Vísir - 20.01.1928, Blaðsíða 2

Vísir - 20.01.1928, Blaðsíða 2
VIS A R Nýkomiö: Danskar kartöflur, Kartöflumjöl, Aprikósur, þurkaðar, Steinlausar svcskjur, fskex, gott og ódýrt. Laukur. Fyrirliflgjandi; Mola- og stransyknr, Hiisgrjðn, Palm-Olive-sápa, A. Obenhanpt, Símskeyti Khöfn ig. jan. FB. Voldemaras forsætisráðherra fastur fyrir. Frá Kovno er símað: Wolde- maras forsætisrá'Sherra i Lithauen hefir látiS birta svar sitt vi'S til- iógu Póllands um aö Lithauen- menn og Pólverjar hefji samninga- tilraun um deilumál sín. Segir Woldemaras, aS óhjákvæmilegt sé að setja það skilyrði, að Pólverjar komi fyrst fram með tillögur við- víkjandi úrlausn Vilnamáisins. F.nnfremur fullyrðir hann, að Pól- verjar hafi ekki fullnægt ýmsum skilyrðum Genfsættarinnar. Njósnarar Rússa dæmdir í Englandi. Frá London er símað: Tveir menn, annar breskur, hinn þýskur, er á hafa sannast njósnir fyrir Rússa, um bresk hermál, hafa ver- ið dæmdir til tíu ára fangelsis- vistar hvor um sig. „Forráðainennirnir" á flótta. Eg leiðrétti hér í blaðinu á dög- unum missagnir „forráðamanna“ ihaldsflokksins, á fundi í „Verði“, cr snertu viðskifti mín og þeirra út af bæjarstjórnarkosningunum. Á fundi þessum höfðu þeir sagt, að eg hefði með öllu aítekið, að nokkur frekari samvinna gæti átt sér stað milli frjálslynda flokksins og íhaldsflokksins, og á þessari þvermóðsku minni hefði öll sam- vinna strandað. í „Morgunblaðinu“ í gær er ný útgáfa af þessari rangfærslu þeirra, „forráðamannanna“. Nú á samvinnan að hafa strandað á því, að nefnd frjálslyndra hafi ekkert vilyrði viljað gefa um frekari samvinnu. En einnig þetta er rangt. Af hálfu íhaldsnefndarinnar var ekki með einu orði farið fram á, að nokkurt slíkt vilyrði væri gef- ið. Það kom því .ekki til þess, að samvinnan gæti strandað á því, að neitað væri að gefa það. Flinsveg- ar sagði formaður íhaldsnefndar- innar, Jón Kjartansson, ritstjóri, Mbl. og þá að líkindum höfundur þessarar greinar í Mbl., í viðtali við nokkra nefndarmenn úr frjáls- lyndu nefndinni, að íhaldsmenn vildu ekki samvinnu á þeim grund- velli, sem yið hefðum stungið upp á, af því að engin frekari eða við- tækari samvinna væri komin á, milli flokkanna. Og þetta verður vart skilið á annan veg, en sem ákveðið afsvar um samvinnu af hálfu íhaldsmanna að svo komnu, alveg án tillits til þess, hvort hugs- anleg væri „frekari eða víötækari samvinna“ í framtíðinni; það eitt, að slík samvinna var ekki komin á, nægði til þess, að „forrá'öamenn- irnir“ sáu ekki fært, að hafa sam- vinnu við frjálslynda í þessum kosningum á þeim grundvelli. — Einn af samnefndarmönnum mín- um vakti þá athygli Jóns Kjart- anssonar á því, að slík samvinna nú, mundi þó geta greitt fyrir frekari samvinnu siðar, tog það meira en nokkuð annað. Hinsveg- ar mundi barátta nú gera sam- vinnu ennþá örðugri r framtíðinni. Þessu játaði J. Kj., en gaf að öðru leyti ekkert út á það. En hvernig þessi ummæli nefndarmannsins hafa síðan getað snúist svo við i höfði hans, að hann hefir dregið ?,f þeim þá* ályktun, að við vild- urn ekkert vilyrði gefa um frekari samvinnu, það skil eg ekki. Nei, það stoðar þá „forrá'ða- mennina“ ekkert, að halda því fram, að samvinnan hafi strand- að á okkur. Þeir vita það vel sjálf- ir, að svo var ekki. Og það er miklu drengilegra að kannast við það. En ]iað er orðið þeim dálítið óþægilegt, af því að þeir gerðu það ekki þegar í stað, en hyrjuðn á því að reyna að blekkja flokks- menn sína. Mbl. segir einnig í gær, að eg hafi skýrt rangt frá því, sem fram fór á „Varðar“-fundinum. En með þögninni játar það, að eg hafi sagt rétt frá því, sem fram fór á nefnd- arfundinum dagiim eftir. Það var sami maðurinn,. sem sagði mér frá hvorutveggja. — Og hann var á háðum fundunum. Enn segir hlaðið, að ýmsir „leið- andi menn“ meðal frjálslyndra manna hafi verið fylgjandi sam- (vinnu við íhaldsmenn á þeirn grundvelli, að íhaldsmenn réðu öllu um listann. Eg fullyrði, að þetta sé algerlega rangt, nema ef til vill að því er einn mann snertir. Og þá staðhæfing mína styð eg við það, að á fjölmennum fundi, sem haldinn var í frjálslynda félaginu s.l. miðvikudag, var samþykt í einu hljóði áskorun um að fylgja lista frjálslynda flokksins, B-list- anum, fast fram. Og því var ekiki andæft af einum einasta manni á fundiniun! — Hvar ætli þeir hafi verið þá, þessir „leiðandi“ menn, sem Mhl. talar um? „Alþýðublaðið" er eitthvað aö nagga, út af þessum sam- vinnu-bollaleggingitm „íhaldanna“ beggja, sem það svo kallar. — Ójá, skinnið! Leiðtogar flokks þess hafa lýst sig reiðubúna að gera samning við íhaldsflokkinn um að hafa í kjöri aðeins tvo menn af sinni hálfu, ef aðeins þrír menn yrðu í kjöri auk þeirra, þannig, að engin kosning þurfi að fara fram. Það ber þannig ekki á öðru, en að þeir séu líka fúsir til samvinnu, ckki aðeins við eitt íhald, heldur tvö! — Og eg hefi það fyrir satt, að „forráðamenn" íhaldsflokksins hafi verið mjög fúsir til slíkrar samvinnu við jafnaðarmenn, áður en listi frjálslyndra kom fram, svo fúsir, að sú samvinna hafi verið afráðin í þeirra lióp. Jakob Möller. Frá Alþingi« Þingsetning fór fratn í gær, með venjulegum bætti. Voru allir þingmenn við- staddir. Er guðsþjónustu í dóm- kirkjunni var lokið, gengu þing- menn í sal neðri deildar. Þar las forsætisráðherra, Tryggvi Þór- hallsson, bréf konungs um að stefna saman Alþingi og setja það. Jóhannes Jóhannésson bað kon- ung lengi lifa, og tóku þingmenn undir það með níföldu húrrahrópi, aðrir en jafnaðarmenn, er sátu kyrrir og þögðu. Björn Kristjánsson, aldursfor- seti Alþingis, tók því næst við fundarstjórn og gekst fyrir því, að þingheimur skiftist í 3 kjör- deildir, til að athuga kjörbréf þingmanna. — Eftir nokkurt hlé liöfðu kjördeildirnar lokið störf- um, og höfðu ekkert að athuga við kosningu nokkurs þingmanns, ann- ars en Jóns A. Jónssonar. Raunar hafði Páll Hermannsson, 2. þm. Norðmýlinga, gleymt kjörbréfinu heima, en hafði fengið símleiðis staðfest eftirrit af því, og var það látið gott heita. — En um kosn- ingu Jóns A. Jónssonar er það ao segja, að meiri hluti þeirrar kjördeildar, er hafði kjörbréf hans til athugunar, lagði til, að frestað yrði fyrst um sinn að taka kosn- inguna gilda, með því að mjög alvarlegir glæpir og óþektir hér á landi hefðu farið fram í sam- handi við hana, það er kosn- ingasvikin, sem kend eru við Hnífsdal. — Minni hluti nefndar- innar lagði áherslu á Jiað, að hvað sem þessum kosningasvikum liöi, þá hefði komið fram alveg ótví- rætt vilji mikils méiri hluta kjós- enda í Norður-ísafjarðarsýslu um það, að kjósa J. A. J. Kærni því ekki annað til mála, en að taka kosninguna gilda, enda liefði ekki einu sinni komið fram kæra út af henni. Svo fóru leikar, að sam- þykt var að fresta ákvörðun um það, hvort kosningin yrði metin K.F.U.K. Kaffikvöld kl. 87a < kvöld. — Venju- legt fyrlrkomulag. — FjölmenniÖ. — Bæjarfréttir Jarðarför frú Steinunnar Sæmundssoa fer fram á morgun kl. 2 frá dóna- kirkjunni. gild, með 25: 17 atkv. — Fram- sóknarmenn, jafnaðarmenn og Gunnar Sigurðsson greiddu atkv. meS frestuninni, en íhaldsmenn og Sig. Eggerz á móti. — Varð Jón Auðun því að rýma úr sæti sínu fyrst um sinn. Forsetaloosiiingar 0. fl. Þá var gengið til forsetakosninga í Sam- einuðu þingi. Við fyrstn tilraun fékk Magnús Torfason 19 atkv., Jóhannes Jóhannesson 15, Jón Baldvinsson 5, auðir seðlar voru 2. Þessi kosning var ógild, meS því aS þingsköp heimta, á'ð for- seti hafi meira en helnting greiddra atkvæSa. Var því reynt aS nýju og fékk Jóhannes Jóhannesson nú 15 atkv., auSir voru 6 seSlar, en Magnús Torfason fékk 20 atkv., og var þvi réttkjörinn. — Vara- forseti var kosinn Asgeir Ásgeirs- són, en skrifarar Ingólfur Bjarnar- son og Jón Ólafsson. í kjörbréfanefnd voru kosnir Gunnar SigurSsson, Sveinn Ólafs- son, HéSinn Valdimarsson, Magn- ús GuSmundsson og Sig. Eggerz. Sú nefnd mun taka til nánari at-. hugunar kosninguna í NorSur-ísa- fjarSarsýslu. Til efri deildar voru þessir 8 þingmenn valdir meS hlutbundn- um kosningum: Erlingur FriSjóns- son, Björn Kristjánsson, Jóhannes Jóhannesson, Halldór Steinsson, Einar Árnason, GuSmundur Ólafs- son, Ingvar Pálmason, Páll Her- mannsson. — Einar Jónsson og Jóhannes Jósefsson, sem báðir voru í efri deild í fyrra, verða nú í neðri deild. Efri deild. Kl. 514 vora settir fundir í deild- uiium, og fóra frarn kosning for- seta og skrifara. Forseti efri deildar var kosinn Guðmundur Ólafsson, með 8 atkv. Halldór Steinsson, sem urn nokk- ur ár hefir verið forseti deildar- innar, fékk 6 atkv. — Fyrri vara- forseti var kjörinn Jón Baldvins- son, síðari varaforseti Ingvar Pálmason. — Skrifarar voru kosn- ir Jónas Kristjánsson og Einar Árnason. Neðri deild. Þar var kjörinn forseti Benedikt Sveinsson, með 14 atkv., Magnús Guðmundsson fékk g atkv., 4 seðl- ar auðir. — Fyrri varaforseti var kosinn Þorleifur Jónssoi^, síðari varaforseti Jörandur Brynjólfsson, skrifarar Ilalldór Stefánsson og Magnús Jónsson. Þá hófst hlutavelta unt sæti ]úngmanna, en hún mun vera hin eina hlutavelta, sem nú er leyfð að lögum. í efri deild afsöluðu þingmenn sér þessari dýrmætu skemtun, en í neðri deild stóð hún góða stund. Og eftir að fundi var slitið, fór drjúgur tími í hrossa- kaup um sætin, ,er á þennan hátt höfðu fengist, þvi að ekki vildu allir una því, er forsjónin fékk þeim. Veðrið í morgun. Hiti um land alt. í Reykjavík 4 st., ísafirði 4, Akiureyri 2, Seyð- isfirði 7, (engin skeytii frá Vest- mannaeyj um, Grindavík, Utslra og Angmagsalik), Stykkish. 3, Blönduósi 6, Grímsstöðum o, Rauí- \ arliöfn 3, Hólum í HomafirSi 5, Kaupmannahöfn 2, Tynemoutji 5, Hjaltlandi 7, Jan Mayen ~ ,1 st. — Mesttu- hiti hér í gæi- g st., minstur 2 st. Úrkoma 5,9 mtn. Mjög djúp lægS (um 700 mm.) yfir suSvegturlandi. Hreyfist norð- austur yfir land. Suövestan stinn- ingskaldi í NorSnrsjónmn. Aust- an hvassviðri á Halanum. — Horf- ur: Suðvesturland, Faxaflói: Stormfregn: í dag hvass norS- austan. I nótt sennilega noröan- rok. Hríöarveður. BreiSafjörður, VestfirSir-: Stormfregn: í dag vaxandi norðaustan hvassviðri. í nótt sennilega norðanrok og hríö- arveSur. NorSurland, noröaustm-- land. AustfirSir: í dag hvass suS- austan. Rigning. í nótt sennilega norSanhríö. SuSausturland: Storm- fregn: I dag hvass suðaustan. Rigning. í nótt hvass norðvestan. Síra Gísli Einarsson, prófastur í Stafholt, er sjötugur > dag. Vísir kemur út tímanlega á sunnudaginn. Aug- lýsendur eru vinsamlega beðnir aS koma auglýsingum í sunnudags- blaðið á afgreiðsluna í Aðalstræti 9 B (sími 400) fyrir kl. 7 annaS kveld, eða í Félagsprentsmiöjuna fyrir kl. 9 annaS kveld. — Eins Gg allir vita, er langbest að aug- lýsa í Vísi. Skipi hlekkist á. Enskur hotnvörpunur, sem Spider heitir, og var á leiö til Grænlands, ætlaði að leita hafnar hér í fyrrinótt, til þess aö fá sér kol. Veður var hvast, og bar hann af leið upp undir Mýrar og rakst þar á sker, en losnaði aftur. Mýra- menn komu lionum til hjálpar, og tveir þeirra leiðbeindu skipstjóra með skipið hingað suöur. Kom þaS hingað siðd. í gær, allmikiö lask- að og svo lekt, að það flaut aS eins hingað, og var þó sjónum dælt af kappi úr skipinu alla leið. Þegar hingað kom, var skipinu lagt upp í fjöru og bíður nú aS- geröa. Frá Englandi komtt í gær Apríl og Tryggvi gamli. Gyllir kotn aí veiðum í morgun. Aflasala. Hilmir seldi í Englandi í gær sex hundruð og áttatíu „kit“ fyrir 1630 sterlingspd. — Arinhjörn liersir selur í dag. Verkakvennafél. Framsókn heldur fund í kvöld kl. 8)4, í Bárunni, uppi. Kaupgjaldsmálið á dagskrá. Kaffi drukkið. Konur beðnar að hafa meö sér kölmr.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.