóðra dýrin, sem í garðinum eru. I fyrra voru keyptir handa þeim 175 704 bananar, 435 hestar, 256 geitur, 50 smálestir af fiski, 23800 egg, 2605 kg. af þurkuðum flug- um, 10 656 lítrar af xrijólk, 10,4 smálestir af brauði og 130 kg. af lauk. Þá riiá nefriá það, að geysi- legur fjöldi af rottum og músum er alinn upp til rnatar íbúum dýragarðsiris. Tréhattar. I Paris er það „nýjasta nýtt“ hjá kvenfólkinu að nota tréhatta. Eru hattarnir fagurlega útskorn- ir, og er sagt, að tréskurÖarmenn Parisar séu í þann veginn að verða stórefnaðir. Það væri ekki amalegt fyrir Ríkarð og aðra siíka menn, að íslenzkar koniir færu að dæmi. Parrsarkvennanma. ^8É,PVaÍ£‘,,NHOLVANl> Gerið svo vei ot| athugið vörurnar og verðið. 6uðm. B. Vikar, Laugavegi 21. sími 65S. Suhkar — Sokkuv — Sokkar trA prjonastotunnl Maltn erá it- k,uzk.ir, endingarbeztir, hlýjastlr Mýja fiskbúðin hefir sima 1127, Sigurður Gislason, Mjólk og brauð fæst á Nönnu- götu 7. Þolgóður pianóleikari. Maður einn í Manchester lék nýlega á píanó 77 klukkustund- ir samfieytt. Og hann hætti ekki af sjálfsdáðum, heldur þröngvaði honum tif að hætta læknir einn, sem að líkindum býr í sama húsi. Met í „þolleik“ var áður ekki nema 65 tímar!' Það setti Am- eríkutuaöur. Ritstjóri og ábyrgðarmaðut Haraldur Guðmundjson. William le Queux: Njösnarinn rnikti. viðfangs. Ég var vel kunnugur, hvernig til hagaði í Milano. Ég þekti hótelið, sem á- ritunin hljóðaði á. Það var á Piazza rétt á móti hin:ni istóru, auð.skrýddu dómkirkju. Einkum voru Englendingar og Amerlkanar hændir að þvi. Átti ég að eiga á hættu að tapa fimm dögum af mínum dýrmæta tima ? Ég var í feiknavanda staddur, þvi að tíminn gat haft Svo mikla þýðingu. Ég gat verið kom- inn aftur til Lundúna eftir fimm daga, en fyrr ekki. Hvað átti ég. að . ger.a ? • Hún hafði verið .-r-' eða var nú — á Italíu, Og það virti.st benda á, að tilgáta hams há- tignar Victors Emmanuels gæti verið á rök- um byggð. Eítir þvi að dæma gat ég hjá henni einni fundið uppkast hins leynilega varnarsamn- ings milli Frakklanjdis og ítaliu. En myndi ég þá geta klófest það, ef ég fyndi.hana á endanum ? Myndi hún sieppa því við mig með i.lu eða góðu? Myndi ég geta vélað leyndarmálið út úr henni eðá keypt það að öðrum kosti fyrir ærið fé? Hún var í vi.torði með hópi af erlendum njósnurum og þeim ekki' af betra taginiu. Ég var í engum vafa um það. Ég var í lognmollu ráðaleysisms langa stund. Svo brunaði ég niður stigann og út. Alt var hljótt. Ég stökk yfir hliðið og hélt hröðum skrefum heimleiðis. Þegar heim kom, var langt liðið á nótt. Mér. til undru’nar beið mín ma'ður, íta'lskuir í húð og hár: Hann stóð á fætur. er ég kom inn í dagstofu mína, og mælti: „Þér munuð vera Jardiue foringi, býst ég við, og þ.ér talið ítölsku, eða er ekki svo?“ Ég kvað svo vera. ■ ' „Ég er einka-sendiboði hans hátigtíar V.ictors Emmanuels Itailíukonungs,“ sagði hann umsvifalaust. „og þetta átti ég að fá y.ður í hendur. Ég kom frá Rómaborg í kvöld, en. töf min hjá sendiherra vorum .seinkaði mér. Þér voruð allur á brott, er ég kom. Ég hefi. beðið yðar hér mjög lengi. En það hlaut ég að gera, þvi að erindi mitt helir svo ákaflega og ösegjanlega þýðingu. Skeýti hans hátignar uróuð þér að fá að óllum kosti, og hamingjusamur er ég og glaður yíir. því, að það kemst nú undir eins í yðar bendur.“ Hann rétti mér bréf. með fimm svöitum innsiglum, sem á var kórcna hans hátignar, konungsins á Italíu. Ég skalf og titraði af æsingu. Mér var meira en lítið niðri fyrir. Ég las á ágætri enskú eftirfarandi: „Kæri Jardine foringi! Ég lofaðl að láta yður heyra frá mér við fyrsta tækifæri. Starf njósnara minna hefir leitt það í Ijós, að Clare Stanway á heima í Warwick Gardens. Kensington, Lundúnum, en um húsnúmerið er mér ókunnugt. Ef þér skylduð fyrirhitta' mann, sem nefnist Lock eða Locker, þá gætið yðar fyrir honum. Hann er blátt áfram hræöilegur og hættuleg- ur. Foröist hann! Annars er alt óbreytt. Látið mig íá að vita um alt, sem yður kann að hafa orðið ágengt, síðan við skildum.' V. E.“ Ég brosti, og mér leikur grunur á, að ítaiska sendisveininum ha.ns hátignar Victors Emmanuels hafi þótt ég vera full kæruiaus og tæpiega uógu alvarlegur. „Ég jxarf að senda hans hátign svar/' sagði ég og dró ssiminn. „Viljið þér gera svo vel og doka við, á meðan ég hripa það upp?“ „Já; þó að það nú væri! Ég koni ekki einungis til að færa yður bréf hans há- tignar, heldur einnig til þess að fara méð

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.