Vísir - 27.01.1928, Blaðsíða 3

Vísir - 27.01.1928, Blaðsíða 3
VlSlfl -Aini 'breyting á lögum nr. 46, 1926 -um útsvör. Halldór Steinsson flytur frv. til ;J. um aukna landhelgisgæslu. Sami þm. flytur frv. til I. um Jöggllding verslunarstaöar í Beru- aík í Snæfellsnessýslu. Trú og rðk. Einn af frambjóðendum C-list- ans komst svo aö orði á fundinum í Báruhúsinu í gær, aö ef hann yröi með réttum rökum sannfærð- íærður um það af manni sem hann tryði á, aö rétt væri að ráöast í virkjun Sogsfossanna, þá skyldi hann veröa því fylgjandi í bæjar- •Stjórn. Af þessu er ljóst, aö þessi fram- bjóðandi íhaldsins skilur hlutverk sitt svo, aö rétt rök eigi þvi aö eins aö hafa áhrif á atkvæði hans, aö þau komi írá ákveðnum mönn- um, sem hann „trúi á“. Frambjóöandinn var mintur á þaö, aö sýnt hefði veriö fram á. þaö skömmu eftir aldamótin, aö hagkvæmt væri aö virkja Elliða- árnar til að knýja 500 kw. stöö, en þá heföu „forráöamenn“ bæjarins ?haldiö því fram, aö vatnsafl í án- um væri ekki nægilegt til þess, og þeim hefði veriö trúaö. En nokkr- um árum síöar hefðu sömu „for- ráöamennirnir" verið komnir aö þeirrí niöurstöðu, aö afliö í ánum værí nægilegt handa 1500 kw. stöð. — Það eru nú ein’mitt þessir sömu Jforráðamenn", sem fram- bjóöandinn á íhalds-listanum „trú- ír á“ og ætlar að fela umboö til •aÖ fara með atkvæði sitt. Það er bersýnilegt, að svona vilja „forráðamenn" íhaldsins, aö S^æjarfulltrúar séu. Gildi „réttra faka“ er í þeirra augum misjafnt og fer eftir því, hver ber þau fram. Engin rök má taka til greina, éf þau koma ekki frá rétt- mn mönnum. Og réttu mennímír eru þeír „forráðamenn" íhaldsins, sem stjórnað hafa bænum undan- farin ár, með þeim hætti, að fjár- hag bæjarins er komið í það horf, sem Iýst var hér í blaðinu í gær og þeir treysta sér ekki til að 'Verja á nokkurn hátt Dánarfregn. 1 gær andaðist hér i bænum PáJl Guðmundsson, Garðastræti 1, 64 ára gamall. Hann var fæddur á Eiði í Mosfellssveit, en kotn ung- ur hingað til bæjarins. Hami stundaði smíðar og aðra land- vinnu, en halfði um nær 30 ár ver- ið með enskum veiðimönnum við Langá á sumrum. Hann var mjög greindur maður, víðlesinn og vel að sér, en hafði þó ekki notið skólakenslu. Hann var orðlagður fyrir trúmensku í öllum verkum sínum og naut mikils trausts með- al allra þeirra, sem kynni höfðu af honum. B-lista fundurinn í Báruhúsinu í gærkveldi var svo fjölsóttur, sem frekast mátti verða vegna húsnæðisins. Hafa vafalaust verið á fundinum um fimm hundruð manns. Auðheyrt var, að B-listinn átti þar inestu fylgi að fagna. í fundarlokin ætl- uðu jafnaðarmenn að „slá sér upp“ með því, að láta ganga til atkvæða um listana, og skoruðu á íundar- menn sem fylgdu A-listanum að rétta upp hendur. Aðeinsi örlfáir, ef til vill 20 menn, uröu við þeirri áskorun! — Minst virtist þó Ifylgi C-listans. Frjálslyndir menn, sem vilja á einhvern hátt að- stoða við kosninguna á morgim, eru beðnir að koma á fund uppi í Báruhúsinu í kveld kl. sy2. Vísir kemur út tímanlega á sunnudaginn. Aug- lýsendur eru vinsamlega beðnir að koma auglýsingum í sunnudags- blaðið á afgreiðsluna í Aðalstræti 9 B (sími 400) fyrir kl. 7 annað kveld, eða í Félagsprentsmiðjuna fyrir kl. 9 annað kveld. — Eins og allir vita, er langbest að aug- Iýsa í Vísi. Hreinskilni. Morgunblaðið í dag kannast hreinskilnislega við, að eitt af því, sem ,;forráðamönnum“ íhaldsins þyki viðsjárverðast og skaðlegast í fari Jakobs Möllers sé það, hversu greindur hann sé og rök- fimur. — Þessi hrei'nskilni blaðs- ins er að vísu virðingarverð, en liún er óþörf að því leyti, að öll- um þorra kjósenda þessa bæjar er fullkunnugt um hræðslu þeirra „forráðamannanna" við mannvit og aðra slíka góða eiginleika. Samsöngur Karlakórs K. F. U. M. í Gamla Bíó í fyrrakveld var svo vel sótt- ur sem húsið leyfði, þvi að hvert sæti var setið, enda höfðu og margir orðið frá að hverfa. Fyrst á skránni voru lög Svb. Svein- björnssonar við „Dettifoss“ Krist- jáns Jónssonar og „Fifilbrekku“ Jónasar Hallgrímssonar. Hið fyrra er langt lag við erindin öll fimrn — virðist tæplega ná krafti kvæðisins, en hljómaði vel hjá flokknum. Símon Þórðarson söng þar einsöng. Síðara lagið er snot- urt, en ekki sérlega vel lagað fyr- ir karlakór til að „slá sér upp á.“ Aftur náði kórinn sér vel niðri á þriðja laginu, fiskimannsvísu norskri, eftir Eyvind Alnæs. En sá liðurinn sem best fór og í best- an jarðveg féll hjá áheyrendum var lagalflokkurinn „Ett Bond- bröllop" eftir Söderman, enda fara þessi lög sérstaklega vel í karlakór. — Annars heyrðist það á öllu, að söngflokkurinn leggur miMa rækt við æfingar og á fyrir það hina bestu viðurkenningu skil- ið, enda enginn efi á því að að- sókn verður mikil ef þeir endur- taka samsönginn. H. Móðgim við kjósendur. Á Bárufundinum í gærkveldi kom fram ótvíræð viðurkenning á þvi, af hálfu beggja andstöðu- flokka B-listans, að á honum væru bestu og víðsýnustu mennimir, og að Jakob Möller væri fyrir margra hluta salcir ágætlega hæfur til að sitja í bæjarstjórn, en — hann „mætti bara ekki komast aðnúna/ Meðal annars sagði Ólafur Frið- riksson að hann kæmist í bæjar- stjórnina seinna. — Þetta er jhin mesta móðgun við kjósendur. Þeim er borið á brýn, að þeir hafi ekki næga dómgreind til þess að kjósa besta listann. — Kjósendur! Sýnið það við kosninguna á morg- un, að „klíku-höfðingjarnir“ fara þarna með ósannindi eins og oft- ar. Sýnið með kosningunni á morgun að þið hafið næga dóm- greind til að kjósa besta listann. Kjósið B-listann. S. Brunamálið á Stokkseyri verður nú tekið til nýrrar rann- sóknar, að því er stjórnarblaðið hermir. Segir það, að Halldór Kr. Júlíusson, sýslumaður Stranda- manna, sé hingað kominn til þess að dæma í Hnífsdalsmálinu, en auk þess hafi stjórnin falið hon- um að rannsaka til fyllri hlítar „sum atriði í brunamálinu • á Stokkseyri frá í fyrra.“ Hæstirétt- ur hefir vísað málinu heim til fvllri rannsóknar. Um síldarbræðsluverksmiðjur talaði Jón Þorláksson, fyrv. I forsætisráðherra, í fyrrakveld, í Kaupþingssalnum, á fundi Verk- fræðingafélagsins, og skýrði þar frá rannsókn þeirri, er hann-hefir framkvæmt ifyrir stjórnina. Var niðurstaða Jóns sú, að eina færa leiðin, til að koma upp slíkri verk- smiðju, væri að stofna samvinnu- félag útgerðarmanna. Samsöngur Karlakórs K. F. U. M. verður cndurtekinn á sunnudaginn kl. 3. Sjá augl. Lyra Ifór héðan x gærkveldi áleiðis til Noregs. Meðal farjxega voru frú Anna iFriðriksson, frú Christine Sigurðsson, Mowinckel konsúll írá Santander á Spáni. — Til Fær- eyja fóm Pétur' skipstj. Maack og Til að rýma fyrii* nýjum vörum, seljum við þessa viku nokkur stykki af Kven-vetparkápum, regn- kápum og k|ólum9 Telpu— kápum og drengjapeysum fyrir kálfvirdi. Af drengjafötum og frökkum gefum við * iO% afslátt. Kven-vetrarkápur, sem kosta kr. 85 seljast íyrir kr. Allar aðrar Kven-regnkápur, vetrarkápnr með 25% afslsttl. sem kosta kr. 48 seljast íyrir kr. — — — 50 — — — — — — 48 — — — „ _ 38 — — __ 43 87 27 17 24 25 22 19 Einnlg seljast allar telpnkðpnr með 25—50% afslœttl — Einstaka kjólar seljast fyrlr hilivlrði, allfr hinír með 10 •20% afslsttl. — 400 drengjapeysnr, i öllnm starðnm, seljnm vlð atar ódýrt, Notið tækifærid. Bpauns-V epslun. Þórarinn stýrimaður Dúason. Eni þeir ráðnir til að taka við skipinu Royndinni. isfiskssala. Egill Skallagrímsson hefir selt afla sinn fyrir 2350 sterlingspund, Júpíter fyrir 2771 st.pd. og Gyllir fyrir 1264 st.pd. St. Mínerva. Fundur i Bröttugötu x kveld kl. 8y. Kosning embættismanna. Jón Lárusson skemtir Hafnfirðingum annað kveld kl. 9 með kveðskap sínum. Sjá augl. S j ómannakveð ja. Flateyri 27. jan. FB. Liggjum á Önundarifirði. Vel- líðan. Kær kveðja. Skipverjar á Þórólfi. Sementsskip kom í fyrrakveld til firmans J. Þorláksson & Norðmann. Áttræð verður á morgun ekkjan Aldís Pétursdóttir, Brekkugötu 5, Hafn- arfirði. Áttræður er á morgun Sigurður Jónsson frá Bygðarenda, 'fæddur hér og uppalinn, alkunnur atorku og sæmdarmaður. Af veiðum konxu Belgaum í gærkveldi og fór áleiðis til Englands, ogHannesi’áð- herra með 110 tunnur lifrar (veið- ir í salt). Ódýra8ta og besta úrval bæjarins af Karlmaniia- fötam. Lagarfoss fer í kveld kl. 6 vestur og norð- ur um land til útlanda. Áheit á Strandarkihkju, áfhent Vísi, 2 kr. frá G. G„ 5 kr. frá R.* 10 ki'. frá H. J„ 10 kr. frá Helgu og Jóa, 10 kr. (gamalt áheit) frá Skessu. Hugó, línubátur nótt. frá Akureyri, kom í Kolaskip kom í Salt. gærkveldi til h.f. Kol og Island fer í kveld kl. 6 vestur og norð- ur til Akui-eyrar. „Listamennirnir". Eg hitti nýlega að máli kunn- ingja minn, og gamlan samlierjá úr Sjálfstæðisflokknum, og meðal annars, sem barst x tal milli okk- ar, voru hinar væntanlegu bæjar- stjórnarkosningar, og listar þeir, senx fram hafa komið. — Um A- listann vorum við sammála að ölltí leyti, og báðir jafn fjarlægir þv£ að líta við honum, vegna þeirrar andlegu veiki, sem svonefndir jafnáðarmenn eru haldnir af, og sem orsakar það, aö þeir í bæj ar- málum, sem og öðrum málum, sjá alt öðruvísi en það ei% og segjá svo að hvítt sé svart, og svart sé hvítt. Aftur á móti vorum við ekki fyr’st í stað sammála um B- og C- listaua. — Þessi kunningi mirm er einn þeirra, sem búið er áS veifa bolsévika-grýlunni svo oft framan í, að' .honum hefir um stundarsakir glapist sýn, svo að, hann var farinn að trúa því, að íhalds-„fori-áðamennimir“ vaeri þrauta-bjargráð gegn öfgum og vitleysu umróts-mannanna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.