Vísir - 24.01.1928, Page 2

Vísir - 24.01.1928, Page 2
VlSiB Qlseini (( Nýkomiö; Þurkuð kirsuber, Kartöflumjöl, Steinlausar sveskjur, Laukur, Kartöflur, danskar og ísl. Pianó frá konunglegri hollenskri verksmiðju, mahogni, Bachals mahogni með 3 pedölum. — Lægsta verð heint frá verksmiðjunni. — A, Obenhanpt, Símskeyti Khöfn, 23. jan. F. B. Frá Bandaríkjunum. Frá Havana er símaö: Hugfhes, fjrverandi ráðherra, hefir haldiS rseifu á ráöstefnu Ameríkuríkj- anna, sem hér er haldin, og sagbi :hann, aö Bandaríkin hafi aldrei aetlaö sér aö ásælast Nicaragua. Her Bandaríkjanna í Nicaragua vertíi kallaöur heim, þegar trygö- ur hafi veriö friöurinn í landinur (Hér er átt viö ameríska stjóm- mátamanninn Charles Evans Hughes, er var Hann er einhver hinn kunnasti stjórn- málamaöur í Bandríkjunum nú á dögum. Hann var um skeiS pró- fessor í lögum viö Cornell há- skólann í íþöku, New York. Hann hefir veriö ríkisstjóri í New York / ríki og dómari í hæstarétti Banda- ríkjanna. Hann var forsetaefni re- pubíikana 1916, er Wilson var kosinn forseti. Þegar Hardingvarö forseti 1920 varö Hughes utanrík- ismáíaráðherra. . Varð Hughes lieimskunnur fyrir afskifti sín af afvopnunarstefnu þeirri, sem hald- in var í Washington í nóv. 1921). Helgisiðabókin breska. Frá London er símað: Biskup- arnir hafa komið sér saman um breytingar á helgisiðabókinni. Creytingarnar verða lagðar fyrir kirkjuþingið. Lúterstrúarmenn á- !ka breytingarnar ófullnægjandi. Þingrof í Japan. Frá Tokio er símað: Stjórnin í Japan hefir rofið þingið vegna áíonnaðrar vantraustsyfirlýsingar útaf stefnu stjórnarinnar í fjár- ' Hiálum og stefnu hennar viðvíkj- andi málum þeim, er snerta Kína. Utan af landi. Vestm.eyjum, 23. jan. F. B. Botnvörpungarnir fjórir, sem óðinn tók, eru allir frá Geste- níúndle. Emma Engel og Fried- reich Ludwig fengu tólf þúsund og fimm hundruð kr. sekt hver, afli og veiðarfæri upptækt. Á- frýjuðu báðir. Tyr og Orion bíða dóms. Fjpá AJþíngi. Efri deild. Þar var rætt um þessi 3 stjfrv,, og fylgdi dómsmálaráðh. þeim. úr hlaði, 1. Frv. til laga tun mentamála- nefnd íslands; 1. umr. „Eftir al- þingiskosningar skal í sameinuöu Alþingi kjósa með hlutbundnum kosningum þriggja manna nefnd, gr starfar alt kjörtímabilið og kall- ast mentamálanefnd íslands.' Hlut- verk> nefndarinnar á að vera að úthluta því fé, sem Alþingi veitir ti! viðurkenningar skáldum og listamönnum, kaupa Iistaverk fyrir landið, hafa yfirumsjón með listaverkásafni landsins, kaupa altaristöflur handa kirkjum, út- hluta námsstyrk, er árlega greið- ist úr ríkissjóði til stúdenta og annara nemenda erlendis. Skal nefndin veita styrk „fyrst og fremst til þess náms, sem sýnilega er mest þörf fyrir í landinu." Þá á nefndin „að úthluta ókeypis fari niilli íslands og annara landa til manna, sem fara til útlanda til al- j>jóðargagns“, og „að hafa á hendi yfirstjórn sjóða, er stofnaðir kunna að veröa með sérstökum iögum til eflingar lista og vísinda á íslandi, enda sé mentamálanefnd falið þetta vald í stofnskrám sjóðanna." Ætlast er til að nefnd- in geri alt þetta endurgjaldslaust. Frv. til 1. um fræðslumálanefnd- ir, 1. umr.; „Stjórn bamakennara- félag's íslands, forstöðumaður kennaraskólans og fræðslumála- stjóri skulu skipa fræðslumála- nefnd barnaskóla íslands“ (1. gr.). Hlutverk þessarar nefndar á að vera að koma á betra skipu- lagi um land alt í barnafræðsl- unni, velja námsbækur o. s. frv. Ætlast er til að nefndin starfi kauplaust. 3. Frv. til 1. um menningarsjóð; 1. umr. „Stofna skal sjóð, er nefn- ist Menningarsjóður. Tilgangur hans er að styðja almenna menn- ingu í landinu, rannsókn íslenskr- ar náttúru og þróun þjóðlegrar iistar. Til sjóðsins fellur árlega alt andvirði fyrir áfengi, hverju nafni sem nefnist, sem ólöglega er flutt til landsins og upptækt gert af réttvísinni, svo og allar sektir fyrir brot á áfengislöggjöfinni, Vepdlækkun á CHEYKOLET Chevrolet vörubifreiðin koatar nú aðeins kr. 2900,00 íslenskar uppsett 1 Reykiavík. ---------------JOH. OLAFSSON & CO.---------------------------- Aðalumboðsmenn á íslandi fyrir: GENERAL HOTOR S—bifreiðar. bæði samkvæmt landslögum bg logreglusamþyktum. f fyrsta skifti skulu falla til sjóðsins hluti ríkissjóðs fyrir .upptækt vín og áíengissektir 1927 (1. gr.) / af érstekjum sjóðsins skal ganga til útgáfu góðra bóka, til vísinda- legra náttúrufræðirannsókna og útgáfu rita um þau efni og /3 til Iistaverkakaupa o. fl. Öllum þessum frv. var einróma vísað til 2. umr. 0g mentamála- aefndar. Neðri deild. Þar voru þessi stjfrv. til um- ræðu : 1. Frv. til 1. um eftirlit með verksmiðjum og vélum, 1. umr. Frumvarp jretta er fram borið vegna áskoranar neðri deildar í iyrra, urn að stjórnin undirbyggi lagafrv. um öryg'gis- og heil- brigðiseftirlit með verksmiðjum. Við samningu frv. er höfð sérstök hliðsjón af dönskum lögum um sama efni frá 1913, en höfuðlínur þess annar9 markaðar á svipaðan hátt og í lögum um etfirlit með skipum og bátum og öryggi þeirra. — Verkfræðingafélag' ís- lands, einkum formaður þess, Steingrímur Jónsson rafmagns- stjóri, hefir aðstoðað stjórnina við samningu frv. 2. Frv. til hjúalaga, 1. umr. — Um þetta efni gildir hér á landi tilskipun frá 1866, sem að vonum er farin að úreldast í ýmsum greinum, þótt hún mætti vafalaust kallast góð á sínum tíma. Sakir þess lagði landsstjórnin fyrir Al- þingi 1923 frv. til hjúalaga, en það náði þá ekki fram að ganga. Aftur var frv. lagt fyrir Alþingi 1924, en -eætti sömu örlögum, — var felt við lítinn atkvæðamun. Nú er hið sama frv. enn borið fram, lítið breytt. — Frv. segir fyrir um, vistarráð þeirra hjúa, sem ekki eru orðin fjárráða (21 árs), og eru ákvæði vistarsamnings ógild, ef þau koma í bág við lögin og* miða til að rýra rétt hjúsins. En mn vistráð eldri hjúa en 21 árs gilda Iögin því að eins, að ekki sé öðru vísi um samið, hema nokkur ávæði, sem alveg er bannað að víkja frá. — Frv. tekur ekki til vistarsamninga um skemri tíma en misseri, eða skildaga milli. — Hér n n K n Smurnmgsolía góð tegund og ódýr fyrlrliggjandi. n n n u þórðnr Sveinsson A Co.| er elcki rúm til að rekja efni frv. til neinnar hlítar, en rétt er að geta þess nýmælis, sem mjög getur snert reykvíkst kvenfólk, að „sanni ógift vinnukona, að hún eigi kost á giftingu áður en vist- artíminn er á enda, getur hún sagt upp vistinni til næsta skildaga með mánaðar fyrirvara." 3. Frv. til I. Um beimild handa ríkisstjórninni til ríkisrekstrar á víðvarpi, i/iimr. Frv.þetta er sam- ið af nefnd, sem ríkisstjórnin skip- aði skv. ályktun síðasta Alþingis, til að rannsaka og géra tillögur um ríkisrekstur víövarps. — Hefir Vísir nýiega skýrt frá áliti nefnd- arinnar og tillögum, og er ekki á- stæða til að gera það frekara að sinni. 4. Frv. til 1. um smíði og rekst- ur strandferðaskips, 1. umr. Þetta frv. er aö efni til samhljóða þing- mannafrv., sem verið hafa á ferð- inni undanfarin þing, en ekki náð fram að ganga. Heimilar það rík- isstjórninni að láta smíða, eða kaupa, 400—500 smálesta gufu- skip til strandferða. Á það að hafa 70—cSo teningsmetra kælirúm, far- þegarúm fyrir 40—50 manns, aö allega ú öðru og 3. farrými, og hafa skal það a. m. k. 40 sjómílna vökuhraða. 5. Frv. til 1. um dýralækna, 1. umr. Þetta mun vera fyrsta sparn- aðarfrv. landsstjórnarinnar, og fer fram á að fækka dýralæknum úr 4 í 2. Var því síst að furða, þótt sumum þætti bændastjórnin bera GDLLMORK um hæl aftur fyrir FRÍMERKI. Eicberg, Berlin 39, Tegelerstrasse 40. niður á ólíklegasta stað, er hún hóf sparnaðarstarfsemina. En í greinargerð frv. telur stjórnin sér fært að komast af með tvo dýra- lækna, „en leggur hinsvegar á- herslu á, að í þess stað séu fram- kvæmdar vísindalegar rannsókn- ir og tilraunir um ráð gegn þeim búfjársjúkdómum sem nú valda mestu tjóni hér. á landi og leggur fyrir þingið sérstaka tillögu um ]>að.<'r Um frumvarp þetta urð’u allmiklar umræðúr, og var því heldur illa tekið af flestum ræðu- mönnum. öll þessi frv. fóru til 2. umf. og nefnda. /

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.