Vísir - 28.01.1928, Blaðsíða 2

Vísir - 28.01.1928, Blaðsíða 2
VISIR )) Mgmm i Qlseín] [ Ríó-Kaffi, Steinsykur, belgiskur, dökkrauður, í 25 kg. kössum. Danskar kartöflur. Kartöflumjöl, Munntóbak, Krugers, Eldspýtur, Hrísgrjón. N ý k o m i ð. s 1 :Æ: sr | REUEVES CONSTIFATIOIÍ allbran readyto EAT iulpyom^^ Hver er hættan? frá konunglegri hollenskri verksmiðju, mahogni, Rachals mahogni með 3 pedölum. — Lægsta verð beint frá verksmiðjunni. — A. Obenhaupt, M HartijOro Siobiatsiiuttir tnóðir Sighvats Bjarnasonar fyrr- um bankastjóra, andaöist í nótt á heimili sonar síns. Hin látna merkiskona var elsta kona hér í bæ, komin á hundraðasta ár„ fædd 26. október 1828. Símskeyti Khöfn 27. jan. FB. Verkamannastjórnin norska full- mynduð. Frá Osló er símað: Hornsrud- stjórnin er fullmynduö. Prófessor Edward Bull er utanríkismálaráS- herra og Alfred Madsen social- ráðherra. (Edvard Bull, ságnfræðingur, er iæddur í Osló 1881. Hann varð cand. mag. 1906, háskóla-stipendi- st 1910, do;cent 1913 og prófessor í sagnfræði 1917. Efnið í visinda- ritum Bulls er aðallega úr mið- aldasögu Noregs. Árið 1912 varði hann doktorsritgerð sína um „Folk og kirke i Middelalderen. Studier til Norges historie". Margar rit- gerðir hafa birtst eftir hann í „Historisk Tidsskrift“, og ýmsar bækur hafa komið út eftir hann um sagnfræðileg efni. Árið 1918 kom út eftir hann æfisaga Karls Marx. Höfuðkostur Bulls sem sagnfræðingg, er talinn hin skarpa gagnrýnisgáfa hans; framsetning hans er Ijós og stíllinn fagur og f iörugur. — Bull er jafnaðarmað- ur, og hefir á síðari árum tekið þátt í stjórnmálastarfsemi, með fyrirlestrahaldi og á annan hátt. yHfred Madsen er f. í Björgvin 1888. Hann var ristjóri „Tidens Krav“ i Álasundi 1914—17, og síð- ar annara 1)1 aða', og hefir enn- fremur haft ýms störf á hendi fyr- ir verkalýðsfélögin i Noregi. Stór- þingismaður varð hann 1922 (f. Akershus) o. s. frv. Mun hann hafa látið talsvert til sín taka, 0g staðið framarla í flokki sínutn í stjórnmáladeilunum. Gttðm. B. Vikar Sími 658, Sími 658. Laugaveg 21. Enskar húfur — Manchettskyrtur — Axlabönd — Hanskar — Sokk- ar, í stóru úrvali. — 10—25% afsláttur. Christopher Plornsrud er f. 1859. Jarðeigandi í Modum, og hefir rekið þar búskap síðan 1891. Hefir gegnt ýrnsum trúnaðarstörf- um í héraði sínu. Um skeið, er hann var búsettur í Osló, var hann íormaður verkamannaflokksins og um 1905 var hann blaðamaður við Social-Demokraten. Var fyrst kos- inn á Stórþingið 19x2, sem verka- lýðsfulltrúi, og síðan stöðugt setið á þingi. Nýtur ntikils álits meðal flokksbræðra sinna og annara. lalinn hafa mikla þekkingu á landbúnaðarmálum. Varð 1921 leiðtogi verkantannaflokksins í Stórþinginu. Varaforseti Stór- þingsins, er honum nú var falin stjórnarmyndunina á hendur). Plunkett aðmíráll að fara frá. Frá Nevv York er símað : Plunk- ett aðmíráll lætur af embætti sínu í næsta mánuði. (Hann mun eigi alls fyrir löngu hafa tekið þátt í umræðum um fiotamálastjórnina i Bandaríkjun- um og farið ógætilegum orðum um hana. Kann þetta að' standa í sambandi við þáð). Eldgos í Mið-Ameríku. Frá London er símað: Fregnir hafa borist hingað unt mikil eld- gos á eyju einni við strendur Ni- caragua. íbúarnir flýja. Mikið öskufall. Jarðskjálftar í Mexíkó. Frá Mexíkó-borg er símað: Miklir landskjálftar í Texcoco-rík- inu. Hafa miklar skemdir orðið. af völdum þeirra í ýmsum sveita- þorpum. (Ríki þetta er í Mexíkó, sem eins og kunnugt er, er lýðveldi, er skiftist í 28 ríki, er hvert hefir sína stjórnarskrá, þing og lög, en sameiginlega stjórn og þjóðþing í Mexíkóborg). Er til nokkurs að kjósa B-list- ann, er það til annars en að kasta atkvæði sínu á glæ? — Svo spyr einstaka maður. Spurningunni er ofur auðvelt að svara. Það er skylda hvers einstaks borgara, að kjósa þann listann, sem hann álítur bestan og líkleg- astan til þess að verða að liði, ef hann kæmi mönnum að. Eins og það er skylda hvers manns, sem um opinber mál á að fjalla, að greiða atkvæði eins og sannfæring hans og samviska segir honum að réttast sé, á sarna hátt er þaö skylda kjósendanna að kjósa þá menn til opinberra starfa, sem þeir treysta best til þess að rækja þau svo, að hag almennings sé best borgið. Það er auðvitað, 'að hver kjós- andi, sem verður fyrir þeim von- brigðum, að koma ekki að þeirn mönnum, sem hann treystir best, hann hlýtur að telja það illa far- ið, að svo hafi tekist til. En hitt væri þó miklu verra, ef atkvæði hans skyldi verða til þess að bægja frá einmitt þeim mönnun- um, jafnvel þó að það yrði jafn- framt til þess að koma að þeim skárstu af hinum. En ef atkvæðinu er með þessu móti á glæ kastað og það verður til þess að þeir verstu komast að? — Það er vitanlega illa farið, en þó getur hver kjósandi, sem þannig færi fyrir, huggað sig við það, að hann hafi ekkert gert ann- að en skyldu sína. En hér er svo ástattj að þessu sinni, að ekkert slílct er að óttast. Ef hér væri nú að eins um tvo lista aS velja, þá væri úrslitin fyrir fram vis. Jafnaðarmenn kæmi þá að tveimur mönnum og hinir þremur. Það er margreynt, að þessi hlutföll raskast ekki. Andstæðingar jafnaðarmanna liér í bænum hafa aldrei náð því at- kvæðamagni síðari árin, hvort sem þeir hafa gengið til kosninga saman eða í tvennu lagi, að ekki næði tveir jafnaðarmenn kosningu í bæjarstjórn, er fimm menn átti að kjósa. Að þessu sinni er því alls ekki um það að ræða, hvort kosnir verði fleiri eða færri jafnaðar- menn. Þeir ná kosningu tveir, en ekki fleiri, hvernig senx alt velt- ist. — Eins er það víst, að and- stæðingar jafnaðaniianna koma að þremur mönnum. En þeir eiga um það að velja, hvort þessir þrír menn, eða fleiri eða færri af þeim, tiga að vera af B-listanum eða C-listanum. Góðir borgarar! Kjósið þá mennina, sem þér hyggið, að muni vilja reyna að rétta við hag' bæj- arins, en ekki þá, sem þér vitið að muni láta alt hjakka í sama farinu. Kjósið B-listann. Höfum fyrirliggjandi: Bindigarn Manilla 41' ” Segldúk Umbúðagarn Hessian. Þórður Sveinsson & Co. Síml 701. Kosningarnar. Kjósendur verða aö gera sér ljóst, að á miklu getur oltið um hag þeirra og bæjarins framveg- is, að kosningarnar í dag takist vel og giftusamlega. Um þetta þrent er að velja: 1. Þeir, sem setja vilja bæjarfé- lagið á hausinn og láta svifta einstaka menn eignum þeirra, kjósa A-listann. 2. Þeir, sem halda vilja við sleif- arlagi því, sem nú er, og ver- ið hefir á stjórn bæjarins,.og vilja seigdrepa borgarana með álögum, kjósa C-listann. 3. Þeir, sem vilja rétta við fjár- hag bæjarins, koma skipulagi á atvinnufyrirtæki hans og alla starfrækslu, og létta svo sem unt er gjaldabyrSi borg- aranna, kjósa B-listann. Valið er ekki vandasamt. A- og C- eru listar klíknanna. B- er listi allra annara kjósenda bæjarins. Kjósið B'listann! Fi*á Alþingi. SameinaS þing. Þar var í gær rætt urn kosn- inguna í Norður-ísafjarSarsýslu (kjörbréf Jóns AuSuns Jónsson- ar). Kjörbréfanefnd hafði klofn- að um málið. Meiri hlutinn vildi taka kosninguna gilda, en þó voru þar ekki allir á eitt sáttir. Sigurð- ur Eggerz og Magnús Guðmunds- son álitu, að vegna yfirgnæfandi atkvæðafjölda J. A. J. kæmi ekki annað til mála, en að taka kosn- inguna gilda. Sveinn Ólafsson og Gunnar Sigurösson^ fundu hins vegar ástæðu til frekari athugun- ar á því, hvað gevt mundi i ná- grannalöndunum i slíkum tilfell- um og á því, hvort nokkur grun- ur gæti fallið á J. A. J. um að liafa verið í vitorði um kosninga- svikin. Þótt þeim fyndist óvið- feldin framkoma hans eitt sinn fyrir rétti, er hann var kallaður sem vitni, gátu þeir ekki séð, að Jón „hafi átt nokkurn grunsam- legan þátt í undirbúningi kosning- anna eða framkvæmd þeirra.“ Lögðu þeir þvi hið sama til og S. E. og M. G., aö kosningin yrði tekin gild, eigi síður fyrir þá sö’k, að þeir þóttust vita af gögnum, að svo hefði verið gert hvervetna á Norðurlöndum. Héðinn Valdimarsson var í minni hluta í nefndinni og lagði til, að kosningin yrði gerð ógild. „Álit minni hlutans er það, að þegar sannaö er glæpsamlegt at- hæfi til framdráttar þingmanns- efnis, beri að ógilda kosningu, án tillits til atkvæðamunar. í Eng- landi mun vera fylgt svipuðum reglum. Viröist það rétt, bæði af siðferðilegum ástæðum og eins er ómögulegt að fullyrða, hver áhrif slíkir glæpir hafi haft,“ segir í áliti Héðins. Um þetta mál urðu að vonum miklar umræður, og er engin leið að rekja þær hér nema að örlitlu leyti. —• Sigurður Eggerz hélt því fram, að þótt stórfeld kosninga- svik hefði framin verið í Hnífs- dal og sjálfsagt væri, að refsað væri þeim, er sekir reyndust að lagadomi, þá væri ekkert vit í því að refsa Jóni A. Jónssyni, sem all- ir vissu að saklaus væri um vit- orð af þessum glæpum eða kjós- endum í Norður-ísaíjaröarsýslu, með því að svifta þá fulltrúum sínum mikinn hluta þingtímans, þótt vitað væri, að hann hefði haft langsamlega meiri hluta löglegra atkvæða. Haraldur Guðmundsson lýsti því, hvernig kosningar hefðu gengið á ísafirði 1919 og 1923, formgöllum við þær, mútugjöfum o. fI., er hann taldi þá hafa fram farið. Kosningasvikin í Hnífsdal n.ú hafi verið beint áframhald hinna fyrri svika, og óhjákvæmi- leg afleiðing þess, á hvern hátt Alþingi og landsstjórnirnar hefðu farið með þau svik og kærur út af þeirn. Nú yrði að láta staðar numið á Jxessari braut og ógilda kosningu þess manns, er svo sví- virðilegum meðulum hefði verið beitt til hjálpar, hvort seni liann hefbi verið þar sjálfur að verkí eða ekki. Dómsmálaráðherra talaði um „fair play“, sem Englendingar kalla, þ. e. að hafa rétt við. Ef það sannaðist, að ekki hefði verið rétt við haft til að koma þingmanns- efni að, ætti skilyrðislaust að senda það heim aftur. Það væri nauðsynlegt af siðferðilegum og uppeldislegum ástæðum. Ólafi Thors og Jóni Þorlákssyni þótti illa sitja á dómsmálaráðherra að tala um „fair play“, þvi að eng-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.