Vísir - 31.01.1928, Side 3

Vísir - 31.01.1928, Side 3
VISiR Eftir gæðum eru þessar cifíarettur ódýrastar af ölium cigarettum sem seldar eru á landinu. k ;* .. j&i&gggfej 3i) CCr-.r.T- .dSrum góöum mönnum, og hann ;?lti sæmileg efni fyrir sig og sína. Eg veit, aS margir muni nú sakna J:>essa manns, því aö víst ei- það, a?i hér er góöum og nýt-um manni ,á bak aö sjá, og enginn vafi er á því, aö nú muni þykja dimmara vfir Einholtaheimilinu og jafnvel xlimmara yfir sveitinni hans, en /itSur var. En þaö var trú hans, og þa8 e r trú hvers kristins manns, aö hér sé ekki öllu lokið, heldur birti aftur af degi eftir ■dimma nótt, og eftir þá nótt eiga viö þessi orö skáldsins: j J’á munu liætast harmasár þess horfna, hiigsjónir rætast. Þá mun aftur morgna.“ A þeim morgni veröur gaman i'.ö gleöjast meö þér, vinur. Reykjavík, 23. jan. 1928. St. J. Utan af landi. Vestm.eyjum 30. jan. FB. Vélbáturinn Þuríöur varö fyrir biílun á vélinni í róöri í gærmorg- un. Óðinn var sendur til aö leita bátsins og fann hann kl. 2 í nótt 15 mílur suöur af Geirfuglaskeri. Iiaföi straumur borið hann alla J>á leiö. Óöinn, sem um stundar- sakiir hefir stöö hér, i stað Þórs, var í morgun samkvæmt ósk dóms- málaráöuneytisins, sendur til Sand- gerðis, til Jiess aö leita aö bát, er vantar þaðan. Talsveröur afli í gær og í fyrra- .dag. Góöur afladagur í dag, og talsveröur fiskur borist á land. Sandgeröi 30. jan. FB. Bifröstin reri rokdaginn seinasta «og er ekki komin inn. Hún er gerö út frá Reykjavík, er um 30 smál. Sandgeröi 31. jan. FB. M.b. Bifröst kominn fram. M.b. Bifi-öst kom til Sandgerö- 'ÍS seint i gærkveldi úr róðri. Haföi Jegiö mestallan tímann í Njarö- vikum. Vissu skipverjar eigi, aö menn heföi óttast um þá, því að j>eir héldu, aö Njarövíkingar hefði fekiö eftir sér. Akureyri 30. jan. FB. Leiknum „Dauði Natans Ketils- Æonar“, eftir frú Elínu Hoffmann, var tekiö hér mjög vel. Sýningin fór mjög vel úr hendi, einkum þótti Ágúst Kvaran og frú Ingi- björgu Steinsdóttur takast vel. Lék Ágúst Nathan og Ingibjörg Agnesi. Frú Svava Jónsdóttir lék Rósu, erfitt hlutverk, og" ekki vel viö hæfi frúarinnar. Haraldur Björnsson leikur litiö hlutverk. Aösókn aö leiknum góö. Haraldur Björnsson fer meö ís- landinu til ísafjaröar, til leikæf- inga þar. Föstudaginn þ. 27. þ. m. var haldin hér minningarsamkpma um skáldiö Jóhann Sigurjónsson. Sig- uröur Guðmundsson og Davíö Ste- fánsson héfdu ræiöur, fen Ág\ú,Jt Kvaran og IJaraldur Björnsson léku forleikinn úr Lyga-Meröi. Samkoman þótti ágæt, og aö- sókn góð. Ágóðinn rennur til ekkju jóhanns Sigurjónssonar. Einmunatíö. (sland í erlendum blöðum. FB. i jan. í ,,The Scandinavian Shipping Gazette“, er út kom fyrri hluta Jæssa mánaðar, eru ítarlegar ís- landsfréttir aö venju, og er þar skýrt frá útflutningi islenskra af- urða sanrkvæmt nýjustu skýrslum, oliustööinni við Skerjafjörö, Rauöamelsölkeldu og ráöageröun- um um, að gera vatniö úr henni að markaðsvöru. Enníremur er kafli um íslenskar björgunarstööv- ar og Eimskipafélag Islands. Ýms blöö í Lúbeck og Ham- borg minnast lofsamlega á ís- lensku listasýninguna, er opnuö var í Lúbeck J). 8. jan. Ræðu viö þaö tækifæri hélt dr. Kalkbrenner og kom skýrt fram í ræöu hans samúö og áhugi i garö íslendingat cins og vænta mátti, ]>ví aö al- kunna er, hvern luig Þjóðverjar i)era til íslendinga. Þá hafa amerísk blöö og tíma- rit minst ítarlega söngkpnunnar og rithöfundarins Kitty Cheatham, sem undanfarið hefir skrifaö niikiö i ameríski blöð í sambandi viö ís- Jand, sögu íslands og Islendinga. Kona Jiessi er fædd í Nashville, i íikinu Tennessee, af góðum ætt- um, er allmjög hafa komið viö sögu Bandaríkjanna. Miss Cheat- ham er vel mentuö kona og m. a. vel aö sér í sögu Norðurlanda, énda er norrænt blóö í æöum hennar, og fékk hún snennna ást á menningu Noröurlanda. I júní 1925 var haldin 100 ára minning- BARNAFATAVERSLUNEN Klapparstíg 37. Sími 2035. ódýr va.kaflauel í mörgum htum h ntug í barn k pur og kfóla. 1 fl saum^htoía. Hiö marg-eftirspurða cheviot og kamgarn í kjól- og smoking- töt, er komið aftur. Veröið lækkað. Guðm. JB. Vikar Laugaveg 21. Sími 658. arhátíð um landnám Norömanna i Bandaríkjunúm. Hátíö þessi var lialdin i Minnesota, og eins og kunnugt er, var Coolidge Bandaríjkaforseti þar á meöal ræðumanna og Thomas Johnson, íslendingurinn, fyrv. ráðherra i Manitoba. Þar flutti Miss Cheat- ham einnig ræðu um íslendinginn Leif Eiríksson og fund Vínlands. Þessa ræöu flutti hún aö tilhlutan Gislé Bothé, sem er prófessor í skandinaviskum málum við há- skólann í Minncsota. Miss Cheat- ham hefir í ræðu og riti stutt þá menn vestra, sem eru aö vinna aö því, að þaö veröi alment viður- kent, að Leifur Eiríksson hafi fundið Ameriku. Fyrir henni vak- ir, aö sú viöurkenning leiði til auk- innar, almennrar þekkingar á nor- rænni menningu vestra. Segir hún, aö leikur einn væri aö rita heilá bók um þaö, hve amerískt náms- fólk og mentamenn eigi Noregi og Islandi, dóttur Noregs, mikið að Jiakka. I grein, sem hún skrifaöi i „New York Herald Tribune“ (sem er samsteypa úr New York Tribune og hinu fræga, gamla blaöi The New 'Ybrk Herald), að "paö hafi veriö aö tilhlutan White- law Reid, sem var ritstjóri New York Herald 1873, aö Bayarcl Taylor fór til Islauds á þúsund ára hátíðinni 1874. Og þegar Is- landsstrendur hafi komið i áug- sýn, þá hafi Taylor ort hiö fagra kvæði sitt, „America to Iceland“, en það kvæöi telur Miss Cheat- ham gimstein í ameriskum bók- mentum. Taylor var fæddur 1825 cg dó 1878. Hann ferðaðist víöa um heim og ski'ifaöi ágætar feröa- sögur. Síöustu æfiár sín var hann sendiherra Banadaríkjanna í Ber- lín. Taylor þýddi m. a. Goethes Eaust á ensku. I einni blaöagrein sinni skrifar Miss Cheatham um málhreyfing- una i Wales og fer mörgum orð- um um íslenskt mál og menningu í sambandi við hana. Miss Cheatham skrifaði nýlega forsætisráöherra íslands um starf sitt í ‘ sáfnbandi viö ísland, eink- anlega þann þátt þess, aö þaö veröi viðurkent, aö íslendingurinn Leifur Eiríksson hafi fundiö Ame- ríku. Getur hún þess rcttilega x skrifum sínuin, aö þegar svo veröi komiö, aö þaö veröi viöurkent í Amerík.u, aö honum beri sá heið- ur og þjóö vorri, muni greiö leiö- in til þess aö gera almenning vestra móttækilegan fyrir blessun- arrík áhrif norrænnar menningar. Þessi merkiskona hefir tjáö for- sætisráöherra íslands, aö hún hafi íslandsferö í huga. Ýmsar blaöaúrklippur tim starf Miss Cheatham’s eru'nú komnár í úrklippusafn Fréttastofunnar. Fyripliggjandi: AUar tegnndir af þnrk. ávöxtum M. Benediktsson <& Oo. Simi 8 (fjópap linup). Fyrirliggjandi: Rúsínur, Sveskjus*, Gráfíkjur o. fl. b|f F. H Kjartaosson & Co. Símar 152o og 2013. H*f.iars>'æti 19. Skjaldarhafinn Jörgen Þorbergsson. Eins og venja er til — í hart- nær aldarfjórðung, — verður háö kappglima um „Ánnannsskjöld- inn“ miðvikudaginn 1. febr. i Iðnó. Það er þennan dag, árlega, sem skoriö er úr því, hver sé mesti glímumaður Reykjavíkur; 1. fe- brúar er því einhver mesti merkis-. dagur ársins, í sögu íþróttanna 1 Reykjavik. I þetta sinn keppa 14 Ármenn- iíigar, og hafa aöeins einu sinni áöur veriö svo margir keppendur, — og ])ó mun „Ármann“ eiga enn nokkra menn, sem litlu síöur væru liðtækir. Margt er þarna af lítiö þektum glímumönnum, en allur er flokkurinn mannvænlegur, og sumir allmyndarlegir aö vallarsýn, töa um 3 álnir, og svara sér vel. Þaö bregöur fyrir glampa í aug- um gamla fólksins, þegar minst cr á fyrstu skjaldarglímurnar. Margir litu þá á þessar kappglím- ur sem vorboða nýrra tíma, sem vísir öflugs íþróttalífs í landinu. Það eiga. margir Reykvíkingar hlýjar endurminningar frá Skjald- arglímu „Ármanns”; endurminn- ingar um það, er vinir þeirra og vandamenn, sýndu drengilega framkomu, frækilega sókn og fimlegar varnir, og* gengu írá liólmi meö góöan oröstír, og svo mun enn veröa, um ókomin ár. M. S. Áke Claesson. Ake Claesson, sænski leikarinn, sem hér var s.l. sumar, og söng; Þ'óö Bellmans, hefir dvalist í vet- ur í Helsingfors, sem gestur viö Svenska Teatern., Leikllist hat(s hefir hlotið einróma lof allra leik- iistardómenda þar. Dómarnir hafa allir verið á einn veg, en mikiö jiarf til þess, aö fullnægja jafn vandlátum mönnum og Finnar eru tun leiklist og þessháttar. Ciaesson er Strindberg-leikarí og í vetur lék ha.nn aðalhlútverkiö i „Erik XIV“ og ennfremur í „My- steriet Milton“. Tímaritiö „Nya Argus'1 í Hels- ingfors birtir 1. des. langa grein um leiklist Claessons og fer hér á eftir útdrátt.ur úr henni. „Rönngren leikhússtjóri var heppinn,. þegar hann festi Áke Claesson og um leiö veitti hann áhorfendum óvænta nautn. Senni- lega lxafa þeir ekki verið niargir, sem gátu séö fyrir, aö hausttíma- bil Svenska Teatern myndi veröa svo glæsilegt, sem raun er á orö- in. Leiklist Ake Claesson stendur r.ú meö mestum blóma. Ógleyman- legur er leikur hans í „Mysteriet Milton“ og „Erik XIV“.“ — „Hér i Helsingfors er leikhúslífið, sent betur fer, ekki svo þröngsýnt og rangsnúið, að listamenn fái ekkí notiö sín. Þaö er einnig eftirtekt- arvert, aö herra Claesson yiröist okkur vera „einn af oss“. Hann getur samlagast okkur öílu betur, en nokkur „Ríkissvíiíb* Greinarhöf. segir, aö Claesson hafi hepnast að ná Kinni djúpu og angurbliðu alvöru í leik siun, og allur hafi leikur hans veriS rneö þeirn hadjtti, áö einjkfennuni Strindbergs hafi verið náð. Hann hafi sýnt Eirík konung svo snild- arlega, aö tæplega muni hægt aö gera þaö betur, Brjálsemi og draumórum hins ógæfusama kon- ungs lýsti hann betur en nokkur annar. Áhorfendur sátu heillaðír af snikl Claessons, er eldur braim úr augum han.s og rödd hans hljómaÖi um salinn. 'Yfir höfuö er leiksnild Áke Cla- cssons þannig lýst, aö öllum vin- um hans hér, mun óblandiö gleði- * Ríkissvíi er Svíi fæddur í Svt- þjóö, til aögreiningar frá sænsku- mælandi Finnum. * • y—1.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.