Vísir - 24.01.1928, Blaðsíða 3

Vísir - 24.01.1928, Blaðsíða 3
V I S I R Flokksþvingun og kosningar. Eg háöur flokksböndum og málefni er engum og lít á menn , eftir þvi, sem mér finst aö efni standi til. — Mér hefir ekki hlotnast sú gáfa, aö kunna aö skriöa fyrir neinum, né heldur aS geta fengiö af mér aö samsinna því, sem eg fei háskasamlegt og rangt. Eg hefi skynsemi rnina og sam- visku aö leiöarsteini í hverju máli, . en ekki pólitískar játningar neinna í(forráöamanna“. Viöurstygö flokksþvingunar- innar er í algleymingi héi- á landi am þessar mundir. Miölungsmenn og skussar trana sér hvarvetna fram og þykjast vera höföingjar Jýðsins. Þeir neyta allra bragöa til }>ess, aö ná völdum og mannafor- ráöum. — Og lýöurinn á að falla fram og tilbiöja þá i auömýkt. Hrökkvi vitið skamt á krónan að hjálpa, íslensk eöa dönsk. Allir viröast þeir eiga sam- merkt um þaö, þessir valdstreitu- juenu nútímans, að hugsa fyrst og fremst um upphefð og eigin hag, |>ar næst um hag stéttar sinnar, síðast eöa alls ekki um hag al- þjóðar. Miðlungsmenskan veöur uppi ,og þykist til alls fær. Eigingjöm- ustu mennirnir sækja allra fast- ÆSt eftir leiðsögunni. — Þeir hafa rsendisveina á hverjum fingri, alls- konar veiðimenn, sem fara um bæi <og bygöir fyrir hverjar kosning- ar, smala fólkinu saman, sópa því í flokka, eins og' sauöum að rétt, eitra sál þess með dreggjum lægstu hugsana, afvegaleiða það á allar lundir. — En heima sitja valdabiðlarnir, ráöherrarnir, ráð- herra-efnin, ráðgjafar ráöherranna ®g aörir friðlausir valdstreitu- menn, og fagna hverri sál, sem í bópinn bætist. — Pólitísk játn- iingar-rit eru samin, endurskoöuð, aukin og breytt eftir þörfum. — Og smalarnir læra fræðin sín ut an bókar, þylja þau á strætum og gatnamótum, í eldhúsum og hvar- vetna þar, sem kjósendur er að iinna. Þess á milli trítla þeir hús úr húsi og bæ frá bæ, brosmildir ®g fleöulegir, óþreytandi nætur og áaga. Flokkarnir þurka burtu svip fiinstaklingsins.Fáeinir menn ryðj- ^ast í fylkingarbrjóst og taka að ■sér að hugsa fyrir alla .hina. 'Vaeri um tvent að velja, kysi eg heldur, að vera sviftur kosningar rétti aö lögum, en að gerast svo andlega ómyndugur, aö eg léti aðra ráða yfir atkvæöi rnínu. Eg mundi ekki geta litið upp á nokk •urn mann eftir slika frammistöðu. Mér fyndist þaö líkast því,aö hafa seit fjandanum sál rnína. Á síðustu og verstu tímum eru það sjaldnast bestu mennirnir, ■sem fremstir standa. — Stundum eru það bara miölungsmenn aö allri atgervi eða pólitískir hrossa- brestir, stundum blátt áfram let- ingjar og landeyður, sem ekkert nenna að gera og ekkert geta gert. Þeir taka sér fyrir hendur að grugga og eitra hug alþýðunnar, frédika sýknt og heilagt um fá- áæma auðlegð annara, óveröskuld- aöa velgengni þeirra, miskunnar- leysi og grimd. En á meðan þessu fer fram, skríða þeir upp eftir baki hrekklausra manna, láta þá bera sig á gullstóli upp frá því, gefa sér fæði og klæði og laun af fá- tækt sinni. Sjálfir drepa þeir ekki hendi sinni í kalt vatn, en líkjast öllu háttemi sínu ríkum „for- ráðamönniun“ andstæðinganna. Flokks-kvörnin malar ár og síð. Nýju ryki er þyrlað upp, sannleikamum hnikaö til eftir því sem hentast þykir, nýjum óhróöri dreift út um andstæðingana, nýju hrósi logið á forsprakkana. — Alt er til þess gert, að rugla hugi kjósendanna, lama dómgreind þeirra, beina hug þeirra að ágæti forsprakka sinna og hermdar- verkurn og háskastaríi andstæö- inganna. — Á þing þjóöarinnar og í bæjarstjóm eru sendir menn, sem „forráðamennirnir“ úthluta af einveldi sínu, og venjulega fyrst og fremst litið á þægð þeirra og auðmýkt og undirgefni og skoö- ana-leysi. —• Um hæfleikana er siður spurt. Stundum er beinlínis svo að sjá, 6em „forráðamennirn- ir“ vilji sem allra fæsta hæfileika- menn hafa í kringum sig. — Og þetta er skiljanlegt, þegar litið er á innræti þeirra. —• Það er vissu- lega auðveldara að gerast höfö- íngi á þingi eða í bæjarstjórn, þegar búið er að flæma mannvit og sjálfstæði á dyr. Og höfðingjar lýðsins vilja margir gerast nú á dögum. —• Til þess að verða þaö þarf ekki annað en mikla peninga, eða ósvifinn hug og sterkan vilja. Mannvit og drengskapur hefir fallið í verði. —q;— Þegar eg geng að kjörboröinu á laugardaginn mun eg hugsa um það fyrst og frernst, að velja þá mennina, sem eg treysti best til að stjóma málefnum bæjarins af sanngirni og skynsamlegu viti. Eg kýs þá mennina, sem eg þykist vissastur um, að mesta stund muni á það leggja með starfi sínu i bæj- arstjóm, að láta gott eitt af sér leiða til hagsbóta bæjarfélagi og einstaklingum. — Eg mun ekki kjósa þá menn, sem fár-grimmar stjórnmálaklikur etja fram, því að cg veit, að þeim er ætlað fyrst og fremst að berjast undir merkjum' ákveðinna og' rangsnúinna flokka, sem fáeinir eigingjamir qgóvenju- skammsýnir menn stjóma. — En hagsmunir flokkanna eöa „for- ráðamanna“ þeirra og bæjarfé lagsins eru sitt hvað. Flér í bænum er til lítill flokk- ur og yfirlætislaus, flokkur frjáls- lyndra manna, sem vill berjast fyrir því, að allir borgarar þjóð félagsins, bæði í bæjum og sveit- um, geti fengið aö njóta hæfileika sinna, gæða lands og sjávar, og ávaxtarins af iðju sinni. Eg hefi ríka samúð með þessum litla flokki, og gæti sennilega gerst liðsmaður þar, því að hann berst hinni góðu baráttu. — Frjálslyndi flokkurinn vill sameina en ekki sundra, lægja öldurnar, í stað þess að æsa þær. En hann vill að eins sameina menn um góð málefni. Um hin illu málin og völdin í landinu munu stóru flokkarnir berjast, hvað sem hver segir, uns þeim blæðir út. —• Frjálslyndi flokkurinn er ekki fjandsamlegur öðrum flokkum i sjálfu sér, cn hann hefir meiri og BARNAFATAVERSLUNIN Klapparstfg 37. Sími 2035. Barnaflúnelsteppi í mörgum lilum, einnig tilbúin svif og svifaefni. Til Vifilsstáða hefir B. S. R. fastar ferðir alla daga kl. 12, kl. 3 og kl. 8. BUreiðastöð Reykjavíkur. Afgr. slmar 715 og 716. nunni óbeit á framferði þeirra allra og telur það skaðsamlegt með ýmsum hætti. ■— Flokkabar- áttan hér er fyrst og fremst valda- styrjöld — heiftar-glíma frið- lausra manna, sem berjast um völdin upj> á líf og dauða, ekki til þess, að beita þeim í þágu bræðralags, sanngimi og réttlæt- is eða fagurra hugsjóna, heldur til hins, að geta lifað og sukkaö að vild, knúið fram hagsmunamál einstakra stétta og látið andstæð- ingana kenna aflsmunar. Gegn þvílíkum valdstreítu-rysl<- íngum og rangindum vilja frjáls- lyndir menn vinna, hvenær seiri þeir fá þvi viö korrdS, Þegar eg lít yfir lista þá, sem i boði eru við bæjarstjómarkosn- iiigarnar á laugardaginn, fær mér ekki dulist, að ekki er lítandi við neinum þeirra, nenia B-listanum. Eg hefi enga löngun til að hrakyrða þá menn, sem hinir list- arnir bjóða fram. En eg hefi ekki neina trú á því, að þeir geti orðið annað en peð á skákborði flokk anna, sem tefla þeim fram. Þeir munu og valdir með hliðsjón af því, í fullu samræmi við lífsskoð- anir forsprakkanna, að þeir verði bara góðu bömin og segi já og amen við öllu, eftir því sem „for- ráðamennirnir" heimta. Öðru máli gegnir um B-lista- mennina. Þeir eru allir þann veg gerðir, að þeir vilja ráða sér sjálf- ir. Þeir vilja ekki verða að peð um á neinu skákborði. Frjálslyndir menn vilja vera ábyrgir orða sinna og geiða. Þeir vilja ekki þurfa aö sækja um leyfi neinna „forráðamanna“, til þess að tala eða þegja. •— Þeir vilja sýna öllum mönnum sanngimi og vinna gegn því, að níðst sé á stétt um eða einstaklingum. — Þeir vilja berjast gegn allri kúgun, andlegri og líkamlegri. •— Þeir efu að sjálfsögðu gersamlega and vígir verslunar-einokun og ríkis- rekstri og vilja vernda eignarrétt manna. • Öfgarnar standa ekki lengí. — Frjálslyndir menn vita, ab þrasi og valda-ryskingum dægurkapp- anna lyktar fyrr eða síðar með ósigri þeirra allra. Ný kynslóð, írjálslynd og starfsöm, vex upp í landinu og tekur við allri stjóm. Góðir menn og gegnir hverfa frá öfgum og einstrengings-skap „for- ráðamannanna“ í hinum flokkun- um og ganga til liðs við frjáls- lyndið. — Litla frjálslynda félag- ið í Reykjavík er vorboðinn í stjórnmálum landsins. Frjálslyndu mennirnír verða ekki ofurliði bornir til lengdar.þvi að þeirra er ríkið. Borgari Fyrirliggj andi s Sagúgrjún °g Hrísgrjún. H. Benediktssoii & Oo. Síml 8 (fjói* *ar línur). Framtíðarfyrirtæbi. , Til framleiðslu vantar til viðbótar krónur 3000.00—5000.00. Fult veð gefið. Framleiðslan byrjar þegar í stað. Þátttaka í ágóða gæti komið til mála; einnig vinna. Lysthafendur leggi nöfn sín í lokuðu umslagi á skrifstofu Vísis, fyrir 28. þ. mánaðar, merkt: „FRAMTÍÐARFYRIRTÆKI“ | ^æj wð<S.>ð Bæjarfréttir Veðrið í morgun. Hiti i Reykjavík o st., Vest- mannaeyjimi o, ísafirði o, Akur- eyri -4- 1, Seyðisfirði 2, Grindavík t- 2, Stykkishólmi -4- 1, Gríms- stöðum -4- 8, Raufarhöfn -4- 4, Blönduósi — S, (engin skeyti úr Hornafirði), Færeyjum 4, Ang- magsalik -4- 2, Kaupmannahöfn 4- I, Utsira 3, Tynemouth 6, Hjaltlandi 7, Jan Mayen o st. — Mestur hiti hér i gær 4 st., minst- ur -4- 3 st. Úrkoma 3,6 mm, — Djúp lægð norðan við Færeyjar, á norðausturleið. önnm- lægð yfir Suður-Grænlandi, nærri kyrstæð. Vestan stinningsgola og kaldl í Norðursjónum. Suðaustan kul á Halanum. — Horfur: Suðvestur- land, Faxaflói, Breiöafjörður og Vestfirðir: í dag" og nótt breytileg átt en einkum vestan. Snjóél. Norðurland og norðausturland: í dag og nótt suðvestan. Úrkomu- laust. Austfirðir: f dag og nótt norðan átt. Snjóél. Suðausturland: í dag og nótt norðvestan. Bjart veður. 2332 er símanúmer B-listans í Báru- búð, uppi. Áttræð er í dag frú Þórey Pálsdóttir, ekkja Bjarna frá Reykhólum. Nokkrir vinir og ættingjar hennar bjóöa henni til samsætis á Ingólfshvoli 1 kveld. €jötugur verður 27. þ. m. Ölafur Daviðs- son bóndi á Hvítárvöllum í Borg- arfirði. Frá Rauða Krossi íslands. Hjúkrunarsystir Kristín Thor- oddsen er nýlega farin til Sand- gerðis og dvelur þar til vertíðar- loka viö hjúkrunarstörf. (FB.). Fjármálaráðuneytið tilyknnir: Innfluttar vörur i desember- mán. 1927 námu kr. 3.816.967.00, þar af til Rvíkur kr. 2.456.089.00. (FB.). Stúdentafélag Rvíkur heldur fund annað kveld kl. 8)4 á Skjaldbreið. — Þorlákur Iíelgason hefur umræður um stú- dentamót á íslandi 1930. Alþýðu- fræðslunefnd skilar af sér störf- um 0. fl. Gestir í bænum. Sigurður S. Bjarklind kaupfé- iagsstjóri 1 Húsavík og Jón Jóns- son frá Stóradal eru staddir hér í bænum. Nýstárleg skemtun. Hingað er kominn nýlega bóndi einn fátækur norðan úr landi, Jón Lárusson að nafni. Hann er dóttursonur Bólu-Hjálmars og bróðir Hjálmars heitins Lárusson- ar, skurðlistarmanns, sem flestir fulltíða Reykvikingar munu hafa þekt eða heyrt getið. — Jón er raddmaður mikill, eins og hann á kyn til, listfengur kvæðamaður og kann ósköpin öll af „rímna- stemmum11, líklega talsvert ú ann- að hundrað. — Eins og auglýst hefir verið hér i blaðinu, ætlar Jón að gefa bæjarbúum kost á, a5 hlusta á rímnakveðskap sinn i Bárunni annað kveld kl. 9. Mua það verða eina tækifærið, sem Reykvíkingum gefst til að hlusta á list þessa einkennilega og ram- íslenska manns, þvi að hana heldur heimleiðis mjög bráðlega. — Þeir, sem hlustað hafa á kveð- skap Jóns, láta vel yfir og segj- ast trauðla eða ekki liafa heyrt betur fluttan kveðskap af þessu tæi. — Röddin er óvenju-mikil, „stemmurnar" fallegar og marg- ar og flutningurinn ágætur. — Meðal margs annars, sem hana ætlar að fara með annað kveld, eru nokkurar vísur úr Göngu• Hrólfs rímum Bólu-Hjálmars, afa hans. En þær eru, eins og margir vita, meðal. hinna allra snjallast kveðnu rímna vorra, djarfyrtar nokkuð á köflum, skemtilegar og hressandi. — Jón selur aðgang að skemtan sinni mjög vægu verði (1 kr.) og er þess að vænta, að aðsókn verði góð. — Visir gerir ráð fyrir, að þeir sem á hann lilusta, muni ekki sjá eftir því, og telji sig hafa fengið krónuna borgaða. Tímarit V. F. I., 5. hefti 1927. Rorkell por- kelsson, forstjóri veðurstofunn- ar, skrifar um „Afl hvera og lauga hér á landi“. Er það nið- urlag ó fyrirlestri, er liöf. flutti á fundi í V. F. í. síðastliðið sum- ar. „Hilaorkan í lieitu höfunum og laugarnar á íslandi“ heitir; önnur ritgerð í þessu hefti, eft- ir Steingrim Jónsson, rafmagns- stjóra. Árni Pálsson, verkfræð- ingur, rilar um „Vatnsrenslis- mælingar í tveim ám“ (Soginu og Glerá). Allar eru ritgerSú*, þessar fróðlegar og ætti fólk aS kynna sér efni þeirra, ekki síst ritgerða þeirra porkels og Stein- grims. „Jul paa Island för og nu“ lieitir löng og ítarleg grein, sem frú Margrethe Löbner Jör- gensen hefir skrifað nýlega og prenta látið í dönsku blaði.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.