Vísir - 29.01.1928, Blaðsíða 2

Vísir - 29.01.1928, Blaðsíða 2
VISIR Noregssaltpétnr Vegna samsteypu Norsk Hydro og þýsku saltpétursverksmiðj- anna verður framleiðslan af Noregssaltpétri takmörkuð í ár. Við fáum þess vegna ekki nema ákveðna smálestatölu, og eru viðskifta- vinir okkar beðnir að gera svo vel að senda okkur pantanir sínar nú þegar, til þess að tryggja sér að geta fengið þann Noregs- saltpétur er þeir þurfa. Fypipliggjandi s ?A\m Ollve sápa9 Sírins, Ronsnm Hwholdning, Snchards, Miika. Velma. A. Obenhmpt, MwmimiuniiiH>i ii 111 u 11 iiinim 1 fl saamantofa. Hið marg-eftirspurða cheviot og kamgarn í kjól- og smoking- föt, er komið aftur. Verðið lækkað. Guðm. B. Vikar Laugaveg 21. Sími 658. Símskeyti Khöfn 28. jan. FB. Sinnaskifti kommúnista. Frá Moslcva er símað : f blaðinu Pravda hefir verið birt yfirlýsing frá Zinoviev og Kamenev. And- n;æla þeir Trotskystefnunni í yfir- Jýsing þessari. Telja þeir nauðsyn- iegt, vegna hagsmuna öreiganna, að hætta baráttunni gegn flokkn- um. Segjast þeir framvegis munu fara eftir samþyktum þeim, sem gerðar voru á síðasta þingi flokks- ins. Tjón af ofviðri. Frá New York-borg er símað: Ofsarok í austurhluta Bandaríkj- anna og Canada hefir valdið mikl- um skaða. Tíu menn hafa farist bg margir meiðst. Norska stjðrnin. Verkamannastjórnin i Noregi er þannig skipuð: Forsætisráðherra og fjármála- ráðherra er Christopher Hornsrud, bóndi úr Buskerudfylki, utanríkis- málaráðherra Edvard Bull, pró- fessor í Osló, verslunarmálaráð- lierra Alvestad, bakarameistari frá Álasundi, atvinnumálaráðherra Magnus Nielsen, Osló, landbúnáð- arráðherra Johan Nygaardsvold, verkamaður úr Þrændalögum, dómsmálaráðh. Cornelius Holm- boe, yfirréttarmálaflutningsmaður, frá Tromsö, félagsmálaráðherra Alfred Madsen, skrifstofustjóri í Osló, kirkjumálaráðherra Olav Steinnes, skólastjóri frá Þelamörk, landvarnarráðherra Christian Fr. Monsen, kennari, áður borgar- stjóri að Hamri. Frá Alþingi. Efri deild. Þar voru þessi stjfrv. til 1. umr. i gær, og var öllum vísað til 2. umr. og nefnda. 1. Frv. til 1. um Gagnfræða- skóla Reykjavikur, sem flutt er af stjórninni, fer fram á að stofna tveggja ára gagnfræðaskóla hér í bæ. „Við skóla þennan skipar stjórnin aðeins einn fastan starfs- mann, skólastjórann .... Laun hans gre.iðast úr rikissjóði." Aðrir kennarar eiga að vera stundakenn- arar, og fyrst í stað mun ætlast til, að skólinn fói inni hjá ýms- um öðrum skólum, þá helst síðari hluta dags. 2. Frv. til 1. um vemd atvinnu- fyritælkja gegn óréttmætum prent- uðum ummælum. „Hlutafélög, samlagsfélög, samvinnufélög og önnur atvmnufyrirtæki, þar með talin þau, er rekin eru af hálfu hins opinbera, skulu njóta sömu lagaverndar, sem einstakir menn, gegn óréttmætum prentuðum um- mælum, sem fallin eru til að linékkja atvinnurekstri þeirra.“ (1. gr.). Ástæðan til frv. er talin sú, að „sumir lagamenn líta jafnvel svo á, að samvinnufélög og at- vinnufyrirtæki landsins njóti nú sem stendur engrar réttarverndar gegn óréttmætri opinberri gagn- rýni.“ 3. Frv. til 1. um byggingar og -landnámssjóð. „Af tekjum ríkis- sjóðs skal árlega leggja 250 þús. kr. í sjóð, er nefnist Byggingar og landnámssjóður. Tilgangur sjóðs- ms er að viðhalda býlum í landinu og fjölga þeini-“ Á það að gerast með þeim hætti, að veitt séu lán til að endurbyg-gja íbúðarhús á sveitabýlum, byggja upp nýbýli í landi einstakra manna eða sveitar- íélaga, og til þess að sveitir og kauptún geti komið upp nauðsyn- legum byggingum fyrir búabú á ræktuðu landi sínu. Einnig skal verja fé til þess að byggja nýbýli i landi, sem ríkið á eða kaupir í því skyni." Frumvarpið er að mestu samið eftir tillögum milli- þinganefndar í landbúnaðarmálum. 4. Frv. til 1. um tilbúinn áburð. Rikisstjórninni heimilast í frv. Epli Glóaldin Bjúgaldin Vínbei* ágæíar tegundlr nýkomiö í Yersl. Vísir þessu, „í samráði við stjórn Bún- aðarfélags íslands, að taka í sín- ar hendur einkasölu á hverskonar tilbúnum áburði, frá 1. okt. 1928. — — — — Meðan ríkisstjórnin annast útvegun tilbúins áburðar, er henni heimilt að greiða úr ríkis- sjóði þann kostnað, sem af því leiðir, að flytja tilbúimi áburð bæði frá útlöndum og milii, og til allra þeirra hafna, sem skip Eimskipa- félags íslands og strandferðaskip ríkisins koma á“. 5. Frv. til 1. um síldarmat. Frv. þetta er samið af nefnd, sem atvinnumálaráðherra skipaði 27. desember 1926, til þess að athuga síldarmatið og koma fram með til- lögur um breytingar á því, ef nefndinni þætti þurfa. í nefnd þessari voru: Kristján Bergsson, Jón Bergsveinsson, Haukur Thors og Vigfús Einarsson. Segja þeir m. a. í athugasemdum við frv.: „Frumvarp þetta gerir mikla breytingu á sildarmatfnu, frá því, sem verið hefir undanfarið. Að vísu hefir verið skylda að skoða alla nýveidda síld, sem ætluð er til útflutnings, en eftir þessu frum- varpi er ætlast til að síldin verði ekki aðeins skoðuð, til þess að forðast að söltuð verði niður til útflutnings skemd vara, heldur einnig að öll útflutningssíld verði flokkuð eftir stærð og gæðum. — ------Eins og að líkindum ræð- ur, getur ekki hjá því íarið, að slík flokkun hafi talsverðan kostn- að í för með sér, og tefji nokkuð söltunina, sem.getur verið baga- Iegt, þegar mjög mikið berst. að í einu af síld, en við því verður ekki gert, ef matiö á að veröa að nokkrum notum. Enda þótt fiski- matið hafi talsverðan kostnað, fyr- irhöfn og verkatöf í för með sér, mun þó enginn neita því nú, að það hafi reynst gagnlegt fyrir fiskframleiðendur og aukið álit ís- lensks saltfiskjar á erlendum markaði. Svo mundi og sennilega verða um síldarmatið, ef það yrði framkvæmt jafn vandlega og fiski- matið er nú, en að því ber að stefna.“ Neðri deild. 1. Frv. til 1. um viðaúka við 1. um bændaskóla, 1. umr. , Frv. þetta fer fram á nokkrar breyt- ingar á Hólaskóla, m. a. bæta und- irbúningsdeild við skólann, þar sem veitt verði almenn lýðskóla- fræðsla. 2. Frv. til 1. um eignar- og notkunarrétt hveraofku, 1. umr. Fvr. þetta flytur stjórnin samkv. áskorun síðasta Alþingis, og er það samið með hliðsjón af vatna- lögunum frá 1923, og í Iíkingu við þau. Að þessu sinni er ekki tækdfæri til að rekja efni frum- varpsins. HOfum fyrirliggjandi: Bindigarn Manilla 4y Segldúk Ufflbáðagarn Hessian. Þörður Sveinsson & Co. Simi 701. 3. Frv. til 1. um breyting á jarðræktarlögunum, 1. umr. Frv. fer ekki fram á mjög miklar breyt- ingar á núgildandi jarðræktarlög- um, en forsætisráðherra boðaði, að milliþinganefndin í landbúnaðar- málum hefði með höndum miklu gagngerðari endurskoðun þeirra. Mmningarorð. Þann 9. desember síðastliðið ár lést að heimili sínu, Brekkustíg 13 hér í bæúum, húsfrú Halldóra - Sigurðardóttir', 63 ára að aldri. Hún var ættuð af Akranesi og uppalin þar. Fyrir innan þrítugs- aldur fluttist H. hingað til Rvík- ur með manni sínum, Gísla Krist- jánssyni sjómanni, og áttu þau síðan heimili hér í bænum. Gísli er enn á lífi, maður hraustur og snotur í framgöngu. — Þau Hall- dóra og Gísli eignuðust saman 6 börn, 5 dætur og einn son. Ein stúlkan lést á barnsaldri, en hin systkinin eru á lífi. Guðrún heitir elsta dóttirin, er hún gift norsk- um manni og búsett í Noregi. Hin- ar þrjár eru sem hér greinir: Halldóru sálugu, munu einhuga sakna hennar. En sárust er sorg- in heima hjá ástvinum hennar, sem nú hafa orðið góðri móður á bak að sjá. P. P. Frii Ittr-ísleiii. —o— x FB. í jan. Dánarfregn. Þ. 3. des. s.l. andaðist að hekn- ili dóttur sinnar, Guðleifar John- son í Otto, Manitoba, ekkjan Guð- rún Sveinungadóttir, 95 ára að aldri. íslendingar á Kyrrahafsströndinni. Þeir eru orðnir allstórir, íslend- ingahópamir, á ýmsum stöðum á Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna. Slangur af íslendingum mun vera þar í flestum borgum. íslendingur, er nýlega kom í stærstu borgirn- ar á Kyrrahafsströnd Bandaríkj- anna, hyggur að í San Francisco séu nú um 100 íslendingar, 5 Los Angeles 2—300, og í San Diego um 150. Hólmfríður, verslunarmær hja Haraldi Árnasyni, Kristjana, er verið hefir starfskona á veitinga- húsum og sjúkrahúsum, bæði er- lendis og hér heima, — og Sigur- rós, afgreiðslustúlka í Laugavegs Apóteki.’ Sonur þeirra hjóna, Kristján, stundaði alllengi verslunarstörf hér í bænum, og þótíi geðfeldur maður og lipur, en misti skyndi- lega heilsuna fyrir nokkurum ár- um, og hefir verið sjúklingur síö- an. Úrn manngildi og æfistarf Iíall- cíóru sálugu er það að segja, að hún var sannkölluð fyrirmyndar- kona um húsmóðurstörf öll, og ástrík og umhyggjusöm móðir. Hún var hjálpfús, trygglynd og vinföst. Skaplyndi hafði hún ríkt og viðkvæmt, og kunni þó vel að clylja harma sína. — Hún var ein rneðal jieirra fjölmörgu fátækú húsmæðra, er í kyrjsey stunda sitt ábyrgðarmikla heimilisstarf og vinna að uppeldi barna sinna með alúð og umhyggjusemi. Lífsstarf hennar var helgað heimili hennar og börnum. Og öll börnin uxu upp við hlið hennar, góð og mannvæn- leg. Á aiskuárum sínum hafði Góour eiginmad- ur gefup konunni Singers saumavél. Ijðll Reykjavík. S Halldóra verið fríðleikskona, og bar hún fegurðarjrokkann fram á efstu ár. Allir þeir er kyntust

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.