Vísir - 18.01.1928, Blaðsíða 3

Vísir - 18.01.1928, Blaðsíða 3
VÍSTR I tsus, a‘S Reykjavík, sem dvalar- sveit, g'etur ekki skotist undan jþtárri skyldu sinni, a'ð greiða sinn Huta af fátækrastyrk þeim, sem fcún þarf að veita þurfamönnum rsnnara sveita. Rejdcjavík 15. janúar 1928. Guðm. Ásbjörnsson. Leiga rafmagnsmælanna. 30. des. síðastl. birtist i Vísi skýrsla eftir mig frá í sumar, um Jeign á rafmagnsmælum, svo að .aimetiningur gæti séð hversvegna- itógu þeirra hefði ekki verið breytt, þótt vakið hefði verið máls á þvi .} bæjarstjórn. í skýrslunni er átt •við alla almenna fast uppsetta mæla, en ekki minst á nokkrar iegundir sérstakra mæla, af því ,að þeirra gætir svo litils. Meðal þeirra mæla, sem ekki var minst á, eru lausir frádráttarmælar (til hitunar). Þeir eru nú 42 talsins, og hafa verið fækkandi. Er þetta ekki ;há tala á móts við 4680 mæla til ijósa og hitunar alls.Leiga þessara ■lausu mæla er 1 kr. á mán., og er síst of há í samanburði við 50 aura leigu á fast uppsettum mælum; Ástæðan fyrir þvi að þessum mæl- mxi fer fækkandi, er sú, að hver ijotandi getur fengið þá, sér að kostnaöarlausu, fast uppsetta, sem írádráttarmæla, og er þá leigan 50 aurar á mán. Og hann getur einnig fengið þá fast uppsetta ;3em sjálfstæða sérmæla til hitun- ar, sem er honum enn hentugra, ,Sn þá kostar það nokkra lagningu innanhúss, sem hann eða húseig- andi verða að bera. „Borgari“, er skrifar í Vísi um -mælaleiguna, hefir látið i Veðri vaka, að öll mælaleiga væri 1 kr. á mán., og jafnvel eftir að skýrsla mín birtist, er honum óljúft að liverfa frá því, og vill reyna að snúa sér út úr því með því að :@efa í skyn aö 'rafmagnsveitan fcafi haft af honum með röngu 6 fcr. á ári, síðan hann fékk frádrátt- armæli sinn. Hvers vegna snýr hann sér ekki heldur til réttra hlut- aðeiganda, til þess að ná rétti sín- •um ? Nú veit „Borgari" vel að leiga langflestra mæla i bænum, ljós- «iælanna, er 50 aurar, þvi hann fcefir einn sjálfur, og sé honum jafn óljúft að greiða 1 kr. á mán. fyrir sinn lausa frádráttarmæli og fcann lætur i veðri vaka, hefir haun að sjálfsögu leitað til raf- magnsveitunnar til þess að fá þessu kipt í lag, og hefir þá feng- fð þær upplýsingai-, sem hér eru neíndar að framan, að hann gæti látið setja mælinn fastan, en þá fcefir hann auðsjáanlega sjálfur heldur kosið að greiða 1 kr. á mán. tii þess að fá að hafa mælinn laus- aa. Hafi honum hinsvegar ekki fcugkvæmst að kvarta til raf- magnsveitunnar, vænti eg að hann gerí það nú. Þar sem af framansögðu er ljóst a£ uppistaðan í greinum j.Borg- ara“ er röng, sé eg ekki á-stæðu þess að audmæla einstökum at- iSðum í skrifum hans nú, en vildi mæíast til þess, að hann, þótt ekki vaöri íiema sjálfs sín vegna, aflaði SOtiötSaGOOCOtXÍt»Í!SGOOQÍX50»ÍX Aðalfundur Skiðafélagsins verður í kveld á Hótel Hekiu kl. 87«. ÍOOOOOOOOOOtÍtStÍQOOOOOOOOOOt sér þeirra upplýsinga, sem honum hefir oröið svo tíðrætt um að hann þyrfti, áður en hann skrifaði næst. Er eg reiðubúinn til þess að veita honum upplýsingar í þessu máli, ef liann vildi þiggja, og get eg fullvssað hann um, að öll sú tor- tryggni til. rafmagnsveitunnar, sem skín út úr greinum hans, er alveg ástæðulaus. Steingr. Jónsson. Fjdrar ræður —o— 11. Aunie Besant segir svo frá i ræðum sínum: „Eg varð meðlim- ur guðspekisfélagsins, þegar eg var 42ja ára gömul. Nú er eg nærri því 79 ára. Og n.ú er guðspekin mér þúsund sinnum meira virði og göfugi-i sannleikur, en eg hafði grun um, þegar eg gekk í félagið, árið 1889. Guðspekin hefir aldrei breytst i mínum augum. Hún hef- ir orðð sívaxandi ljós. Þegar eg gekk í félagið, sýndist mér hún líkjast bjarma aftureldingar. Nú er hún eins og sól i hádegisstað. Þegar sólin baðar oss í geislum sínum, þurfum vér ekki á sönnun- um að halda, fyrir tilvist hennar. Slcin hennar er oss nóg.“ Ýmsar fræðikenningar guðspek- inga eru Annie Besant vissa. Hún er dulskygn, og hefir að sögn umgengni við verur á öðrum til- verusviðum. Er ekki ólíklegt, að þær verur séu á öðrum hnöttum. Það er mjög algengt, að efnis- hyggjumenn segja, þegar minst er á annað lif: „Og ætli maðurinn deyi ekki algerlega, eins og dýr- in?“ En er það nú alveg áreiðanlegt, að dýrin deyi að fullu og öllu? — Skiftar eru skoðanir um það. Þessir menn telja fræðikenning- ar guðspekinga hugarflug og full- yiðing tníarbragðahöfunda heila- spuna. Annie Bensant nefnir í ræðum sínum Tómas Aquina, inn heilaga. Hann sagði: „Munum þaö, að framþróunarhugmyndin lcom ekki upp með Darwin og Wallace. f riti dulfræðings eins, sem uppi var á miðöldunum, Mancari að nafni, stendur til dæmis: „Eg dó í steina- ríkinu og varð jurt. Eg dó í jurta- ríkinu og varð dýr. Eg dó í dýra- ríkinu og varð maður. Hvenær tapaði eg á að deyja?" Því er haldið fram i öllum helstu trúarbragðakerfum, að maðurinn lifi, þótt hann deyi. Dulspekingar og innblásnir menn telja sig Iifa annað veifið í öðrum heimum, og segja þaðan margar fregnir og nierkilegar. Annie Besant lýsir því í ræöum sinum, hveraig þekking á öðrum heimurn sé til komin: „Öll þekk- ing um ósýnilega heima, er feng- in fyrir tilraunir einstaklinga og marg-endurtefcna reynslu þeirra. Og þegar mikill fjöldi einstaklinga ber vitni um samskonar reynslu, þá er fenginn svipaður þekkingar- grundvöllur og sá, sem vísindin byggja á reynslu sína um náttóru- lögin." En Tómasar-eðlið er ríkt.-Mörg- um einstaklingnum hættir við að rengja frásagnir annara manna. Þeir vilja sjálfir sjá og snerta. (Niðurl.) Hallgrímur Jónsson. Veðrið í morgun. Hiti um land alt. í Reykjavik 1 st., Vestmannaeyjum 3, ísafirði 3, Akureyri 4, Seyðisfirði 3, Stykkis- hólmi 3, Blönduósi 4, Raufarhöfn 5, Hólmn x Hornafirði 3, (engin skeyti iir Griildavík og Gríms- stöðum), Færeyjum 5, Angmag- salik 1, Kaupmannahöfn ~ 2, Ut- sira -f- 1, Tynemouth 4, Pljalt- landi 4, Jan Mayen o st. •— Mest- ur hiti hér í gær 5 st., minstur I st. Úrfcoma 13,5 mm. — Djúp lægð yfir Vesturlandi á leið norðaustm' fyrir. Hæð yfir Sviþjóð og Nor- egi. Sunnan stinningsgola i Norð- ursjónum. — Horfux: Suðvestur- land, Faxaflói, Breiðafjörður og Vestfirðir: Stormfregn. í dag og nótt hvass suðvestan og vestan. Ki-apahryðjur. — Norðurland: f dag allhvass sunnan. Rigning. f nótt hvass suðvestan. Éljavcðui'. — NoiiSausturland og Austfirðir: Stormfregn. í dag hvass sunnan. Rigning. f nótt hvass suðvestaa, — Suðausturland: í dag og nótt': Allhvass suðvestan. Krapaél. Alþingi verður sett kl. 1 á morgun. Sira Friðrik Hallgrimsson prédikar'við þingsetningu. Fiskiþing íslands verður sett kl. 4 á morgun i Kaupþingssalnum (sjá augl. hér í blaðinu). Fyrir þinginu liggja nú mörg merk mál sjávarútvegsins, sem bíða úrlausnar og aðgerða þingsins. Ættu sjávarútvegsmenn, sem staddir eru í bænurn, að fylgj- ast sem best með gerðum þings- ins og sækja fundi þess. Engum er það kunnara en sjómönnunum, að áhuginn glæðir og fleytir yfir sker torfærnanna, og' sjómenn verða að sýna áhuga jafnt í fé- lagsstarfi sínu sem sjómenskunni. — Þessir fulltrúar utan Reykja- víkur sitja nú þingið: Arngr. Fr. Bjarnason, Kristján Jónsson, Mai-- teinn Þorsteinsson, Páll Halldórs- son og Stefán Jakobsson. Sjúkrasamlag prentara biður þess getið, að í-eikningar fyrir læknishjálp veitta á síðastl. ári, verði að vera komnir til gjald- kera þess fyrir 31. þ. m. — Verða ekki greiddir eftir þann tíma. Aðalfimdur Skíðafélagsins verður haldinn á Hótel Heklu í kveld. Sjá augl. Meðal farþega á Gullfossi í gaa: voru m. a. . Matthías Þórðarson fornminja- vörður, Magnús Jónsson prófess- cr, Steingrímur Matthiasson lækn- ir, Sigui-ður Guðmundsson bygg- ingameistari, Geir Zoéga útgerð- armaður, Jón Egilsson kaupm,, Vilhelm Knudsen, ungfrúrnar Iialldóra Benónýs, Júlíana Sveins- dóttir listmálarí og Kristín Krist- insdóttir. Iðnaðarmannafundur verður haldinn í baðstofumxi í kveld kl. 8j4. Áriðandi fundarefni. Walpole kom frá Hafnarfirði i morgtm. Snorri goði foom af veiðum í gær. Otur fór i morgun áleiðis til Eng- lands. Olíuskip kom hingað í fyrradag til Skel- félagsins með 2000 tunnur af steinolíu. Vegna óhagstæðs veðurs verður þeim skipað upp hér i bæn- um. Dronning Alexandrine fór héðan kl. 5 i morgun áleiðis til útlanda. Bi-ottför skipsins var frestað vegna veðurs. Meðal far- þega vonx: Jón Björnsson kaupm., L. Kaaber bankastjóri og frú, Stefán Thorarensen lyfsali og frú, Ásgeir Þorsteinsson verkfi-æSmg- ur og frú, Jóhann Ólafsson kaup- maður, Ludvig Andersen kaupm,, Scheltus verkfræðingur og frú, Sigurður Halldói-sson (Sigurðs- sonar), imgfrúraar Adda Petersen, Sigríður Ámadóttii- og Anna Tómasdóttir, og margt manna til Vestmannaeyja. Gunnar Sigurðsaon lögfræðingur og alþm. hefír s'ðtt hér á stofn fasteigna og lögfræð- ingsskrifstofu i Hafnarstræti 15. Annast einnig leigtx á húsum. Sjá augl. Fundi frestað. Fundi Verkakvennafélagscis Framsókn, sem átti að verða á morgun, hefir af sérstökum ástaeC- um orðið að fresta til n. k. Iðsttt* dags (20. þ. m.).

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.